Morgunblaðið - 07.12.1999, Qupperneq 72
MORGUNBLAÐIÐ
72 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
Helgi Áss í deilda-
keppni Tékklands
SKÁK
T é k k 1 a n d
TÉKKNESKA
DEILDAKEPPNIN
1999
STÓRMEISTARINN Helgi Áss
Grétarsson heldur áfram ferð sinni
á milli landa í Evrópu og tekur þátt
í deildakeppni viðkomandi landa. A
5'Undanförnum tveimur árum hefur
hann teflt í Svíþjóð, á Englandi og í
Þýskalandi auk keppninnar hér á
landi. Að þessu sinni sjáum við hins
vegar hvemig honum tókst til í
tékknesku deildakeppninni.
Spegilmynd
skákarinnar
I mannlegum samskiptum og líf-
inu sjálfu er óhjákvæmiiegt að yfír-
borðsmennska komi upp með reglu-
legu millibili. Hver kannast ekki við
hvíta lygi, vel klædda loddara eða
undirmálsmenn sem þykjast vera
stórmenni? Eins og ávallt er mis-
jafn sauður í mörgu fé, en þegar
fólki er kennt að mikilvægast sé að
'ifiga flottasta farsímann, tolla í tísk-
unni og hafa stundaránægju af öll-
um hlutum, er þá ekki líklegt að yf-
irborðsmennska sé ríkjandi?
Skákinni hefur oft verið líkt við
lífsbaráttuna sjálfa, en sem betur
fer er ekkert fjær sanni. Ólíkt henni
er skáklistin ávallt
sönn og djúp. Því meir
sem kafað er ofan í list-
ina því betur er hægt
að kynnast völundar-
húsum hennar. En
lírátt fyrir að fundnar
séu nýjar leiðir að
markinu er alltaf ljóst
að hægt er að finna
aðrar betri. Þessi
stöðuga áskorun í
sköpun er einkenni
allra andlegra lista, en
ólíkt flestum þeirra er
keppt í skák líkt og um
íþrótt væri að ræða.
Vissulega eru það
stærstu einkenni nú-
tíma skákar að menn
hugsa fyrst og fremst um að ná góð-
um árangri, en til þess að ná honum
þarf stöðugar rannsóknir sem eru í
eðli sínu líkar vinnubrögðum í vís-
indum. Þannig samtvinnar skákin
listir, íþróttir og vísindi.
Ef skáklistin er spegilmynd af
einhverju þá er það af skákmannin-
um sjálfum. Ég hefur oft kynnst því
hversu hörð og ósveigjanleg þessi
spegilmynd er. Sterkast hefur hún
komið fram í yfírborðskenndri byrj-
unartaflmennsku sem einkennist af
þekkingarleysi og hræðslu við flók-
in byrjunarafbrigði. Batnandi
manni er best að lifa og ber eftirfar-
andi skák mín gegn tékkneskum al-
þjóðlegum meistara vitni um það.
Hvítt:Helgi Áss Grétarsson
Svart:Jiri Nun
Benoni-vöm [A70]
l.d4 Rf6 2.Rf3 e6 3.c4 c5 4.d5 ed
5.cd d6 6.Rc3 g6 7.e4 Bg7 8.Bd3
0-0 9.h3
I fyrstu tapskák sumarsins þorði ég
ekki að tefla afbrigði þetta sökum
þess hversu hvasst það lítur út fyrir
að vera við íyrstu sýn. Ég valdi þá
veikara framhald sem reyndi ekki
eins mikið á svörtu stöðuna og var
refsað réttilega fyrir það.
9...b5
Hinn möguleikinn er 9...He8.
10.Rxb5 Rxe4?!
Vegna 12. leiks hvíts þykir 10...He8
betri leikur.
ll.Bxe4 He8 12.Rg5!
Tafl svarts er erfitt eftir þennan
leik sem ungverski stórmeistarinn
Chemin ku fyrstur hafa fundið upp
á.
12...f5 13.0-0 fe 14.Hel e3
Staða svarts er einnig slæm eftir
aðra leiki: 14...Db6 15.Rc3 Rd7
16. Rcxe4 Bb7 17.BÍ4 Alburt-De
Firmian 1990.
15.Hxe3 Hxe3 16.Bxe3 a6?
Staða svarts verður vonlaus eftir
þessi mistök. 16...Db6 hefði verið
betri kostur.
17. Re6!
17.. .Db6
Ekki gekk að þiggja riddarafómina:
17.. .Bxe6 18.de ab 19.Dd5 með unnu
tafli á hvítt þar sem hann hótar
bæði 20. Dxa8 og 20. e7.
18.Rbc7 Ha7 19.Rxg7 Hxc7 20.Re6!
Núna þegar svartreita biskup
svarts er farinn af
borðinu ætti hvítum
ekki að verða skota-
skuld úr því að hefja
mátsókn. Hinsvegar er
það oft svo, að þegar
staðan er of góð er
erfitt að velja úr þeim
aragrúa góðra mögu-
leika sem hún býður
upp á.
20.. .Hb7 21.b3 a5
22.Hcl?
EðlUegri og betri áætl-
un var h4, h5, hxg6 og
ráðast á g6-punktinn
með óverjandi sókn.
22.. .HÍ7 23.Bd4?!
Þó að þessi leikur líti
vel út við fyrstu sýn
hefði verið skynsamlegra að fram-
fylgja Hc4-f4-áætluninni.
23.. .Bb7 24.Bal Rd7 25.Dd2 Rf6
Annar möguleiki var 25...Db4 sem
hvítur myndi best svara með 26.
Bc3 með vænlegri stöðu.
26. Dh6 Rxd5?
Tapar um leið en efth-farandi hug-
mynd hefði veitt hvítum meiri mót-
spyrnu: 26...Re4!? 27.Hel! (Aðrir
leikir leiða til vandræða þar sem
svartur hótar bæði d5 og Í2 peðum
hvíts) 27...Db4 (27...Bxd5 28.Rg5
Db4 29.He2 með unnu tafli á hvítt)
28. He2! (28.Hxe4 Dxe4 29.Dg5 Df5
30.Dd8+ Hf8 31.Rxf8 Dxf8 32.Dxa5
Bxd5 33.Dc3 Be4 með jafnteflis-
möguleikum fyrir svartan. 28...Ba6
29. Hxe4 Dxe4 30.Dg5 Df5! 31.Dd8+
Hf8 32.Rxf8 Dxf8 33.Dxa5 og hvítur
hefur góða sigurmöguleika.
27. Rg5 Dc7
Tapar skiptamun, en betri leikir
voru ekki fyrir hendi: 27...He7
28. Rxh7! og hvítur vinnur.
28.Rxf7 Dxf7 29.Hel Bc6 30.He6!
1:0
Skákmót á næstunni
10.12. TR. Helgarskákmót
13.12. SH. Mót Guðmundar Arasonar
18.12. TR. Jólaæfíng
19.12. Hellir. Jólapakkamót
Daði Orn Jónsson
Helgi Áss Grétarsson
Helgi Áss
Grétarsson
Alltaf f leiðinni!
Verslunarmiðstöðin
Grímsbær v/Bústaðaveg
í DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Heilbrigðis-
þjónusta
VEGNA árása á heilbrigð-
isráðherra og heilbrigðis-
ráðuneytið vil ég koma því
á framfæri að ég styð þá
heils hugar í því sem þeir
eru að gera. Ég er að-
standandi tveggja einstak-
linga, sem hafa þurft að
nota heilbrigðisþjónustu
bæði innanlands og utan-
lands. Ég sé ekki eftir
þeim peningum í þessi mál.
Aðstandandi.
Ávísanir og
peningar týndust
MIÐVIKUDAGINN 17.
nóvember sl. varð ég fyrir
því óhappi að gleyma hvít-
um plastpoka á snaga á
kvennaklósettinu í Kringl-
unni á 2. hæð. I pokanum
voru peningar, ávísanir,
kvittanir og fleiri persónu-
leg gögn sem nýtast mér
einni. Einhver, sem telur
sig hafa dottið í lukkupott-
inn svona rétt fyrir jólin,
hefur fundið pokann og
nýtt sér ávísanirnar til eig-
in nota. Finnst mér að
verslunareigendur eigi að
brýna fyrir starfsfólki sínu
að biðja um skilríki þegar
ávísunum er skipt, ekki
síst þegar ávísunin er ekki
skrifuð á staðnum.
Ég held þó í vonina um
að einhver heiðarleg mann-
eskja hafi fundið pokann
eftir að búið var að taka úr
honum peninga og ávísanir.
Ef svo er, bið ég viðkom-
andi að koma honum til lög-
reglunnar eða á þjónustu-
borð Kringlunnar 1. hæð.
Fríða Guðjdns.
Hallgrímur
„Dýrð, vald, virðing"
AÐ ráði kirkjuhöfðingjans
góða, Sigurbjörns biskups,
var stærsta kirkjuklukka
landsins þannig árituð á
sínum tíma með upp-
hleyptum stöfum. Hún er,
ásamt tveim minni sam-
hringingarklukkum, hátt
uppi í turni þjóðarhelgi-
dómsins á Skólavörðuhæð,
gjöf Sambands Isl. sam-
vinnufélaga að tillögu ann-
ars eftirminnilegs höfð-
ingja, Vilhjálms Þórs. Þess
var vel minnst hér í blað-
inu fyrir skömmu að 100 ár
eru liðin frá fæðingu hans.
Hinn voldugi hljómur
þessarar miklu kirkju-
klukku barst fyrst yfir
byggðir höfuðborgarsvæð-
isins á sömu stundu og
Danir báru í land úr
danska herskipinu í
Reykjavíkurhöfn fyrstu ís-
lensku handritin, sem þeir
af drengskap skiluðu til
baka frá kóngsins Kaup-
mannahöfn. Þessi minni-
stæði atburður kom í hug-
ann að morgni 1. sd. í að-
ventu í ár. Við sem ekki
áttum heimangengt að
þessu sinni, hlýddum á há-
tíðarguðsþjónustu, sem út-
varpað var frá Hallgríms-
kirkju í Reykjavík, þar sem
biskup Islands helgaði þar
nýja stórgjöf, mikinn og
veglegan steindan glugga,
sem komið hafði verið fyrir
innan á hinum mikla boga-
glugga framan á turni
kirkjunnar. Höfundurinn
er hinn frábæri glerlistar-
maður, Leifur Breiðfjörð.
Hann valdi að gefa þessu
listaverki nafnið „Dýrð,
vald, virðing“, e.t.v. ekki
kunnugt um hina fyrr-
nefndu gjöf í kirkjunni með
sama nafni. En hvað um
það, viðeigandi hefði verið
við þessa helgunarathöfn
að geta fyrirrennarans og
alnafnans og láta aðeins
heyrast í honum fagnandi
hinum nýja kærkomna
nafna og bróður.
Um glerlistarmanninn
og hinn rausnarlega gef-
anda er vel fjallað í máli og
myndum í Lesbók Mbl. nú
á þessum aðventudegi, svo
ekki er ástæða til að fjöl-
yrða hér. En allir vinir
helgidómsins á Skóla-
vörðuhæð hljóta að fagna
og gleðjast yfir hinni dýr-
legu, nýju gjöf og lista-
verki, sem verður upplýst
innanfrá, svo það mun
njóta sín vel utanfrá séð í
vetrarmyrkrinu.
Vonandi verða þá hinir
ytri ljóskastarar hvíldir,
þar til nauðsynlegar endur-
bætur hafa verið gerðar,
því að þeir munu fyrir mis-
tök skv. tillögum frá Itölum
(lampaframleiðendum)
staðsettir_ þétt við tum-
veggina. Itölum mun hafa
verið ókunnugt um að múr-
amir era ekki húðaðir með
hefðbundnum hætti - með
múr sem hylur allar mis-
fellur steypu - heldur að-
eins kústaðir og „dúppaðir"
með ljósri, finkorna blöndu
steinefna frá Noregi.
Hinn nú rangt staðsetti
flóðlýsingarbúnaður fram-
kallar því allar misfellur
steypunnar og afskræmir
hinn háa, fagra kirkjuturn.
Þess er að vænta að núv.
ráðamenn kirkjuhússins
fari að átta sig á þessu og
stefna að endurbótum.
Eins hinu, að áframhald-
andi viðgerðir og viðhald
múra kirkjunnar er að-
kallandi forgangsverkefni,
ef ekki á illa að fara.
En nú á nýrri aðventu
gleðjumst við yfir hinni ný-
helguðu dýru list.
Hermann V.
Þorsteinsson,
Þórsg. 9, R.
Tapað/fundið
Gullarmband
GULLARMBAND með
tveimur gullhringjum,
annar með demanti, týnd-
ist annaðhvort við Hamra-
skóla eða við Háaleitis-
braut fyrir um það bil
þremur vikum. Skilvís
finnandi vinsamlegast
hringi í síma 588-2421 eða
862-3413. Fundarlaun.
SKAK
Umsjún Margeir
Pétnrsson
STAÐAN kom
upp í þýsku
deildakeppninni í
ár. Lubomir
Ftacnik (2.585),
Slóvakíu, var með
hvítt, en Norð-
maðurinn Simen
Agdestein (2.580)
hafði svart og átti
leik.
35. - Rxg2! 36.
Kxg2 - Hxf2+ 37.
Kgl - Hxb2 38.
Hfl - De6 39. Df3
- e4 40. Df4 (Ag-
destein hefði nú átt unnið
tafl eftir 40. - Hxb4, en í
staðinn finnur hann hálf-
gert hjálparmát) 40. -
Be5?? 41. DÍ8+ - Kh7 42.
Hf7+ - Dxf7 43. Dxf7+ og
svartur gafst upp.
COSPER
Elskarðu mig ennþá?
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI sá á dögunum tíma-
rit sem gefið er út á íslandi og
ber nafnið Fitness fréttir. Eins og
nafnið bendir til (fyrir þá sem
skilja útlenskuna) er þar fjallað um
hreysti og líkamsrækt. Hálf er það
nú dapurlegt að geta ekki gefið út
rit um þetta efni án þess að þurfa
að nota erlent nafn. Virðist Vík-
verja það annaðhvort uppgjöf eða
hugsunarleysi nema að útgefend-
um þyki það fínt en nafn útgáfunn-
ar er Forma ehf. í Þverholti á
Akureyri.
Efnið í tímaritinu er ekki svo ga-
lið, fjallað um ýmsar hliðar á heilsu-
rækt og gagnsemi hennar, spjallað
við fagmenn á þessu sviði og vitan-
lega fylgja með auglýsingar um efn-
ið en tímaritið er ókeypis. Komin
eru út tvö tölublöð og samkvæmt
ritstjórnargrein telja útgefendur
viðtökur lesenda við fyrsta blaðinu
lofa góðu. Má því vænta framhalds
á tímaritinu um þetta nauðsynlega
efni. En Víkverji leggur til að reynt
verði að finna blaðinu íslenskt nafn.
Þar hlýtur að vera af nógu að taka,
Hreystifréttir, Heilsupósturinn,
Hlauparinn, Þjálfarinn og þannig
gætu vísari menn og frumlegri en
Víkverji haldið áfram uns gott nafn
er fengið. Bindur Víkveiji vonir við
að þeir Akureyringar sem að blað-
inu standa sýni dug sinn í þessum
efnum sem öðrum eins og þeir eru
þekktir að.
X x x
LYSING á þjóðveginum um
Hellisheiði hefur aðeins komið
til umræðu að undanfömu, meðal
annars í framhaldi af fundi um um-
ferðarmannvirki sem nýlega var
haldinn í Reykjavík og hvatningu
Orkuveitu Reykjavíkur um að ráð-
ist skuli í verkið. Ekki er mjög langt
síðan Reykjanesbraut var upplýst
og því kannski ekki komin nægileg
reynsla á hverju það hefur breytt til
dæmis varðandi umferðaröryggi á
brautinni. Bent hefur verið á að
hraði aukist þegar slíkir vegir eru
upplýstir, menn sýni ekki eins mikla
varúð og að ljósastaurarnir sjálfir
valdi ákveðinni hættu jafnvel þótt
þeir eigi að brotna eða gefa eftir við
högg. Því verði slys alvarlegri. Vera
má að svo sé en er ekki líka hugsan-
legt að komið hafi verið í veg fyrir
nokkur slys með lýsingunni?
Víkverja sýnist hvorki vera hægt
að hafna lýsingu á Hellisheiði né
heimta hana nema að betri upplýs-
ingar fáist um reynsluna af Reykja-
nesbraut. Það getur varla verið
stórmál að safna upplýsingum um
slys þar, segjum í fimm til tíu ár, áð-
ur en brautin var upplýst og síðan í
fimm ár eftir að lýsing kom til.
Einnig þyrfti að greina þessi slys og
meta hvort og hver hugsanleg áhrif
eru. Við þetta mætti bæta skoðun-
um þeirra sem hafa áralanga
reynslu af reglulegum akstri um
brautina og hafa til hliðsjónar. Þar
á Víkverji við atvinnubflstjóra og
fólk sem ekur brautina svo til dag-
lega árið um kring vinnu sinnar
vegna. Eftir það má meta hvað gera
skal á Hellisheiði.