Morgunblaðið - 07.12.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.12.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 13 FRÉTTIR Landssíminn hyggst bjoða upp á ADSL-tengingar 1 gagnaflutningum Fjarvinna raunhæfur möguleiki NYIR möguleikar í gagnaflutnings- þjónustu bjóðast með ADSL-teng- ingu, að því er Sæmundur E. Þor- steinsson, forstöðumaður rannsóknardeildar Landssímans segir. Tæknin, sem Landssíminn kynnir um þessar mundir, býður aukinn flutningshraða og sítengingu. Nota má bæði hefðbundnar símalínur og ISDN-línur til flutningsins og með notkun sérstakrar síu getur síma- og gagnasamband farið um sömu línuna. Að sögn Olafs Stephensen, for- stöðumanns upplýsinga- og kynn- ingarmála Landssímans, hentar tæknin einstaklingum og smærri fyrirtækjum. ADSL-tenging er hins vegar ekki hentug til að tengja stað- arnet stærri fyrirtækja við Netið. Olafur segir tæknina hins vegar gera fjarvinnu að raunhæfum mögu- leika. Útibú geti t.d. tengst staðar- neti höfuðstöðva fyrirtækis síns og starfsmenn unnið heima. En fjarv- innutilraun meðal 50 starfsmanna Landssímans hefur, að sögn Ólafs, gefið góða raun. ADSL-tenging er hraðvirkari en ISDN-tenging og býður upp á möguleika á sítengingu sem er ekki skrefa- eða tímamæld að því er Ása Rún Björnsdóttir, verkefnisstjóri Gagnalausna Landssímans, segir. Boðið er upp á tenginguna í hraða- flokkunum 256 kb, 512 kb og 1,5 Mb og er kostnaður á bilinu 5.000- 15.000 krónur á mánuði. í boði í Múlastöð til að byrja með I upphafi er bara boðið upp á ADSL-tengingu á svæði Múlasím- stöðvar, en áætlað er að í mars á næsta ári verði boðið upp á þjónust- una á helstu símstöðvum höfuðborg- arsvæðisins. Takmarkað er þó hve margir geta nýtt sér tæknina og í dag miðast sá fjöldi við 30-70% íbúa og fyrirtækja á svæði Múlasím- stöðvar. ADSL-tengingar henta ekki í dreifbýli þar sem lengd línu frá símstöð deyfir samband. Til notkunar ADSL-tengingar þarf síu, sérstakt ADSL-mótald og Ethernet-kort í tölvuna. Tæknin er hins vegar, að sögn Ásu Rúnar, ný og enn á kynningarstigi bæði hér heima og erlendis. Morgunblaðið/Sverrir Sæmundur E. Þorsteinsson og Ása Rún Björnsdóttir hjá Landssímanum skoða ADSL-mótald. Einstæð móðir tap- aði 215 þús- und krónum EINSTÆÐ fjögurra barna móðir sem er öryrki tapaði í byrjun nóvember umslagi með rúmlega 215 þúsund krónum. Var hún á ferð í mið- borg Reykjavíkur ásamt dótt- ur sinni. Á leið frá Lands- bankanum í Austurstræti að Tollhúsinu í Tryggvagötu hef- ur umslagið tapast. Peningarnir hafa ekki kom- ið í leitirnar þrátt fyrir eftir- spurn lögreglu og auglýsingu í Morgunblaðinu. Konan varð fyrir öðru áfalli 22. nóvember í verslunarmiðstöðinni á Eið- istorgi þegar úr vasa hennar hverfur svart seðlaveski merkt Landsbankanum. I veskinu voru 15 þúsund krón- ur, kort og skírteini og því augljóst hver á veskið. „Eru heiðarleiki og sam- viska enn til?“ spurði konan er hún hafði samband við Morgunblaðið og bætir við spurningu til þess sem kann að hafa fundið umslagið eða seðlaveskið: „Ef þú er ekki búinn að eyða öllum pening- unum í umslaginu vonum við að þú sért tilbúinn að skila afganginum svo við getum haldið okkur lifandi." Skila má veskinu eða peningunum til lögreglunnar. Islensk erfðagreining eykur hlut í Gagnalind ÍSLENSK erfðagreining hefur undanfarnar vikur aukið hlut sinn í hugbúnaðarfyrirtækinu Gagnalind úr 20% í yfir 55%. Hefur fyrirtækið m.a. keypt hluti af Skýrr, Þróunar- félagi Reykjavíkur og Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins. Gagnalind hefur undanfarin ár sérhæft sig í hugbúnaðargerð fyrir heilbrigðis- kerfið en einnig þróað hugbúnað sem notaður er í skattkerfinu. Hafa starfsmenn fyrirtækisins m.a. skrif- að sjúkraskrárkerfið Sögu sem not- að er á mörgum heilbrigðisstofnun- um og stendur nú einnig yfir prófun á því í Færeyjum. Hluthafar í Gagnalind eru nú auk IE með yfir 55%, Landssími ís- lands með 20% og síðan hafa starfs- menn, fjölskyldur þeirra og nokkrir læknar farið með rúm 23%. Margir úr þeim hópi hafa undanfarna mán- uði selt fjárfestum hluti sína. Ekki var búið að tilkynna hluthafaskrá allar breytingar varðandi hlut ÍE í gær. Forráðamenn ÍE og Gagna- lindar voru ekki tilbúnir að tjá sig um málið í gær. Sigurður Guðmundsson land- læknir sagði aðspurður að það væri í raun ekki hlutverk opinberra aðila að hafa afskipti af dreifingu hluta- bréfa á almennum markaði. Ljóst væri að starfsmenn Islenskrar erfðagreiningar ættu ekki að hafa aðgang að sjúkraskrám eða öðrum upplýsingum hjá Gagnalind, mis- notkun á því væri lögbrot. Hann segir eignarhald á fyrirtækinu því engu breyta um öryggi þeirra sjúkragagna sem fyrirtækið annast um. Kaupin hafa valdið óróleika meðal lækna „En það er líka ljóst að fréttir af meirihlutaeign íslenskrar erfða- greiningar í Gagnalind hafa valdið óróleika og verið sem olía á eld deilna um gagnagrunninn. Það er auðvelt að sjá fyrir sér að dreifð eignaraðild að fyrirtækinu myndi auka traust manna á því. Gagna- grunnurinn er gott rannsóknartæki og nauðsynlegt að um slíkt rann- sóknartæki ríki friður,“ sagði land- læknir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Björnsson í ræðustóli á stofnfundi Eflingar. Komu af stað flekasnjóflóði í fjallshlíðum Esjunnar Iðja og Efiing sameinuð á hátíðarfundi á Hótel Sögu Kona ökklabrotnaði er hún lenti í flóðinu 17 þúsund launþegar í einu félagi TVEIR þátttakendur; kona og karl, á ísklifurnámskeiði runnu hátt í hundrað metra niður Esjuna rétt fyrir hádegi á sunnudag eftir að hafa komið af stað flekasnjóflóði í fjalls- hlíðinni á Búhömrum ofan við bæinn Stekk. Konan -var flutt með sjúkra- bíl á slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur og kom í ljós að hún hafði ökklabrotnað en karlinn marðist lít- illega og hlaut skrámu á hægri kinn eftir ísexi. Lögreglan í Reykjavík fékk til- kynningu um slysið upp úr kl. hálf- tólf á sunnudag en um fimmtán manns voi’u á ísklifurnámskeiði ís- lenska alpaklúbbsins á öðrum stöð- um á Esjunni og komu fólkinu til hjálpar. Leiðbeinanda tvemenning- anna tókst rétt að forða því að hann færi einnig niður með flekasnjóflóð- inu. Fólkið þátttakendur á ísklifur- námskeiði Leifur Örn Svavarsson sem hafði umsjón með námskeiðinu var að leiðbeina öðrum hópi annars staðar í fjallinu þegar slysið varð. Hann seg- ir að um framhaldsnámskeið hafi verið að ræða og að þátttakendur hafi allir kynnst ísklifri áður. Leifur lýsir atburðarásinni á þann veg að tvemenningarnir hafi ásamt leiðbeinanda verið að labba upp þröngt gil í hlíðum Esju þegar þau hafi gengið að ísfossi og komið fleka- snjóflóðinu af stað. Snjómagnið var ekki mikið, að sögn Leifs, en nóg til þess að henda tvemmeningunum af stað niður hlíðina. „Leiðbeinandinn nær að stíga til hliðar og horfir á þau renna niður gilið,“ útskýrir Leifur. Mega þakka fyrir að ekki fór ver „Þau renna niður bratt snjógilið og fram af palli sem er um það bil mannhæðar hár.“ Tekur Leifur fram að í raun megi þakka fyrir að ekki fór verr. „Þau eru heppin að slasast ekki meira.“ Hann segir þó að fótbrot sé alltaf alvarlegt fyrir konu sem sé mikil útivistarmann- eskja. „Hún er mikil útivistai-mann- eskja og því er fótbrot alvarlegt mál fyrir hana.“ GENGIÐ var formlega frá sam- einingu Iðju, félags verksmiðju- fólks, og Eflingar stéttarfélags á stofnfundi síðastliðinn laugardag. Iðja er fimmta verkalýðsfélagið sem sameinast öðrum stéttarfélög- um í Eflingu, sem varð til með sameiningu Dagsbrúnar-Fram- sóknar, Sóknar og Félags starfs- fólks í veitingahúsum. Félagsmenn í Iðju eru nokkuð á þriðja þúsund talsins og eftir sam- eininguna eru félagsmenn Eflingar orðnir um 17.000 talsins. „Nú hafa öll félög ófaglærðra í Reykjavík og að hluta til í nærliggjandi sveitarfélögum sam- einast í eitt stórt verkalýðsfélag,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson, for- maður Iðju, í samtali við Morgun- blaðið. Iðja mun áfram reka skrifstofu í Skipholti næstu mánuðina eða þar til starfsemin verður komin í fram- tíðarhúsnæði, að sögn Guðmundar. Undirbúningur kjarasamninga verður hér eftir á vettvangi Efl- ingar og í dag verður haldinn fyrsti fundur sameinaðrar stjórnar Iðju og Eflingar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.