Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Textar til að
íhuga trúna
Nýjar bækur
• Á FJALLI lífs og dauða er eftir
Jon Krakauer í þýðingu ísaks Harð-
arsonar.
I fréttatilkynningu segir m.a.:
„Þegar Jon Krakauer stóð á tindi
Mount Everest, síðdegis þann 10.
maí 1996, hafði hann ekki sofíð dúr í
57 tíma og sundlaði af sljóleika af
völdum súrefnisskorts. Er hann
sneri við og hóf langa og hættulega
niðurgönguna af8.848 metra háum
tindinum, voru tuttugu aðrir klifrar-
ar enn að seiglast í átt að toppnum.
Enginn veitti athygli skýjunum sem
voru farin að hrannast upp á himnin-
um. Sex tímum síðar og 900 metrum
neðar, í 12 vindstiga fárviðri og blind-
hríð, leið Krakauer út af í tjaldi sínu.
með óráði af völdum örmögnunar
og súrefnisskorts
Jon Krakauer er blaðamaður við
tímaritið Outside. Hann er höfundur
þriggja bóka, þeirra á meðal Into the
Wild.
Utgefandi er Forlagið. Bókin er
310 bls., prentuð í Odda. Verð: 3.980
kr.
----♦ ♦ ♦-------
Bdkakvöld hjá
Hugvísindastofnun
FJÓRAR nýjar bækur verða kynnt-
ar á bókakvöldi Hugvísindastofnun-
ar sem haldið verður á Nýja-Garði, á
efstu hæð, annað kvöld,
miðvikudagskvöld, kl. 20.
Andri Snær Magnason segir frá
bók sinni Maður undir himni en hún
fjallar um skáldskap Isaks Harðar-
sonar. Ástráður Eysteinsson fjallar
um greinasafn sitt Umbrot, en þar
hefur hann safnað saman ritgerðum
sínum frá síðustu árum um bók-
menntir, íslenskar og erlendar,
Halla Kjartansdóttir ræðir um bók
sina Trú í sögum um kristin og heið-
in áhrif í nokkrum sögum Gunnars
Gunnarssonar og Soffía Auður Birg-
isdóttir og Bergljót Kristjánsdóttir
segja frá greinasafni Dagnýjar
Kristjánsdóttur, Undirstraumum.
BÆKUR
í h ii g ii n
SPEKI ÁGÚSTÍNUSAR
Söfnun efnis og ritun formála:
Sigurbjörn Einarsson.
Útgefandi: Skálholtsútgáfan.
Stærð: 42 blaðsíður.
SIGURBJÖRN Einarsson þekkir
rit Ágústínusar betur en flestir ís-
lendingar enda þýddi hann fyrir
mörgum árum eina rit hans sem
komið hefur út á íslensku, Játning-
ar. Það er fengur að öllum ritum
sem eru eftir Ágústínus á íslenska
tungu því að andagift hans var
mögnuð og hefur lifað með
kirkjunni allt fram á þennan dag.
Speki Ágústínusar er hugsuð sem
hjálp fyrir kristið fólk við íhugun í
trúarlífí sínu. Speki eyðimerkur-
feðranna er í sama ritflokki og þessi
bók og kom út um sama leyti. Fyrir
tveimur árum komu einnig út bæk-
urnar Speki Davíðssálma og Speki
Jesú Krists. Þær eru allar í sama
broti og útlit er í sama stíl. Sigur-
björn Einarsson biskup valdi efni
þessarar bókar og ritaði formála
um Ágústínus sem eykur mjög
skilning á íhugunartextunum.
Ágústínus kirkjufaðir bjó í Alsír,
en þar var kirkjan mjög sterk í
fomöld. I formála segir að á 2. og 3.
öld hafí guðfræðingar kirkjunnar í
Norður-Afríku staðið öðrum framar
er rituðu um kristindóm á latínu.
Ágústínus var öðrum hugsuðum
fremri og hafði meiri áhrif á vest-
ræna kristni en nokkur annar kenn-
ifaðir fornaldarinnar. Þótt kirkjan í
þessum heimshluta hafi liðið undir
lok er múslímar flæddu þar yfir
með hervaldi lifir arfur hennar í rit-
um kirkjufeðr-
anna, sérstak-
lega ritum
Ágústínusar.
Mikilla áhrifa
gætir frá honum í
vestrænni kristni
og menningu þar
með talinni hinni
íslensku. Mar-
Ei’na'rÍsón' teinn LÚther var
munkur af reglu
Ágústínusar og varð fyrir mjög
miklum áhrifum af honum.
Dæmi um andagift Ágústínusar
er íhugun þriðja dags í bókinni sem
ber yfirskriftina: Hvar er sönn
hamingja? „Sá, sem leitar sannrar
hamingju, verður að leita þess, sem
varir, þess, sem engin ógæfa, hve
mikil sem hún væri, getur tekið.
Guð einn er eilífur. Guð einn varir
endalaust. Sönn hamingja verður
því aldrei fundin nema í samfélagi
við hann.“ (bls. 12.)
Eins og aðrar bækur í þessum
bókaflokki hefur hún að geyma 30
stutta kafla sem eru hugsaðir sem
hjálp við íhugun hvern dag mánað-
arins. Þeir stystu eru aðeins nokkr-
ar línur en þeir lengstu ein blaðsíða.
Ihugunartextarnir eru flokkaðir í
sjö kafla eftir efni þeirra, t.d. Lífið í
Guði, Að trúa og skilja, Leitin og
launin og Heimur og himinn.
Margar myndir með trúarlegum
táknum og myndum prýða bókina.
Engin blaðsíða er algjörlega hvít
með texta, heldur eru svokallaðir
rastar í bakgrunni textans í megin-
máli bókarinnar auk mynda á mörg-
um síðum. Bókin er falleg og frá-
gangur er allur vandaður. Þýðingin
er góð. Bókin hentar flestum sem
vilja íhuga sína kristnu trú reglu-
lega.
Kjartan Jónsson
„Mig langaði að búa til sögulegan
og að einhveiju leyti alþjóðlegan-
spennutrylli," segir Arnaldur Indr-
iðason, rithöfundur, kvikmynda-
gagnrýnandiog blaðamaður, um
nýjustu bók sína, Napóleonsskjölin.
Eins og tvær fyrri bækur Arnaldar
er hér um spennusögu að ræða sem
gerist í íslensku umhverfi og byggir
á spennandi eftiisþræði og flókinni
fléttu.Tvær fyrri bækur Arnaldar,
Synir duftsins og Dauðarósir, sögðu
af sömu höfuðpersónum, lög-
reglumönnunum Erlendi Sveinssyni
og Sigurði Óla, og verkefnum
þeirra, en nú beygir höfundur af
þeirri leið. „Sagan gerist á þremur
timaskeiðum í tveimur heimsálfum.
Hún gerist í lok seinna stríðs, á okk-
ar dögum og einnig í framtiðinni.
Hún gerist í Reykjavík, á Miðnes-
heiði og uppi á Vatnajökli og segir
frá flugvélarbraki á jöklinum sem
hefur að geyma einhvers konar
leyndardóm sem ameríski herinn
vill ekki að komi í ljós hver er. Ung
kona kemst á snoðir um þetta og
þegar hún fer að leita eftir upp-
lýsingum þá Iendir hún í lífshættu,“
segir Amaldur.
Aðalsöguhetjan í Napóleonsskjöl-
unum er ung kona, lögfræðingurinn
Kristín. Amaldur segir að nýtt hafi
verið fyrir sér að skrifa um hugar-
heim kvenna, það hafi verið mjög
skemmtilegt verkefni. „Og kreQ-
andi að skapa sennilega persónu inn
í þetta spennuumhverfí. Einnig að
fá lesandann til að finna til samúðar
með hcnni. Það skiptir nefnilega
ekki höfuðmáli um hvað hasarinn
snýst ef persónumar sjálfar fá ekki
Icsandann til að hugsa,“ segir hann.
Amaldur segist langt kominn
með þriðju söguna af þeim Erlendi
og Sigurði Óla og stefnan sé að rita
fleiri um þá. „En ég hef gengið með
þessa sögu nokkuð lengi í magan-
um,“ viðurkennir hann. „Fléttan
var lengi í mótun eins og gengur;
flugvélin á jöklinum og innihald
hennar vafðist lengi fyrir mér. Hvað
vélin geymir skiptir öllu fyrir þessa
sögu - það er stóri leyndardómur-
Reynt á þanþol
íslenskra
spennusagna
inn og á að knýja
lesandann áfram til
lestrarins. Leyndar-
dómurinn varð því
vitaskuld að vera
nógu krassandi svo
ekki ylli vonbrigðum.
Þetta var ansi flókin
vinna, en um leið
mjög skemmtileg,"
bætir hann við.
Spennusagan hefur
ekki verið fyrirferð-
armikil í íslensku
bókaflómnni, en þó
má merkja aukinn
hlut hennar ár frá
ári. Amaldur telst
meðal brautryðjenda
í íslenskri spennusagnaritun en
hann segist sjálfur enn vera að
þreifa fyrir sér. „Nú reyni ég að
fara nokkurn veginn eftir því formi
sem orðið er viðurkennt ef svo má
segja. Þetta er að mörgu leyti til-
raun til að reyna á þanþol fslenskra
spennusagna; spennusögur á íslandi
eru auðvitað mjög ný grein - ónum-
ið land. Mér finnst því eðlilegt að
þreifa fyrir mér,“ segir hann og
bætir því við að ánægjulegt sé að sjá
fleiri íslenska rithöfunda reyna fyr-
ir sér áþessu sviði. „Þetta form er
kannski að fá aukna viðurkenningu,
það er vonandi. Mér hefur hins veg-
ar þótt gæta þess viðhorfs meðal
þeirra sem fást við að gæta þjóðar-
arfsins að þetta sé nýjung af því tagi
í fslenskum bókmenntum sem sé
jafnvel ekki æskileg. Ég held að það
sé bölvað mgl. Mín skoðun er sú að
bækur eigi að vera spennandi af-
lestrar og þá skiptir
ekki máli hvort það em
spennubækur eða aðrar
bækur, ef þær bara
halda athygli lesandans
og einhveijir fást til að
kaupa þær. Það er aðal-
málið. Spennubækur
þurfa síst af öllu að vera
eitthvað verri skáld-
skapur en hinar svoköll-
uðu fagurbókmenntir.
En ég býst við að það sé
ennþá nokkurt and-
streymi að fást við í
þessum efnum. Það er
svo sem ágætt að fást
við, ekki sfst þegar liðs-
mönnum fjölgar ár frá
ári,“ segir Arnaldur.
Hann telur tvímælalaust að kom-
ið sé í Ijós að markaður sé fyrir
þessa tcgund skáldskapar í islensku
bókmenntaflórunni. „Það er alveg á
hreinu. Jafnvel þótt maður sé í raun
að skrifa algjörlega gegn íslensku
skáldsögunni og þeim hefðum sem
hún stendur fyrir.“
Þótt umhverfið í Napóleonsskjöl-
unum sé að mörgu Ieyti alþjóðlegt
segir höfundurinn að þetta sé fyrst
og fremst íslensk saga um íslenskar
persónur. „Hinu er ekki að leyna að
ýmsar skírskotanir era alþjóðlegar.
Það kryddar Iíka heildarmyndina,“
bendir hann á.
Óhjákvæmilegt er að spyija rit-
höfund, sem einnig hcfur um árabil
verið mikilvirkur kvikmyndagagn-
rýnandi hvort ekki sé tilvalið að
færanýju söguna yfir á hvíta tjald-
ið. „Ég hef ekkert velt því fyrir
Arnaldur Indriða-
son, rithöfundur.
Fabest kvintettinn skipa Kristín Mjöll Jakobsdóttir, Lin Wei, Margrét
Krisljánsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, og Ásdfs Arnardóttir.
Fabest-kvintettinn á
Háskólatónleikum
FABEST KVINTETTINN flytur
tvö verk á Háskólatónleikum í Nor-
ræna húsinu á morgun, miðviku-
dag, 12:30. Verkin eru Kvartett í g-
moll opus 73 no. 3 fyrir fagott og
strengi eftir franska tónskáldið
Frangois Devienne og Svíta fyrir
fagott og strengjakvartett eftir
enska tónskáldið Gordon Jacob.
Fabest kvintettinn var stofnaður
nú í' haust. Hann skipa Kristi'n Mjöll
Jakobsdóttir, fagottleikari, Lin Wei
og Margrét Kristjánsdóttir, fiðlu-
leikarar, Þórann Ósk Marinósdótt-
ir, víóluleikari og Ásdís Arnardótt-
ir, sellóleikari. Lin Wei er fædd í
Beijing en hefur verið búsett hér á
landi si'ðan 1988. Hún leikur með
Sinfóníuhljómsveit Islands og kenn-
ir við Tónskóla Sigursveins. Mar-
grét, Þórunn og Asdís stunduðu
framhaldsnám crlendis, I London,
New York, Boston og Brussel. Þær
leika allar með Sinfóníuhljómsveit
mér,“ svarar hann, býsna sannfær-
andi. „Sagan er hins vegar geysi-
lega vel fallin tilkvikmyndunar eins
og svo títt er um spennusögur. Enda
eru þær geysivinsælt yrkisefni kvik-
mynda. En það er best að segja sem
minnst í þeim efnum,“ segir Arna-
ldur Indriðason.
Kritín var í örvæntingu sinni að
reyna að ná sambandi við
Flugbjörgunarsveitina í
Reykjavík þegar þeir renndu í hlað
framan við húsið á Tómasarhagan-
um. Hún var enn í úlpunni við símann
og hringdi í öll númer sveitarinnar
sem gefin voru upp í símaskránni en
árangurslaust. Enginn svaraði. Sími
hennar var með símnúmerabirti og
hún reyndi að hringja aftur í númer
bróður síns en hann svaraði ekki.
Vélræn rödd sagði að slökkt væri á
símanum, hann utan þjónustusvæðis
eða allar línur uppteknar. Hún var
sannfærð um að eitthvað hefði komið
fyrir bróður hennar og yrði ekki í
rónni fyrr en hún næði til sveitarinn-
ar á jöklinum. Hún var að því komin
að hringja í lögregluna þegar hún
heyrði bankað á dymar hjá sér. Hún
sleppti símtólinu og gekk að dyrun-
um. Hún var með lítið gægjugat á
hurðinni og horfði í gegnum það.
Mormónar, stundi hún. Núna! Hún
ætlaði að vera kurteis.
Um leið og hún opnaði dyrnar
ruddust mennimir tveir inn til henn-
ar. Annar tók fyrir vit hennar með
vinstri hendi og ýtti henni á undan
sér inn í stofuna. Hinn fylgdi fast á
eftir inn í herbergin og eldhúsið og
fullvissaði sig um að hún væri ein
heima. Á meðan hafði sá sem tók fyr-
ir vit Kristínar dregið upp litla
skammbyssu og sett fingur fyrir var-
ir sínar til merkis um að hún ætti
ekki að hafa hátt. Þeir voru báðir
með hvíta gúmmíhanska á höndun-
um.
Kristín kom ekki upp nokkru
hljóði. Hún starði agndofa á mennina
tvo.
Hvítir gúmmíhanskar?
íslands og kenna einnig við Tón-
skóla Sigursveins.
Aðgangseyrir er kr. 500. Ókeypis
fyrir handhafa stúdentaskírteina.
------♦♦♦----------
Nýjar plötur
• AUSTUR-
BÆJARBÍÓ - 3.
mars 1984 era
tvær plötur í al-
búmi. Annars
vegar er upp-
taka á tónleikum
Tónlistarfélags-
ins í Austurbæj-
arbíói 3. mars
1984 og hins
vegar hljóðritun
RUV í febrúar
1984 á allflestum
laganna. Flytj-
endur eru Garð-
ar Cortes tenor
og Erik Werba
píanóleikari.
I bæklingi sem
fylgir plötunum
ritar Halldór
Hansen m.a.:
„Tónleikar, sem Garðar Cortes og
Erik Werba héldu í Austurbæjarbíói
3. mars 1984 lifa enn góðu lífi í mínu
eigin minni, en þeir voru þó margir,
sem aldrei heyrðu þessa tónleika.
Það er meira að segja heil kynslóð
vaxin úr grasi, sem hefði aldrei get-
að heyrt þá, ef ekki vildi svo
skemmtilega til, að efnisskráin sjálf
var hljóðrituð, ekki einungis einu
sinni, heldur tvisvar. í fyrra skiptið
á tónleikunum sjálfum, en í síðara
skiptið í hljóðverki Ríkisútvarpsins.
Á bak við þá tilhögun er skemmti-
leg saga. Á lifandi tónleikum getur
ýmislegt farið úrskeiðis. En að þessu
sinni var það ekki listamönnunum
sjálfum sem varð á í messunni, held-
ur áheyrendum. I miðjum klíðum
var sem húsið ætlaði að rifna af ein-
skærum hávaða. Við nánari athugun
hafði hreyfihamlaður áheyrandi ver-
ið að reyna að koma sér fyrir með of-
angreindum en óviljandi aíleiðing-
um. Listamennirnir létu þetta ekki á
sig fá, heldur héldu áfram eins og
ekkert hefði í skorist, þó að það tæki
áheyrendur nokkurn tíma að jafna
sig. Allt þetta má heyra í fyrri upp-
tökum frá tónleikunum sjálfum.
En þrátt fyrir að báðir listamenn-
irnir væru sannir fagmenn og létu
ekki fipast, einkenndist flutningur
þeirra af mannlegleika. Hann var
beinlínis ástæðan til þess, að flutn-
ingur þeirra á ljóðatónleikum geisl-
aði af lífi og tilfinninganæmi. Fyrir
bragðið hittu þeir beint í mark, hvað
sem öllum áhættum líður við að gefa
sig augnablikinu á vald og þrátt fyrir
óvænt viðbrögð úr áheyrendasal.
Engu að síður var álitið öruggast
að endurtaka efnisskrána í hljóðveri.
Hér gefst tækifæri til að heyra báð-
ar upptökurnar."
Utgefandi er Polarfornia Classics
ehf. Verð: 2.499 kr.
Garðar Cortes
Erik Werba