Morgunblaðið - 07.12.1999, Page 6

Morgunblaðið - 07.12.1999, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eldur í kjallaraíbúð í Reykjavík Morgunblaðið/Júlíus Siguijónsson Slökkviliðsmenn að störfum í kjallaraíbúðinni að Drápuhlíð 35. Ibúar á efri hæðum létu vita TILKYNNT var um eld í Drápu- hlíð 35 klukkan 17 á sunnudag og þegar Slökkvilið Reykjavíkur kom á vettvang logaði út um stofu- glugga. Karl og kona voru í íbúð- inni þegar eldurinn kom upp en komust út og voru flutt á sjúkra- hús vegna reykeitrunar. Kjallaraí- búðin er tveggja herbergja og voru karlinn og konan sofandi í stofunni þar sem eldurinn kom upp. íbúar á efri hæðum hússins létu vita af eldinum en fólk vakn- aði við reykskynjara sem fór í gang. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og að hindra að hann breiddist út. íbúðin er mjög illa farin. Skemmdir urðu ekki á sam- eign og öðrum íbúðum en reykur komst inn í nokkrar þeirra. Elds- upptök eru ókunn. Meint fjársvik á nektardansstöðum kærð til lögreglu Uttektir fyrir allt að hálfri milljón króna LÖGREGLAN í Reykjavík hefur nú til meðferðar nokkrar kærur vegna meintra fjársvika á nektar- dansstöðum. Öll kærumálin eiga það sammerkt að ölvaðir viðskipta- vinir hafa greitt háar fjárhæðir á nektardansstöðum á skömmum tíma með greiðslukortum, allt að hálfri milljón króna. Lögreglan tjáir sig ekki um gang rannsóknarinnar enbendir á af þessu tilefni, að mikilvægt sé fyrir fólk, sem sækir nektardansstaði sem og aðra veitingastaði, að af- henda ekki greiðslukort sín þannig að þau hverfi þeim úr augsýn. Þá segir lögreglan að á sama hátt ætti það að vera sjálfsögð til- litssemi hjá þjónustuaðila að fara ekki afsíðis með greiðslukort við- skiptavinanna. Sömuleiðis væri ekki síður mikilvægt að benda handhöfum greiðslukorta á að und- irrita ekki aðrar greiðslukvittanir en þær er varða greiðslur fyrir vöru og þjónustu, sem þeir telja sig sannanlega vera að greiða fyrir. LESENDUR Morgunblaðsins hafa eflaust rekið upp stór augu þegar þeir lásu raðauglýsingar blaðsins en þar var simanúmerið: 565-5555 auglýst til sölu. Seljandinn, sem ekki vill láta nafn síns getið, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nokkrir aðilar hefðu hringt í núm- erið á laugardag til að forvitnast um söluna en enn hafa þó engin til- boð borist. Seljandinn, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að hann hefði verið rétthafi númersins um nokkurn tíma en ætlaði nú að reyna að selja það hæstbjóðanda. „Það er aldrei að vita nema eitt- hvert fyrirtæki vanti nýtt númer sem auðvelt er að muna,“ segir hann og tekur fram að númer sem bytji á 565 eigi eftir áramót að gilda á öllu höfuðborgarsvæðinu. Hann bendir á að menn hafi að undanfórnu hagnast á ýmsum núm- erum, svo sem kennitölum og varp- ar þeirri spurningu fram hvers vegna það ætti ekki að vera hægt að hagnast á símanúmerum líka. Þegar seljandinn er hins vegar spurður að því hvort honum sé heimilt að selja númerið segir hann: „Ég cr rétthafi símanúmersins og ræð því hvað ég geri við það.“ Hann Oað uJ V mevra ^Besið úr nýjum bókum á Súfistanum dl Æm Æ%. - nnmmnniTHTH þridjudagskvölcl 7. desember kl. 20 Sveirir Hólmarsson ies úr Minningar geisju eftir Arthur Golden, Thör Vittijálmsson les úr Alkemistinn eftir Paulo Coehlo, ísak Harðarson lés úr Á fjalli lifs og dauða eftir Jon Krakauer, Friðrik Rafnsson les úr List skáldsögunnar eftir Milan Kundera, Snævarr Guðmundsson ies úr bók sinni Þar sem landið rís hæst - Öræfajökull og öræfasveit. Mál og menning malogmenning.is Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Reyndi að leysa út fals- aða tékka MAÐUR, sem talinn er vera frá Afríku, var handtekinn á föstudag fyrir að hafa reynt að leysa út fals- aðar erlendar ferðaávísanir í banka í Reykjavík. Maðurinn hefur dvalið hér á landi um nokkurt skeið og fram- vísaði ávisununum í bankanum síð- astliðinn fimmtudag. Árvökull bankastarfsmaður taldi sig þurfa tíma til að kanna málið áður en hann tæki ákvörðun um afgreiðslu þess. Við þá athugun kom í ljós að ástæða var til að hafa afskipti af framseljandanum. Að sögn lögreglu yfirheyrði hún manninn með hliðsjón af ætluðu broti og hafði síðan samráð við Ut- lendingastofu um frekari fram- vindu þess, það er að honum lýtur. Rannsókn málsins heldur áfram. Rán framið í Hlíðakjöri Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan fyrir utan Hlíðakjör eftir ránið. Ræningjarnir eru enn ófundnir LÖGREGLAN í Reykjavík leit- aði í gær og fyrrakvöld tveggja pilta um tvítugt sem rændu verslunina Hlíðakjör við Eski- hlíð á sunnudagskvöld. Hótuðu þeir afgreiðslufólki barsmíðum afhenti það þeim ekki fjármuni og virtust vera með vopn í poka, líklega barefli. Piltarnir voru með lambhús- hettu á höfði er þeir komu inn í verslunina og var þeim afhent það sem var í sjóðvél verslunar- innar. Ekki mun hafa verið um mikla peninga að ræða, að sögn lögreglu, líklega nokkur þúsund krónur. Er piltarnir höfðu athafnað sig í versluninni hlupu þeir út og á brott og sást síðast til þeirra þar sem þeir fóru inn í bifreið sem þeir óku á brott á. Er piltanna enn leitað og voru þeir ófundnir í gærkvöldi. Síma- númer til sölu segir að salan geti farið þannig fram að kaupandinn greiði honum fyrir númerið og siðan skrifi þeir báðir, þ.e. seljandinn og kaupa- ndinn, undir rétthafabreytinguna. „Ég get ekki séð að hægt sé að stöðva mig í því að láta einhvem annan fá númerið." Áhöld um hvort selja megi símanúmer Þegar Gústaf Arnar, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, er spurður að því hvort selja megi sím- anúmer segir hann að áhöid séu um það. „Ég tel satt að segja að það gangi ekki því við úthiutum rekstr- arleyfishöfum eins og Landssíman- um einungis simanúmerin til af- nota. Númerin eru m.ö.o ekki eign Landssfmans heldur eign þjéðar- innar. Þau eru þannig hiuti af auð- lindinni ef svo má segja,“ Gústaf út- skýrir mál sitt nánar og segir að í raun sé ekki rétt að tala um að sá sem skráður sé fyrir númeri sé rétt- hafi þess því eini rétturinn sem fylgi númerinu sé rétturinn til þess að fá að nota það á því augnabliki sem Landssíminn vilji að viðkom- andi hafi það. „I reynd er þetta þannig að ef þessi aðili sem er að auglýsa númerið hættir við notkun þá afhendir hann það Landssíman- um til baka og Landssíminn endur- úthlutar því aftur einhveijum öðr- um notanda. Það er því ekkert gefið fyrirfram að sá sem kaupir númerið af auglýsandanum fái númerið hjá Landssímanum." Gúst- af bætir því auk þess við að fái kaupandi númerinu úthlutað frá Landssímanum sé það engin trygg- ing fyrir því að sá hinn sami hafi rétt á númerinu til eilifðar. Póst- og fjarskiptastofninun geti til að mynda breytt númeraúthlut- unum og númerum hvenær sem er ef þörf krefur. Þá dregur Gústaf í efa að umræddur auglýsandi geti afhent kaupanda númerið með und- irskrift svonefndrar rétthafabreyt- ingar því slíkt fyrirkomulag sé ein- göngu heimilt við sérstakar aðstæður, t.d. innan íjölskyldna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.