Morgunblaðið - 07.12.1999, Page 43

Morgunblaðið - 07.12.1999, Page 43
42 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 43- STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KLÚÐURí SEATTLE NIÐURSTAÐA ráðherrafundar Heimsviðskiptastofnun- arinnar, WTO, í Seattle í síðustu viku veldur sárum von- brigðum. Ekki tókst að ná samkomulagi um viðræðugrun- dvöll fyrir næstu viðskiptalotu og ríkir mikil óvissa um hvenær skriður kemst á viðræður á nýjan leik. Vissulega liggur fyrir samningsumboð fyrir viðræður um aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og þjónustu. Hins veg- ar virðist ljóst að lítið mun miða fyrr en að loknum for- setakosningum í Bandaríkjunum í lok næsta árs. Það virð- ist hafa ráðið miklu um afstöðu bandarísku sendinefndarinnar að fundurinn skuli hafa verið haldinn í aðdraganda þeirra kosninga. Kannski er engin furða að svona hafi farið þegar höfð er í huga lýsing Halldórs Asgrímssonar utanríkisráðherra á viðræðunum í síðustu viku: „Drög að endanlegum texta í ýmsum málaflokkum hafa verið lögð fram en þar er allt innan sviga. Ég hef aldrei séð fleiri fyrirvara og sviga í skjölum og það þarf kraftaverk til að ná samstæðum texta,“ sagði utanríkisráðherra í viðtali við Morgunblaðið og tók jafnframt fram að þetta væru flóknustu viðræður er hann hefði komið að. Ekki bætti úr skák að umsátursástand ríkti í Seattle meðan á fundinum stóð sem tafði allar viðræður verulega. Slíkar tafír voru það síðasta sem menn máttu við þegar fulltrúar 135 ríkja settust niður til að semja um flókin deilumál. Hið alvarlegasta er þó að kjarni málsins virðist hafa gleymst í írafárinu í Seattle. Það er hagsmunamál heims- byggðarinnar allrar að árangur náist í WTO-viðræðunum, ríkra þjóða jafnt sem fátækra. Hins vegar fór lítið fyrir þeim er lögðu áherslu á mikilvægi frjálsra millilandavið- skipta. Jafnvel ráðamenn stærstu aðildarríkja WTO virt- ust vilja koma til móts við þá er hæst höfðu í andófinu. Með stofnun WTO var myndaður ákveðinn farvegur til að leysa deilumál ríkja í viðskiptum. Sá farvegur er ekki fullkominn en hann tryggir að öll aðildarríki WTO lúti sömu almennu reglunum. Þannig er komið í veg fyrir að ríki geti í afli stærðar knúið fram vilja sinn á kostnað ann- arra ríkja. Helsta krafa bandarískra verndarsinna á borð við Patrick Buchanan virðist til dæmis vera sú að Banda- ríkin fái óhindrað að setja þær reglur sem þau telja henta hagsmunum sínum hverju sinni. WTO er trygging annarra ríkja fyrir því að sú verði ekki raunin. Avallt hafa verið til staðar öfl er hafa barist af hörku gegn auknu frelsi í viðskiptum. Því miður virðist sem stærstu blokkirnar í WTO, Bandaríkin og Evrópusam- bandið, hafi að þessu sinni látið undan kröfum slíkra sér- hagsmunahópa. Það er athyglisvert að meðal þeirra rök- semda er haldið var á lofti var að tryggja bæri rétt vinnuafls í fátækari ríkjum heims. Þegar betur er að gáð kemur hins vegar í ljós að það er ekki umhyggja fyrir íbú- um þróunarríkja er ræður ferðinni. Krafan er þvert á móti sú að hömlur verði settar á innflutning frá fátækari ríkjum, þannig að vernda megi störf í hinum auðugu iðnríkjum. Með því að torvelda aðgang þróunarríkja að mörkuðum okkar erum við í raun að halda þeim niðri. Við erum að koma í veg fyrir að þeim takist að brjótast út úr fátæktinni. Hagvöxtur og verðmætasköpun er forsenda bættra kjara almennings í þessum ríkjum. Auðvitað verður að grípa til aðgerða til að stemma stigu við barnaþrælkun og umhverfisspjöllum í þriðja heiminum. WTO er hins vegar ekki rétti vettvangurinn til þess. Ef vilji er til staðar geta auðugri ríki heims lagt sitt af mörkum til að bæta aðstæður hjá fátækari þjóðum. Það verður hins vegar ekki gert með því að refsa þeim ríkjum er fátæktar sinnar vegna geta fátt boðið annað en ódýrt vinnuafl. Að sama skapi er nokkuð hjákátlegt að auðugasta ríki heims, sem mengar allra ríkja mest en telur sig ekki geta uppfyllt alþjóðlega sáttmála um losun gróðurhúsaloftteg- unda, skuli setja sig á háan hest í umhverfismálum gagn- vart öðrum ríkjum. Það er sorglegt ef nota á umhverfismál sem skálkaskjól fyrir dulbúnar viðskiptahindranir. Um- hyggja fyrir sérhagsmunahópum virðist ríkari en um- hyggjan fyrir umhverfinu. Þróunin í átt að frjálsari viðskiptum verður hins vegar ekki stöðvuð þótt klúðrið í Seattle muni væntanlega tefja hana eitthvað. Fjarlægðir og landamæri skipta stöðugt minna máli í alþjóðlegum viðskiptum og þau ríki sem taka mið af því munu uppskera ríkulega en önnur sitja eftir með sárt ennið. Reuters Brak úr húsi sunnan við Lund í Sviþjóð. Það hrundi þegar óveðrið gekk þar yfir á laugardag. Reuters Mikð flóð varð í grennd við fiskmarkað í Hamborg í kjölfar fárviðrisins. um. Hið smávægilega voru skakka- föll eins og brotnar rúður, ýmist vegna þess að eitthvað hafði flogið á rúðurnar eða af því vindurinn hafði svipt upp gluggum. Síðan voru það þakplötur, sem þyrluðust út í busk- ann, heilu þökin jafnvel og svo tré, sem höfðu skollið á húsum og bflum. Margir bændur fóru illa út úr fárviðrinu, bæði vegna tjóns á hús- um, en eins verður rafmagnsleysis um leið vá í tæknivæddum landbún- aði. Ekki var hægt að mjólka kýrnar eða fóðra svínin, því hvort tveggja er rafvætt og kjúklingar voru í lífs- hættu vegna kulda, þegar upphitun fór af hænsnahúsum. Rafmagnsveit- ur keyrðu neyðarrafala út til bænda, en höfðu hvergi nærri við. Skógræktarbændur hafa margir hverjir beðið verulegt tjón. I Dan- mörku er reiknað með að sjö ára forði af nytjatrjám hafí fokið um koll. Það verður því gríðarlegt framboð á timbri og lækkandi verð á næstunni, en til lengdar verða vandræði í skóg- unum. Rjóðrin sem myndast eftir fallin tré gera skóginn gisinn, frostið kemst betur að og lággróður getur kæft nýgræðinga. Mikið tjón varð víða á gróðastöðvum og í Danmörku og víðar er búist við skorti á jóla- stjörnum. I Danmörku höfðu forsvarsmenn tryggingarfélaga góð orð um að hækka ekki iðgjöldin, en í viðtali við Berlingske Tidende sagði þó fulltrúi tryggingarfélags að öll kurl væru enn ekki komin til grafar. I Svenska Dagbladet sagði sænskur trygging- arstarfsmaður hins vegar að Svíar mættu búast við hækkunum af heim- ilistryggingum, sem nema rúmum 2000 íslenskum krónum á venjulega fjölskyldu. Bílar, sem urðu fyrir skakkaföllum vegna veðurs eru bættir ef þeir eru kaskótryggðir, en eigendurnir eiga á hættu að missa bónusinn, þótt þeir eigi ekki sök á tjóninu.Fólk sem slas- aðist fær bætur ef það er með slysa- tryggingu. Varnarleysi nútímaþjóðfélags Það virðist eðli nútíma þjóðfélags að verka vel við hagstæðar aðstæður. Þegar eitthvað bjátar á eins og nú fellur kerfið eins og spilaborg. Það hefur einfaldlega gríðarlega víðtæk áhrif þegar samgöngur detta út með öllu í um sólarhring og eru stopular dögum saman. Þar sem það var helgi voru áhrifín takmarkaðri, en ef þetta hefði gerst í miðri viku hefðu áhrifin á atvinnulífið orðið mun víðtækari. Svend Auken umhverfisráðherra sagði um helgina að hin víðtæku áhrif óveðursins vektu margvíslegar spurningar um viðbrögð við aðstæð- um af þessu tagi. Margir aðrir, bæði stjórnmálamenn og embættismenn, munu vísast á næstu mánuðum fara yfir það sem gerðist og huga að hvort ekki megi á einhvern hátt koma í veg fyrir að þjóðlífið lamist þegar fellibylur storki mannfólkinu. Veðrið nú leiddi í ljós veikleika, sem verða mörgum hugstæðir. Stormurinn, sem hefur gengið yfir Svíþjóð og Danmörku undanfarið hefur vakið áhyggjur af hvað viðnámið við skakkaföllum af þessu tagi er lítið, skrifar Sig- rún Davíðsdóttir. Atján manns hafa látist und- anfarna sólarhringa af völdum fellibyls, sem gekk yfir Norður-Evrópu á föstudagskvöld og stóð fram á aðfaranótt laugardags. Verst fóru Danir út úr veðrinu, þar sem sex manns létust og hundruð manna slösuðust. Tjónið þar er metið á yfir tíu milljarða íslenskra króna og það mun taka vikur áður en allt verður komið í samt lag. Á Skáni voru menn í gær varaðir við að vera á ferðinni, þar sem stormur væri enn í aðsigi. í Dan- mörku og í Svíþjóð eru enn þúsundir manna rafmagnslausar og fólk situr heima skjálfandi í kulda og trekki í óupphituðum húsum. Víða er enn rafmagnslaust og ekki búist við að lokið verði að gera við allt tjón á raf- kerfinu fyrr en í fyrsta lagi í lok vik- unnar. Þar sem stór hluti lestarkerf- isins er rafknúinn er hluti þess enn úr umferð og verður næstu daga. Símakerfið varð einnig fyrir barðinu á óveðrinu, bæði fasta kerfið og far- símakerfið. Til sveita gætu liðið tvær vikur áður en rafmagn kemst aftur á. Það er því óhætt að segja að stormurinn sem gekk yfir Danmörku fyrir helgi og sem herjaði á Svíþjóð í þriðja skiptið í gær hafi sett allt þjóðlífið úr skorðum. Fulltrúar al- mannavarna í Svíþjóð hafa lýst áhyggjum sínum yfir varnarleysi gegn hamförum af þessu tagi og sömu áhyggjur eru uppi í Danmörku. Nútímaþjóðfélag ræður við ýmis öfl, en hefur ekki í fullu tréi við náttúr- uöflin. Dauðaslóð fellibylsins Sú sýn sem mætti Dönum, Svíum og Norður-Þjóðverjum á laugardags- Loftmynd af rústunum af Romogaard, þekktum ferðamannastað í suðvesturhluta Danmerkur. morgun var eins og bein útsending frá Flórída eftir fellibyl. Það eina sem norræna fellibylinn vantaði var kvenkyns gælunafn á Kyrrahafsvísu, en fellibylur aldarinnar varð hann fljótt kallaður í fjölmiðlum. Hin tölulega danska úttekt slær öll met. Ölduhæðin við vesturströnd Jótlands fór upp í 5,23 metra við Ribe. Meðalvindhraði við ströndina var 38 metrar á sekúndu, fárviðri er miðað við 33 metra, en fór upp í 50 metra á sekúndu í mestu hryðjunum. Um ein milljón manna var síma- sambandslaus í og eftir óveðrið, en símakerfið var komið í lag aftur í gær. Útköll slökkviliðs og sjúkrabíla í Kaupmannahöfn voru þúsund með- an óveðrið stóð yfir. Allar stærri brýr landsins lokuð- ust. Lestarferðir féllu niður síðdegis á föstudag, eru víða enn ekki komnar í lag aftur pg verða vart fyrr en síðar í vikunni. í Svíþjóð var sama upp á teningnum, en Svíar höfðu fyrr í vik- unni orðið fyrir óveðri og áttu von á því þriðja í gær. Þrír hafa látist í Sví- þjóð vegna veðurs. Um hundrað þúsund dönsk heimili voru um helgina rafmagnslaus og þar með einnig án kyndingar. Raf- magnsveiturnar vinna af kappi, en ljóst er að hinir óheppnustu verða án rafmagns fram í næstu viku. Þeir rafmagnslausu sitja þá heima í um sextán stiga hita. Peysur og teppi duga lítt til að halda kuldanum frá við þessar aðstæður, en þeir, sem hafa arinn geta hrósað happi. Um 125 þúsund sænsk heimili voru án rafmagns, þar af um 65 þúsund á Skáni. Samkvæmt fréttum frá alþjóðleg- um fréttastofum létust níu manns, auk þeirra níu, sem létust í Dan- mörku og Svíþjóð. Þrír létust bæði í Bretlandi og Póllandi, tveir í Þýska- landi og einn í Kaliningrad. Auk þess var sex sjómanna saknað við strend- ur Lettlands. Algengasta dánaror- sökin var að tré féllu á fólk. Tryggingar bæta tjón Tjónið var af öllu tagi og á öllum tegundum mannvirkja, bæði opin- berum mannvirkjum og einkahíbýl- Uppgjörið eftir felli- byl aldarinnar Samkeppnisráð vill að ríkisstjórn endurskoði eignarhald ríkisfyrirtækja í samkeppnisrekstri Óheppilegt að sá sem setur leik- reglur stýri fyrir- tæki í samkeppni SAMKEPPNISRÁÐ telur al- mennt óheppilegt að fyrir- tæki, sem keppir á markaði lúti yfirstjórn sama aðila og setur þær stjórnvaldsreglur sem öll fyrirtæki á markaðnum verða að hlíta. Ráðið beinir því til ríkisstjórn- arinnar að taka fyrirkomulag á eignarhaldi ríkisins á fyrirtækjum í samkeppnisrekstri til endurskoðun- ar. Þetta kemur fram í áliti, sem samkeppnisráð hefur gefið vegna kæru frá Verslunarráði Islands, sem sendi Samkeppnisstofnun er- indi í nóvember 1997 og óskaði álits á því hvort það gæti torveldað sam- keppni og gert aðgang nýrra aðila inn á markað erfiðari en ella að ráð- herra fari bæði með eignarráð í samkeppnisfyrirtækjum og fram- kvæmdavald á viðkomandi sviði. Gífurlegt samkeppnisforskot I erindinu sagði m.a. að það gæti veitt gífurlegt samkeppnisforskot að hafa undir höndum upplýsingar um að stjórnvaldsreglur af tilteknu tagi séu í undirbúningi. • Ákvæði stjórnsýslulaga taki ekki til setning- ar reglugerða og verndi því ekki keppinauta hins opinbera að því leyti. Jafnframt samræmist þessi aðstaða illa anda þeirra hæfisreglna sem stjórnsýslunni beri almennt að fylgja. Ekki sé nauðsynlegt að fag- ráðherra fari með eignarráð í sam- keppnisfyrirtækjum enda sé al- menna reglan sú að fjármálaráðherra eigi að fara með hlut ríkisins í fyrirtækjum þess. Fjárhagslegur aðskilnaður nær ekki að jafna muninn Eftir að hafa aflað upplýsinga og sjónarmiða allra ráðuneyta í málinu gaf samkeppnisráð álit sitt á erind- inu fyrir helgi. í álitinu segir m.a. að fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri opinberra fyrirtækja nái ekki að jafna fullkomlega þann mun sem er á aðstöðu opinbers fyrirtæk- is og einkafyrirtækis til samkeppni á markaði. „Kemur þar fyrst og fremst til sú staða sem til umfjöll- unar er í þessu máli, þ.e. að tiltek- inn ráðherra hafi bæði með höndum æðstu yfirstjórn fyrirtækis og um leið það hlutverk að setja almennar leikreglur fyrir fyrirtæki á mark- aðnum,“ segir í álitinu. Þá segir að í reglugerð frá 1969 um Stjórnarráð íslands sé gert ráð f yrir þeirri meginreglu að fjármál- aráðherra fari með eignir ríkisins en gert ráð fyrir að slíkt geti verið lagt til annars ráðuneytis. Þróun undanfarinna ára hafi verið sú að fela fagráðherra eignarráð í ríkis- fyrirtækjum, a.m.k. þegar um fyrir- tæki er að ræða sem tekið hafa við hlutverki ríkisstofnana. Almennt óheppilegt í samkeppnislegu tilliti Síðan segir: „Almennt séð verður að telja óheppilegt í samkeppnislegu tilliti að eitt fyrirtæki, sem keppir á markaði, lúti yfirstjórn sama aðila og setur þær stjórnvaldsreglur sem öll fyrirtæki á markaðnum verða að hlíta. Að mati samkeppnisráðs er ljóst að hugsanlegir hagsmuna- árekstrar geta leitt til tortryggni keppinauta í garð hins opinbera fyr- irtækis og efasemda um að aðstaða fyrirtækjanna gagnvart valdhöfum sé jöfn.“ Síðan segir að nýlegt dæmi um tortryggni af þessu tagi sé af fjar- skiptamarkaðnum, þar sem keppi- nautur Landssíma íslands hf. hafi gagnrýnt tengsl viðkomandi fagráð- uneytis og fyrirtækisins. „Sam- keppnisráð telur að tengsl milli ráð- herra og ráðuneytis hans annars vegar og fyrirtækis í umsjá hans hins vegar geti almennt skapað tor- tryggni keppinauta um jafna stöðu þeirra. Á það er bent að slík tor- tryggni ein og sér er til þess fallin að hamla virkri samkeppni. I tengslum við fjarskiptamarkað- inn sérstaklega telur samkeppnisráð ástæðu til að benda á að í raun eF álitamál hvort sú staða, að sami ráð- herra fari annars vegar með eignar- hald ríkisins í fjarskiptafyrirtæki þess og hins vegar með almennt reglugerðar- og stjórnsýsluvald á markaðnum sé samrýmanlegt þeim kröfum sem gerðar eru til stjórn- valda á grundvelli EES-samningsins og afleidds réttar af honum“ segir í álitinu, þar sem þessu sjónarmiði til stuðnings eru reifuð gögn úr norsku máli varðandi fjarskiptafyrirtækið Telenor. * Tvær leiðir Þá segir að ríkisstjórnin hafi lýst því yfir að við tilteknar aðstæður beri að framkvæma stjórnunarlegan aðskilnað í rekstri ríkisstofnana sem að hluta reka starfsemi í samkeppni við einkaaðila. Sams konar sjónar- mið eigi við þegar um ríkisfyrirtæki sé að tefla sem alfarið keppir á sam- keppnismarkaði. Tvær leiðir eru nefndar sem koma til greina í því skyni; annars vegar að koma eign- arráðum yfir fyrirtækjum hins opin- bera fyrir hjá öðrum ráðherra en þeim sem fer með almennt reglu- gerðarvald á viðkomandi sviði. Hins vegar að stofna sérstakt eignar- haldsfélag sem haldi utan um hags- muni ríkisins í hlutafélögum sem það á að öllu leyti eða að hluta. „Að mati samkeppnisráðs er engan veg- inn útilokað að koma eignarráðum ríkisins yfir einstökum fyrirtækjum þess fyrir hjá öðrum aðila en fagr- áðuneyti án þess að sú ráðstöfun stríði gegn hagsmunum viðkomandi fyi'irtækja. Þau skil sem þannig yrðu gerð á milli reglugerðarvalds- ins og stjórnar ríkisfyrirtækja myndu án efa verða til að efla trú aðila á markaði á möguleikum sín- um í samkeppni við opinber fyrir- tæki og koma að miklu leyti í veg fyrir þá augljósu hættu sem er á hagsmunaárekstrum milli þeirra illsamrýmanlegu hlutverka sem að' framan hafa verið nefnd," segir í álitinu þar sem því er beint til ríkis- stjórnarinnar að hún láti kanna möguleika þess að taka fyrirkomu- lag á eignarhaldi ríkisins á fyrir- tækjum í samkeppnisrekstri til end- urskoðunar. Hraða sölu Landssímans Guðjón Rúnarsson, lögfræðingur Verslunarráðs Islands, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að Verslunar- ráðið fagnaði mjög þessu áliti. Hann, sagði að málefni Landssímans og samkeppnisstaða keppinauta hans hefði haft mest um það að segja að erindið var sent samkeppnisráði. „Verlunarráð er þeirrar skoðunar að þetta álit sýni að það sé ekki seinna vænna að hraða sölu og fullri einkavæðingu á Landssímanum; það sé eðlilegasta og skynsamlegastS lausnin í stöðunni," sagði Guðjón.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.