Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómsmálaráðherra spurður um sérstakar aðgerðir til að sporna við fíkniefnaglæpum hér á landi Gert er ráð fyrir auknum fjárveit- inguni til lögreglu SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra upplýsti í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að unnið væri að heildstæðum tillögum til úrbóta í fíkniefnamálum og sagði ráðherr- ann jafnframt að gera mætti ráð fyrir auknum fjárveitingum til málaflokksins, ekki síst til að stemma stigu við glæpaverkum tengdum fíkniefnanotkun. Lagði hún áherslu á að þessi mál væru tekin afar alvarlega af hálfu stjórn- valda. Tildrög orða ráðherrans var fyrir- spurn Kristjáns Pálssonar, þing- manns Sjálfstæðisflokksins, um það hvort í bígerð væru sérstakar að- gerðir til að spoma við glæpum og ofbeldi í höfuðborginni. Gerði Krist- ján að umtalsefni í þessu samhengi morðið á eldri konu síðastliðinn föstudag og vopnað rán sem framið var í sjoppu í Reykjavík á sunnudag. Kristján sagði það vissulega ófagra lýsingu að segja, að rán og ofbeldi virtust orðið daglegt brauð, en hún væri hins vegar sönn á ástandinu eins og það væri í dag. „Fíkniefnalýður gengur hér laus í stórum stíl í hópum, og virðist lítið við ráðið. Þeir viðurkenna brot sín og sleppa jafnharðan út, nema þá harðsvíraðir morðingjar. Eg heyri að sumir þessara manna gangi með skammbyssur á sér. A sama tíma og þessir ofbeldismenn ganga lausir, og valda ótta og öryggisleysi hjá saklausum borgurum, eru fangelsi landsins að tæmast.“ Aukin löggæsla getur skapað vandamál Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagðist deila áhyggjum þingmannsins en fullvissaði hann hins vegar um að þessi mál væru tekin af fullri alvöru af hálfu stjórn- valda. Þannig hefði t.a.m. verið mót- uð ákveðin stefna í fíkniefnamálum á síðasta kjörtímabili, sem fylgt væri fast eftir. Hér væri hins vegar á ferðinni margþætt vandamál sem snerti löggæslumál, heilbrigðismál og félagsmál. „En það er alveg óhætt að segja að ríkisstjórnin vinnur nú að heild- stæðum tillögum til úrbóta á þessu sviði og auknum fjárveitingum til þessa málaflokks," sagði Sólveig. Benti hún hins vegar á að það væru ekki nýtt að alvarleg afbrot eins og manndráp tengdust ofneyslu áfeng- is- og fíkniefna. „Og því miður er það nú í raun að- alreglan," sagði hún. „Löggæsla vegna fíkniefnabrota hefur hins vegar stóraukist á síðustu árum, eins og sjá má af þessum stóru mál- um sem eru núna til rannsóknar hjá lögreglu. En það má hinsvegar benda á það að það getur skapað ákveðið vandamál vegna þess að við stóraukna löggæslu að þá eykst vandi fíkniefnaneytenda enn frekar vegna þess að framboð efna á mark- aðnum minnkar, verðið hækkar og fjárþörfin eykst þannig hjá fíkniefnaneytendum.“ Kvaðst Sólveig ekki sammála þeim orðum Kristjáns að sýnd væri alltof mikil linka gagnvart þeim mönnum sem rændu verslanir í borginni trekk í trekk. Þvert á móti hefði lögreglan staðið sig mjög vel og eftirlit hefði meðal annars mjög verið aukið. Vissulega mætti þó allt- af gera betur. ANNA Steinunn Jónasdóttir er fyrsta konan sem útskrifast sem brunavörður. En nú um helgina lauk hún fyrsta stigi af þremur í Brunavarðarskólanum. Að sögn Björns Gíslasonar, brunavarðar og fulltrúa í skóla- nefnd Brunavarðarskólans, er það góð nýbreytni að fá konur í stétt- ina. „Þetta hefur verið karlastétt hingað til,“ segir Björn og kveður kröfur um þrek og líkamsstyrk e.t.v. eiga þar hlut að máli. Anna Steinunn starfar í slökkviliði Keflavíkurflugvallar og scgist hún liafa gaman af starfinu sem sé spennandi og lær- dómsríkt, þó það sé einnig líka- mlega erfitt. „Þetta er ekki fyrir alla,“ útskýrir hún. Frekara nám í Brunavarðarskólanum er mögu- leiki sem Anna Steinunn er opin Morgunblaðið/Jónas Anna Steinunn Jónasdóttir tekur við skírteini úr hendi fulltrúa Bruna- varðarskólans, þeirra Péturs Valdimarssonar og Björns Gíslasonar. fyrir, þó hún hafi ekki tekið ákvörðun um framhaldið ennþá. „Það hljómar spennandi og ef maður ætlar að halda áfram þá verður maður að taka meira,“ segir Anna Steinunn. Fyrsta konan útskrifast sem brunavörður Morgunblaðið/Ami Sæberg Fjöldi manns safnaðist saman á Ingólfstorgi þegar kveikt var á Óslóartrénu á sunnudag. , Kveikt á Oslóartrénu MARGMENNI hafði safnast saman á Ingólfstorgi þegar kveikt, var á Óslóartrénu á sunnudag. Tréð skreytir að þessu sinni Ingólfstorg í stað Austurvallar, vegna þeirra framkvæmda sem þar eiga sér stað. Borgarbúar létu hráslagalegt veður ekki á sig fá, heldur fylgdust g^rannt með þegar kveikt var í fertugasta og áttunda sinn á trénu sem Óslóbúar færa Reykvíkingum. Tréð er um 13 metrar á hæð, sem er svipað og áður, en hæðin miðast við að tréð rúmist í 40 feta gámi. Það var Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, sem veitti trénu viðtöku af Kjcll Halvorsen, sendiherra Noregs á íslandi. Átta ára norsk-íslensk stúlka, Kolbrún Matthíasdóttir, kveikti síðan ljósin á trénu að lok- inni tölu Halvorsens. Lúðrasveit Reykjavíkur lék nokkur lög og Dómkórinn söng jólasálma fyrir gesti á Ingólfstorgi við þetta tækifæri. Þá komu jóla- sveinar í heimsókn og skemmtu börnunum, sem fylgdust áhugasöm með uppátækjum þeirra bræðra. HOLTAGARÐAR OPIÐ í DAO KL« 10-18:10 BÓNUt FRÁ 12-18:30 Mörg hitamet voru slegin í nóvember TVISVAR gerði mjög góða hlýindakafla á landinu í nó- vember síðastliðnum og voru mörg hitamet slegin sam- kvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu íslands. Dagana 10. til 12. var mjög hlýtt og mældist þá mesti hiti sem mælst hefur á íslandi á Dalatanga að kvöldi þess tíunda eða 22,7° hiti á Celsíus. Á sjálfvirku stöðinni þar á sama tíma mældist hitinn hins vegar 23,3° á Celsíus. Á Dalatanga hafði áður mælst mestur hiti á landinu, 19,7°, 10. nóvember 1971. Hitinn komst yfír 20° á Sauðanesvita 11. og 19. nó- vember sl. og á Akureyri mældust 17° hinn 11. Hefur ekki orðið svo hlýtt þar síðan 3. nóvember 1964 en þá mæld- ust 17,6°. í síðari hitakaflanum í kringum 19. komst hitinn í Reykjavík í 12,6°, sem er það mesta í nóvember frá upphafi mælinga. Eldra metið var 11,7° frá 8. nóvember 1956. Haustið vætusamt í Reykjavík var meðalhitinn í nóvember tvær gráður á Celsíus sem er 0,9° yfir meðal- tali áranna 1961 til 1990. Á Akureyri var meðalhitinn 1,4° sem er 1,8° yfir meðaltali. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var haustið, október og nóvember, almennt fremur vætusamt og hlýtt en mun hlýrra var haustið 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.