Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 33 ERLENT Rússar kjósa nýtt |)ing eftir rúmar tvær vikur Nú er komið að framtíðinni eftir Serqej Kíríjenko ©The Project Syndicate. RÚSSNESK stjómmál eru engin pólitísk steppa. Rússneskir kjósend- ur geta ekki tekið stefnuna til vinstri í einum kosningum og til hægri í þeim næstu, óhræddir við að falla fram af brúninni. í þingkosningun- um 19. þessa mánaðar og forseta- kosningunum næsta sumar er spurningin hvort landið eigi að halda áíram á umbótabrautinni eða snúa við yfir gjána miklu. í síðustu kosningum til dúmunnar kusu margir eins og þeir sæju for- tíðina í rósrauðum bjarma og sökn- uðu gamla góða sovéttímans þegar menn fengu laun sín greidd, framtíð- in breyttist ekki og fólk þurfti ekki að vinna of mikið. Skoðanakönnun frá því í september sýnir að þessi söknuður er enn til staðar: 48% að- spurðra sögðust vilja að Leoníd Brezhnev yrði aftur forseti. Merku tímabili að ljúka Þessar raddir skipta máli, en mik- ilvægi þeirra minnkar með hverjum deginum sem líður. Það er vegna þess að merku tímabili í sögu Rúss- lands er að ljúka. Það stóð aðeins í níu ár en áhrifum þess má jafna við valdatíð Péturs mikla og byltingu bolsévíka. Þetta hefur verið ótrúlegt breytingaskeið, menn hafa ýmist efnast gríðarlega eða misst aleiguna, en á þessum tíma hafa milljónir manna einnig lært að sjá fyrir sér af eigin rammleik, án þess að andlits- laus stóri bróðir vaki yfir þeim. Nú er í tísku að hæðast að umbót- unum og segja þær misheppnaðar. En háðsglósumar byggjast á mis- skilningi. Taka hefði mátt á ýmsum málum með öðrum hætti en þrátt fyrir söknuðinn efth’ öryggi hins al- máttuga ríkis höfum við gengið svo langt í umbótaátt að kommúnisman- um hefur verið stungið í glatkistu rússnesku sögunnar. Sú staðreynd að afturhvarf til kommúnisma er ekki lengur mögulegt er ef tO vill mesta afrek Borís Jeltsíns sem for- seta. Tökum sem dæmi fjármálakrepp- una í ágúst, þegar ég kom sjálfur við sögu. Stjórn mín féll vegna hennar en næstu ríkisstjómir undir forsæti Prímakovs og Stepashíns komu þeirri stefnu sem hún markaði í íramkvæmd. Þrátt fyrir talið um að allt sem við gerðum hefði verið rangt og að þörf væri á nýrri stjómar- stefnu vora engir aðrir kostir fyrir hendi. Tæpt ár leið þar til aðgerðim- ar, sem við lögðum til, tóku að bera árangur og dýrmætur tími glataðist en þetta ár fór ekki alveg til spillis. Þetta var mjög lærdómsríkur tími fyrir alla. Nauðsyn þess að við lifð- um ekki um efni fram var svo augljós að næstu tvö árin samþykkti dúman spamaðaraðgerðir sem stjóm mín hefði ekki getað látið sig dreyma um. Mikilvægasta verkefnið nú er ekki að grafa leifar kommúnismans held- ur miklu frekar að vinna bug á spilltri og stirðbusalegri skrifræðis- og fámennisstjóm sem lýsir sér í því að kerfiskarlarnir era bæði athafna- menn og stjómmálamenn og h'ta Þegar fólk er spurt „hver er flokkur fram tiðarinnar, flokkur barnanna okkar?“ nefnir það aldrei kommúnista eða þjóðernissinna en setur Samband hægriaf lanna og Ja- bloko efst á listann. ekki á hlýðni við lögin sem skyldu heldur nokkuð sem hægt sé að semja um. Flestir Rússar vita að slíkt ríki er hættulegt og getur ekki náð ára- ngri. Þeir hafa einhvern veginn látið sér það lynda vegna þess að það er svo kunnuglegt, svo rússneskt. Spilling og vanhæfni í stjómkerf- inu er samt ekki aðeins arfleifð kommúnismans. Fyrir byltinguna í Rússlandi komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að aðeins þrír af 33 ríkis- stjóram hefðu ekki þegið mútur. Embættismenn kommúnistaflokks- ins héldu aðeins í þessa hefð græðgi og áráttu til að skara eld að sinni köku. Astandið í Rússlandi nú minnir einnig á annað sem tíðkaðist fyrir byltingu Leníns. Lesi menn endur- minningar Sergejs Witte, forsætis- ráðherra á keisaratímabilinu, skilja þeir að frjálslyndur og framfara- sinnaður embættismaður var þá eina máttarstoð umbóta, rétt eins og nokkrir embættismannanna í fá- mennum hópi ráðgjafa Jeltsíns nú. Með heppni verður hægt að stíga nokkur skref fram á við. Hafi Rússar ekki heppnina með sér má hins veg- ar búast við bakslagi af völdum aft- urhaldsseggja. Vandamálin sem Witte ghmdi við era þau sömu og við höfum staðið frammi fyrir á þessum áratug: spilhng, uppgerðarföður- landsvinir sem leggjast gegn öllu sem útlenskt er (m.a. fjármagni) og stjórn- og dómskerfi sem lætur hagsmunahópa ráðskast með sig í stað þess að verja ríkið fyiir þeim. Ekkert ríkisvald var til Það sem Rússar þurfa á að halda er bæði efnahagskerfi og ríki sem fer eftir réttarreglum. Fjögur fyrstu árin eftir að Jeltsín var kjörinn for- seti var ekki til neitt virkt ríkisvald; í allsherjarslagsmálunum sem vom tekin íyrir markaðsumbætur réð mátturinn úi’slitum um allt. Tilraun- h’ ríkisstjómarinnai’ árið 1997 til að skerða vald fámenns hóps embættis- manna urðu til þess að hún var leyst upp. Ríkið hefur þó öðlast nokkum styrk nýlega og miklu máh skiptir hvernig það notar hann. Ef ríkið ein- beitir sér að því að setja skýrar reglur og láta þær ná jafnt yfir alla verður það til góðs fyrir samfélagið. Ef i-íkið fer hins vegar eftir gömlu rússnesku hefðinni og reynir að stjóma öllu verða afleiðingarnai’ jafnalvarlegar og þær sem skortur- inn á ríkisvaldi hafði á íyrstu fjóra ámnum í valdatíð Jeltsíns. Með hhðsjón af þessu er erfitt að ofmeta mikilvægi komandi kosninga í Rússlandi vegna þess að þær eiga eftir að ráða úrslitum um framtíð rússneska ííkisins. Takmarkað rík- isvald verður aðeins til ef sá hluti landsmanna, sem lætur sér annt um frelsi, eignarrétt og öryggi, lætur að sér kveða í stjómmálunum. Rúm- lega 60 af hundraði Rússa telja að þeir geti framfleytt sér sjálfir og vilja ekki vera undir vemdarvæng ríkisins. Þessi mikilvægi hluti hins nýja Rússlands lætur að sér kveða í efnahagslífinu en kærir sig kollóttan um stjómmál. Kjósendur undir þrítugsaldri em um 29% af öllum íbúum landsins en aðeins um 3-5% þeirra neyta at- kvæðisréttar síns. Því meiri sem menntun þeirra er þeim mun minni virðist kjörsóknin vera; meðal þeirra sem aldrei kjósa er hlutfall þeirra sem hafa mikla menntun tvöfalt hæma en þeirra sem hafa litla menntun. Greindasta fólk Rússlands hefur verið gert afhuga stjómmálum svo lengi að það vill aðeins þvo hend- ur sínar af þeim. Þetta er nokkurs konar póhtískt þunglyndi. Hægt er að lækna þunglyndi, en aðeins með því að gefa sjúklingnum jákvæða framtíðarsýn. Hægri- og miðflokkarnir, Samband hægriafl- anna og Jabloko, hafa slíka sýn og fólk veit það. Þegar fólk er spurt „hver er flokkur framtíðarinnar, flokkur barnanna okkar?“ nefnir það aldrei kommúnista eða þjóðemis- sinna en setur Samband hægriafl- anna og Jabloko efst á hstann. Þeir sem aðhyllast umbætur verða nú að gera gangskör að því að sannfæra Rússa um að nú sé komið að framtíð- inni. Sergej Kiríjenko. fyrrverandi for- sætisráðherra Rússlands, er fram- bjóðandi í borgarstjórakosningun- um í Moskvu. Lagerútsala á þúsaldamótum _ Dauphin 2349 verð.___tilboð m/örmum00 fetKHlil kr. Dauphin 2344 verð^,_tilboð m/stilliörmumJ&SffíT Miltutli) kr. Dauphin 2239 Drabert Entrada veró JjjMrecrkr. Ero 522 verð tilboð án arma_^LSOT fflEEE kr. m/örmum_3&t5CtT" KMWiIH kr. m/stihiörmumkl.irailil kr. Kheops 40 VerðJirSOtfkr. tilboð verð. tilboð m/örmumJx3*900 MiKaiIil kr. Dauphin 2234 ver^. tilboð m/stilliörmum.4?r9TJO HiiiMil kr. tilboð tilboð tilboð í Hallarmúla -á meðan birgðir endast Skrifstofustólar: Þú sparar 15.700 kr, Þú sparar allt að 7.000 kr. Þú sparar 1.600 kr. Þú sparar 3.600kr. Þú sparar 18.000 kr, Þú sparar 11.800 kr. Skrifborð, gesta- og fundarstólar 40-70% afsláttur Skrititctjubúnaður Hallarmúla 2 Sími 540 2030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.