Morgunblaðið - 07.12.1999, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 53
MINNINGAR
bæta við þekkingu sína á þessu sviði
og sótti hún námskeið í leikstjórn og
í leikrænni tjáningu, bæði innan-
lands og utan. Um tíma kenndi hún
leiklist og leikræna tjáningu í Víg-
hólaskóla og einnig hélt hún nám-
skeið fyrir unglinga á vegum Leikfé-
lagsins. Fíu hlotnaðist sá heiður að
leika í nokkrum íslenskum kvik-
myndum og ég held mér sé óhætt að
fullyrða að þar beri hæst leik hennar
í myndinni „Óðal feðranna“. Síðasta
myndin sem hún lék í var „Englar al-
heimsins" sem enn hefur ekki verið
frumsýnd. Störf sín í þágu leiklistar-
innar vann hún af næmi og innsæi
sem hún átti í ríkum mæli.
Fía giftist ung að árum Ólafi Jóns-
syni, sem var stofnandi Skipatækni
hf. Böm þeirra hjóna em sjö talsins,
vel af Guði gerð, menntuð til hinna
ýmsu starfa og hafa aukið kyn sitt.
Lengst af áttu þau Ólafur og Fía
heimili í Kópavogi, en um tíma
bjuggu þau í Svíþjóð þegar Ólafur
var við nám. Síðar tóku þau sig upp
með yngri bömin og fluttu til Spánar
þar sem Ólafur hafði yfirumsjón með
smíði skuttogara fyrir Islendinga.
Fía nýtti tímann vel á meðan þau
dvöldu þar: Hún fór í spönskunán og
náði tökum á málinu á furðu skömm-
um tíma. Tungumálakunnáttan kom
henni að góðum notum. Eftir heim-
komuna gerðist Fía leiðsögumaður
og ferðaðist vítt og breitt um landið
með erlenda ferðamenn. Hún var
jafnvíg á sænsku og spönsku.
En Fíu dreymdi um að mennta sig
enn frekar. Hún hóf nám í öldunga-
deild Menntaskólans við Hamrahlíð
og tók stúdentspróf þaðan ’83. Um
haustið innritaðist hún í sagnfræði
við Háskóla íslands en varð frá að
hverfa vegna veikinda Ólafs, en hann
lést 24. nóv. ’84 um aldur fram.
Fía var stórglæsileg kona og sóp-
aði að henni hvar sem hún fór. Hún
var bráðvel gefin, víðlesin og fróð.
Hún hafði skopskyn gott og var
einkar skemmtielg manneskja. Hún
var tilfinninganæm og vinur vina
sinna. Fía var líka snilldarkokkur og
veitti af rausn. Handverkið sem hún
lætur eftir sig er mikið að vöxtum.
Eftir lát Olafs hóf Fía störf hjá
bókasafni Kópavogs og starfaði þar
þangað til hún veiktist sl. haust.
Mikil eftirsjá er að Fíu og er henn-
ar sárt saknað. Að leiðarlokum
þakka ég af hjarta samfylgdina.
Bömum, tengdabörnum, bama-
bömum og bamabarnabörnum votta
ég mína dýpstu samúð.
Lillý Guðbjömsdóttir.
BRIPS
Umsjón Arnór G.
R a g n a rs s o n
Bridsfélag
Reykjavíkur
Föstudaginn 26. nóvember var
spilaður eins kvölds tölvureiknaður
Monrad Barómeter tvímenningur
með forgefnum spilum. 24 pör spil-
uðu 7 umferðir með 4 spilum á milli
para. Efstu pör vora:
UnnarA. Guðmss.-JóhannesGuðm. 88
TómasSiguijónss.-BjömSvavarss. 50
Jón Stefánss. - Magnús Sverriss. 38
Baldur Bjartmarss. - Guðm. Þórðars. 36
Arni Hanness. - Þorleifur Þórarinss. 25
Að tvímenningnum loknum var
spilúð Miðnæturútsláttarkeppni og
til úrslita spiluðu sveitir Alberts Þor-
steinssonar og Þórðar Sigfússonar.
Sveit Alberts vann úrslitaleikinn
með miklum mun og tryggði sér sig-
urinn. Með honum spiluðu : Auðunn
R. Guðmundsson, Hallgrímur Hali-
grímsson og Hafþór Kristjánsson.
Annað kvöldið í Hraðsveitakeppni
félagsins var spilað miðvikudaginn
30. nóvember. Meðalskor kvölds er
540 og hæsta skor kvöldsins náðu:
Samvinnuferðir-Landsýn 620
Rúnar Einarsson 585
Ásmundur Pálsson 585
FerðaskrifstofaVesturlands 573
Jón Þorvarðarson 559
Staða efstu sveita eftir tvö kvöld af
fjóram er:
Samvinnuferðir-Landsýn 1223
Ásmundur Pálsson 1142
HelgiBogason 1139
Rúnar Einarsson 1134
JónÞorvarðarson 1123
Miðvikudaginn 1. desember var
spilaður eins kvölds Monrad Baró-
meter með þátttöku 14 para. Spilað-
ar vora 7 umferðir með 4 spilum á
milli para og efstu pör vora:
1. Guðlaugur Sveinsson - Jón Stefánsson 44
2-3ÁmiHannesson-StefánGarðarsson 23
2-3 Eðvarð Hallgrss. - Leifur Aðalst.son 23
4. Þorsteinn Joensen - Sig. Steingrss. 17
Sex pör tóku þátt í Verðlaunapott-
inum og var hann alls 3.000 krónur.
Rann hann allur til Guðlaugs og
Jóns. BR er með eins kvölds tví-
menninga í allan vetur á miðviku-
dags- og föstudagskvöldum. Spilaðir
era Mitchell og Monrad Barómeter
tvímenningar til skiptis. Spila-
mennska byrjar 19:30 á miðvikudög-
um en 19:00 á föstudögum. A mið-
vikudögum gefst pöram kostur á að
taka þátt í verðlaunapotti og á föstu-
dögum er miðnætursveitakeppni
strax eftir að tvímenningnum lýkur.
Spilarar sem era 20 ára og yngri
spila frítt á miðvikudögum og föstu-
dögum.
Bridsdeild FEBK
í Kópavogi
Átján pör mættu til leiks í tví-
menning fimmtudaginn 2. desember.
Hannes Alfonsson stjómaði keppni.
Efstvóra:
NS
Gunnar Gíslason - Sigurberg Sigurðsson208
Viðar Jónsson - Sigurþór Halldórsson 187
Unnur Jónsdóttir - Jónas Jónsson 178
AV
Jón Andréss. - Guðmundur Guðmundss. 213
Amdís Magnúsdóttir - Karl Gunnarsson 180
Guðrún Maríasd. - Sigurður Einarsson 172
Mánudaginn 6. desember verður
framhaldið sveitakeppni. Þátttak-
endur era beðnir um að mæta vel
fyrir kl. 13 í Gullsmára 13.
Bridsfélagið Muninn Sandgerði
MIÐVIKUDAGINN 1. des. lauk
haustsveitakeppni félagsins með ör-
uggum sigri sveitar Karls G. Karls-
sonar, en það var hörkuspenna um
næstu sæti á eftir. Lokastaða efst®
sveita varð þessi:
Karl G. Karlsson 136
Garðar Garðarsson 114
Sigurður Albertsson 114
Guðjón Óskarssonll3
I sveit Karls vora auk hans Gunn-
laugur Sævarsson, Birkir Jónsson,
Amór Ragnarsson, Jóhannes Sig-
urðsson og Gísli Torfason.
Miðvikudaginn 8. des. hefst hrað-
sveitakeppni hjá félaginu.
Bikarkeppni bridsfélaga
á Norðurlandi vestra starfsárið
1999 til 2000
Á síðasta starfsári tóku 15 sveitir
þátt í bikarkeppninni sem var að
sjálfsögðu landsmet miðað við íbúa-
fjölda. Nú er takmark svæðisstjórn-
arinnar að gera enn betur. í tilefni af
hugsanlegum 2000-vanda verður
ekkert þátttökugjald í þesari keppni.
Við hvetjum aUa áhugamenn um
brids að mynda sveit og hitta félaga
sína við spUaborðið sér til ánægju og
dægrastyttingar.
Skráningarfrestur er til 14. des-
ember og verða sveitir dregnar sam-
an miðvikudaginn 15. desember.
Við skráningu taka: Jón Sigur-
bjömsson, Siglufirði, h.sími
467 1389, v.sími 467 1350, ÁsgrímiBv
Sigurbjömsson, Sauðárkróki, h.sími
453 5030, v.slmi 453 5504, Gunnar
Sveinsson, Skagaströnd, h.sími
452 2970, Guðmundur H. Sigurðs-
son, Hvammstanga, h.sími 451 2393,
v.sími451 2348.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfín Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
ATVINNUAUGLÝSINGAR
LEIKSKÓLINN
MÁNABREKKA
Óskum að ráða
leikskólakennara eða starfsfólk
með aðra uppeldismenntun
í 80-100% starf við sérkennslu
Uppeldisstefna Mánabrekku er umhverfis- og
náttúruvernd. Einnig er lögð áhersla á og unnið
að þróunarverkefnum í tónlist og tölvum.
Laun em samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra
leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga.
Jafnframt hefur Seltjamamesbær gert sérstakan
verksamning við leikskólakennara.
Komið í heimsókn og kynnið ykkur skólastarflð.
Nánari upplýsingar gefur Dagrún Ársælsdóttir
leikskólastjóri Mánabrekku í síma 561 1375.
Einnig veitir Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi
á Skólaskrifstofu Seltjamamess upplýsingar um starfið
í síma 561 2100.
Leikskólar Seltjarnarness em reyklausir vinnustaðir.
Skriflegar umsóknir berist til leikskólans Mánabrekku
eða Skólaskrifstofu Seltjamamess fyrir 14. des. 1999-
Seltjarnarnesbær
Bókhald
Blaðbera vantar
Kópavogur - Sæbólshverfi.
Mosfellsbær - Barrholt.
Hafnarfjörður - Iðnaðarhverfi
Álftanes - Sviðholtsvör.
!► | Upplýsingar í síma 569 1122.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir
300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS
Kennsla á Selfossi
Umsóknarfrestur um eftirfarandi áöur auglýst
kennslustörf við Fjölbrautaskóla á vorönn
2000, er framlengdur til 15. desember.
Ferðamálaqreinar oq landafræði
(80% starf).
Stundakennsla í Meistaraskóla
(faggreinar í byggingariðnaði).
Um laun fer skv. kjarasamningum HÍK/KÍ.
Nánari upplýsingar veita skólameistari og
aöstoöarskólameistari, sími 482 2111.
Umsóknir berist skólameistara eigi síöar en
15. desember 1999.
Skólameistari.
Óskum eftir vönum bókara (TOK-kerfi) á litla
bókhaldsstofu. Þrír starfsmenn fyrir. Fjölbreytt
starf. Reynsla af ársuppgjörum væri góður
kostur. Ertilbúinn að bíða til áramóta ef meö
þarf. Góð laun fyrir réttan aðila. Öllum um-
sóknum svarað.
Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., fyrir
15. sept., merktar: „Viðvik — 7036".
Hei þú, já þú!
Vantar þig vinnu?
Alþjóðlegt fyrirtæki opnað á íslandi.
Hlutastörf 1.000—2.000 þús. dollarar á mánuði.
Fullt starf 2.000—4.000 dollarar á mánuði.
Upplýsingar gefur Sigríður í síma 699 0900.
VEÐURSTOFA*
ÍSLANDS
Tæknimaður
á rafeindasviði
Á Jarðeðlissviði Veðurstofu íslands er laust
til umsóknar starf tæknimanns.
Starfið felst í rekstri og viðhaldi rafeinda- og
tölvustýrðra rannsóknartækja vítt um land og
umsækjendur þurfa að hafa alhliða reynslu
sem nýtist í þróunarvinnu á sviði mæli- og
samskiptatækni. x
Laun eru samkvæmt kjarasamningum starfs-
manna ríkisins.
Frekari upplýsingar gefa starfsmenn Jarðeðlis-
sviðs Veðurstofunnar.
Umsóknir berist til Veðurstofu íslands, Bústaða-
vegi 9, 150 Reykjavík, fyrir 20. desember nk.
Laus störf í grunn-
skólum Reykjavíkur
Kennarar
Langholtsskóli, sími 553 3188.
Kennari til að sinna 1/2 stöðu í sérkennslu og
1/2 stöðu í skóladagvist.
Önnur störf.
Langholtsskóli, sími 553 3188.
Starfsmaður til að annast nemendur í leik ^
og starfi, þrif o.fl. í skóladagvist.
Hlutastarf.
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri. Umsóknir ber að senda í skólann.
Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttar-
félög.
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 ^
• Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: £mr@rvk.is