Morgunblaðið - 07.12.1999, Síða 46
>*46 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ
Glænýtt
landslag
Öfugt við aðrar hávaxnar plöntur eru
auglýsingaskilti helstsett niður íþéttbýli
- þvífleiri sem byggðin erþéttari.
Eftir
Sigurbjörgu
Þrastardóttur
Islendingar hafa burðast við
að rækta skóga á sinni
hrjóstrugu eyju um árabil
og stundum séð nokkurn
árangur erfiðis síns. Önnur teg-
und gróðursetningar hefur hins
vegar á síðustu misserum flykkt
um sig enn meiri mannafla og
sýnt enn betri árangur en hefð-
bundin skógrækt. Það er gróður-
setning auglýsingaskilta. Ófugt
við aðrar hávaxnai- plöntur eru
auglýsingaskilti helst sett niður í
þéttbýli - því fleiri sem byggðin
er þéttari. Stilkarnir eru reknir
djúpt í jörðu og standa afbrigði
þessi jafnan af sér hvers kyns
veðrabrigði og vinda. Gróska í
viðgangi auglýsingaskilta er
stundum nefnd hagvöxtur og má
segja að skiltin séu á slíkum tím-
um fjölær. Kannski öllu heldur
„góðær“, því í góðæri gróa þau
einna best. í hallæri fölna hins
Vinunnc vegarauglýs-
»IWnllnr ingaskilti og
falla því eng-
inn er í að-
stöðu til þess
að vökva þau.
Þar sem byggðin er þéttust og
góðærið mest verður varla þver-
fótað fyrir auglýsingaskiltum.
Þau eru af ýmsum stærðum og
gerðum og í Reykjavík stefnir í
hinn myndarlegasta frumskóg
sem um ókomin ár mun gefa af
sér dýrmæta ávexti. Því þótt pen-
ingar vaxi sjaldnast á trjánum er
því þannig farið að gildir stofnar
auglýsingaskiltanna gefa af sér
feita fjársjóði. Auglýsingaskilti
sem ber við himin og ná athygli
allra í mörg hundruð metra rad-
íus, hljóta nefnilega að skila auk-
inni sölu þeirrar vöru eða þjón-
ustu sem auglýst er. Um verð-
mætasköpunina verður því ekki
deilt.
Framleiðendur fletti- og ljósa-
skilta hafa sem sagt komist að því
að til þess að ná sem mestri at-
hygli, sé farsælast að hafa auglýs-
ingaskiltin sem stærst. Dæmi um
þetta eru þekkt erlendis, allt frá
miðborg Kaíró til Piecadilly
Circus í London. Skiltin ber við
himin og lita útsýni þeirra sem
leið eiga um viðkomandi svæði.
„Landslag yrði lítils virði, ef það
héti ekki neitt,“ orti Tómas á sinni
tíð og nú hafa menn sýnilega tek-
ið hann á orðinu, hér á landi sem
erlendis, þar sem einkennismerki
fyrirtækja renna nú saman við
náttúruleg kennileiti. Þannig fell-
ur nafnið Hrói höttur inn í út-
sýnismynd þess sem kemur ak-
andi frá Garðabæ og horfir inn
Kópavogsdal. McDonalds ber við
Esjuna frá Kringlumýrarbraut,
Coca-Cola nemur við Faxaflóann
og 10-11 kórónar Seltjarnamesið,
sé horft úr blokk í Grandahverfi.
Við slíkri drottnun eiga ósýnileg
ömefni engin svör - landslagið
hefur öðlast ný nöfn sem beinlínis
em letruð yfir það sem áður sást í
beinni sjónlínu, hvort sem það var
fjall, haf eða himinn.
Þannig hafa auglýsingar breytt
borgarmyndinni til frambúðar og
verður líklega síst lát á. Þær hafa
líka breytt götumyndum því fyrir-
tæki og verslanir láta ekki lengur
nægja að negla firmanafnið upp
fyrir ofan innganginn, heldur
kaupa þau auglýsingapláss um
borg og bý svo vegfarendur sjái
nafnið sem oftast og gleymi því
helst aldrei. Þessir auglýsinga-
fletir eru víða, á skrokkum
strætisvagna, biðskýlum, um-
ferðarbrúm, húsgöflum, bif-
reiðum og byggingakrönum. Og
nú hafa bæst við undarlegir
auglýsingastöplar sem spretta
upp úr gangstéttum, t.a.m. við of-
anverðan Laugaveg. Stöplarnir
líta út eins og upplýstar hliðar
nýju strætisvagnaskýlanna
dönsku og eru víst á vegum sama
fyrirtækis, sem er eflaust rekið af
duglegu fólki. Mér gengur hins
vegar illa að taka þessa stöpla í
sátt því mér finnst lítil fegurð
fólgin í mannhæðarháum auglýs-
ingastöplum sem byrgja sýn á
gangstéttum borgarinnar. Þar
hefur mér hingað til þótt viðkunn-
anlegra að rekast á annað fólk,
ekki auglýsingafés í yfirstærðum.
Ætli það þýði annars nokkuð að
láta fáeinar myndskreyttar til-
kynningar ergja sig í amstri dags-
ins. Þær eru jú alls staðar hvort
sem er - ekki aðeins í Ijósvaka-
miðlum, blöðum og tímaritum
heldur einnig á póstkortum og
dagatölum, dreifibréfum og fatn-
aði, á pennum og lyklakippum,
númeraplötum bifreiða, stílabók-
um og bíómiðum, handklæðum og
sviðsmyndum sjónvarpsþátta,
ljóðabókum, gólfum íþróttahúsa
og nú jafnvel innan um fréttir á
útsíðum dagblaða. Alls staðar
blasa við litrík merki fyrirtækja
og stundum slagorð, slóðir og
símanúmer. Kannski verða af-
markaðir auglýsingatímarnir í
fjölmiðlum bráðum óþarfir því
auglýsingarnar eru komnar út um
allt.
Það allra nýjasta mun vera sím-
töl með auglýsingainnskotum, en
greint var frá því í Morgunblað-
inu fyrh’ skömmu að von væri á
slíkri þjónustu snemma á næsta
ári. Islenskt fyrirtæki mun þá
fara að dæmi símamanna í átta
löndum og bjóða símnotendum
ókeypis innanlandssímtöl, gegn
því að þeir hlýði á tíu sekúndna
auglýsingatíma með 1-2 mínútna
millibili allt símtalið á enda. Ekki
fylgdi sögunni hvort hægt yrði að
halda samræðum áfram meðan
auglýsingatíminn stæði yfir, en
greint var frá því að upplýsingar
um áhugamál, aldur, búsetu og
fjölskylduhagi áskrifenda yrðu
notaðar til þess að tengja saman
símanúmer og tegundir auglýs-
inga. „Menn heyra því bara þær
auglýsingar sem þeir vilja heyra,
um þær vörur sem þeir hafa
áhuga á,“ var haft eftir fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins.
Kannski tala ég ekki fyrir
munn margra, en persónulega hef
ég alls engan áhuga á að heyra
auglýsingar á meðan ég tala í sím-
ann við vini, vandamenn eða ann-
að gott fólk. Ég hef ekki það mik-
inn áhuga á neinni vöru í veröld-
inni að ég vilji láta kostaboð um
hana dynja á hlustunum í miðjum
persónulegum símtölum. í heimi
þar sem auglýsingar flæða um allt
í fjölmiðlum, breyta útsýninu
undir berum himni og trufla
menn nánast við akstur, hlýtur
fólk að eiga heimtingu á einhverju
persónulegu skjóli. I mínum huga
eru símtöl þetta skjól og því dett-
ur mér ekki í hug að skrá mig fyr-
ir ókeypis símtölum með auglýs-
ingum. Það mega hins vegar allir
aðrir gera sem áhuga hafa á. Þeg-
ar þeir hinir sömu taka hins vegar
að hringja í mig í gegnum slíkar
auglýsingalínur, vandast málið. Á
ég að láta mig hafa það að svara?
s s
Trúarbragðakennsla A Islandi býr fólk af mismunandi menning-
arsvæðum. Einmenningin er á undanhaldi. Gunnar Hersveinn
spurði um trúarbrögð og fjölmenningarlega kennslu í skólakerfínu.
Morgunblaðið/Kristinn
Er tímabært að Islendingar hugsi um aðlögun sína að Qölmenningu? Guðrún Pétursdóttir og Toshiki Toma.
nd í ljósi
trúarbragða
• „Á íslandi er ekki fastað og þar af
leiðandi eiga allir að borða“
• „Núna er tækifærið fyrir Islend-
inga að búa sig undir breytta tíma“
Einsleitni íslendinga er
goðsögn. Lúters-evangel-
íska samfélagið leið undh’
lok á níunda áratugnum.
Hugtakið Islendingur er goðsögn.
Marglyndi hefur tekið við af ein-
lyndi. Einstaklingar sem festa sig
við eitt sjónarhorn tilheyra horfnum
tíma. Fjölhyggjumaðurinn fagnar
öllu góðu hver sem uppruni þess er.
Fjölmenning, jafnræði, umburðar-
lyndi og fordómaleysi er næst á dag-
skrá. Eða hvað? Onnur trúarbrögð
en kristni eru aukasetning í nýrri að-
alnámskrá grunnskóla. Islensk 9-10
ár börn þurfa að læra um „dvöl ísra-
elsmanna í Egyptalandi og brottför-
ina þaðan“, þekkja valda þætti úr
„sögu Israels frá brottförinni frá
Egyptalandi til landnáms í Kana-
anslandi" og tólf ára börn þætti úr
„sögu ísraelsþjóðarinnar frá því að
ríkið klofnaði og til heimkomunnar
úr útlegð í Babýlon“ (Aðalnámskrá,
kristinfræði). En til hvers að læra
þetta, væri e.t.v. nær að kenna þeim
menningarfræði og um trúarbrögð
nýrra Islendinga: Islam, Búdda,
Hindúisma, Ba’hai. Jafnvel til að
auka viðsýni þeirra og koma í veg
fyrir fordómum? „Jafnvel þó kristin-
fræðikennsla sé lögbundin í íslensk-
um skólum væri mjög æskilegt að
byrja að fræða nemendur um önnur
trúarbrögð samhliða kristinfræðum
strax í 1. bekk. Mikilvægt er í allri
trúarbragðakennslu að hefja ekki
ein trúarbrögð yfir önnur þó að þau
séu „ríkistrú" og þar með sérstök
áhersla lögð á kennslu þeirra,“ segir
Guðrún Pétursdóttir starfsmaður
Miðstöðvar Nýbúa í nýrri bók sinni:
„Fjölmenningarleg kennsla" (bls.
62), en í fjölmenningarlegri kennslu
er bæði lögð áhersla á aðlögun inn-
flytjenda og aðlögun innfæddra að
nýju þjóðfélagsformi. Guðrún er fé-
lagsfræðingur frá Berlínarborg í
Þýskalandi. Sérsvið hennar eru mál-
efni sem snúa að rasisma, fordómum
og fjölmenningarlegri kennslu.
Trúarbrögð á Islandi voru nýlega
til umfjöllunar á málstofu hjá Mið-
stöð nýbúa, vegna mismunandi trú-
arbragða sem iðkuð eru á íslandi.
Þar var m.a. minnt á að islam, gyð-
ingdómur, kristni og ba’ha eru í raun
bræðralög. Þessi trúarbrögð eru öll
af sama meiði og boða trú á einn guð.
Nefnt var á málstofunni að opinber
umfjöllun á Vesturlöndum gæfi ekki
rétta mynd af islamstrú, því hún sé í
raun sérlega umburðarlynd, en ekki
miskunnarlaus (ranghugmyndin).
Um báhai trú kom fram að ekki er
gert ráð fyrir neinum presti eða sér-
stakri byggingu til trúariðkunar.
Umburðarlyndið er einnig ríkjandi í
henni því trúin viðurkennir alla spá-
mennina.
Áhrif menningar á kirkju
í umræðum var rætt um hvað
trúarbrögðin ættu sameiginlegt og
reyndist það æði margt. Fylgjendur
trúa á einhverskonar spámenn eða
boðbera, styðjast við eitthvert rit
sem birtir hugmynda- og siðfræði og
búa við einhverja helgisiði. Búddatrú
greinir sig þó frá öðrum vegna þess
að búddistar trúa ekki á neinn guð.
Kærleikur, góðvild, bæn og hug-
leiðsla voru þó öllum trúarbrögðum
sameiginleg.
„Að ímynda sér að einhver
evrópsk menning sé „hrein“ þ.e. án
áhrifa frá annarri menningu er ósk-
hyggja," skrifar Guðrún Pétursdótt-
ir (bls. 35). Það sama má segja um
trúarbrögð, þau eru ekki hrein, held-
ur blönduð. Toshiki Toma þjónandi
prestur innflytjenda ræddi um
trúarbrögð á málstofunni. Hann er
sammála hugmyndum Guðrúnar um
gildi fjölmenningarlegrar kennslu og
telur tímabært að Islendingar hugsi
um aðlögun sína að nýrri menningu
en fjöldi t.d. íslamstrúarmanna og
búddista er vaxandi á landinu.
„Þjóðkirkjan var ekki búin undir
breytt samfélag og hafði enga hug-
mynd um viðbrögð um hvernig hún
gæti þjónað áfram öllum íbúum
landsins,“ segir Toshiki, „en ný þjóð-
félagsmynd birtist m.a. í mismun-
andi trú, tungumálum og útliti fólks,
og þvi er þjóðfélagið bæði nýtt fyrir
þjóðkirkjuna og íslendinga alla. “
En hvað einkennir trúarbrögð?
„Þau segja ft’á dauða mannsins og
lífinu eftir dauðann. Þau búa við gild-
ismat sem byggist að einhverju leyti
á innsæi. Þau hvíla á kenningum og í
þeim er trúarsamfélag myndað,"
segir Toshiki. Trúarbrögð eru enn-
fremur siðfræði, heimspeki, andatrú
og hugmyndafræði.
Toshiki skiptir trúarbrögðum í tvo
hluta, annars vegar í kreddu eða
grunnkenningar/texta, og hinsvegar
í trúnna í menningu sérhvers þjóðfé-
lags; hefðir, sögu, hjátrú, og þjóðern-
ishugmyndir. Hér á landi er skipt-
ingin í lútersk-evangelíska kirkju og
svo kirkju Islendinga sem er samofin
landi og þjóð. „Kirkja Islendinga er
sterkari en kreddan,“ segir hann,
„styrkur menningarinnar í henni
sést t.d. af því að hún gerir ekkert
nema það sem þjóðfélagið hefur áðm-
samþykkt." Hann nefnir sem dæmi
að erfitt sé fyrir kirkjuna að komast
að samkomulagi varðandi samkyn-
hneigð fyrr en þjóðfélagið hefur gert
það.
Trúin mótast í samfélaginu, þar er
hún iðkuð og verður óhjákvæmilega
öflugri en kreddan (dogma). Dæmi
um þetta er að kirkjur einhverra
þriggja landa hvíla á sama grunn-
texta en trúariðkun þjóðanna er hver
með sínum hætti. Þannig er t.d. gyð-
ingdómur iðkaður á nokkra vegu,
allt eftir í hvaða landi það er. „Þegar
smáhópur er aðskilinn frá frumsam-
félagi sínu verður breyting á trúarið-
kun og einhverjar nýjungar fyrirsjá-
anlegar,“ segir Toshiki, „í
frumsamfélagi Gyðinga í ísrael eru
samkunduhúss-helgisiðir tíðkaðir,
hvfldardagur (sabbath) haldinn,
reglur um mat virtar (kosher). En á
Islandi halda Gyðingar í helgisiðina,
en hvfldardagurinn, matarreglurnar