Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Fyrirspurn um afstöðu forsætisráðherra til yfírlýsingar
sparisjóðanna og Kaupþings vegna FBA
Segir yfírlýsinguna
staðfesta orð sín
um baksamning
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðheiTa
sagði á Alþingi í gær að yfirlýsing
sem forsvarsmenn Kaupþings og
sparisjóðanna sendu frá sér 17.
nóvember staðfesti í raun þau um-
mæli hans að Kaupþing og Orca-
hópurinn hefðu á sínum tíma
skuldbundið sig með baksamningi
til að halda áfram að kaupa hluta-
bréf þar til meirihluta væri náð í
FBA. Sagði Davíð það jafnframt
undarlegt að Kaupþingsmenn
segðu nú að þeir hefðu verið tilbún-
ir að kaupa FBA á sambærilegu
verði og seinna fékkst fyrir bank-
ann því allt annað hefði komið fram
í viðræðum þeirra við ríkisstjórn-
ma.
Alþingi
Dagskrá
FUNDUR hefst í Alþingi í dag kl.
13.30. Eftirfarandi mál eru á dag-
skrá fundarins:
1. Kjör forræðislausra foreldra,
beiðni um skýrslu. Hvort leyfð
skuli.
2. Byggðastofnun, frh. 1. umræðu
(atkv.gr.)
3. Fjáraukalög 1999, nefndarálit
og breytingartillaga.
4. Póst- og Qarskiptastofnun, frh.
1. umræðu.
5. Fullgilding samnings um fram-
kvæmd, beitingu og þróun
Sehengen-gerðanna, fyrri um-
ræða.
6. Schengen-upplýsingakerfið á
íslandi, l. umræða.
7. Þátttaka íslands í Schengen-
samsiarfinu, 1. umræða.
8. Ábúðarlög, 1. umræða.
9. Bann við uppsögnum vegna
fjölskylduábyrgðar starfs-
manna, 1. umræða.
10. Brunavarnir og brunamál, 1.
umræða.
11. Gi unnskólar, 3. umræða.
Alþingi
Stutt
Rætt um íslenska
velferðarkerfíð
EFNT verður til umræðu utan dag-
skrár á Alþingi í dag um íslenska
velferðarkerfið. Málshefjandi er
Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir og
verður Ingibjörg Pálmadóttir, heil-
brigðis- og tryggingaráðherra, til
andsvara. Ráðgert er að umræðan
taki um það bil eina klukkustund og
hefst hún kl. 13.30.
Jóhanna Sigurðardóttir, þing-
maður Samfylkingar, hafði í óund-
irbúnum fyrirspumatíma lýst eftir
viðbrögðum forsætisráðherra við
ásökunum forsvarsmanna Kaup-
þings og sparisjóðanna, um að Da-
víð hefði farið með rangt mál í ut-
andagskrárumræðum á Alþingi um
einkavæðingu FBA. Sagði Jóhanna
trúverðugleika forsætisráðherra í
húfi og vildi því fá að vita hvort
hann myndi beita sér fyrir því að
umræddur baksamningur yrði
gerður opinber.
Davíð sagði yfirlýsingu Kaup-
þings og sparisjóðanna harla sér-
staka því að þar væri því haldið
fram að ummæli hans fengju ekki
staðist, en að þegar yfirlýsingin
væri síðan lesin kæmi fram stað-
festing á því sem hann hélt fram.
„Forsvarsmenn sparisjóðanna
og Kaupþings komu á fund all-
margra manna í forsætisráðuneyt-
inu og óskuðu eftir því að fá að
kaupa allan Fjárfestingarbankann,
og sögðust vera tilbúnir að greiða
fyrir bankann átta og hálfan millj-
arð króna, og bættu því svo við á
þeim fundi, í fjölda manna viður-
vist að slíkt kauptilboð fengjum við
aldrei aftur. Núna segja þeir að
þeir hafi hins vegar verið tilbúnir
að greiða sama verð og við seldum
á nú, þeir sögðu bara ekki
nokkrum lifandi manni frá því,“
sagði Davíð. „Nú segja þeir að þeir
hafi verið tilbúnir að gera það þrátt
fyrir yfirlýsingu sína við ríkis-
stjórnina um allt aðra hluti.“
Fékk upplýsingar frá traustum
heimildarmönnum
Davíð sagði yfirlýsinguna enn
merkilegri hvað varðaði umræddan
leynisamning Kauþings og Orca-
Morgunblaðið/Halldór
Ráðherrarnir Davíð Oddsson og Finnur Ingólfsson svöruðu
fyrirspurnum um málefni fjármálastofnaua í gær.
hópsins, þar sem þessir aðilar
skuldbundu sig til að kaupa áfram
hlutabréf á markaðnum til þess að
geta náð 50% eignarhaldi á bank-
anum.
„Þessu var hafnað af hálfu Kaup-
þings, að slíkir samningai- væru til.
Eg hins vegar fékk það upplýst, frá
aðilum sem ég treysti fullkomlega,
að svona væri þetta," sagði Davíð.
I yfirlýsingu Kaupþings og
sparisjóðanna núna segði síðan allt
í einu að það að samningurinn inni-
héldi ákvæði um frekari hluta-
bréfakaup samningsaðila reyndist
slíkt unnt, með það að markmiði að
sameina Kaupþing og FBA, þyrfti
ekki að koma neinum manni á
óvart, „en það kom bara öllum á
óvart því þeir neituðu því að svona
heimild væri fyrir hendi“.
Sagði forsætisráðherra því að
það eina sem makalaus yfirlýsing
forsvarsmanna Kaupþings og
sparisjóðanna gerði væri að stað-
festa allt það sem þeir segðu að
fengi ekki staðist. Engin ástæða
væri því fyrir sig að beita sér fyrir
því að umræddur baksamningur
yrði gerður opinber.
Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra svarar fyrirspurn um málefni viðskiptabanka
Engar ákvarðanir hafa
verið teknar um sameiningu
FRAM kom í svari Finns Ingólfs-
sonar viðskiptaráðherra við fyrir-
spum á Alþingi í gær að engar
ákvarðanir hefðu verið teknar um
sameiningu fjái-málastofnana. Hann
sagði þó að miklu máli skipti að ná
fram hagræðingu í bankakerfinu
með það að markmiði að draga úr
kostnaði og lækka vexti svo hægt
væri að bjóða íbúum og fyrirtækj-
um í landinu sambærilega fjármála-
þjónustu og nágrannalöndin búa
við;
I fyrirspurnatíma á Alþingi
gerði Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstrihreyfingarinnar
- græns framboðs, að umtalsefni
orð Halldórs Kristjánssonar,
bankastjóra Landsbankans, og
Helga S. Guðmundssonar, for-
manns bankaráðs Landsbankans,
í Morgunblaðinu á sunnudag varð-
andi hugsanlega sameiningu ein-
hverra viðskiptabankanna. Lét
Halldór þar m.a. hafa eftir sér að
hann vænti tíðinda af sameining-
armálunum á næsta ári, og sagði
í S WMHM Ite
ALÞINGI
jafnframt að hann teldi samein-
ingu Landsbanka og íslandsbanka
líklegasta kostinn.
„Nú er það svo,“ sagði Stein-
grímur, „að hér tala ekki hverjir
sem er. Hér tala tveir sérstakir
trúnaðarmenn og menn hand-
gengnir hæstvirtum viðskiptaráð-
herra. Og það verður að spyrja, og
ætla, að þeir tali ekki svo án nokk-
urs samráðs eða í trássi við sinn
leiðtoga, það er að segja hæstvirt-
an viðskiptaráðherra."
Steingrímur rifjaði upp að við
umræður um sölu á 15% hlut ríkis-
ins í Landsbanka og Búnaðar-
banka, sem fram fóru á Alþingi síð-
astliðinn föstudag, hefðu ekki kom-
ið fram neinar upplýsingar um að
slíkt væri í farvatninu og spurði
hann því hver væri eiginlega staða
þessara mála og hvers vegna menn
handgengnir viðskiptaráðherra
tjáðu sig með þessum hætti. Velti
hann því fyrir sér hvort í undirbún-
ingi væru byltingarkenndar breyt-
ingar á bankaumhverfi í landinu
með því að sameina tvo stærstu
banka landsins og búa þannig til
yfirgnæfandi stóran aðila á þessum
markaði.
Hagræðing mikilvæg á íslensk-
um fj árm ál am arkað i
Finnur Ingólfsson viðskiptaráð-
herra sagði í svari sínu að skýrt
hefði komið fram við umræðurnar
á föstudag að hann teldi ekki
ástæðu til að hlaupa til frekari sölu
á eignarhlut ríkisins í Búnaðar-
banka og Landsbanka. Nú skipti
meira máli að beita sér fyrir hag-
ræðingu á fjármálamarkaði.
„Sú hagi-æðing getur meðal ann-
ars falist í því að sameina fjármála-
fyrirtæki, auka samstarf fjármála-
fyrirtækja, leita eftir samstarfi við
erlend fjármálafyrirtæki inn á ís-
lenskan fjármagnsmarkað og þar
fram eftir götunum,“ sagði ráð-
herrann. Meginmarkmiðið, að hans
sögn, væri „að lækka vaxtakostnað,
draga úr rekstrarkostnaði bank-
anna þannig að íslensk fyrirtæki og
fólk í landinu byggju við sambæri-
leg samkeppnisskilyrði hvað þetta
snerti og löndin í kringum okkur.
Kvaðst Finnur hins vegar hafa
sagt að hann ætlaði ekki að beita
sér fyrir slíkum breytingum, það
kall ætti að koma frá markaðnum.
„Það kann vel að vera að markað-
urinn sé að taka við sér í þeim efn-
um en þessar breytingar verða
ekki gerðar nema með tilstyrk Al-
þingis, það liggur fyrir,“ sagði
Finnur Ingólfsson viðskiptaráð-
herra.
Þingsályktunartillaga um notkun íslenskra veðurhugtaka
Stinningskaldi með
metrum á sekundu
LÖGÐ hefur verið fram þingsálykt-
unartillaga á Alþingi um notkun ís-
lenskra veðurhugtaka hjá Veður-
stofu íslands. Þar er lagt til að Al-
þingi beini því til umhverfisráð-
herra að fela Veðurstofu íslands að
nota íslensku hugtökin logn, hægur
vindur, andvari, kul, gola, stinnings-
gola, kaldi, stinningskaldi, allhvass
vindur, hvassviðri, stonnur, rok,
ofsaveður og fárviðri eins og við á í
veðurlýsingum og veðurspám í ljós-
vaka- og prentmiðlum samhliða
metrum á sekúndu þegar lýst er
veðurhæð.
Það eru sjö þingmenn Sjálfstæðis-
flokks sem eru flutningsmenn tillög-
unnar, þau Kristján Pálsson, Guðjón
Guðmundsson, Guðmundur Hall-
varðsson, Sturla D. Þorsteinsson,
Einar K. Guðfinnsson, Ambjörg
Sveinsdóttir og Halldór Blöndal.
I greinargerð með tillögunni
kemur fram að skýringar Veður-
stofunnar á því að hætta notkun
þessara orða í veðurspám og veð-
urlýsingum hafi ekki verið sann-
færandi heldur óljósar í meira lagi,
enda sé ekkert sem bendi til þess
að nauðsynlegt sé að fella þessi
hugtök úr orðasafni Veðurstofunn-
ar. „Lestur veðurfrétta og veður-
spár í ljósvakamiðlum er svo ríkur
þáttur í daglegu lífi fólks að ef
notkun orða er hætt þar er næsta
víst að notkun þeirra leggist niður í
daglegu tali.“
200 ára gömul aðferð
Guðmundur Hafsteinsson for-
stöðumaður þjónustusviðs Veður-
stofunnar, segir að ákveðið hafi ver-
ið að fara í gegnum þessar breyt-
ingar, enda talið nauðsynlegt að
fara úr gamla vindstigakerfinu sem
byggist á huglægu mati og 200 ára
gamalli aðferð.
„Þetta með orðin er kannski kafli
út af fyrir sig. Það er auðvitað
ágætt í daglegu tali að nota þessi
orð og ég hef nú svona hugsað mér
að þau geti smátt og smátt komið
aftur. Ef þau eru svo veikburða að
þau þola ekki að hvíla sig eða að
Veðurstofan verði stöðugt að
tönnlast á þeim, þá eiga þau nú ekki
langa lífdaga held ég,“ segir Guð-
mundur.
Hann segir að í ýmsum spám, t.d.
sjóveðurspánni, haf! lengi verið not-
uð tala fyrir vindstig í stað þessara
orða og enginn hafí kvartað undan
því. Þeir sem mest nota spána, sjó-
mennimir, báðust eindregið undan
því að nota þessi orð og vildu fá
hreina og klára tölu, að sögn Guð-
mundar. Hann segir að þeir sem noti
að staðaldri veðurspár vilji fá ör-
ugga tölu sem ekki sé hægt að mis-
skilja eða túlka á mismunandi hátt.
Guðmundur telur einnig að það
sé hálfgerð misþyrming á svona
orðum, sem hafi kannski mismun-
andi merkingu eftir t.d. landshlut-
um, að negla þau fast niður í eitt-
hvert ákveðið vindhraðabil og mega
ekki nota þau út fyrir það. Með því
sé drepin niður öll tilfinning fyrh’
orðunum.