Morgunblaðið - 07.12.1999, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Hafnarfjarðarbær og Flensborgarskóli í samstarf um upplýsingatækni
Hyggjast kanna net-
notkun Hafnfírðinga
Hafnarfjörður
FLE NSBORGARSKÓLI og
Hafnarfjarðarbær ætla að
hefja samstarf á næstu önn
um námsáfangann FJÖ 113 -
internetið og notandinn.
Magnús Gunnarsson, bæjar-
stjóri Hafnarfjarðar, og Ein-
ar Birgir Steinþórsson,
skólameistari Flensborgar-
skóla, undirrituðu samkomu-
lagið, sem felur m.a. í sér að
Hafnarfjarðarbær mun
leggja til kennara til áfang-
ans. Jóhann Guðni Reynis-
son, upplýsingastjóri bæjar-
ins, mun sjá um kennsluna,
en hann hefur áður kennt
fjölmiðlafræði við skólann.
Hann segist ekki vita til þess
að svona hafi verið gert áður,
að sveitarfélag taki þátt í
skólahaldi með þessum
hætti.
Afanginn kemur einkum
til með að byggjast á grunn-
kynningu rannsóknaraðferða
í fjölmiðlafræði, rannsóknar-
vinnu og úrvinnslu. Tíma-
setningar verða samkomu-
lagsatriði kennara og
nemenda. Unnið verður ítar-
legt rannsóknarverkefni þar
sem nemendur gera könnun
á almennri notkun Netsins
meðal Hafnfirðinga með sér-
staka áherslu á notkunar-
greiningu á upplýsingavef
Hafnarfjarðar, www.hafnar-
fjordur.is. Verkefnið verður
unnið sem hluti af UTA-þró-
unarverkefni í upplýsinga-
tækni hjá Hafnarfjarðarbæ.
Að sögn Jóhanns snýst
þetta um það, að bærinn tek-
ur að sér að kenna áfangann
og gera þetta kleift, en fái á
móti ákveðna vinnu nemend-
anna sem stýrt verður af
bænum og nýtist í því starfi
sem framundan er við þetta
stóra verkefni í upplýsinga-
tækni.
„Við erum alltaf að velta
því fyrir okkur hvað við erum
að gera á vefnum og hvernig
fólkið notar internetið, bæði
Hafnfirðingar og aðrir, sér-
staklega vefinn hafnarfjord-
ur.is, hvernig hann er notað-
ur og hvaða væntingar fólk
hefur til hans o.s.frv.“
Jóhann segir að Flens-
borgarskóli hafi stigið stórt
skref í upplýsingatækninni
með glæsilegum tölvuverum
og bestu mögulegu gagna-
flutningslausnum. Hann seg-
ir að verkefnið sé einnig liður
í því að tengja rekstur sveit-
arfélagsins við skólastarf í
bænum.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Einar Birgir Steinþórsson, skólameistari Flensborgar-
skóla, og Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri, taka höndum
saman um kennslu í upplýsingatækni.
Erfítt að fá
starfsfólk í
heimaþjónustu
Bessastaöahreppur
ERFIÐLEGA hefur
gengið að ráða starfsfólk í
heimaþjónustu í Bessa-
staðahreppi og hefur Fé-
lagsmálanefnd lýst yfir
áhyggjum af ástandinu.
Að sögn Ástu Benedikts-
dóttur, félagsmálastjóra
Bessastaðahrepps, er
ástandið alveg sérlega
slæmt um þessar mundir.
Hún segist ekki hafa
skýringu á því hvers
vegna fólk fáist ekki í
þessi störf, en það virðist
frekar kjósa vinnu á öðr-
um vettvangi.
Fyrst og fremst hjá
eldra fólki
Heimaþjónusta felst í
því að fara inn á heimili
hjá fólki og aðstoða við
þrif og innkaup og félags-
legan stuðning, sérstak-
lega hjá eldra fólki. Ásta
telur að það sé sama sag-
an alls staðar á landinu,
að fólk haldist illa í þessu
starfi. Þetta sé frekar
einmanalegt starf, sér-
staklega hjá minni sveit-
arfélögum þar sem fáir
starfsmenn eru og engin
miðstöð eða neitt slíkt
sem fólk getur leitað í.
í þessu starfi hafa ver-
ið 1-2 starfsmenn hjá
Bessastaðahreppi. Sumir
hafa tekið þetta sem
hlutastarf og er boðið upp
á slíkt starfsfyrirkomu-
lag, að sögn Ástu.
Heimaþjónusta frá
Holtsbúð
Hún segir ekkert annað
til ráða en að auglýsa
starfið aftur og vonast til
að einhver sæki um.
Einnig sé horft til sam-
starfsins við Holtsbúð
með eftirvæntingu.
Til stendur að færa
heimaþjónustuna undir
hjúkrunarheimilið Holts-
búð í byrjun næsta árs,
og býst Ásta við að það
fari að stað þegar Holts-
búð verður opnuð um
miðjan janúar á næsta
ári.
Ásta segir að hjúkrun-
arheimilið Holtsbúð muni
sjá um heimaþjónustu í
Garðabæ og Bessastaða-
hreppi. Það fyrirkomulag
muni einnig tengja gamla
fólkið við hjúkrunarheim-
ilið, áður en það flytur
þangað, og þekki þá jafn-
vel starfsfólkið og verði
ekki eins ókunnugt þegar
það fiytur á nýtt heimili.
TAGHeuer
SWISS MADE SINCE 1860
N E W
LINK
S E R I E S
KRINGLUNNI • SÍMI 588 7230
WWW.LEONARD.IS