Morgunblaðið - 07.12.1999, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Landsbókasafni afhent langspil úr eigu Hallgríms Helgasonar. F.v. Ein-
ar Sigurðsson, Gunnar Helgason og dr. Bjarki Sveinbjörnsson.
Verk eftir Hallgrím
Helgason gefín
Landsbókasafni
Islensku bókmenntaverðlaunin
Morgunblaðið/Kristinn
Sameiginleg tilnefningarhátíð Islensku bókmenntaverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkur var
haldin í fyrsta sinn í gær en hingað til hefur ekki verið tilnefnt til síðarnefndu verðlaunanna. Á myndinni má sjá
þá höfunda sem hlutu tilnefningar að þessu sinni.
HANDRIT Hallgríms Helgasonar
tónskálds voru afhent til varðveislu
í Landsbókasafni Islands 3. nóvem-
ber. Fór athöfnin fram í samkomu-
sal safnsins, að viðstöddum ættingj-
um og vinum tónskáldsins, en hann
hefði orðið 85 ár þennan dag.
Það efni, sem hér er, varðar ævi
hans og strörf. Auk handritanna
var safninu gefið langspil tón-
skáldsins, sem er hinn fegursti
gripur. Er það fyrsta hljóðfærið
sem safnið eignast og vistað er í
Þjóðarbókhlöðunni.
Tónleikar
Tónlistarskóla
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
FYRSTU jólatónleikar Tónlistai'-
skóla Hafnarfjarðar í Hásölum verða
annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl.
20.30, en þá ríður Kammerkór Hafn-
arfjarðar á vaðið undir stjórn Helga
Bragasonar. Fimmtudaginn 9. des-
ember kl. 20 verða jólatónleikar
Bókin
MIKILVÆGUSTU
TUNGUMÁL JARÐAR
svarar:
Hversu mikilvæg
er enska?
www.tunga.is
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Oxygen face
grunndeildar. Mánudaginn og
þriðjudaginn 13. og 14. desember kl.
18 heldur forskólinn sína tónleika.
Miðvikudaginn 15. desember verða
tvennir tónleikar í Hásölum. Kl.
18.00 leika strengjasveitir skólans,
en kl. 20.00 verða jólatónleikar mið-
deildar. Tónleikar framhaldsdeildar
verða fímmtudaginn 16. desember
kl. 20.00.
Tónlistarskóli
Kópavogs
Sjö tónleikar verða að þessu sinni í
Tónlistarskóla Kópavogs og verða
þeir allir haldnir í Salnum, Tónlistar-
húsi Kópavogs, nema kirkjutónleik-
arnir, sem fara fram í Kópavogs-
kirkju.
Á miðvikudag verða tvennir tón-
leikar. Kl. 18 og kl. 20.30 verða
blandaðir tónleikar eldri nemenda.
Laugardaginn 11. desember verða
tónleikar í Kópavogskirkju. Mánu-
daginn 13. desember kl. 20.30 heldur
söngdeildin sína tónleika og mið-
vikudaginn 15. desember verða
blandaðir tónleikar yngri nemenda
kl. 18 og kl. 20.
Barnabók tilnefnd
í fyrsta sinn
BARNABÓK var í fyrsta sinn til-
nefnd til íslensku bókmenntaverð-
launanna við athöfn í Iðnó í gær.
Það var bók Andra Snæs Magna-
sonar, Sagan af bláa hnettinum, í
útgáfu Máls og menningar sem
markaði þessi tímamót en þessi
verðlaun, sem bókaútgefendur
standa fyrir, hafa í gegnum árin
meðal annars verið gagnrýnd fyrir
að láta barnabækur ekki njóta
sannmælis. Svo skemmtilega vildi
til að bók Andra Snæs var einnig
tilnefnd til Bamabókaverðlauna
Reykjavíkur í Iðnó í gær en þetta
var í fyrsta sinn sem tilnefnt er til
þeirra.
Einnig vakti það athygli að á
meðal þeirra fímm bóka sem til-
nefndar voru til íslensku bók-
menntaverðlaunanna í flokki fagur-
bókmennta voru þrjár ljóðabækur
og aðeins ein skáldsaga fyrir full-
orðna lesendur en þessar bækur
eru: Harði kjarninn. Njósnir um
eigið líf, ljóðabók eftir Sindra
Freysson í útgáfu Forlagsins, Hug-
ástir, ljóðabók eftir Steinunni Sig-
urðardóttur í útgáfu Máls og menn-
ingar, Meðan þú vaktir, ljóðabók
eftir Þorstein frá Hamri í útgáfu Ið-
unnar og skáldsagan Hvíldardagar
eftir Braga Ólafsson í útgáfu Bjarts.
í tilnefningu í flokki fræðirita og
bóka almenns efnis vakti athygli að
Mál og menning gefur út fjórar af
þeim fimm bókum sem tilnefndar
eru að þessu sinni en þær eru: ís-
lensk matarhefð eftir Hallgerði
Gísladóttur, Jónas Hallgrímsson,
ævisaga, eftir Pál Valsson, Orð í
tíma töluð eftir Tryggva Gíslason,
Sjórán og siglingar eftir Helga Þor-
láksson,allar í útgáfu Máls og
menningar, og Siguijón Olafsson,
ævi og list I-II eftir Áðalstein Ing-
ólfsson og fleiri í útgáfu Listasafns
Sigurjóns Ólafssonar.
Dómnefnd í flokki fagurbók-
mennta skipuðu Jón Reykdal, for-
maður, Magnea J. Matthíasdóttir
og Matthías Viðar Sæmundsson.
Dómnefnd í flokki fræðirita skipuðu
Kristín Ástgeirsdóttir, formaður,
Aðalgeir Kristjánsson og Einar H.
Guðmundsson. Fonnenn voru til-
nefndir af Félagi íslenskra bókaút-
gefenda en hin voru tilnefnd af Rit-
höfundasambandi íslands,
heimspekideild Háskóla Islands,
Rannsóknarráði Islands og Hag-
þenki, félagi höfunda fræðirita og
kennslugagna.
Barnabókaverðlaun
Reykjavíkur
Lokadómnefnd mun síðan velja
eina bók úr hvorum flokki til verð-
launanna sem forseti Islands af-
hendir eftir áramót. Formaður loka-
dómnefndar verður Haraldur
Ólafsson, tilnefndur af forseta ís-
lands, og með honum starfa for-
menn hinna nefndanna tveggja.
Tilla: Grýlusaga eftir Gunnar
Karlsson í útgáfu Skrípó, Kleinur
og Karrí eftir Kristínu Steinsdóttur
í útgáfu Vöku- Helgafells, Landn-
ámsmennirnir okkar eftir Stefán
Aðalsteinsson í útgáfu Máls og
menningar, Miljón steinar og Hroll-
ur í dalnum eftir Kristínu Helgu
Gunnai'sdóttur í útgáfu Máls og
menningar og eins og áður sagði
Sagan af bláa hnettinum eftir And-
ra Snæ Magnason í útgáfu Máls og
menningar.
Til verðlauna fyrir þýðingu voru
tilnefndar eftirtaldar bækur: Harry
Potter og viskusteinninn í þýðingu
Helgu Haraldsdóttur í útgáfu
Bjarts, Hvalir og Stórir kettir,
fræðibókaflokkur í þýðingu Örnólfs
Thorlacius í útgáfu Skjaldborgar,
Ógnaiiangur krókódíll í þýðingu
Hjörleifs Hjartarsonar í útgáfu
Máls og menningar, Ógnaröfl,
spennubókaflokkur, í þýðingu
Guðna Kolbeinssonar í útgáfu Æsk-
unnar og Sannleikann eða áhættuna
í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur í
útgáfu Æskunnai’.
Dómnefnd Barnabókaverðlauna
Reykjavíkur skipa Sigrún Elsa
Smáradóttir, formaður, Guðrún
Pétursdóttir og Kristrún Ólafsdótt-
ir. Verðlaunin verða að venju veitt
um sumarmál á næsta ári.
Þakrennur
og rör
úr Plastisol-
vörðu stáli.
Heildarlausn á
þakrennuvörnum
í mörgum litum.
SiBA
BLIKKAS hf
Símar 557 2000 og 557 7100
Skemmuvegi 36 Bleik gata
Kópavogi
Músík fyrir nú-
tíma baðstofur
TOJVLIST
íslenska óperan
EINLEIKSTÓNLEIKAR
Arnaldur Amarson flutti gítartón-
list eftir Jón Ásgeirsson, Jóhann
Sebastian Bach og Fernando Sor.
Laugardagkl. 16.00.
ÍSLENSKU þjóðlögin virðast
tónskáldunum okkar endalaus upp-
spretta nýrra tónsmíða, sem betur
fer. Það yrði einhverjum tónvísind-
anemanum verðugt verkefni að
rannsaka þessa hefð - og kanna í
hvaða farvegum þjóðlögin okkar
liggja í tónsmíðum samtímans. Það
liggur í augum uppi að langsamlega
stærsti hluti íslenskra þjóðlaga lifir
í söng; - í ótal kórútsetningum fjöl-
margra tónskálda. Þar er Jón Ás-
geirsson fremstur meðal jafningja
sem höfundur margra ástsælustu
þjóðlagaútsetninga okkar. Nægir
þar að nefna lagið Sofðu unga ástin
mín sem allir kórar kunna. Nú hefur
Jón útsett tíu þjóðlög fyrir einleik-
sgítar. Arnaldur Arnarson frum-
flutti verkið fyrr á árinu á Seyðis-
firði, og lék aftur á tónleikum sínum
í Óperunni á laugardaginn. Hvað
kórútsetningar íslensku þjóðlag-
anna varðar, - þá má halda því fram
að þjóðlögin hafi dafnað svo vel í
flutningi söngradda vegna þess hve
einfaldleiki þeirra og látleysi nýtur
sín vel í söng. Þar hefur textinn auð-
vitað sitt að segja líka. Gítarinn er
hljóðfæri sem þarf ekki að hafa hátt
til að vekja á sér athygli. Innrænt
og persónulegt „eðli“ hans hentar
íslensku þjóðlögunum á sama hátt
að mörgu leyti mjög vel og hljóðlátt
fas hans er býsna baðstofulegt þeg-
ar allt kemur til alls. Hins vegar
hlýtur það að vera erfitt að gera
mikið úr svo litlum efnivið sem þjóð-
lögin eru, - ekki síst þegar hljóðfær-
ið er jafn hógvært og gítarinn. Jón
Ásgeirsson hefur valið þá leið að
leyfa einfaldleika laganna að njóta
sín án nokkurs íburðar eða tilgerðar
í útsetningunum. Hann nýtir þó
möguleika gítarsins ágætlega til að
draga fram fjölbreytileika og marka
svipmót hvers lags fyrir sig. Þannig
verður lag eins og hið litla, fimm
tóna og skrefstíga lag Stúlkurnar
ganga sunnan með sjó heilmikil og
„gítarísk" etýða. Fegurð margra
þessara laga nýtur sín sérstaklega
vel í stílhreinum gítarútsetningum
Jóns, - sérstaklega þau sem hafa yf-
ir sér blæ depurðar eða myrkurs
eins og Eitt sinn fór ég yfir Rín, á
laufblaði einnar lilju; Þig ég unga
þekkti best, Sofðu unga ástin mín,
Harmabótarkvæðið og jólalagið fal-
lega Hátíð fer að höndum ein. Arn-
aldur lék þessi litlu lög af miklum
þokka og innileik, þótt hann væri
hikandi í byrjun. Þriðja lagið, Þig ég
unga þekkti best var virkilega fal-
lega mótað og vel spilað, og þau lög
þar sem mest reyndi á brilljans í
spilamennsku voru sérstaklega fín.
Gítarnum lætur einkar vel að
flytja tónlist Jóhanns Sebastians
Bachs þótt samin sé fyrir önnur
hljóðfæri. E-dúr partítan er oft leik-
in af gítarleikurum, þriðji þáttur
hennar, Gavotta, nýtur svo mikils
ástfósturs gítarleikara, - að eigin-
lega finnst manni þetta nú orðið
miklu meiri gítarmúsík en fiðlum-
úsík, - þótt upprunaleg gerð verks-
ins sé fyrir fiðluna. Túlkun Arnaldai'
á verki Bachs var heilsteypt og svip-
hrein og leikur hans mjög góður.
Bagatellur eftir Fernando Sor
eru þokkafullar tónsmíðar sem láta
ekki mikið yfir sér, en er bljúg
augnabliksmúsík sem gleður hjart-
að þegar vel er spilað. Arnaldur
Arnarson lék þessi snotru verk af
mikilli tilfinningu og alúð. Þriðja
bagatellan, Cantabile var sérstak-
lega fallega leikin, og Arnaldi tókst
að láta þetta hljómræna hljóðfæri
syngja blítt eins og tónskáldið ætl-
aðist til. Masúrkinn var fisléttur og
glaðlegur og lokaþátturinn, Vals,
var glæsilegur í flutningi Ai-naldar.
Bergþóra Jónsdóttir