Morgunblaðið - 07.12.1999, Qupperneq 66
-4>6 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Hlustaðu
á mbl.is
Á plötuvef mbl.is er að finna ítarlegar
upplýsingar um 145 nýjar plötur frá
64 útgefendum og nú geta gestir
mbl.is hlustað á eitt til þrjú 30
sekúndna tóndæmi af hverjum titli.
Einnig gerir tenging við Amazon.com
notendum mögulegt að kaupa mikið
úrval geisladiska beint af Netinu.
Gerðu jólainnkaupin auðveldari
og farðu á mbl.is !
4»>mbl.is
_/kLLTTAf^ e/TTHVVHD NÝTT
FRÉTTIR
Eitt alvarlegt ofbeldis-
brotamál og rán í verslun
EITT alvarlegt ofbeldisbrotamál
kom upp um helgina sem varðar lát
aldraðrar konu. Þá var verslun í
Hlíðahverfi rænd og ofbeldi hótað.
Mjög fátt var í miðborginni um
helgina og gekk skemmtanahald að
mestu átakalaust fyrir sig.
Lögreglan í Reykjavík mun eins
og önnur lögreglulið beina sér-
stakri athygli að ölvunarakstri sem
þvi miður er algengur þessar síð-
ustu vikur fyrir jólahátíðina.
Um helgina voru 4 ökumenn
stöðvaðir vegna gruns um ölvun.
Um helgina var lögreglu tilkynnt
um 56 umferðaróhöpp.
A laugardag varð árekstur
tveggja bifreiða á Vesturlandsvegi
við Leirvogsá. Ökumaður og þrír
farþegar voru fluttir á slysadeild
en meiðsli talin minniháttar.
Ökumaður missti stjóm á bifreið
sinni á Hafravatnsvegi á laugar-
dag. Bifreiðin lenti út af veginum
og valt á hliðina.
Handtekinn með fíkniefni
18 ára piltur var handtekinn að
kvöldi laugardags eftir að hafa
reynt að nota vákort á veitingastað
í miðborginni. Pilturinn var fluttur
á lögreglustöð og fundust á honum
ætluð fíkniefni.
3.-6. desember
Brotist var inn í veitingastað í
Arbæjarhverfi um helgina og það-
an stolið nokkrum verðmætum.
Brotist var inn í skip sem liggur
við Grandabryggju og þaðan stolið
myndbandstæki.
Á föstudag voru afskipti höfð af
tveimur piltum vegna gruns um
þjófnað í Kringlunni. Við leit fund-
ust ætluð fíkniefni og lyf í bifreið
þein-a.
Karlmaður handtekinn vegna
manndrápsrannsóknar
Rúmlega áttræð kona fannst lát-
in í íbúð sinni í austurborginni að
kvöldi föstudags. Af áverkum að
dæma er talið að henni hafi verið
ráðinn bani og er málið rannsakað
sem manndráp. Karlmaður var
handtekinn á laugardag í tengslum
við rannsókn málsins og hefur hér-
aðsdómur fallist á kröfu lögreglu
um gæsluvai-ðhald til 5. janúar nk.
Að kvöldi sunnudags barst lög-
reglu tilkynning um að verslun í
Hlíðahverfi hefði verið rænd. Tveir
menn ógnuðu starfsstúlku með
bareflum og höfðu á brott lítilshátt-
ar fjármuni. Málið er í rannsókn.
Tveir piltar undir tvítugu voru
stöðvaðir á föstudagskvöld vegna
gnins um sölu á landa til ung-
menna. Við leit í bifreið þeirra
fundust 23 lítrar af landa. Piltarnir
voru fluttir á lögreglustöð og hald
lagt á „áfengið". Mikilvægt er að
borgarar láti lögreglu vita hafi þeir
vitneskju um einstaklinga sem eru
að selja börnum og unglingum
landa og önnur ólögleg efni.
Lögreglan ásamt slökkviliði var
kölluð að íbúð í Álfheimum aðfara-
nótt sunnudags en mikill reykur
var í íbúðinni. Reyndist hann koma
írá brauðrist.
Piltur á 18. ári var handtekinn
aðfaranótt sunnudags grunaður
um að hafa lagt eld að Fríkirkj-
unni. Skemmdir urðu á glugga-
kistu. Öryggisvörður hljóp piltinn
uppi og færði í hendur lögreglu.
Tveir piltar voru handteknir eft-
ir að lögreglumenn höfðu orðið
vitni að skemmdarverkum þeirra í
miðborginni að morgni sunnudags.
Piltarnir reyndu að komast undan
á hlaupum en voru handteknir og
fluttir á lögreglustöð.Tilkynning
barst um lausan eld í íbúð í Hlíða-
hverfi síðdegis á sunnudag. Reyk-
skynjari hafði vakið íbúana en
miklar skemmdir urðu af hita, eldi
ogreyk.
Fulltrúar Lionsklúbbsins afhentu Sigurbergi gripinn.
Viðurkenning vegna nýrra verslunarhátta
Gaflarinn 1999 af-
hentur í Hafnarfírði
Fundur um
orkumál á
Suðurlandi
ATVINNUÞRÓUNARSJÓÐUR
Suðurlands og Atorka, félag at-
vinnurekenda á Suðurlandi, boða til
opins fundar um orkumál á Suður-
landi í Hótel Selfossi, miðvikudaginn
8. desember, kl 20.30.
Á fundinum munu eftirfarandi að-
ilar hafa framsöguerindi: Þorkell
Helgason, Orkumálastjóri: Yfirlit yf-
ir orkumál á Suðurlandi. Jón Ingi-
marsson, Iðnaðarráðuneyti: Vænt-
anlegar breytingar á orkulögum
Steinar Friðgeirsson, Rarik: Þjón-
usta orkuveitna og mögulegar virkj-
anir sunnlenskrar orku. Róbert
Jónsson, Atv. þr.sj. Suðurl., Orka
fyrir Suðurland, möguleikar Suður-
lands í orkumálum. Asbjörn Blöndal,
Selfossveitur: Þjónusta Selfoss-
veitna og óhefðbundnar leiðir í raf-
orkuöflun, Vindorkufélagið.
- ♦ ♦ ♦
Vistvernd í
verki kynnt
KYNNING verður í verslunarmið-
stöðinni Firði í Hafnarfirði vikuna
6.-10. desember. Kynntverður verk-
efnið „vistvernd í verki“ sem snýr að
fjölskyldum og hvað þær geta gert
til þess að bæta umgengni við um-
hverfið.
Á staðnum verða milli kl. 15 og 17
alla daga þessarar viku Hulda
Steingrímsdóttir verkefnisstjóri, og
nefndarmenn staðardagskrárverk-
efnisins, en í nefndinni eru Steinunn
Guðnadóttir form., Guðrún Hjör-
leifsdóttir, Friðrik Ólafsson, Hara-
ldur Ólason og Gunnur Baldursdótt-
ir.
Fyrirtækið
ÚTGÁFA Á ÍSLENSKU
telur að bókaverð sé of hátt
www.tunga.is
SIGURBERGUR Sveinsson,
kaupmaður í Fjarðarkaupum, var
kjörinn Gaflari ársins 1999, á Gafl-
arahátíð Lionsklúbbs Hafnarfjarð-
ar. Viðurkenningin var sérstaklega
veitt fyrir að hafa frá upphafi
verslunarinnar innleitt nýja versl-
unarhætti í Hafnarfirði. í þeim
málum stendur hann enn með
pálmann í höndunum, þrátt fyrir
síharðnandi samkeppni, segir í
fréttatilkynningu.
Viðurkenningin, Gaflari ársins,
er dúkka sem táknar hinn sígilda
hafnfirska gaflara. Henni er komið
fyrir á viðarbút úr hafnfirsku tré,
sem sniðinn er til af formanni
klúbbsins, Friðgeiri H. Guðmun-
dssyni. Þá er komið fyrir merkis-
spjöldum til hliðanna, sem segja
frá hver hlýtur hann hvert ár.
Á STJÓRNARFUNDI Sambands
ungra framsóknarmanna 2. desem-
ber sl. lét Árni Gunnarsson formað-
ur þess af störfum eftir að hafa
gegnt embættinu undanfarin þrjú og
hálft ár. Við stöðu formanns tók
varaformaður sambandsins, Einar
Skúlason, og mun hann gegna stöð-
unni uns nýr formaður verður kosinn
Tilgangur Lionsklúbbsins er að
safna, með þessari hátíð og sölu
barmmerkja, fé til að gera átak í
vímuefnavörnum. I ár er söfnunin
nefnd Aldamótaátak í vímuefna-
vörnum. Hyggst klúbburinn kalla
saman áhrifamenn og leita álits
þeirra á hvernig fénu verði best
varið.
Nokkrir úr fjáröflunarnefnd
mættu í Fjarðarkaup laugardaginn
4. desember og afhentu Sigurbergi
styttuna til varðveislu næsta árið.
En þetta er farandgripur og veit-
ist ái'lega. Við það tækifæri sýndi
Sigurbergur þeim gott safn sögu-
legra Ijósmynda úr bænum, sem
hann hefir látið vinna upp og
stækka og nær það allt aftur á síð-
ustu öld. Myndunum er komið fyj'-
ir í húsakynnum Fjarðarkaupa.
á næsta þingi SUF í Skagafirði í júní
árið 2000. Ástæða þessara umskipta
eru annir og breytingar á persónu-
legum högum Arna en hann hefur
tekið við nýju starfi á Sauðárkróki. Á
fundinum lýsti stjórn SUF yfir skiln-
ingi á þessum breyttu aðstæðum og
þakkaði Árna fyrir vel unnin störf í
þágu samtakanna.
Nýr formaður SUF