Morgunblaðið - 07.12.1999, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kalevala um
veröld víða
LIST OG
HÖmUN
\ o i‘ ræna h n s i <1
Sýningarsalir/anddyri
MYNDLIST/ LISTÍÐIR
KALEVALA
Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga.
Til 19. desember. Aðgangur 200 krónur.
í TILEFNI þess að 150 ár eru liðin síðan
ný og endanleg gerð Kalevala sögukvæða-
bálksins fínnska var gefín út 1849, hefur ver-
ið mikið um að vera í Norræna húsinu und-
anfarið. Eðlilega hafa farið fram vegleg
hátíðarhöld í Finnlandi á þessum tímamótum
og er það angi þeirra sem loks hefur náð
hingað á útskerið.
Eins og segir í skrá hefur Kalevalahefðin
á margan hátt gengið í endurnýjun lífdaga.
Með dagskrá sinni, Kalevala um víða veröld,
vill Norræna húsið láta reyna á hve Kalev-
ala-kvæðið sé lifandi á vorum tímum og
kynna hina ríkulegu goðsagnahefð þess tíma
með fulltingi listarinnar. Telja húsráðendur
sig hafa fengið einstakt tækifæii til að færa
út efnisframboð sitt með kynningu á goð-
sögnum og ævintýrum frá Eystrasaltslönd-
unum samtímis.
Meginveigur kyningarnnar felst í yfir-
gripsmiklum framningum í sýningarsal og
anddyri, sem hafa staðið frá 29. október og
lýkur þeim síðustu 19. desember, en fjölþætt
dagskrá tónleika, fyrirlestra, námskeiða og
sýnikennslu var í húsinu 8.-14. nóvember,
lauk með brúðuleikhúsi frá Eistlandi og fyr-
irlestrinum Lifí Kalevala, 21. nóvember, og
var þar á ferð finnlands-sænska skáldið Lars
Huldén. Þá ber sérstaklega að geta þess hér
að framningnum lýkur með því að hinn 18.
desember kl 16. treður Q-leikhúsið upp og
aftur kl. 15. daginn eftir, þann 19. desember.
I anddyri var ijósmyndasýningin Pre Ka-
levala frá 29. október til 17. nóvember og var
yfir henni mögnuð dulúð, 8. nóvember opnaði
svo skartgripasýningin frábæra, Kalevala
Koru, í bókasafninu og stendur til 19. desem-
ber, þarnæst átti heimildarsýning um Kalev-
ala að opna í anddyrinu 20. nóvember, en
henni seinkaði af óviðráðanlegum orsökum,
en hún verður komin upp er þetta birtist og
stendur einnig til 19 .desember. í sal og
bókasafni var Norræna bókasafnsvikan 8,-
14. nóvember, en í kjallarasölum sýningin
Lifi Kalevala, list um finnskt þjóðerni, sem
er veigamesti gjörningurinn og lýkur 19.
desember. Þá liggja ýmsar útgáfur kvæða-
bálksins frammi í bókasafninu.
Menn hafa þannig haft ærið efni í höndun-
um til að fjalla um, en vegna stærðar sýning-
arinnar sem húsið rúmaði ekki allt voi'u sett-
ar upp heilar þrjár sýningar í anddyri sem
skapaði dálítinn rugling hjá okkur listarrýn-
unum ásamt því að annir og utanlandsferðir
hafa gert það að verkum að okkur hefur ekki
sem skyldi tekist að rækta allar sýningar að
haustnóttum...
I Kalevala söguljóðinu, sem Elias Lönnrot
(1802-84) safnaði og skrifaði einnig að hluta,
er sköpunin meginefnið, vatn, fugl, egg, nátt-
úra, Tuonela seiður, goðsögnin um Sampo og
tákngildi, hans. Og sýningin Lifi Kalevala,
rekur slóð sem forn, finnsk-úgrísk menning
hefur skilið eftir sig í samtímalist. Hún sýnir
þann finnska arf sem sögukvæðið Kalevala
segir frá og eru á sýningunni myndlýsingar
og málverk eftir Akseli Gallen-Kallela og
margþætt verk eftir rúma tvo tugi annarra
listamanna. Því miður urðu myndir eftir þá
ágætu málara Pekka Halonen (1865-1933) og
Hugo Simberg (1873-1917) eftir og veikir
það sýninguna. Fram kemur, að merki og
tákn hátíðarársins vísar til sköpunar heims-
ins samkvæmt hinni ævafornu goðsögn, sem
varðveitt er í fyrsta kvæði Kalevala, þar seg-
ir að egg fugls sem kom af himni ultu út í
veraldarhafið, brotnuðu þar en úr brotunum
varð ti! himinn og jörð. Minnir á ævafornan
uppruna þjóðkvæðanna að baki Kalevala og
hve sammannleg þau eru. Elstu uppskriftir
eru frá 18. öld og skóp Lönnrot úr þeim og
kvæðum, sem hann sjálfur skrifaði niður frá-
sagnarþráð sem lýsir valdabaráttu á milli
Kalevala og Pohjola og varð Kalevala í nú-
verandi mynd til smám saman. Fyrsta út-
gáfan, 32 kviður og um það bil 12.000 línur,
var gefin út 1835-36. Nýja Kalevala eða nú-
tíma Kalevala, sem er verulega stærra eða
50 kviður og um það bil 22.700 ljóðlínur var
svo gefið út 1849, er nafnkenndast kvæða og
tákngervingur finnsku þjóðarinnar. Um síð-
ustu áramót hafði þetta mest þýdda kvæði
finnskunnar verið verið útlagt á 46 tungum-
ál, þar af 35 í bundnu máli, en 11 sinnum í
styttu, bundnu máli eða efnislega á lausa-
máli.
Hér er þannig verið að opna Islendingum
kviku finnskrar þjóðarsálar, þær andans
smíðar og burðarstoðir þjóðernislegrar vakn-
ingai- sem haldið hafa henni saman í gegnum
aldirnar, án þeirra burðarstoða væri ekkert
sjálfstætt Finnland til í dag. Kalevala gegndi
þannig svipuðu hlutverki og íslendingasög-
urnar, skáldskapurinn, þjóðsögurnar, rím-
urnar og seinna ættjarðarkvæðin hér á landi.
Dagskrárliðirnir hafa verið vel sóttir og nú
er einstakt tækifæri til að kynna sér sýn
finnskra listamanna á þessari goðsöguhefð
frænda vorra frá þúsundvatna landinu til 19.
desember. Fjöltæknin er einnig mætt til
leiks m.a. í afar yndisþokkafullu og ljóðrænu
myndbandi Pekka Nevalainen (1961) sem
hittir á mark.
Veigurinn við þessa framkvæmd er ótví-
rætt hve ríkulega kemur fram hversu tengsl-
in við fortíðina og arfsagnirnar eru mikilvæg
og giftudrjúg hverju sjálfstæðu landi og
þjóðartungu þess um leið. Nú á tímum há-
tækni sjá menn þetta glögglegar en nokkru
sinni fyrr, og það er í raun kjarninn í við-
leitni stóru þjóðanna við að sanna mátt sinn
og megin, treysta ímynd sína á tímum
bandalaga og efnahagslegs samruna. Þetta
gera þær með því að lyfta undir listir, hugvit
og menningarstofnanir, leitast allt hvað af
tekur að gera hér betur en hinar, eins og
hinar risavöxnu menningar- og listamið-
stöðvar úti í heimi eru til vitnis um. Eru
ráðamenn samstiga áhuga almennings á for-
tíðinni og þjóðlegum verðmætum sem hefur
aukist til allra muna í takt við margfalt upp-
lýsingastreymið. Þjóðhátta-, náttúru- og vís-
indasögusöfn víðast hvai' gengið í gegnum
endurnýjaða lífdaga, eru forvitnilegri og
skemmtilegri en nokkru sinni fyi’r heim að
Nýjar bækur
• VIÐ enda
regnbogans er
fjórða barnabók
Helgu Möller.
Aðal-
söguhetjan er
hin níu ára Villa,
sem er dálítið
uppátektarsöm
og kemur sér
stundum í vand-
ræði, eins og t.d.
þegar hún klifrar upp á húsþak og
lendir þar í sjálfheldu. Mamma
Villu liggur á sjúkrahúsi og
draumur Villu er að gleðja hana
með því að færa henni ákveðna
gjöf. Villu semur ekki allt of vel
við fullorðna frænku sína sem á að
gæta hennar og ekki heldur við
unglingssystur sína sem hótar
Villu ítrekað að láta loka hana inni
á óþekktarbarnaheimilinu.
Vinir Villu koma einnig við sögu
í bókinni og krakkarnir lenda í
ýmsu ævintýralegu.
Utgefandi er Fróði hf. Bókin er
137 bls., prentuð í Odda. Ólafur
Pétursson teiknaði myndirnar í
bókina og vann einnig kápuna.
Verð 1.790 kr.
• LEYNDARMÁLIÐ í kjallaran-
um er fyrsta bók Steinunnar
Hreinsdóttur.
Þetta er spennusaga sem fjallar
um fimm reykvíska krakka. Stelp-
urnar heita Hugrún og Svava og
strákarnir Kiddi, Þröstur og
Baddi, en hann er oft kallaður
Baddi berjari.
Krakkarnir taka sér ýmislegt
ævintýralegt fyi'ir hendur. Baddi
býr einn með föður sínum sem er
flugmaður og því
stundum fjarver-
andi. Þeir eiga
heima í stóru
húsi og í því er
dimmur og dul-
arfullur kjallari
sem hefur þó
mikið að-
dráttarafl fyrir
krakkana, enda
er þar margt
furðulegt að
finna. I hverfinu þar sem krakk-
arnir eiga heima er líka skrýtinn
karl á ferðinni, „tunnukarlinn",
eins og þau kalla hann.
Myndskreytingar bókarinnar og
káputeikning eru eftir Jóhönnu
Hreinsdóttur.
Utgefandi er Fróði. Bókin er
104 bis., prentuð í Prentsmiðjunni
Odda. Verð: 1.790 kr.
Helga
Möller
Steinunn
Hreinsdóttir
SveinnYngvi Egilsson
ARFUR ^
OG UMBYLTING
Fjallað er um úrvinnslu Jónasar
Hallgrímssonar, Gríms Thomsens,
Benedikts Gröndals, Gísla Brynjúlfssonar
og fleiri rómantískra skálda á bókmenntaarfi
miðalda og tengsl þeirra við erienda
skáldjöfra og samtímaviðburði.
Bókin veitir ferskum straumum
inn í rannsóknir á íslenskri rómantík
og.fær lesandann til að hugsa
á nýjan hátt um Ijóðagerð 19. aldar.
Fyrir unnendur góðra bókmennta.
395 blaðsíður.
„...bók Sveins Yngva er gott framlag til rannsókna d íslenskri rómantík.
Niðurstöður hennar varpa að mörgu leyti nýju Ijósi á Ijóðagerð pessa tímabils
sem lengi hefur purft á rækilegri endurskoðun að halda".
Þröstur Helgason Mbl.30. náoember
Hið íslenska bókmenntafélag
Síðumúla 21 / Sími 588 9060 / Fax 588 9095 / Heimasíða: www.arctic.is/hib
É_________í_í_________i_í_______________________________~
... og enn lifir
barokkið
TðNLIST
G e i s I a p 1 ii í u r
CAMILLASÖDERBERG
og félagar leika blokkflautusónöt-
ur. Georg Philipp Telemann: Tríó-
sónata í a-moll. Johann Joachim
Quantz: Tríósónata í C-dúr. Johann
Joseph Fux: Sinfónía í F-dúr. Pier-
re Danican Philidor: Svíta nr. 4 í a-
moll. Georg Friedrich Hándel:
Tríósónata í c-moll. Antonio Vi-
valdi: Konsert í g-moll, RV 103.
Flytjendur: Camilla Söderberg
(blokktlauta), Ann Wallström
(fiðla), Martial Nardeau (flauta),
Peter Tompkins (óbó), Guðrún Ósk-
arsdóttir (semball), Hörður Áskels-
son (orgel), Snorri Örn Snorrason
(bassalúta), Judith Þorbergsson
(fagott), Ólöf Sesselja Óskarsdóttir
(viola da gamba) og Sigurður Hall-
dórsson (selló). Lengd: 64’58 tít-
gáfa: Japis JAP 9969-2.
ÁHUGI manna fyrir tónlist
barokktímans hefur verið mikill á
seinni hluta tuttugustu aldar og
virðist sívaxandi. Hljóðritanir á
þekktum barokkverkum hafa flætt
yfir markaðinn og margir þeir sem
við þessa tónlist fást, hljóðfæra-
leikarar, tónvísindamenn og sagn-
fræðingar eru einkar fundvísir á
ný verk. Nú er svo komið að
hljóðritanir á barokktónlist ein-
skorðast alls ekki við verk stóru
meistaranna heldur fá lítt þekktir
kollegar þeirra Vivaldis, Bachs og
Handels að njóta sín í flutningi
bestu hljóðfæraleikara heims á
þessu sviði. Ánægjulegt er til þess
að vita að íslenskir hljóðfæraleik-
arar skuli blanda sér í þennan hóp.
Á þessum nýja diski Camillu
Söderberg og félaga eiga þessir
minni meistarar fulltrúa sína í
þeim Fux og Philidor. Og verk
stórtónskáldanna á diskinum eru
ekki ýkja þekkt. Af þeim minnist
undirritaður þess aðeins að hafa
heyi't Kammerkonsert Vivaldis og
Tríósónötu Quantz áður svo að hér
er um forvitnilegt efni að ræða.
Tvö verk standa upp úr. Annað
þeirra er kammerkonsert Vivaldis
RV 103 fyrir blokkflautu, óbó, fag-
ott og fylgirödd. Þetta er skemmti-
leg tónsmíð uppfull af hnyttnum
uppátækjum þessa ótrúlega frjóa
tónskálds sem sífellt kemur manni
Nýjar plötur
• FROM The Rainbow heitir geis-
laplata, sem komin er út íBanda-
ríkjunum með tónlist eftir Árna
Egilsson. Á plötunni eru fjögur
verk eftir Árna, sem The Arnaeus
Ensemble leika: ATale of Yore, sem
er samið fyrir strengi og píanó,
Sextet Pacifica og Impressions, sem
eru samin fyrir strengjasveit, og
From The Rainbow.
I kynningu segir Árni Egilsson
m.a. um síðasttalda verkið, sem er
Fyrirtækið
ÚTGÁFA Á ÍSLENSKU
telur að bókaverð sé of hátt.
íslenskar þýðingar eru stundum 4-7
sinnum dýrari en erlenda útgáfan.
www.tunga.is
samið fyrir strengjasveit og bams-
raddir við ljóð Dorette Egilsson:
„Fyrsta verkið á plötunni er tileink-
að börnum sem hafa orðið fórnar-
lömb ofbeldis. Guð veit að stutt þarf
að líta til að sjá sorglegar afleiðingar
ofbeldisverka. From The Rainbow
er samið að ósk samstarfskonu
minnar, fiðluleikara, en fyrir tveim-
ur árum skaut eiginmaður hennar til
dauða tvö yndisleg börn þeiri'a hjóna
og framdi síðan sjálfsmorð. Allt
þetta gerðist meðan blessuð konan
stóð með lögreglumönnum fyrir ut-
an hús þeirra og gat ekkert aðhafst
til að bjarga börnunum.
Hún sagði mér oft að það eina sem
héldi í henni vitinu væri vitneskan
um að þar kæmi að hún mundi geta
hitt börn sín aftur hinum megin.
Verkið vitnar í það og líka barnslegt
sakleysi, eins og heyra má í kvæði
konu minnar Dorettar."
Útgefandi er Cambria. Japis
dreifirá íslandi. Verð: 1.990 kr.