Morgunblaðið - 07.12.1999, Page 32

Morgunblaðið - 07.12.1999, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLADIÐ ERLENT Clinton kennt um að fundur WTO fór út um þúfur Sagður hafa grafíð undan eigin viðskiptastefnu Fundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Seattle er sagður mikið áfall fyrir Clinton Bandarikjaforseta. Berlfn, Washington, London. AP, AFP, The Daily Telegjaph. EVRÓPSKIR stjórnmálamenn, frammámenn í viðskiptalífínu og fjölmiðlar létu í Ijósi óánægju með framgöngu Bandaríkjastjórnar á ráðherrafundinum í Seattle sem lauk á laugardag án þess að samkomulag næðist. Margir þeirra töldu að fund- urinn hefði farið út um þúfur vegna slæmrar skipulagningar fundarins af hálfu gestgjafanna og bandarískir fjölmiðlar sökuðu Bill Clinton Bandaríkjaforseta um að hafa klúðr- að fundinum og grafíð undan eigin viðskiptastefnu. Ráðherrafundinum í Seattle lauk á laugardag án þess að samkomulag næðist um verkaskrá næstu lotu samningaviðræðna um aukið frelsi í heimsviðskiptum. Samninganefnd- imar náðu ekki einu sinni samkomu- lagi um orðalag lokayfírlýsingar fundarins. Clinton lýsti því yfir í viðtali við bandarískt dagblað skömmu áður en fundinum lauk að hann væri hlynnt- ur því að refsiaðgerðum yrði beitt gegn ríkjum, sem virtu ekki reglur um lágmarksréttindi launþega, og nokkrir fréttaskýrendur sögðu að sú yfírlýsing hefði átt stóran þátt í því að fundurinn fór út um þúfur. Nokkrir fréttaskýrendanna sögðu að Clinton hefði lýst þessu yfir til að tryggja demókrötum stuðning bandarískra verkalýðsfélaga í for- seta- og þingkosningunum í nóvem- ber á næsta ári. Yfirlýsingin mæltist hins vegar mjög illa fyrir meðal full- trúa þróunarlanda á fundinum sem sögðu að reglur um lágmarksréttindi verkafólks væru ekkert annað en dulbúin vemdarstefna af hálfu auð- ugra ríkja sem vildu hindra innflutn- ing frá láglaunalöndunum. Fulltráar Ewópusambandsins vora einnig sagðir hafa lagst gegn til- lögum Bandaríkjamanna og fleirí þjóða um að dregið yrði úr styrkjum í landbúnaði. „Engin niðurstaða betri en slæm niðurstaða“ Leiðtogar Evrópuríkjanna létu í ljósi vonbrigði með afrakstur fundai'- ins en viðkvæði þeirra var: „ekkert samkomlag er betra en slæmt sam- komulag“. Samtök þýskra iðnrekenda skelltu skuldinni á Bandaríkjastjórn og sögðu að fundurinn væri mikið áfall fyrir Heimsviðskiptastofnunina og ríki eins og Þýskaland sem hefðu mikinn hag af auknu frjálsræði í heimsviðskiptum. „Engin niðurstaða nú er betri en slæm niðurstaða þegar til lengri tíma er litið,“ sagði Werner Múller, efna- hagsmálaráðherra Þýskalands, en bætti við að þróunarlöndin yrðu fyrir mestum skaða vegna þessa mis- heppnaða fundar. Lionel Jospin, forsætisráðheira Frakklands, tók í sama streng og sagði að „misheppnaður fundur" væri betri en „klénn samningur sem leysir ekki vandamál heimsviðskipt- anna“. Bandaríkj astj órn sögð hafa klúðrað fundinum Bresku fjölmiðlamir gagnrýndu ráðherrafundinn harðlega. The Obs- erver lýsti skipulagningu fundarins sem „klúðri“ og gagnrýndi Banda- ríkjastjóm fyrir að krefjast „tilslak- ana á öllum sviðum sem vörðuðu hana og bjóða ekkert í staðinn". The Independent sagði að fundur- inn hefði farið út um þúfur vegna ágreinings meðal aðildarríkja Heimsviðskiptastofnunarinnar og deilna innan bandarísku stjómarinn- ar. „Ef einhveijir greiddu honum náðarhögg vora það fulltráar samn- inganefnda frá Afríku, Asíu og Róm- önsku-Ameríku sem héldu virðingu sinni með því að rísa upp gegn Bandaríkjamönnum,“ sagði blaðið. The Daily Telegraph hafði eftir heimildai-mönnum sínum að Clinton hefði gefið samningamönnum sínum í Seattle fyrirmæli um að reyna ekki að afstýra því á síðustu stundu að fundurinn færi út um þúfur. Forset- inn hefði dregið þá ályktun að líkleg niðurstaða fundarins yrði Bandaríkj- astjórn ekki í hag og myndi ekki njóta stuðnings bandarískra verka- lýðsfélaga sem styðja forsetafram- boð Als Gores varaforseta. Blaðið sagði að tilraun Clintons til að nota fundinn til að styrkja stöðu demókrata fyrir kosningamar í Bandaríkjunum á næsta ári hefði valdið mikilli reiði meðal fulltráa Evrópusambandsins og þróunar- landa á fundinum. Clinton „skjátlaðist“ Bandarískir fjölmiðlar voru einnig gagnrýnir á framgöngu Clintons á fundinum og sögðu hana klaufalega. „Sannleikurinn er sá að það var í grandvallaratriðum rétt af Clinton að beita sér fyrir reglum um réttindi launþega ogumhverfisvemd en hann beitti sennilega röngum aðferðum,“ sagði í forystugrein The Washington Post. „Hann taldi sig geta sent mis- munandi skilaboð til mismunandi áheyrenda án þess að það kæmi nið- ur á viðræðunum um heimsviðskipt- in. Sú staðreynd að fundurinn í Seattle misheppnaðist sýnir að hon- um skjátlaðist." The New York Times sagði að fundurinn í Seattle væri „mikið áfall“ fyrir Clinton og kynni að kollvarpa áformum hans um að beita sér fyrir nýrri lotu samningaviðræðna um aukin heimsviðskipti á síðasta ári sínu í forsetaembættinu. „Stjóm Clintons notaði réttindi launþega í heiminum í pólitískri fléttu sem varð að lokum til þess að samningamenn Bandaríkjanna töp- uðu á báðum vígstöðvum, ollu stuðn- ingsmönnum verkalýðsfélaganna vonbrigðum og reittu þróunarlöndin til reiði,“ sagði The Seattle Times. „Askorun Clintons um refsiaðgerðir gegn ríkjum sem brytu reglur um Iágmarksréttindi launþega gerðu að engu vonir Bandaríkjamanna um að stofnuð yrði nefnd til að semja um verkalýðsmálin." Varað við viðskiptastríði The Daily Telegraph sagði að fundurinn í Seattle yki líkumar á nýju viðskiptastríði milli Bandaríkj- anna og Evrópusambandsins á næstu mánuðum vegna fjölmargra deilumála þeirra, meðal annai-s um hormóna í nautakjöti og erfðabreytt matvæli. Nokkrir fréttaskýrendur í Banda- ríkjunum vöraðu einnig við því að fyrirtæki og bændur stæðu nú frammi fyrir hættu á nýjum við- sldptahömlum og margra ára bið eft- ir þvi að nýir markaðir opnuðust. Áfall fyrir bændur og verkafólk í þróunarlöndunum The Washington Post taldi að fundurinn í Seattle væri ekki aðeins ósigur fyrir viðskiptastefnu Clintons heldur einnig mikið áfall fyrir öll að- ildarríki Heimsviðskiptastofnunar- innar, sem hafði spáð því að hagvöxt- urinn í heiminum myndi aukast um 3% ef viðskiptafrelsið yrði aukið. „Verkalýðsfélögin og græningjamir sem skipulögðu mótmælin í Seattle lýsa nú yfir sigri. En þessi sigur þýð- ir að fátækustu bændur heims geta ekki flutt út afurðir sínar; þetta þýðir færri störf fyrir verkamenn í vefnað- ariðnaðinum í fátækrahverfum Rio og Jakarta. Aukin heimsviðskipti era mikilsverður málstaður. Clinton for- seti og þeir sem vilja taka við af hon- um mega ekki snúa baki við þeim,“ sagði The Washington Post. Blaðið gagnrýndi einnig Clinton fyrir að hafa ekki lagt meiri áherslu á ávinning Bandaríkjamanna af aukn- um heimsviðskiptum á blaðamanna- fundum sínum. „Hann reyndi að auka stuðninginn við fijáls viðskipti heima íyrir með því að gera rök- semdir andstæðinga þeirra að sínum, fremur en að kljást við þá af áræðni.“ Annar ósigur Clintons í utanrfkismálum Fundurinn í Seattle fór út um þúf- ur þrátt fyrir þriggja ára undirbún- ing og ákafar samningaviðræður sem stóðu í viku. Margir fulltráa aðildar- ríkja WTO fóru af fundinum án þess að vera vissir um hvort þeir myndu sitja fleiri fundi á vegum stofnunar- innar í náinni framtíð. Aðrir voru reiðir yfirvöldum í Seattle og Banda- ríkjastjórn fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir óeirðimar við fundarstað- inn í Seattle sem urðu til þess að fresta varð viðræðum ráðherranna. Umhverfisverndarsinnar og leið- togai- bandarískra verkalýðsfélaga sögðust hafa átt stærstan þátt í því að fundurinn fór út um þúfur. Ýmsir fréttaskýrendur sögðu hins vegar að ráðhen-afundurinn hefði einkum misheppnast vegna andstöðu þróun- arlandanna við að Heimsviðskipta- stofnunin setti reglur um réttindi verkalýðs og umhverfisvernd. The New York Times sagði þó að helstu bandamenn Bandaríkja- stjórnar ættu einnig sök á klúðrinu í Seattle. „Þrátefli meðal stærstu við- skiptabandamanna Bandaríkjanna neyddi stjórn Clintons til að falla nánast algjörlega frá helsta mark- miði sínu í utanríkismálum á siðasta ári hans sem forseta.“ Blaðið benti á að þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Clinton bíð- ur mikinn ósigur í utanríkismálum, en fyrr á árinu hafnaði öldungadeild Bandaríkjaþings alþjóðlegum samn- ingi um allsherjarbann við kjarn- orkutilraunum sem var eitt af for- gangsmálunum í utanríkisstefnu for- setans. IRA á fundi með afvopnun- arnefndinni Belfast. Ap, AFP. FULLTRÚI IRA, írska lýðveldis- hersins, hefur átt sinn fyrsta fund með nefndinni, sem á að sjá um af- vopnun skæruliða, jafnt kaþólskra sem mótmælendatráar. I tilkynn- ingu frá IRA sagði ekki hvenær fundurinn fór fram né hve fulltrúinn hefði verið. IRA tilkynnti sl. fimmtudag þeg- ar samsteypustjóm kaþólskra manna og mótmælenda kom saman til síns fyrsta fundar, að fulltrái samtakanna yrði sendur á fund af- vopnunamefndarinnar eins og sam- ið hefði verið um. Almennt hefur verið búist við, að fulltrái IRAyrði Brian Keenan, sem er sagður æðstur IRA-foringjanna, eða Joe Cahill, yfirmaður hemáðs IRA, en Lundúnablaðið The Sunday Mirror hélt því fram, að á fundinn hefði mætt Padraig Wilson, IRA- liði, sem enn er að afplána 24 ára langan fangelsisdóm. Var hann tek- inn með bílsprengju í Belfast. Sagði blaðið, að fundurinn hefði verið í bænum Dundalk, rétt við írsku landamærin. BBC, breska ríkisút- varpið, hafði hins vegar eftir heim- ildum í Maze-fangelsinu í Belfast, að Wilson væri þar enn og hefði ekkert farið. John de Chastelain, formaður af- vopnunarnefndarinnar, hefur ekk- ert sagt um fundinn með fulltráa IRA en búist er við, að hann hafi snúist um það hve mikið sé af vopn- um í fórum samtakanna, hvernig þeim skuli fargað og hvernig eftir- litinu skuli háttað. AÐ minnsta kosti 105 manns hafa farist í miklum flóðum í Víetnam og 22 er saknað. Hefur meira en millj- ón manna misst eða orðið að flýja heimil sín vegna vatnavaxtanna. Úrhellisrigning var í Víetnam í gær, sjötta daginn í röð, og mest í strandhéruðunum um mitt landið. Mikil flóð í Víetnam Má heita, að nokkur héruð séu und- ir vatni enda er úrkoman næstum Reuters. tveir metrar frá mánaðamótum. Mikil flóð voru einnig í þessum sömu héruðum f siðasta mánuði og þá fórust um 600 manns og var tjónið metið á 17,5 milljarða fsl. kr. Myndin er frá flóðunum í Quang Dien-héraði skammt frá borginni Hue.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.