Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Menntamálaráðherra um að Þyrping hf. eigi og reki rannsóknahús við Háskólann á Akureyri
Samvinna háskóla
og einkafyrirtækis
merkilegt skref
BJÖRN Bjai'nason menntamálaráð-
herra segir það merkilegt ski'ef sem
ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að
stíga varðandi byggingu rannsókna-
húss við Háskólann á Akureyri. Rík-
isstjórn samþykkti að tillögu mennta-
málaráðherra og sjávarútvegsráð-
herra að taka upp viðræður við full-
trúa fasteignafélagins Þyrpingar hf.
um byggingu rannsóknai-húss á lóð
háskólans á Sólborg. Háskólinn og
samstarfsstofnanh' myndu leiga hús-
næði af eiganda byggingarinnai'.
Rætt er um að reisa allt að 4.000 fer-
metra stórt hús, þar sem verður að-
staða fyrir háskólann og fjölmargai'
samstarfsstofnanir hans og þar yrði
svonefnt Matvælasetur. Þá myndi
Þyrping hf. nota um 1.000 fermetra af
húsnæðinu og leiga það til ýmissa fyr-
irtækja sem starfa vilja í nánum
tengslum við háskólann.
Menntamálaráðherra benti á að
framkvæmdir hafí staðið yfir við Há-
skólann á Akureyri í því skyni að búa
honum betri aðstöðu á Sólborg og
væri verið að vinna að nýbyggu þar
um þessar mundir. Þá hefði einnig
verið talið skynsamlegt að reisa
rannsóknahús í tengslum við starf-
semi háskólans.
Annars vegar hefðu komið fram hug-
myndir um að Akureyrarbær legði
fram fé til byggingarinnar og ríkið
myndi greiða það til baka á nokkrum
árum
„Eg taldi skynsamlegt að fara
þessa leið, að athuga hvort einkaaðili
væri tilbúinn að reisa húsið og eiga
það og háskólinn og samstarfsstofn-
anir hans leigi svo húsnæðið. Þetta
vai' sú leið sem ríkisstjómin ákvað
að fara,“ sagði Björn.
Merkilegt skref
„Þetta er að mínu mati afar merki-
legt skref,“ sagði Björn um fyrirhug-
aða samvinnu háskólans og einkafyi'-
irtækis á þessu sviði. Hann sagði
mikla reynslu af svipuðu samstarfi í
útlöndum og það hefði gefið góða
raun. Þarna yrði heldur ekki aðeins
rannsóknai'starfsemi sem tengist há-
skólanum heldm' myndi Þyi'pin skapa
aðstöðu fyrir t.d. hugbúnaðaríyrir-
tæki og fleiri sem starfa vilja í nánum
tengslum við háskólasamfélagið en
það skapaði meiri fjölbreytni bæði í
háskólanum og eins í atvinnulífinu.
„Við eram að þessu leyti að fara inn á
nýja braut, gefum mönnum færi á að
þróa rannsóknarstarfsemi í næsta ná-
grenni við háskólann en slíkt hefur
hvarvetna gefist vel,“ sagði Björn.
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri
á Akureyri sagði niðurstöðuna í mál-
inu mjög góða og vænti hann þess að
menn myndu vinna hratt og fljótt að
því. „Með þessu eflist háskólinn og i
rauninni Akureyri sem höfuðstaður
Norðurlands með þess er verið að
skjóta enn styrkari stoðum undir þá
starfsemi sem þarna fer fram,“ sagði
Kristján. Hann fagnaði því háskólinn
hefði eignast öfluga bandamenn, sem
væru menntamálaráðherra og sjáv-
arútvegsráðherra. Um það loforð
bæjaryfii’valda frá 10 ára afmæli há-
skólans fyrir tveimur árum, að fjár-
magna byggingu rannsóknahússins,
sagði bæjarstjóri að nú væri ljóst að
sá háttur yrði ekki hafður á. „En við
höfum alls staðar og alltaf full not
fyi’ii' þessa fjármuni og þeir munu
koma bæjarbúum og háskólanum að
góðu gagni þó með öðrum hætti
verði,“ sagði Kristján.
HASKOLINN A AKUREYRI
Núverandi
aðalskrifstofur
/ ADAtSðl
TFFHTrnTlTi'l!__
ÁFANGI1 •C'O
AFANGI I -CO H V
FULLGERÐUR Jjyf
//Æ
—CV\\í )\\
ÁFÁNGI ii
‘i'icRÍfwoai'R'
ÍÖSV ÍFANGÁ « - i f V H'
rre&N&jU - sId^ri áf
^ —~?í ! )<t
1ÖÖÖÖÖ!' |
mmt
BYSplífSE.iAVAej
Glerárþorp
FJAU' ftX:
4000 fermetra rannsókna-
hús rís á þessum stað
Brekkan
Rannsóknahúsið við Háskólann á Akureyri sést á skyggða fletinum,
neðst á myndinni, en á henni sjást allar byggingar sem verða munu
við háskólann fullbyggðan.
Morgunblaðið/Kristján
Kveikt á jólatrénu
frá Randers
AKUREYRINGAR fjölmenntu í miðbæinn sl. laugardag og
fylgdust með því er kveikt var á stóra jólatrénu á Ráðhústorgi.
Tréð er árleg gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku
og er glæsilegt að vanda. Veðurguðirnir voru til friðs framan
af degi en um það leyti sem kveikt frá á trénu fór að kyngja
niður snjó, þannig að viðstaddir litu fljótlega út eins og
snjókarlar og snjókerlingar.
Við athöfnina á Ráðhústorgi, lék Lúðrasveit Akureyrar
nokkur Iög og Kór Akureyrarkirkju tók lagið. Kristján Þór
Júliusson bæjarstjóri og Sigurður Jóhannesson, konsúll
Dana, fluttu ávörp en eftir að kveikt hafði verið á trénu, söng
Kór Menntaskólans á Akureyri og jólasveinar heilsuðu upp á
gesti.
Þessu til viðbótar var í tengslum við Jólabæinn Akureyri
boðið upp á fjölbreytta dagskrá í miðbænum um helgina. Þá
var Landsbankinn með opið hús á laugardag og komu
margir í heimsókn í bankann.
Sjávarútvegsráðherra vígði nýja Þróunarstöð Útgerðarfélags Akureyringa hf.
Fullkomin aðstaða til rann-
sókna- og þróunarstarfa
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA,
Árni Mathiesen, vígði nýja Þróun-
arstöð Útgerðarfélags Akureyr-
inga hf. sl. laugardag að viðstöddu
fjölmenni. Undanfarna mánuði
hefur verið unnið að því að inn-
rétta aðstöðu fyrir þróunardeild
félagsins og er markmiðið að
skapa starfsmönnum deildarinnar
fyrsta flokks aðstöðu til rann-
sókna- og þróunarstarfa og þar
sem þeir geta kynnt erlendum og
innlendum viðskiptamönnum af-
urðir þess.
Guðbrandur Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri ÚA sagði að opnun
Þróunarstöðvarinnar væri eðlilegt
framhald á þeim áherslum sem
lagðar hafa verið í rekstri félags-
ins. „Það sem við erum fyrst og
fremst að gera, er að skapa góða
umgjörð og aðstöðu fyrir þróunar-
starfið og ekki síður að bjóða við-
skiptavinum upp á góða aðstöðu
þegar þeir eru hér í heimsókn."
Guðbrandur sagði að allir fisk-
bitar sem seldir eru til Bandaríkj-
anna fari þar beint inn á veitinga-
hús og þá sem fullbúin neysluvara.
Einnig væri félagið að færa sig inn
í frekari framhaldsvinnslu, m.a.
með því að blanda saman hráefn-
um. Slík vinnsla er um 8% af
heildarframleiðslunni í landi í ár
og taldi Guðbrandur likur á að
framhaldsvinnslan ætti eftir að
aukast enn frekar.
Fjárfesting sem mun
styrkja félagið
Miklar vonir eru bundnar við
Þróunarstöðina og að þegar fram í
sækir muni þessi fjárfesting
styrkja félagið á margan hátt. Þar
Morgunblaðið/Kristján
Friðrik Jóhannsson stjórnarformaður UA, Árni Steinar Jóhanns-
son alþingismaður, Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Guð-
brandur Sigurðsson framkvæmdastjóri UA við sýnishorn af fram-
leiðslu fyrirtækisins.
starfa tveir matvælafræðingar,
Arnheiður Eyþórsdóttir og Agnes
Joly, sem vinna að því að þróa nýj-
ar afurðir og auka gæði fram-
leiðsluvara félagsins með því að
innleiða fullkomnustu vinnsluað-
ferðir sem völ er á hverju sinni.
„Við höfum verið með formlegt
vöruþróunarstarf frá því í ársbyrj-
un 1997 og finnum vel hverju það
starf er að skila okkur í rekstrin-
utn;“ sagði Guðbrandur.
Á neðri hæð Þróunarstöðvarinn-
ar er vinnslusvæði þar sem unnt er
að prófa aðferðir til framhalds-
vinnslu áður en þær eru reyndar í
verksmiðjunum sjálfum. Þar er
jafnframt unnið að því að íínna
lausnir á vandamálum sem upp
kunna að koma í framleiðsluferli
afurðanna. Jafnframt eru prófuð
ýmis hráefni sem til greina kemur
að nota við framleiðsluna. Má þar
nefna bragðefni, bindiefni og
brauðunarvörur.
Á efri hæð er eldhús, fundarher-
bergi, setustofa og skrifstofa. Þar
er því mjög góð aðstaða til að taka
á móti erlendum og innlendum við-
skiptavinum, kynna þeim fullmat-
reiddar afurðir og ræða frekari
þróun þeirra.