Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 8

Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Harriet Berg aðstoðarráðherra iðnað- ar- og viðskiptamála í Noregi i GrfAUt\)D Ég get bara sagt ykkur það að Norsk Hydro vill ekki sjá að virkjunin fari í umhverfismat. ASI vill að virtar séu lág- markskröfur A batavegi á Land- spítalanum LITLI drengurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til aðgerð- ar í Skotlandi fyrir nokkru er nú kominn heim og á batavegi. Segir Asgeir Haraldsson, for- stöðulæknir Bamaspítala Hr- ingsins, þar sem drengurinn er nú til meðferðar, að líðan hans fari batnandi. Svíar hlupu undir bagga þegar ljóst varð að ekki var unnt að veita honum þá sér- hæfðu meðferð sem nauðsyn- leg var hérlendis og aðstoðuðu þeir við flutning drengsins til Skotlands. Drengurinn er haldinn sjaldgæfum lungna- sjúkdómi. Var fengin Herkúles-flugvél til landsins með sérútbúnum sjúkrabíl m.a. með gervilunga, sem flutti drenginn um borð í vélina og á spítala erlendis. Upphaflega var leitað til sjúkrahúsa á Norðurlöndum en þau gátu ekki sinnt beiðinni sakir anna. SAMB ANDSST J ÓRN Alþýðu- sambands íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á stjómvöld að tryggja að þannig verði staðið að vömflutningum til og frá Islandi að kjör og aðbúnað- ur séu í samræmi við íslenska kjarasamninga. Fer ályktun sam- bandsstjómarfundarins hér á eft- ir: „Fundur sambandsstjómar Al- þýðusambands íslands, haldinn 22.-23. nóvember 1999 varar við þeirri þróun að kaupskipaflota landsmanna er í síauknum mæli flaggað út undir fána fátækra þró- unarlanda. Það er alvarlegt mál þegar íslensk skipafélög taka á leigu skip þar sem ekki em virtar lágmarkskröfur og samningar um kjör áhafnarmeðlima sem gerðir hafa verið af Alþjóðasambandi flutningaverkamanna (ITF). Alþýðusamband Islands skorar á stjómvöld að grípa nú þegar til aðgerða sem miði að því að tryggja að unnt sé að standa að vömflutn- ingum til og frá Islandi með eðli- legum hætti, á skipum undir ís- lenskum fána þar sem kjör og að- búnaður um borð em í samræmi við íslenska kjarasamninga. Alþýðusambandið átelur vinnu- brögð Eimskipafélags íslands, og fleiri skipafélaga og lýsir yfir full- um stuðningi við baráttu Sjó- mannafélags Reykjavíkur og AI- þjóða flutningaverkamannasam- bandsins til að tryggja að lág- markssamningar séu virtir um borð í þeim skipum sem stunda vöraflutninga til og frá íslandi. 45 cm 1.090 kr. 60 cm 1.290 kr. 50 cm 8B0 kr. Z-brautir & luggatjöld Faxafeni 14 sími 533 5333 Réttarstaða barna á stríðstímum Öbreyttir borgarar og barnahermenn Stríð og afleiðingar þess er mönnum of- arlega í huga um þessar mundir og þarf ekki að horfa á marga fréttatíma til þess að skilja að þetta er vem- leiki fjölmargra, jafnt barna sem fullorðinna. Þótt við íslendingar höf- um ekki hafa af beinu stríðsástandi að segja í rösk fimmtíu ár kemur hingað jafnaðarlega fólk sem á um sárt að binda vegna stríðs í heimaland- inu. Strið breytir örlög- um fólks mikið, ekki síst þeirra bama sem gerð em komung að hermönn- um og þeirra sem missa foreldra sína eða verða viðskila við þá. Þetta efni m.a. fjallar Þómnn María Bjarkadóttir lögmaður um í rit- gerð; Réttarstaða bama á stríðs- tímum, sem hún skrifaði er hún lauk lagaprófi fyi’ir skömmu. „Það hefur ekki verið skrifað neitt að ráði um réttarstöðu bama á stríðstímum en þetta er hins vegar áleitið efni, hvort heldur er þegar böm em fómar- lömb stríðsástands eða era þátt- takendur." -Að hverju komstu í þessari athugun? „Böm em í miklum mæli fórn- ariömb og þátttakendur í stríði og það er ekki til neinn heildar- samningur sem tekur á réttar- stöðu þeirra. Akvæði t.d. í Sátt- mála Sameinuðu þjóðanna um réttindi bamsins, 38. gr., kveður þó á um ýmis réttindi barna í stríði, síðan em ýmis önnur ákvæði þess samning sem snerta réttindi bama á stríðstímum. Verið er að vinna að gerð val- frjálsrar bókunar um barnaher- menn við umræddan samning og það er þá m.a. verið að reyna að hækka lágmarksaldur þein-a sem þátt mega taka í stríði úr fimmtán ára í átján ára. Vegna ágreinings hefur enn ekki náðst samkomulag um ákvæði bókun- arinnar. I febrúar sl. hélt Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna fund um vemd óbreyttra borgara á stríðstímum og þar lýstu margai- þjóðir, þ. á m. Island, yfir stuðningi við að hækka lág- marksaldur fyrir nýliða, skrán- ingu og þátttöku í stríði úr fimmtán ámm í átján ár. Við lok haustfundar utanrík- isráðherra sem hald- inn var á Egilsstöðum í ágúst sl. undirrituðu ráðherrarnir yfirlýs- ingu þar sem hvatt er til þess að þátttaka bama og ungmenna undir 18 ára aldri verði bönnuð." - Er algengt víða um heim að böm undir fímmtán ára aldri taki þátt í stríðsátökum? „I gildandi alþjóðasamningum er ýmist lagt bann við þátttöku bama undir fimmtán ára í stríðs- þátttöku eða aðildarríki skylduð til að gera allar raunhæfar ráð- stafanir til að tryggja að þeir sem ekki hafa náð fimmtán aldri taki ekki beinan þátt í vopnuðum átökum. Þrátt fyrir þessi ákvæði em mörg böm undir fimmtán ára liðsmenn herja og herflokka." -Hvaða lönd eru það helst sem hafa börn íher sínum? „Samkvæmt yfirliti ársins 1998 sem ég fékk sænsku sam- tökunum Radda Bamen eru það 28 lönd af 36 þar sem böm undir ► Þórunn María Bjarkadóttir fæddist 3. september 1974 í Reykjavík. Hún tók stúdents- próf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1994, var í sæpnsku- námi sumarið þar á eftir en fór svo í lagadeild Háskóla Islands og Iauk þaðan prófí í haust. Hún hefur starfað timabundið hjá dóms-og kirkjumálaráðuneytinu og í utanríkisráðuneytinu. fimmtán ára aldri taka þátt í vopnuðum átökum. Þar má nefna lönd eins og Sierra Leone, Sri Lanka, Israel á hemumdu svæð- unum og Ruanda." - Hvað er hægt að gera fyrir þessi börn? „Það er einkum að reyna að fá þessa valfrjálsu bókun sam- þykkta sem myndi leiða til þess að aldur yrði hækkaður úr fimmtán áram í átján ár. Slík al- þjóðleg og formleg viðurkenning á átján ára lágmarksaldri gæti að hluta tekið á þeim vanda sem er til staðar í dag varðandi böm sem taka þátt í stríðsátökum. Þótt slík viðurkenning ein og sér myndi ekki koma í veg fyrir þátt- töku bama í stríði yrði hún engu að síður stórt ski-ef í rétta átt.“ - Hvað er hægt að gera fyrir börn sem verða munaðarlaus eða viðskila við foreldra sína? „Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna tekur á málum flóttamanna og þar með bama. Hún viðurkennir rétt barna til sérstakrar aðstoðar og hefur gef- ið út leiðbeiningareglur varðandi vemd og umönnun flóttabarna. Hún hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að aðgreina þarfir slíkra bama frá þörfum annarra flóttamanna og stofn- unin tekur m.a. þátt í mótun stefnu málefna sem varða flóttamenn og með þessum hætti tekur stofnunin þátt í fram- kvæmd þeirra meginreglna al- þjóðalöggjafar sem taka til vemdar barna. Þegar hugað er að endurappbyggingu að stríði loknu er nauðsynlegt að allir þeir sem koma að málinu hafi böm í huga við gerð áætlana." -Hvernig gekk þér að fá heimildir í þessa ritgerð? „Það var aðallega Rauði kross- inn, Mannréttindaskrifstofa Is- lands og Amnesty á íslandi sem hjálpuðu mér um heimildir, síð- ast en ekki síst fékk ég aðstoð hjá Grétu Gunnarsdóttur sendi- fulltrúa í utanríkisráðuneytinu sem var umsjónarmaður með rit- gerð minni. Einnig fékk ég heil- miklar heimildir á Netinu.“ Brýnt að hækka lág- marksaldur barna í stríði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.