Morgunblaðið - 07.12.1999, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmynd
er heimild
BÆKUR
Endurminningar
A HÆLUM LÖGGUNNAR
Svipmyndir úr lífi Sveins Þornióðs-
sonar eftir Reyni Traustason. 224
bls. Islenska bókaútgáfan ehf.
Prentun: Prentmet ehf. 1999.
LÍF blaðaljósmyndarans markast
af hraða og spennu. Sveinn Þor-
móðsson »hefur verið með mynda-
vélina um öxl nánast daglega síðan
um 1950 og á áttræðisaldri er eld-
móðurinn enn til staðar«, eins og
segir í inngangskafla. Hann er hrein-
ræktaður Reykvíkingur, fæddist og
ólst upp í Reykjavík og hefur alið þar
allan sinn aldur. »Hann er maðurinn
sem tekur umferðargný fram yfir
fuglasöng,« segir í sama kafla. Hann
man fátæktina, allsleysið en jafn-
framt eldmóðinn á kreppuárunum.
Reykjavík óx þa hratt - þrátt fyrir
atvinnuleysið. Ólgandi gerjun var í
bæjarlífinu, þá sem aldrei fyrr né
síðar. Allir áttu leið um miðbæinn.
Þar gaf að líta þverskurð bæjarlífs-
ins, þar með talin stórmenni þau sem
hæst bar í bókmenntum, listum og
pólitík. Ungir piltar klæddust mat-
rósafötum spari og léku sér að tin-
dátum. Faðir Sveins seldi fisk við
Óðinstorg. Sveinn bar fiskinn til
þeirra sem óskuðu að fá hann heim-
sendan. Kreppan var orðin eins og
náttúrulögmál þegar henni loks létti,
og það skyndilega. Sveinn vai'
snemma á fótum og horfði á bresku
herskipin sigla inn í höfnina og her-
inn ganga á land að morgni 10. maí
1940. Þar með breyttist þjóðlífið í
einni svipan. Fátækh' urðu ríkir. Og
unglingarnh' urðu fullorðnir. Sextán
ára var Sveinn kominn í sambúð sem
síðan hefur enst. »Hann er á sau-
tjánda ári, í miðjum fótboltaleik,
þegar mamma hans kallai' á hann að
hann verði að sækja ljósmóðurina
því frumburðurinn sé á leiðinni.«
Ekki átti unga parið peninga til
húsakaupa. Hælis var leitað í bragga
sem reyndar varð heimili þeirra
mörg fyrstu árin. Braggalífið varð
ekki tekið út með sældinni. Einar
Kárason hefur lýst því í ágætri
skáldsögu. Sveinn kynntist meðal
annarra fólki því sem sagt er að Ein-
ar hafi haft að fyrinnynd. Astu Sig-
urðardóttur þekkti hann einnig._ En
hún átti heima í næsta bragga. Ásta
var þá mjög áberandi í bæjarlífinu
og allir vissu hver hún var.
Fyrstu myndirnar tók Sveinn í
kringum sjö ára aldurinn. Móður-
systir hans gaf hon-
um kassavél með
átta mynda tréspólu.
Og hvað var þá nær-
tækara myndefni en
kisa? Á Kamp Knox-
árunum, eins og
hann orðar það, hóf
hann að taka myndir
úr bæjarlífinu og
selja blöðunum.
Ekki kveðst hann þó
hafa látið sér detta í
hug að hann yrði at-
vinnulj ósmyndari.
En sú varð þó raun-
in. Síðan hefur
Sveinn verið með
fingurinn á slagæð
bæjarlífsins, nætur sem daga.
Glöggt má lesa út úr frásögn hans
hvernig landslagið í blaðaheiminum
íslenska hefur breyst með áranna
rás. Lengi framan af voru gefin hér
út fjögur morgunblöð, jafnmörg
flokkunum, og eitt síðdegisblað.
Keppni var á milli blaðanna. Og þeir,
sem vildu koma einhverju á framfæri
við blöðin, kepptu að sínu leyti um
athygli þeirra. Væri kallað á blaða-
menn þótti sjálfsagt að hafa áfengi á
boðstólum. Mörgum varð hált á því,
þeirra á meðal Sveini. Hreinskilnis-
lega lýsir hann baráttu sinni til að
rífa sig frá því. Blaðaljósmyndari
hlerar fjarskipti lögreglunnar,
bregður við á svipstundu og ekur í
loftköstum þangað sem eitthvað
fréttnæmt er að gerast. Heiti bókar-
innar, Á hælum löggunnar, er því
lýsandi. Nema síðasta orðið, að vísu.
»Lögga«, það er barnamál. Sveinn
segist aðeins einu sinni hafa verið
tekinn fyrir of hraðan akstur. Lög-
reglumaður stöðvaði hann og spurði:
»Svenni minn, af hverju
keyrirðu svona eins og
fantur?« En íslenskir lög-
reglumenn kunna að
horfa út yfir lög og reglur
þegar mannlega hliðin er
annars vegar. Eftir að
hafa horft upp á áratuga
hraðakstur blaðaljós-
myndarans létu þeir sig
ekki muna um að heiðra
hann sjötugan!
Á langri starfsævi er
Sveinn búinn að mynda
flest tilbrigði mannlífsins,
þau sem fyrir geta komið í
borg. Eitt sinn var hann
spurður hvað hann gerði
ef hann kæmi að manni
sem væri í háska staddur: »Eg tæki
fyrst mynd og bjargaði svo,« svaraði
Sveinn. Tilsvarið má að sjálfsögðu
skilja jafnt sem gaman og alvöru. En
Sveinn hefur líka orðið vitni að því er
fólk hefur bjargast fyrir allt að
óskiljanlega tilviljun. Það er léttir að
geta myndað mann sem kemur bros-
andi út úr bílflaki eða undan grjót-
hrúgu sem fallið hefur yfii- hann.
Sjálfur hefur hann lent í alls konar
hnjaski og harðbráki, jafnvel svo að
hann þefur horfst í augu við dauð-
ann. Á hælum löggunnar er líflega
skrifuð bók. Sá sem fylgst hefur með
blaðafréttum síðustu áratugina fær
þarna greinargóða upprifjun. Bókin
er skráð af blaðamanni - sem næst í
léttum dagblaðastíl. Nafnaskráin
fyllir sjö síður. Þar gefur að líta nöfn
flestra sem sett hafa svip á borgina
þá hálfu öld sem Sveinn er búinn að
þeysast um strætin með myndavél-
ina á öxlinni.
Erlendur Jónsson
Sveinn
Þormóðsson
Nýjar bækur
• STJÖRNURí
skémum er bama-
bók eftir Svein-
björn I. Baldvins-
son. Bókinni
fylgir hljómdis-
kur með kunnum
lögum og ljóðum
Sveinbjarnar,
m.a. ljóðið um
blómavasann,
Lagið um fuglinn,
Lagið um sjóinn, Lagið um bílana og
Lagið um það sem er bannað. Flytj-
endur ásamt Sveinbmni eru Gunnar
Hrafnsson, Kolbeinn Bjarnason,
Ragnheiður Steindórsdóttir, Áskell
Másson, Kristín Jóhannsdóttir og
Stefán S. Stefánsson.
Útgefandi er Mál og menning.
Anna Vilborg Gunnarsdóttir mynd-
skreytti bókina sem er28 bls. Bókin
erprentuðíDanmörku. Verð, með
hljómdiski, 2.980 kr.
• GRÝLUSAGA
er ævintýri fyrir
böm í bundnu
máli og myndum
eftir Gunnar
Karlsson mynd-
listarmann, og er
þetta hans fyrsta
bók.
I fréttatilkynn-
ingu segir: Grýlu-
saga segir frá afa
þegar hann og
hvernig hann lenti í pokanum henn-
ar Grýlu. Með kænskubrögðum
tókst honum að sleppa frá potti
Grýlu og Leppalúða en samskipti
hans við þau hjón ollu sannarlega
straumhvörfum í lífi hans.
Dregin er upp mynd af Grýlu sem
gamalli, stórskorinni konu, jafnvel
meinlausri. Það er ekki sú Grýla sem
æddi um sveitir íslands á dögum afa
og ömmu, hlustaði eftir frekjugólum
og ólátum barna.
Bókina er tileinkuð Fannari
Bjarka Ólafssyni (1993-199), ogmun
hluti ágóðans renna til styrktar
langveikum börnum.
Sérstakm' Grýluvefur hefur verið
opnaður á www.skripo.is.
Útgefandi er Skrípó. Bókin er 32
bls., prentuð í Odda. Verð: 1.880 kr.
Ólafur Júnsson, Ágúst Kr. Björnsson, Sigurður Geirdal og Ólafur Laufdal með viðurkenningarskjöl FÍH.
Viðurkenningar
FÍH
TÓNLISTARSKÓLIFÍH hélt upp á
tuttugasta starfsár skólans á dög-
unura og á þeim timamótum heiðr-
aði stjórn félagsins sveitarfélög og
einstaklinga sem stutt hafa og
stuðlað að framgangi lifandi tón-
listar á undanfórnum árum.
Fyrir hönd Reykjavíkurborgar
tók Ólafur Jónsson við viðurkenn-
ingu fyrir stuðning borgarinnar við
Stórsveit Reykjavíkur. Sigurður
Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, tók
við viðurkenningu fyrir byggingu
Salarins. Ágúst Kr. Björnsson,
sveitastjóri Súðavíkurhrepps, tók
við viðurkenningu fyrir frumkvæði
á sviði Iistmenningar með því að
halda listahátíðina Listasumar á
Súðavík sem haldinvar í fyrsta
skipti sl. sumar og Ólafur Laufdal
veitingamaður tók við viðurkenn-
ingu fyrir að búa hljómlistarmönn-
um framúrskarandi vinnuaðstöðu á
veitingastaðum Broadway og er
þetta annað árið í röð sem Ólafur
hlýtur þessa viðurkenningu.
Við athöfnina lék Stórsveit
Reykjavíkur lög eftir kennara og
fyrrverandi nemendur Tónlistar-
skóla FÍH, saxófónleikarana Stefán
S. Stefánsson og Sigurð Flosason.
Þá færði Gísli Ferdinandsson
flautuleikari félaginu gjafir, m.a.
tónsprota sem hljómsveitarstjórinn
Albert Klan lét sérsmíða fyrir sig í
september 1936 þegar lík skip-
brotsmannanna á Pourque Pas
voru flutt frá Kristskirkju til skips,
en þá kom beiðni frá frönsku ríkis-
stjórinni um tónlistarflutning við
þá athöfn.
Lesið úr bdk-
um á Sáfíst-
anum
LESIÐ verður úr nýjum bók-
um á Súfistanum bókakaffi í
verslun Máls og menningar
Laugavegi 18 í kvöld, þriðju-
dagskvöld, kl. 20.00.
Sverrir Hólmarsson les úr
þýðingu sinni á skáldsögunni
Minningar geisju eftir Arthui'
Golden; Thor Vilhjálmsson les
úr þýðingu sinni á skáldsögunni
Alkemistinn eftir Paulo Coehlo;
Isak Hai'ðarson les úr þýðingu
sinni á bókinni Á fjalli lífs og
dauða eftir Jon Krakauer;
Friðrik Rafnsson les úr þýð-
ingu sinni á bókinni List skáld-
sögunnar eftir Milan Kundera
og Snævarr Guðmundsson les
úr bók sinni Þar sem landið rís
hæst - Öræfajökull og Öræfa-
sveit.
Nýjar bækur
• BRETARNIR
koma er eftir Þór
Whitehead. í
bókinni er fjallað
um hernám Is-
lands í maí 1940
og varpað á það
nýju ljósi, segir £
fréttatilkynn-
ingu.
Höfundur
byggir bók sína á
þriggja áratuga rannsóknum. Bókin
er prýdd fjölda ljósmynda sem
margar koma nú i fyrsta sinn fyrir
almenningssjónir.
Þór hefur áður ritað þrjár bækm-
um ísland í síðari heimsstyrjöld og
aðdraganda hennar, Ófriður í aðsigi,
Stríð fyrir ströndum og Milli vonar
og ótta. Fyrir síðastnefnda verkið
hlaut hann Islensku bókmennta-
verðlaunin 1996.
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Bókin er 334 bls., prentuð í Odda hf.
Olafur Pétursson gerði s kýringar-
myndir og kort í bókina, Ragnar
Helgi Olafsson hannaði bókarkápu.
Umbrot annaðist Jörundur Guð-
mundsson. Verð: 4.860 kr.
Þór
Whitehead
Kristín R.
Thorlacius
• SUNNA þýðir
sól eftir Kristínu
R. Thorlacius.
Sagan fjallar
um Sunnu sem
stendur frammi
fyrir því einn dag-
inn að vinkonurn-
ar snúa baki við
henni. Hvað hef-
ur gerst? Hvern-
ig á hún að bregð-
ast við? Fljótlega kemur í Ijós að
pabbi hennai' sem er kennari í skól-
anum er grunaður um ósiðlegt at-
hæfi og málin snúast um að sanna
sekt hans eða sakleysi. Mitt í þreng-
ingum sínum eignast Sunna vin sem
kemui' á óvart og hún kemst að
ýmsu óvæntu bæði í eigin fari og
annarra. Margt í heimabæ Sunnu er
öðruvísi en hún hélt, en ef hlutirnir
eru ræddir af hreinskilni kemur
sannleikurinn í ljós að lokum og þá
er ómetanlegt að standa saman.
Útgefandi er íslendinga-
sagnaútgáfan /Muninn. Bókin er
114 bls. unnin í Singapore. Kápum-
ynd er eftir Erlu Sigurðardóttur.
Verð: 1.680 kr.
• SITJIguðs
englar, Saman í
hring og Sæng-
inni yfir minni
eftir Guðrúnu
Helgadóttur eru
komnar út £ nýrri
útgáfu. Þær
komu upphaflega
út á árunum 1983
til 1987. Hver
saga er sjálfstæð
en allar fjalla þær um sömu fjöl-
skylduna og barnahópinn £ Firðinum
skömmu fyrir miðja öldina.
Myndirnar £ bókunum eru eftir
Sigrúnu Eldjárn.
Útgefandi er Vaka-Helgafell. Sitji
guðs englar er 108 bls., Saman £
hring er 142 bls. og Sænginni yfir
minni 122 bls. Magnús Valur Páls-
son hannaði bókarkápur. Bækurnar
eru prentaðar í Singapore. Verð
1.990 kr. hver bók.
• SÁRIÐ og perlan hefur að geyma
sex hugvekjur Sigurbjörns Einars-
sonar biskups. Þær flutti Sigurbjörn
við föstumessur í Hallgrímskirkju á
sl. vetri.
I fréttatilkynningu segir að Sigur-
björn hafi náð eyrum þjóðarinnar
þegar hann var ungur prestur £ Hall-
grímssókn. I þessum hugvekjum sé
talað frá hjarta til hjarta. Þar fari
saman viska öldungsins og einlægni
barnsins, barns Guðs, sem veit £
skjóli hvers það lifir - og deyr.
Útgefandi er Hallgrímskirkja.
Dreifmgu annast Hið íslenska Bi-
blíufélag. Bókin er 70 bls., prentuð í
Steindórsprenti-Gutenberg ehf. Út-
lit og hönnun annaðist Halldór Þor-
steinsson. Bókband: Félags-
bókbandið Bókfell. Verð: 2.300 kr.