Morgunblaðið - 07.12.1999, Síða 58
:*
58 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Bókaverð er of hátt
3 bækur
4.460 krónur
5.606 eintök
75 milliónir króna handa
Degi og Steingrími og öðrum
www.tunga.is
CMjög sterk og
ofnæmisfrí^
Gleraugnasaian,
Laugavegi 65.
...fyrir frænkur,
fyrir frændur...
sterling
verslun ^
HAFNARSTRÆTI11
REYKJAVÍK
SÍMI 551 4151
i
l'riWiM
WL Zaniiji
Vbíú 'ál IMtJ
Mörkinni 3, s. 588 0640.
^ Opiö mán.-fös. 12-18,
lau. 11-16, sun. 13-17.
_____________UMRÆÐAN___________
Um „framgöngu verjandans“
FÁ dómsmál síðari
tíma hefur almenningur
í landinu látið jafnmikið
tii sín taka og dóm
Hæstaréttar 28. októ-
ber sl., þar sem skjól-
stæðingur minn var
sýknaður af ákæru um
alvarlegt kynferðisof-
beldi gegn dóttur sinni.
Dómurinn vakti sterk
viðbrögð í samfélaginu
og töldu flestir hann
rangan. Maðurinn væri
sekur um afbrotin þrátt
fyrir dóminn. Þessu
fylgdi mjög ómál8efna-
leg gagnrýni á Hæsta-
rétt. Var helst að skilja
á sumum ræðumanna, að þar sæti í
dómarasætum fólk, sem ætti sér
ekki aðra ósk heitari en að koma í
veg fyrir að kynferðisofbeldismenn
yrðu kvaddir til ábyrgðar fyrir glæpi
sína. Efnt var til tölvupóstsendinga
til réttarins til að mótmæla dómin-
um. AUir sendu sama bréfið, sem
samið hafði verið af þeim sem til
dáðarinnar hvöttu. I því var gróflega
hallað réttu máli um efnisatriði úr
málinu. Fjölmargir tóku áskoruninni
og sendu bréf. Mér er sagt, að tölvu-
póstkerfl réttarins hafi verið óstarf-
hæft meðan á þessu stóð. Maðurinn
sjálfur hefur síðan dómurinn gekk
mátt taka út refsingu, sem sjálfsagt
er að mörgu leyti harðari en verið
hefði við áfellisdóm. Hann sætir fé-
lagslegri útskúfun og þarf að berjast
harðri baráttu fyrir tilverurétti sín-
um í þessu samfélagi, sem svo hart
hefur dæmt hann.
Á borð við það grófasta
Mér varð strax ljóst, að hér var á
ferðinni múgæsing á borð við það
grófasta sem þekkist. Eg þekkti að
sjálfsögðu dómsmálið vel og vissi, að
dómararnir sem sýknuðu manninn
voru í mjög erfíðu máli að sinna einni
helgustu skyldu sinni, að sýkna þeg-
ar sök er ekki sönnuð. Ég átti þann
auðvelda kost að skipta mér ekkert
af þessu. Reyndar var það hluti af
málflutningi múgæsingarmanna, að
dómurinn hefði fallið á þann veg sem
raun ber vitni vegna snilli minnar
sem málflytjanda. Auðveldast var að
láta fólk bara halda þetta. Það hlaut
að virka hvetjandi á rekstur mál-
flutningsstofunnar!
Ég gat þó ekki gert það. Þar átti
ég við samvisku mína. Mér fannst ég
verða að reyna að rétta hlut manns-
ins og dómstólsins sem
kvað upp dóminn. Mál-
ið snerist reyndar að
mínu mati um grund-
vallaratriði í réttarfari
í landinu. Mér fannst,
að ég yrði að reyna að
opna augu almennings
fyrir því. Ólíklegt væri
að aðrir yrðu til þess.
Ég vissi vel, að þetta
verkefni yrði ekki til
vinsælda fallið. Dóms-
málið varðaði mjög
viðkvæmt málefni, þar
sem öll samúð lægi
stúlkunnar megin en
ekki hjá sýknaða
manninum. Sjálfur
fann ég til mikillar samúðar með
þátttakendunum í þessum hildarleik
og vissi að opinber umfjöllun um
málið var þeim erfíð. Þá umfjöllun
höfðu aðrir en ég hafið á skelfilegan
hátt.
Erindi á Bylgjunni
Svo fór að mér gafst tími á Bylgj-
unni til að fara yfir málið. I erindinu
sem ég flutti þar 28. nóvember sl.
reyndi ég að fara eins varlega og mér
var unnt með viðkvæmt efni. Ég
gætti vitaskuld nafnleyndarinnar og
sleppti öllu efni sem hafði inni að
halda lýsingar á ætluðum kynferðis-
brotum og kringumstæðum þeirra.
Ég sleppti líka framburði um sam-
skipti innan veggja heimilisins, sem í
hlut átti, þó að í þessu öllu væri að
finna mikið efni sem styrkti dómsnið-
urstöðuna. I erindinu las ég hins veg-
ar úr sérlega ástúðlegu bréfi, sem
stúlkan hafði sent föður sínum um
hálfu ári eftir að hann var farinn af
heimilinu. Hún var þá 16 ára gömul.
Fyrir þetta hef ég verið gagnrýndur.
Rétt er því að skýra ástæður mínar
fyrir þessum upplestri nokkrum orð-
um.
I umræðum um dóminn hef ég lát-
ið í Ijósi þá skoðun, að í máli þar sem
ekki er til að dreifa raunverulegum
sönnunargögnum um brot, sé ekki
unnt að láta niðurstöðu ráðast af
mati sérfræðinga á trúverðugleika
framburða þeirra tveggja, sem um
geta vitað, en bera á mismunandi
vegu. Það var þó sú sönnunarfærsla
sem ákæruvaldið fór fram með í
þessu máli, þ.e. leitast var við að
sanna að stúlkan væri trúverðug. í
málsvöminni fyrir ákærða varð því
nauðsynlegt að færa fram í málinu
atriði, sem virtust geta haft þýðingu
við slíkt mat. í því skyni var umrætt
bréf nefnt til sögunnar. Bréfið er
nefnt í forsendum meirihluta Hæsta-
réttar. Til þess að geta lagt dóm á
bréfið þurfa menn að vita um efni
þess. Ég taldi því rétt að lesa úr því,
enda var bréfið í sjálfu sér elskulegt
Dómurinn
*
Eg fæ ekki betur séð
en umræðurnar séu
hættar að snúast um að
dómurinn hafí veríð
rangur, segir Jón
Steinar Gunnlaugsson,
en teknar að snúast um
að ég megi ekki út-
skýra hvers vegna
hann var réttur.
bréf og ekkert við það athugavert,
nema í því samhengi sem þarna var á
ferðinni. Fjölmargir menn virtust
hafa fellt þann dóm, að stúlkan væri
trúverðug; hún segði satt en faðirinn
ósatt. Lesturinn úr bréfinu var til
þess fallinn að hafa áhrif á þann dóm,
þó að hann sannaði auðvitað ekki að
stúlkan segði ósatt. Maðurinn, sem
samborgararnir hafa gert að eins-
konar ófreskju í mannsmynd, vildi
líka að ég læsi þetta. Ég ákvað því að
gera það. Ég tel þá ákvörðun hafa
verið óhjákvæmilega í ljósi þess er-
indis sem ég leitaðist við að sinna.
Fráleit ásökun
Ég hef orðið þess var, að erindi
mitt virðist hafa haft umtalsverð
áhrif á fjölda fólks. Margir virðast
hafa komið auga á, að sýknudómur-
inn var réttur dómur. Það hefur hins
vegar gerst sem við mátti búast, að
menn hafa í þessu mikla tilfinninga-
máli tekið að beina skeytum sínum að
mér, boðbera þessara tíðinda. Það er
eins og sumt af því fólki, sem áður
felldi dóma sína, vilji ekki heyra
sannleikann, því hann truflar trú
þess. Tekið var viðtal á Bylgjunni við
Braga Guðbrandsson, forstöðumann
Barnastofu, þar sem hann sagði m.a.,
að ég væri orðinn að einhvers konar
ákæranda stúlkunnar! Þetta var svo
spilað í fréttatíma Stöðvar 2. Ásökun-
in er fráleit. Ég hef aldrei einu sinni
látið uppi þá skoðun að stúlkan segði
sannanlega ósatt. í dómsmálinu var
bara fjallað um sönnun sektar fóður-
ins. Hún sannaðist ekki. Þar sannað-
ist heldur ekki að stúlkan segði ósatt.
Þetta er kannski hinn stóri harmleik-
ur í svona máli. Enginn getur vitað
með fullkominni vissu hvor kosturinn
er sannur. Þátttakendur sitja áfram
uppi með þetta. Sú eina niðurstaða
felst í dóminum, að manninn beri að
sýkna vegna þess að sök sannaðist
ekki.
Síðan eru sagðar af því fréttir, að
einhverjir ónafngreindir lögmenn
hafi spurt stjóm Lögmannafélagsins,
hvort taka eigi „framgöngu“ mína
eftir dóminn til meðferðar. Ég fæ
ekki betur séð en umræðumar séu
hættar að snúast um að dómurinn
hafi verið rangur, en teknar að snú-
ast um að ég megi ekki útskýra hvers
vegna hann var réttur. Þar beina
menn skeytum sínum að tjáningar-
frelsi mínu og að sínu leyti mannsins
sem sýknaður var. Sennilega er tján-
ingarfrelsi sjaldan mikilvægara, en
þegar verja þarf mann, sem almenn-
ingur dæmir fyrir svo alvarlega
glæpi og hér um ræðir, svo ekki sé
talað um nauðsyn þess að verja eina
mikilvægustu reglu réttarríkisins,
regluna um sakleysi uns sekt er
sönnuð. Ég hlýt að vera ánægður
með þessa breytingu á umræðuefn-
inu, því hún virðist sýna að til ein-
hvers hafi verið talað. Ég verð samt
að játa, að sú ánægja er trega bland-
in. Ég vona bara að einhverjir dragi
þann lærdóm af þessum harmleik, að
framvegis sé best að menn fari var-
lega í umfjöllun um dómsmál á þessu
sviði og sleppi því að reyna að kalla
fram götudóma, þar sem enginn sem
dæmir hefur átt þess nokkurn kost
að kynna sér mál til hlitar.
Þær opinberu umræður sem
spunnist hafa um þetta sorglega
dómsmál hafa orðið öllum sem hlut
eiga að máli afar erfiðar. Þetta á
bæði við um ákærða, dóttur hans og
fyrrverandi eiginkonu, en einnig aðra
sem þessu fólki tengjast. Líklega eru
öll sjónarmið, sem máli skipta komin
fram. Ég tel afar æskilegt með tilliti
til tilfinninga og hagsmuna fólksins,
að menn bindist nú samtökum um að
hætta þessum umræðum og gefi fólk-
inu frið til að fást við þau viðfangs-
efni sem það horfist í augu við í lífi
sínu að þessari orrahríð lokinni
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Vítahringur
ÍSLENDINGAR eru
góðir tölvumenn! Þetta
er fullyrðing sem ég
hef oft sett fram við
danska félaga mína í
tölvugeiranum í Dan-
mörku. Ég hef auðvitað
eins og aðrir haft af því
fréttir að einstök fyrir-
tæki hafa verið að gera
garðinn frægan á ís-
landi sem og annars
staðar með ákveðnar
lausnir eða hugmyndir
í „tölvuheiminum".
Ég hef hinsvegar
haft tækifæri til þess,
nú nýverið, að heim-
sækja og ræða við
nokkur af stærri tölvufyrirtækjum
landsins. Það sem flest þessara fyr-
irtækja eiga sameiginlegt er að þau
bjóða heildarlausnir til annara fyrir-
tækja, félaga eða stofnana á íslandi.
Það er einmitt þetta sem ég vil ræða
í þessari grein.
Þegar fyrirtæki stendur frammi
fyrir einhverskonar breytingum á
tölvubúnaði, hugbúnaði eða öðru,
sem lýtur að hagræðingu með inn-
töku tölvutækni, er í mörg horn að
líta.
Lítum aðeins á það ferli sem alltof
oft viðgengst við kaup á tölvubúnaði
í ofangreindum tilfellum:
•Stjómendur fyrirtækja taka
ákvarðanir um tölvuvæðingu eða
breytingar án þess að
hafa gert sér grein
fyrir þeim möguleik-
um sem fyrir liggja.
Oft hafa menn heldur
ekki gert sér grein
fyrir afleiðingunum.
„Vanhæfum" starfs-
mönnum er oft falið að
sjá um innkaup og
tölvuvæðingu, starfs-
menn sem með blindri
samviskusemi taka að
sér verkefni án þess að
hafa þekkingu né
möguleika á því að
leysa þau eins og til er
ætlast.
Rætt er við sölu-
mann frá tölvufyrirtæki þar sem
fengin eru verð á stykkjafjölda
ákveðins vél- eða hugbúnaðar.
Þegar hér er komið sögu er verk-
efnið vel á veg komið, hægt er að
spá í tegundir vélbúnaðar, magn
minnis o.s.frv. Mest áhersla er þó
lögð á að „karpa“ um verð á fyrir-
ætluðum kaupum, hvort hægt sé að
spara einhverjar krónur við kaupin.
Rangara gæti ferlið varla verið ef
áhugi er fyrir því að ávinningur
verði af fjárfestingunni.
Hvar liggur þá hundurinn graf-
inn?
I fyrsta Iagi eru fyrirtæki almennt
ekki í stakk búin til að taka ákvarð-
anir um tölvuvæðingu hjálparlaust!
Tölvuvæðing
Fyrirtæki eru almennt
ekki í stakk búin til
þess, að mati Þorvald-
ar Flemming Jensen,
að taka ákvarðanir
um tölvuvæðingu
hjálparlaust.
Þetta væri í sjálfu sér í lagi ef
stjórnendur fyrirtækja hefðu ekki
þá grillu í hausnum að kaup tölvu-
búnaðar snúist um stofnkostnað en
ekki rekstur og hagræðingu.
Erlendis tíðkast það að keypt sé
ráðgjöf til að auka ávinninginn af
tölvu- og hugbúnaðarkaupum. Fyr-
irtæki þar vita (hafa lært) að tölvu-
væðing krefst þekkingar á vinnuað-
ferðum fyrirtækja og möguleikum
hugbúnaðar. I þessu sambandi er
einnig mikilvægt að kanna lausnir
sem geta aukið framleiðni, sparað
kostnað o.s.frv.
í flestum tilfellum er hægt að
auka gildi „staðlaðra lausna" til
muna með litlum tilkostnaði. Til
þess að það sé hægt þurfa menn að
vita hvaða möguleikar eru fyrir
Þorvaldur Flemm-
ing Jensen
hendi. Hér kemur þekking og
reynsla tölvufyrirtækjanna til sög-
unnar.
Hversvegna nær þessi þekking og
reynsla þá ekki inn í fyrirtækin sem
kaupa tölvubúnaðinn? Þetta er
vegna þess að fyrirtæki á íslandi
hafa ekki lært það ennþá að þekking
kostar peninga. Það er dýrt fyrir
tölvufyrirtækin að halda faglærðu
fólki með viðeigandi eftirmenntun
og fá ekki borgað fyrir það.
Viðskiptavinir tölvufyrirtækja á
íslandi krefjast þess að allt kosti
ekkert og að gæði vöru og þjónustu
séu á heimsmælikvarða. Þetta er
dæmt til að mistakast, og er við
bæði tölvufyrirtækin og viðskipta-
vinina að sakast.
Tölvufyrirtækin falla mörg hver í
þá gryfju að „keppa“ um verð á ís-
lenskum markaði. (Það er undarlegt
að þetta breytist um leið og fyrir-
tæki færa kvíarnar út fyrir land-
steinana.) Þegar framleiðni tölvufyr-
irtækja minnkar verður að skera
niður. Niðurskiu-ðurinn beinist þá
oft að öflun þekkingar, vegna þess
að þekking er dýr og viðskiptavin-
irnir vilja ekki borga fyrir hana!
Þess vegna segi ég við ykkur,
kæru stjórnendur fyrirtækja á
Ís81andi:
Þegar huga á að kaupum tölvu-
búnaðar, skuluð þið krefjast vand-
aðrar ráðgjafar sem byggist á þekk-
ingu og reynslu. Sérþekking kostar
peninga en borgar sig þegar lengra
er litið.
Höfundur er eigandi internet-fyrir-
tækisins Global iT í Danmörku.