Morgunblaðið - 07.12.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.12.1999, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLADIÐ VIÐSKIPTI Hampiðjan kaupir J. Hinriksson ehf. Fulltrúar Hampiðjunnar og J. Hinrikssonar undirrita samninginn. Frá vinstri: Birgir Jósafatsson, J.H., Bragi Hannesson, stjórnarformaður Hampiðjunnar, Friðrik Jósafatsson, J.H., Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Hampið- junnar og Atli Jósafatsson, J.H. Erlendar fjárfest- ingar hugsanlegar Afkoma Hampiðjunnar fyrstu 10 mánuði ársins Hagnaður eykst um 17% HAMPIÐJAN hf. hefur gengið frá samningum við eigendur J. Hinriks- sonar ehf. um kaup á öllum hluta- bréfum í fyrirtækinu. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Hampiðjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að fjárfestingar erlendis væru hugsan- legar og sameiningin styrkti stöðu fyrirtækjanna erlendis. Kaupverð er trúnaðarmál. Kaup þessi eru hluti af þeirri stefnu Hampiðjunnar að treysta stöðu sína sem leiðandi fyrirtæki á alþjóðamarkaði í þjónustu við út- gerðir, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Arsvelta J. Hinrikssonar 1998 og dótturfyrirtækis var 335 milljónir króna og þar af var sala erlendis um 75%. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns. Velta Hampiðjunnar og dótt- urfyrirtækja árið 1998 nam 1.570 milljónum og eru starfsmenn um 240 talsins. Bæði fyrirtæki með starfsemi erlendis Framleiðsluvörur fyrirtækjanna falla vel saman, eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Hampiðjan fram- leiðir flottroll og efni í botntroll en J. Hinriksson framleiðir toghlera fyiir hvort tveggja. Fyrirtækin hafa átt vaxandi samstarf á sviði markað- ssetningar og að hluta til á sviði vöruþróunar. Markaðir þeirra liggja hvarvetna saman þannig að sam- legðaráhrif í markaðsstarfi eru fyrir hendi. Bæði fyrirtækin eru með starfsemi erlendis, J. Hinriksson er með dótturfyrirtæki í Mexíkó en Hampiðjan rekur starfsstöðvar í Noregi, Namibíu, Nýja Sjálandi og á vesturströnd Bandaríkjanna. Að sögn Hjörleifs Jakobssonar, forstjóra Hampiðjunnar, era m.a. stórir markaðir í Suður-Ameríku og hugsanlega munu fyrirtækin styi-kja sig sameiginlega þar. „I Chile og Argentínu eru til dæmis miklir möguleikar og hugsanlegt að við opnum starfsstöð á því svæði. Ef við förum út í frekarí fjárfestingar, verða þær líklega erlendis. Við reiknum með að vöxtur fyrirtækis- ins verði erlendis og erum að skoða ýmsa möguleika án þess að hægt sé að greina nánar frá því. Forsendan fyrir sókn þessara fyiirtækja á er- lenda markaði verður hins vegar áfram hið góða bakland sem við höf- um í íslenskri útgerð og stuðningur hennar við okkar vöruþróun,“ segir Hjörleifur. Hann segir stefnt að því að sam- eina rekstur J. Hinrikssonar ehf. rekstri Hampiðjunnar á næsta ári. Aðdragandinn að samningnum er u.þ.b. mánuður, að sögn Hjörleifs. Að sögn Hjörleifs er breiðara vöruúrval og öflugri heildarlausnir kostur í harðri samkeppni. „Hamp- iðjan vill með kaupunum á J. Hin- rikssyni styrkja sig enn frekar í sessi sem leiðandi fyrirtæki á al- þjóðamarkaði í þjónustu við útgerðir að öllu því sem lýtur að veiðum og veiðarfærum. Ég get nefnt sem dæmi að tveir aðalkeppinautar Hampiðjunnar í flottrollum fram- leiða líka toghlera, þannig að með þessum kaupum styrkjum við sam- keppnisstöðu okkar gagnvart þeim.“ Vöruþróun í öflugri farveg Atli Jósafatsson, talsmaður J. Hinrikssonar, segir söluna til Hamp- iðjunnar farsæla niðurstöðu. „Vör- uþróun J. Hinrikssonar kemst nú í enn öflugri farveg og þar með skap- ast svigrúm til að nýta betur ýmis spennandi sóknarfæri." Vélaverkstæði J. Hinrikssonar var stofnað árið 1963 af Jósafat Hin- rikssyni og fólst starfsemin framan af í alhliða smíði og verkstæðisþjón- ustu við skip og báta. Á seinni árum hefur áhersla fyrirtækisins einkum verið á framleiðslu á toghlerum fyrir fiskiskip og hefur J. Hinriksson haslað sér völl erlendis með vöru- þróun og markaðssetningu undir vörumerkinu Poly-Ice. Vöruþróun er snar þáttur í starfsemi fyrirtækis- ins og má þar nefna samstarfsverk- efni við verkfræðideild Háskóla ís- lands um hönnun á nýrri línu af toghlerum sem staðið hefur frá 1992. SAMKVÆMT óendurskoðuðum rekstrarreikningi Hampiðjunnar íyrir fyrstu 10 mánuði ársins er hagnaður samstæðunnar 138,9 millj- ónir króna. Hagnaður sama tímabils í fyrra var kr. 118,7 milljónir og er því um 17% hækkun að ræða. Rekstrartekjur Hampiðjunnar fyrstu 10 mánuði ársins námu 1.066 milljónum króna, sem er um 1% minni sala en sama tímabil árið áður. Þá var sala röradeildar meðtalin en hún var seld í árslok 1998. Þegar til- lit hefur verið tekið til brottfalls röradeildar hefur sala Hampiðjunn- ar aukist um 5% milli ára. Útflutn- ingur nemur 56% af heildarsölu. Söluhagnaður stór hluti af hagnaðaraukningu Söluhagnaður eignarhluta í öðrum félögum, mestmegnis vegna sölu á hlutum í Utgerðarfélagi Akureyr- inga hf., er 54,4 milljónir, eftir að til- lit hefur verið tekið til tekjuskatts, en söluhagnaður var 39,2 milljónir árið áður. Hlutdeild í afkomu dóttur- félaga er 25,4 milljónir en var 16,5 milljónir árið áður. Hlutdeild í af- komu DNG Sjóvéla hf. er mest- megnis vegna söluhagnaðar þess fé- lags á eignarhlutum í Stefju ehf., og Fiskeldi Eyjafjarðar hf., DNG Sjó- vélar hf. var sameinað Vaka fiskeld- iskerfum hf. 1. júlí sl. og eignaðist Hampiðjan 22,47% hlut I sameinuðu félagi. Svigrúm félagsins til verðhækk- ana er takmarkað og því hefur held- ur dregið úr framlegð frá fyrra ári, en hagnaður án fjármagnsgjalda og fjánnunatekna er kr. 68,2 milljónir en var kr. 88,8 milljónir sama tímabil árið áður. Nóvember og desember eru hlut- fallslega litlir sölu- og framleiðslu- mánuðir þannig að reiknað er með að heldur dragi úr afkomunni til ára- móta. Möguleikar til vaxtar á kom- andi misserum eru talsverðir í sölu á flottrollum til uppsjávarveiða, bæði hérlendis og erlendis. Þá styrkir að- gangur að nýrri tækni, er lýtur að þaneiginleikum trolla, markaðsstöðu félagsins á flottrollsmörkuðum. Gengi hlutabréfa í Hampiðjunni hækkaði um 11,9% í síðustu viku og námu viðskiptin rúmri 21 milljón króna. Engin viðskipti voru með bréf félagsins í gær. Tangi hf. Samstæðuuppgjör Úr milliuppgjöri fyrir jan.-sept. 1999 ,-i..........jáBLrnm ■■■■1 JAN.-SEPT. JAN.-SEPT. Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyiing Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 1.093,5 969,8 1.327,6 1.095,6 ■17,6% -11,5% Afskriftir Fjármagnsliðir nettó -146,3 -26,9 -131,8 -62,7 +11,0% -57,1% Hagnaður (-tap) af reglul. starfsemi Aðrir liðir -49,5 104,1 37,6 14,8 +603.4% Hagnaður tímabilsins 54,6 52,4 +4,2% Efnahagsreikningur 30. sept. 1999 1998 Breyling Heildareignir Milljónir króna 2.538,4 2.463,9 +3,8% Skuldir samtals 1.931,3 1.800,5 +7,3% Eigið fé 627,2 663,4 -5,5% Skuldir og eigið fé ails 2.558,4 2.463,9 +3,8% Sjóðstreymi og kennitölur 1999 1998 Breyling Veltufé frá rekstri Milljónir króna 60,8 158,1 -51,6% Veltufjárhlutfali 0,84 0,59 Eiginf járhlutfall 24,5% 26,9% Dagvistarvandinn í Reykjavík Fundur verður í ValhöLL um dagvistarvandann i Reykjavík miðvikudaginn 8. desember kl. 20.00. Frummælendur: Guóný Eydal, lektor í félagsráðgjöf við HÍ, Elísabet Gísladóttir, formaður Foreldrafélags leikskólabarna, Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Kristín Blöndal, borgarfulltrúi R-listans. Guðný Elísabet Guðlaugur Þór Kristín Eydal Gísladóttir Þórðarson Blöndat Fjölmennum. Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavik. 54,6 milljóna króna hagnaður hjá Tanga hf. fyrstu níu mánuði ársins Tap af reglulegri starfsemi 49,5 millj. TANGI hf. á Vopnafirði hagnaðist um 54,6 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 1999 í samanburði við 52,4 milljóna króna hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins 1998. Tap fyrirtækisins af reglulegri starfsemi nam 49,5 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins í sam- anburði við 37,6 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Fyrir- tækið á uppsafnað tap og þarf því ekki að greiða skatta. Ástæða taps af reglulegri starf- semi er meðal annars sú að loðnu- www.mbl.is veiðar hafa að stórum hluta brugðist á síðari hluta ársins, auk þess sem veruleg verðlækkun hefur orðið á mjöli og lýsi, segir í fréttatilkynn- ingu írá Tanga hf. „Miðað við sama tíma í fyrra er komið 70% minna magn af loðnu að landi í landinu öllu. I kring um 1. desember í fyrra var búið að landa um 390.000 tonnum af loðnu, en á sama tíma í ár voru þetta um 85.000 tonn. Þetta er mjög mikill samdrátt- ur í lönduðum afia,“ segir Friðrik M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tanga hf., í samtali við Morgunblað- ið, en í fréttatilkynningunni segir einnig að aðeins um 1.000 tonn af loðnu hafi verði fryst hjá fyrirtækinu á þessu tímabili. „Á sama tíma í fyrra voru þetta 5.300 tonn,“ segir Friðrik. í tilkynningunni segir einnig að kolmunnaveiði hafi verið fremur treg, en kostnaður við þær veiðar er mikill, og að töluvert tap hafi verið af bolfiskvinnslu félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins. Hins vegar hafi verið gripið til hagræðingaraðgerða í þeim rekstri auk þess sem hráefn- iskostnaður hafi lækkað umtalsvert. „Það gengur því betur þar en verið hefur,“ segir Friðrik. Óreglulegir liðir í rekstrarreikn- ingi eru 104,1 milljón, og segir Friðr- ik að þar sé á ferðinni söluhagnaður af hlutabréfum sem félagið hafi selt, sem skýrir hagnað á tímabilinu. í tilkynningunni segir að þar sem engin loðna hafi veiðst á haustmán- uðum sé ljóst að tap verði á reglu- legri starfsemi félagsins á síðustu þremur mánuðum ársins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.