Morgunblaðið - 23.11.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 23.11.1999, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 .................. 11 1 —— UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Aróður í dulargervi skoðanakönnunar NÝLEG skoðanakönnun, sem Samstarfsnefnd um staðarvals- athuganir iðnaðarsvæða á Reyðar- firði (STAR) lét gera á afstöðu ís- lendinga til stóriðju og virkjana hefur vakið athygli. Sérstaka at- hygli hefur þó vakið, hvernig spurt er um margumrætt lögforrrdegt umhverfismat í könnuninni. Eins og kemur glöggt fram í um- .^öllum Morgunblaðsins 21. nóvem- ber sl. um lög um mat á umhverfis- áhrifum, er umsagnarréttur almennings og annarra aðila tryggður með þeim lögum. Gefinn er 10 vikna frestur til að koma at- hugasemdum á framfæri eftir að skipulagsstjóri auglýsir skýrslu framkvæmdaraðilans. Skipulags- stjóra er skylt að vinna úr umsögn- um og athugasemdum áður en hann kveður upp úrskurð. Sá úr- skurður getur leitt til frekara mats og nýrrar skýrslu og hefst þá sama 10 vikna ferlið á ný. Hvort sem skipulagsstjóri fellst á fram- kvæmdina eða hafnar henni er hægt að kæra úrskurðinn til um- hverfisráðherra, sem kveður upp lokaúrskurð. Lög um mat á umhverfisáhrifum, sem tóku gildi 1. maí 1994 eru birt í heild sinni í áðumefndri umfjöllun Morgunblaðsins. Þau taka 3 heila dálka í blaðinu og enda þótt margir skilji vel aðalatriði þeirra, sem fela í sér fagleg og lýðræðisleg vinnu- brögð, kunna líklega fáir lögin ut- anað. Þetta notfærir staðarvals- nefndin (STAR) sér í skoðanakönnuninni þegar spurt er: „Tel- urðu að þú þekkir mik- ið, nokkuð, lítið eða ekkert til hvað felst í lögum um mat á um- hverfisáhrifum?" Eins og við mátti búast ger- ir almenningur lítið úr eigin þekkingu þegar spurt er um lagatexta. Aðrar spurningar í skoðanakönnuninni eru bæði of leiðandi og almennar til að komist sé að kjarna málsins þ.e. hvort almenningur sætti sig við þau óvönduðu vinnubrögð sem stjóm- völd ætla að viðhafa vegna Fljóts- dalsvirkjunar. Fljótsdalsvirkjun er aðeins hluti hins risa- vaxna Noralverkefnis og það er út í hött að undanskilja þennan hluta verkefnisins frá umhverfismati. Ljóst er að núver- andi áform um virkjun Jökulsár í Fljótsdal fela ekki í sér hag- kvæmasta kostinn við virkjun árinnar. Með Hraunavirkjun austan Fljótsdals fæst mun meiri orkuframleiðsla og þá væri hugsanlega hægt að komast hjá Kárahnúkavirkjun og þeirri gífurlegu eyði- leggingu sem hún felur í sér. Ef menn geta hugsað sér að fórna náttúruperlunni Eyjabökkum er ’Olafur F Magnusson Afburða hljómgæði og hönnun Staðreyndirnar um Bose Lifestyle eru ekki flóknar en þeim mun mikilvægari: Þótt ekkert sé gefið eftir varðandi hljómgæðin, eru hátalararnir mjög nettir og meðfærilegir og afar auðvelt að koma þeim fyrir eða fela þá ef þess er óskað. Fjölþættar lausnir eru í boði og þú velur samstæðuna sem hentar þér. Ýmsir stækkunarmöguleikar fyrir hendi. Bose Lifestyle eru margverðlaunuð hljómtæki sem sameina magnaðan hljóm ogstílhreint útlit. EiaDDaofLQÐcacaD iþ Heimilistæki SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 www.ht.ls Virkjanir Skoðanakönnun sú, sem staðarvalsnefnd álvers í Reyðarfirði lét gera, segir Ólafur F. Magn- ússon, virðist notuð í blekkingar- og áróðursskyni. þetta betri valkostur en fyrirhuguð Fljótsdalsvirkjun. A sama hátt þarf að skoða til hlít- ar þann möguleika að þyrma Eyja- bökkum, ef menn ætla síðar að virkja við Kárahnúka. Mögulegt er að samnýta vatnsafl bæði Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal með aðeins einu uppistöðulóni þ.e. Háls- lóni. Eru þá ótaldir aðrir virkjunar- kostir, m.a. virkjun háhitasvæða í Öxarfirði og víðar á Norðaustur- landi. En stjórnvöldum þessa lands liggur á, enda hugsa menn þar á bæ fremur um hagvöxt á þessu kjör- tímabili en náttúruverðmæti og hamingju komandi kynslóða. Þegar menn leyfa sér að tala um „hag- kvæmar virkjanir" án þess að meta fórnarkostnað náttúrunnar á eina einustu krónu er ekki nema von að illa fari. Að mínu mati er verið að valda miklu meiri náttúruspjöllum en nauðsynlegt er til að byggja upp orkufrekan iðnað á Austurlandi. Skoðanakönnun sú, sem staðar- valsnefnd álvers í Reyðarfirði lét gera, virðist notuð í blekkingar- og áróðursskyni. Henni er sérstaklega beint gegn undirskriftasöfnun Um- hverfisvina, þar sem krafist er lög- formlegs mats á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Umhverfisvin- ir hafa hvorki ráðrúm né fjármagn til að láta gera fyrir sig skoðana- kannanir í áróðursskyni. Þeim dytti heldur ekki í hug að beita slíkum vinnubrögðum Umhverfisvinir munu í samræmi við góðan málstað sinn berjast af auknum krafti fyrir því, að fram fari lögformlegt mat á umhverfis- áhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Að- eins með því móti getur ríkt sátt í stað sundrungar meðal þjóðarinnar í upphafi nýrrar aldar. Höfundur er læknir og talsmnður Umh verfisvina. Húsgögn, ljós og gjafavörur < w nj > Munið brúðargjafalistann MÖRKINNI 3 SÍMI 588 0640 • FAX 588 0641

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.