Morgunblaðið - 07.12.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 07.12.1999, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kona af albönskum uppruna greiðir atkvæði í kosningunum. Frambjóðandi stjórnarflokkanna sigr- aði í forsetakosningum í Makedóníu Ofbeldisverk einkenndu kosningarnar Skopjc. AP, AFP. ^' BORIS Trajkovskí, frambjóðandi mið- og hægriflokka í Makedóníu, sigraði í aukakosningum til embætt- is forseta þar í landi sem fram fóru á sunnudag. Trajkovskí hlaut yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða í kosn- ingunum, sem fram fóru í héruðum þar sem íbúar af albönskum uppruna eru í meirihluta. „Guð blessi Mak- edóníu. A nýju árþúsundi munum við auka hagsæld í landinu. Þetta er sig- ur fyrir lýðræðið,“ sagði nýkjörinn forseti Makedóníu þegar úrslitin voru kunn. Trajkovskí hlaut 96% atkvæða í kosningunum en frambjóðandi jafn- aðarmanna, Tito Petkovskí, aðeins 2,7%. Trajkovskí mun taka við af hinum 82 ára gamla Kiro Gligorov, sem hefur verið forseti Makedóníu síðan landið hlaut sjálfstæði frá Júg- óslavíu árið 1993. Trajkovskí bar áður sigurorð af Petkovskí í reglulegum forsetakosn- ingum í nóvember síðastliðnum. Jafnaðarmenn, sem eru í stjórna- randstöðu, sökuðu þá ríkisstjórn miðhægrimanna um kosningasvik í 24 kjördæmum í vesturhluta lands- ins. Eftir úrskurð hæstaréttar í Makedóníu var svo ákveðið að kosið skyldi aftur í þessum kjördæmum en þar búa um 10% kjósenda og eru þeir flestir af albönsku bergi brotnir. í kosningunum í nóvember hlaut Trajkovski tæp 53% atkvæða en Pet- kovski tæp 56%. Mikið um ofbeldisverk Kosningarnar á sunnudag ein- kenndust af ofbeldisverkum og yfir- gáfu fulltrúar jafnaðarmanna kjör- staði og tóku ekki þátt í talningu atkvæða vegna árása sem flokks- menn höfðu mátt sæta af hálfu stuðningsmanna Trajkovskís. Um áttatíu manna eftirlitsnefnd á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdust með fram- kvæmd kosninganna. Formaður nefndarinnar, Mark Stevens, sagði að hann hefði ekki talið nauðsynlegt fyrir fulltrúa jafnaðarmanna að yfir- gefa svæðið en sagðist skilja ákvörð- unina. Ymsir talsmenn jafnaðarmanna hafa einnig að þessu sinni sakað stjórnai'flokkana um kosningasvik og að reyna að spilla fyrir því að kosningarnar fari rétt fram. „Það hefur verið mikið um ofbeldi," er haft eftir talsmanni Jafnaðarmanna- flokksins (SDSM). „Ekki hefur verið farið að kosningalögum.“ Talsmaður stuðningsflokka Trajkovskís sagði hins vegar að allar ásakanir um kosningasvik nú væru ekki annað en fyrirsláttur til að breiða yfir slaka frammistöðu jafn- aðarmanna í kosningunum. „Þeir sjá að þeir eru að tapa, svo þeir reyna að skapa vandræði. Þeir eru að reyna að búa til pólitíska kreppu í landinu.“ Tilkynnt var á sunnudag að fjórir kosningaeftirlitsmenn á vegum jafn- aðarmanna hefðu orðið fyrir árás og þurfti að meðhöndla þrjá þeirra á sjúkrahúsi vegna stungusára. Einn- ig voru tveir meðlimir flokksins dregnir út úr bíl sínum og barðir af stuðningsmönnum stjórnarflokk- anna. Dauði Edmonds Safras í eldi í Monte Carlo Hjúkrunarfræðingur játar á sig íkveikjuna Monte Carlo. AP. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR auð- kýfingsins Edmonds Safras viður- kenndi í gær að hafa kveikt eld sem varð fjármálamanninum að bana í íbúð hans í Monte Carlo í Mónakó á fostudag. Hjúkrunarfræðingurinn hafði áður haldið því fram að tveir grímuklæddir menn hefðu ráðist inn í íbúðina og kveikt í henni. Edmond Safra var einn af auðug- ustu mönnum heims og stofnaði bankann Republic National Bank of New York, sem er þriðji stærsti banki New York-borgar. Hjúkrunar- fræðingur hans, Ted Maher, 41 árs Bandaríkjamaður, sagði í fyrstu að tveir grímuklæddir menn hefðu ruðst inn í íbúðina með hnífa á lofti og ætlað að myrða auðkýfinginn. Safra hefði komist undan, læst sig inni í baðherbergi íbúðarinnar og ár- ásarmennirnir hefðu því gripið til þess ráðs að kveikja í íbúðinni. Lögreglan trúði frásögn hjúkrun- arfræðingsins í fyrstu en drógu hana í efa þegar athugun á upptökum ör- yggismyndavéla í íbúðinni og fyrir utan húsið benti til þess að ekki hefði verið brotist inn í það. Ætlaði ekki að verða Safra að bana Hjúkrunarfræðingurinn viður- kenndi loks í gær að hann hefði sjálf- ur kveikt í íbúðinni en kvaðst ekki hafa ætlað að verða Safra að bana. Hann sagðist hafa verið einn að verki, en ekki kom fram í gær hvers vegna hann kveikti eldinn. Daniel Serdet, saksóknari í Monte Carlo, sagði að Maher hefði átt við sálræna erfiðleika að stríða og verið undir áhrifum lyfja þegar hann kveikti í íbúðinni. Blóðflekkaður hnífur fannst í íbúðinni en ekki var greint frá því hvort fingraför hefðu fundist á hon- um. Að sögn franska dagblaðsins Le Monde átti hjúkrunarfræðingurinn hnífinn. Þegar lögreglan kom á stað- inn var Maher með stungusár á maga og læri, en ekki í lífshættu. Safra, sem var haldinn Parkin- sons-veiki, lést í baðherberginu ásamt öðrum hjúkrunarfræðingi, Viviane Torrent, bandarískri konu af filippseyskum uppruna. Eiginkona Safras og barnabarn þeirra lokuðu sig inni í öðru herbergi og sluppu ómeidd. Safra talaði tvisv- ar við konu sína í farsíma úr baðher- berginu áður en hann kafnaði. Auðkýfingurinn var enn á lífi þeg- ar slökkviliðsmenn komu inn í íbúð- ina en vildi ekki opna baðherbergis- dyrnar af ótta við að árásar- mennimir væru fyrir utan. Lífvörður auðkýfingsins átti að vera í íbúðinni og lögreglan yfir- heyrði hann um hvers vegna hann var ekki á staðnum. Edmond Safra, sem var 67 ára gyðingur frá Líbanon, var borinn til grafar í Genf í gær. Daginn sem hann lést var verið að ganga frá kaupum HSBC-bankans, sem er með höfuðstöðvar í London, á banka hansí NewYork. Pasadena. AP, AFP. Vísindamenn voru í gær orðnir úr- kula vonar um að takast mundi að koma á sambandi við marsfarið Mars Polar Lander sem hvarf spor- laust á leið sinni til plánetunnar rauðu fyrir helgina. Til stóð að marsfarið, sem er mannlaust, lenti í um 800 kílómetra fjarlægð frá suð- urpóli plánetunnar síðdegis á föstu- dag en óttast er að lendingin hafi mistekist. Stjórnendur leiðangursins, vís- Vondaufir vísinda- menn indamenn á vegum Geimferða- stofnunar Bandaríkjanna (NASA), bundu þó í gær enn vonir um að far- ið hefði lent heilu og höldnu á mars og væri að búa sig undir að hafa samband til jarðar. Það varð reynd- Reuters ar ekki til að styrkja vonir manna að tveir örsmáir könnunarhnettir sem voru í fylgd með Mars Polar Lander hafa heldur ekki látið frá sér heyra eins og búist hafði verið við. Vísindamenn munu halda áfram að reyna að ná sambandi við mars- farið næstu daga en haft var eftir yfirmanni leiðangursins, Richards Cooks, í gær að næðist ekki sam- band í dag yrði að telja litla von um að lendingin hefði tekist. Rannsdkn á áður óþekktum „helfararreikningum“ í svissneskum bönkum Tugþúsundir óhreyfðra reikninga fundnar Ztirich. AP. RANNSÓKN alþjóðlegrar nefndar hefur leitt í Ijós, að um 54.000 reikninga er að finna í svissneskum bönkum, sem enginn hefur vitjað um í áratugi. Eru margir reikning- anna taldir upprunalega hafa til- heyrt fórnarlömbum helfararinnar gegn gyðingum og gagnrýndi nefndin, sem kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar' í gær, bankana fyrir að hafa í gegnum tíðina stað- fastlega neitað að svara fyrirspurn- um ættingja fómarlambanna. „Meðhöndlun þessara innistæðna var of oft gróflega ónærgætin, með tilliti til hinna sérstöku aðstæðna sem hlutust af helförinni; hún var stundum misvísandi af ásetningi og útkoman óréttlát,“ segir í loka- skýrslu nefndarinnar, sem hags- munasamband svissneskra banka og alþjóðleg samtök gyðinga skip- uðu fyrir rúmum þremur árum. Tekið er fram í niðurstöðum skýrslunnar, að leitin sem bank- arnir hefðu hafið að réttmætum eigendum þessara innistæðna, sem ætti sér ekkert fordæmi, væri til vitnis um breytt viðhorf og nýjan vilja stjómenda bankanna til að leggja sitt af mörkum til að „sú til- finning skapist, að réttlætinu sé fullnægt og endapunktur settur við einn kafla þeirrar hræðilegu reynslu sem helförin var“. Segist nefndin ekki hafa fundið neinar vís- bendingar um að bankarnir hefðu af yfirlögðu ráði reynt að sölsa undir sig innistæður óhreyfðra reikninga. Verðmæti þeirra innistæðna, sem rekja mætti til fórnarlamba helfararinnar, sagði nefndarfor- maðurinn Paul A. Volcker, fyrrver- andi seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, að væri ekki hægt að segja til um með vissu að svo komnu máli. Hann tjáði fréttamönnum að niður- stöðurnar myndu „ekki setja úr skorðum það samkomulag sem gert var í fyrra“, þegar tveir stærstu bankar Sviss sættust á að greiða 1,25 milljarða bandaríkjadala, and- virði 90 milljarða króna, í sjóð til handa ættingjum fólks sem átti reikninga í bönkunum en lét lífið í helförinni. Nefndin greindi einnig frá því, að hún hefði fundið 1.622 bankareikn- inga, sem líkur bentu til að hefðu tilheyrt háttsettum þýzkum nazist- um eða samverkamönnum þeirra. Engin nöfn voru gefin upp að sinni. Rannsókn nefndarinnar tók yfir þrjú ár og kostnaður við hana var um 800 milljónir svissneskra franka, andvirði nærri 37 milljarða króna. Nefndin réð 650 alþjóðlega endurskoðendur til að kemba í gegnum skrár 59 svissneskra banka, í leitinni að reikningum sem stofnaðir voru á valdatíma nazista í Þýzkalandi á árunum 1933-1945.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.