Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ L LANDIÐ Morgunblaðiðð/Sigurgeir Jónasson Stjórn og varastjórn Eyverja. Sitjandi frá vinstri: Ester Helga Sæ- mundsdóttir, Fríða Hrönn Halldórsdóttir, Gunnar Friðfinnsson, for- maður, Betsý Agústsdóttir og Lilja Arngrímsdóttir. Standandi frá vinstri: Leó Snær Sveinsson, Gunnar Þór Guðbrandsson, Daði Þorkels- son, Rúnar Karlsson, Skapti Orn Olafsson og Héðinn Karl Magnússon. Eyverjar 70 ára Gunnar Friðfinsson afhendir Helga Braga- syni gullmerki Eyverja. Vestmannaeyjar - Ey- verjar, félag ungra sjáífstæðismanna í Vestmannaeyjum, hélt afmælisfagnað fyrir skömmu í tilefni þess að félagið verður 70 ára 20. desember nk. Afmælis- dagskráin var haldin í Ásgarði, félagsheimili sj álfstæðisfélaganna Eyjum. Afmælisdagskráin byrjaði með fundi þar sem þingmenn Sjálf- stæðisflokksins á Suð- urlandi, Árni Johnsen og Drífa Hjartardóttir, höfðu framsögu og sátu fyrir svörum. Að fundi loknum tók við afmælis- hóf í félagsaðstöðu Ey- verja í Ásgarði en þar hafa Eyverjar komið sér upp glæsilegri aðstöðu. Talsverður fjöldi gesta var mætt- ur í áfmælishófið og bauð Gunnar Friðfinnsson, formaður félagsins, gesti velkomna. Fór Gunnar nokkr- um orðum um starf félagsins og sagði að markmið þess væru enn þau sömu og þegar það var stofnað fyrir 70 árum. Að vera vettvangur í'yi'ir ungt fólk sem aðhyllist skoðanir Sjálfstæðisflokksins og berst fyrir víðsýnni framfarastefnu í þjóðfélag- inu með hagsmuni allra stétta að leiðarljósi. Að loknu ávarpi Gunnars tóku margir til máls og rifjuðu upp skemmtileg atvik úr starfi Eyverja gegnum tíðina og fluttu félaginu ám- aðaróskir á afmælinu. Gunnar afhenti síðan gullmerki fé- lagsins til þeirra er verið hafa for- menn Eyverja síðasta áratuginn en hefð er fyrir því að formenn félags- ins hljóti gullmerki þegar félagið fagnar merkisafmælum. Eyverjar efndu til sýningar á myndum úr starfinu gegnum árin í afmælishófinu og einnig voru til sýn- is fundargerðarbækur félagsins og blöð sem það hefur staðið að útgáfu á og glugguðu gestir í þetta meðan þeir gæddu sér á kaffí og meðlæti sem boðið var uppá. Bók væntanleg Eyverjar ætla síðan að fagna af- mæli félagsins enn frekar á næst- unni því 18. desember verður dans- leikur á þeirra vegum þar sem Radíusbræður og hljómsveitin Sól- dögg halda uppi fjörinu og á afmæl- isdaginn verður gefin út vegleg bók þar sem stiklað verður á stóru í sögu félagsins og rifjaðir upp skemmtileg- ir atburðir og sögur sem tengjast starfinu. Ungar björgunar- sveitar- stúlkur Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þórshöfn-Björgunarsveitin Hafliði á Þórshöfn á sér dygga stuðnings- menn og velunnara en það er nokk- uð sérstakt hve ungir sumir þeirra eru. Þær Sandra Ösp Konráðsdóttir og Petra Bergrún Axelsdóttir, báð- ar 11 ára, hafa borið hag björgun- arsveitarinnar fyrir brjósti síðan þær voru litlar stelpur og hafa stað- ið fyrir ýmiss konar fjái'öflun t.ii styrktar sveitinni. Kvennadeildin hefur einnig notið góðs af dugnaði þeirra en ýmis gagnleg eldhús- áhöld eru afrakstur af tombólu- amstri stúlknanna. Þegar björgunarsveitin keypti öfluga Hummer-bifreið fyrir nokkrum árum sáu stúlkurnar fram á að nú þyrftu allir að leggjast á eitt til að fjármagna kaupin og þær helltu sér út í verkefnið. Tombólur voru helsta fjáröflun þeirra og eitt sinn prentuðu þær lítið Hummer- blað sem þær seldu. I gegnum tíð- ina hafa þær safnað tæplega 50 þúsund krónum og björgunarsveit- in ásamt kvennadeild hefur tekið með þökkum við framlaginu. Sandra og Petra sinna fleiri verkefnum í þágu björgunarsveitar og kvennadeildar á Þórshöfn. Þær hafa tekið að sér nokkurs konar húsvörslu í húsi deildanna, Haf- liðabúð, sem einkum felst í því að halda húsinu hreinu. Að sögn þeirra er það stundum nokkurt verk, því innangengt er úr bfla- geymslunni, þar sem bflar, vélsleð- ar og annar tækjabúnaður er geymdur, í húsið sjálft. „Karlarnir mættu alveg ganga betur um, ekki fara á stígvélunum beint inn á hvítu flísarnar á forstofunni og snyrting- unni,“ sögðu Sandra og Petra sem finnst tími til kominn að kenna karlpeningnum betri umgengnis- reglur. Formenn deildanna tveggja eru að vonum ánægðir með dugnað og fjáröflun stúlknanna en þó fyrst. og fremst með það að svo ung börn hafi brennandi áhuga á málefnum sem snúast um slysavarnir og björgunarmál í byggðarlaginu. Ef því er eins háttað víðar um landið er þessi málaflokkur í góðum hönd- I um hjá næstu kynslóð. Morgunblaðið/Aldís Dugmiklir unglingar í Hveragerði Hveragerði-Glæsilegir unglingar helguðu eitt kvöld nú nýverið tísku í Grunnskólanum í Hveragerði en þar var keppt í hárgreiðslu og förðun og einnig vald- ar bestu fyrirsætumar. Unglingarn- ir lögðu mikið á sig til að gera kvöldið sem glæsilegast og stóðu æfingar yf- ir í marga daga. Rúmlega 30 ungl- ingar tóku þátt í keppnunum en enn- fremur komu fjölmargir fram í skemmtiatriðum sem og í tískusýn- ingu frá Heilsuhæðinni í Hveragerði. Sigurvegari í hárgreiðslukeppn- inni var Hildur Magnúsdóttir sem greiddi Regínu Magnúsdóttui'. í förðunarkeppninni sigraði Erla Kri- stín Hansen, hennar módel var Ás- gerður Halldórsdóttir. Besta fyrir- sætan var valin Hrefna Tómasdóttir. Sérstaklega gaman var að sjá hversu margir áhorfendur mættu á sýningu unglinganna og greinilegt var að fólk skemmti sér hið besta. Morghunblaðið/Kristbjörg Heyrúllur umflotnar vatm Skjaldfónn - I hríðarveðri fyrir stuttu gerði mikinn krapaburð í vatnsmestu á Vestfjarða, Selá, svo hún stíflaðist og varð að finna sér nýjan farveg. Um Skjaldfannardai rennur um- rædd á sem gerði grönnum sínum ljótan grikk er hún flæddi yfir bakka sína og rann þar sem hún er ekki vön. Indriði bóndi á Skjald- fönn var með vel yfir hundrað rúll- ur á öruggum stað að því er hann taldi en svo reyndist ekki vera. Það var því ekki um annað að ræða en drífa í að keyra rúllurnar á þurrt áður en þær frysu fastar og fylltust af vatni. Þó ekki væri út- litið gott tókst að koma þeim upp úr straumnum og þrátt fyrir bleyt- una virðast rúllurnar í ágætu standi að sögn Indriða, að vísu töluvert blautar en vel gefanlegar. Indriði sagðist aldrei hafa séð þvílíkan krapa í ánni um þetta leyti árs og því síður að hún fyndi sér farveg á þessum stað. Áin var sem stórfljót á að líta og huldi algjör- lega um 4 ha lands þar á meðal 3 ha sem nýbúið var að herfa fyrir nýrækt. Ekki er hægt að segja til um hvort þetta framhlaup hafi einhver eftirköst í för með sér að vori. Vesturlandsmeistarar í hinni fornu íþrótt glímu Grundarfirði - Fjórir ungir drengir frá Grundarfirði urðu Vestur- landsmeistarar í glímu nýverið. Þessi foma íþrótt Islendinga hefur notið vaxandi vinsælda hér um slóð- ir og æfingar hafa verið fjölsóttar. Vesturlandamótinu er nýlokið og var mikið tekist á. Sigur fjórmenn- inganna var harðsóttur mjög og fór einn kappanna úr olnbogaliðnum við átökin. Slíkar fómir eru þó taldar léttvægar þegar sigurinn er í höfn. Drengimir heita (frá vinstri) Sveinn Bárðarson, Bjöm Þór Þor- steinsson, Amór Hermundarson og Þorkell Guðnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.