Morgunblaðið - 07.12.1999, Síða 74

Morgunblaðið - 07.12.1999, Síða 74
74 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 Öjh ÞJÖÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra si/iðið kl. 20.00 KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS eftir Bertolt Brecht. 10. sýn. 8/12, nokkur sæti laus, 11. sýn. 9/12, nokkur sæti laus, 12. sýn. 10/12, nokkur sæti laus. Síöasta sýning fyrir jól. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Fim. 30/12 kl. 14.00, uppselt, kl. 17.00, uppselt. Sun. 2/1 2000 kl. 14.00, laus sæti, og kl. 17.00, laus sæti, 9/12 2000 kl. 14.00 og kl. 17.00. Litia sóiðið kt. 20.00: ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt Lau. 11/12, sun. 12/12, uppselt, mið. 15/12, uppselt, þri. 28/12, nokkur sæti laus, mið. 29/12, fim. 30/12. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn (salinn eftir að sýning hefst. Miðasalan er opin mánud.-þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.-sunnud. kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551-1200. Gjafakort i Þjóðleikhúsið — gjöfin sem lifnar t/ið! LEIKHÚSSPORT í kvöld 7/12 kl. 20.30 úrslit STJÖRNÚR Á MORGUNHIMNI Fmmsýning 29/12 Gjafakort - tilvalin jólagjöf! www.idno.is SALKA ástarsagg eftlr Halldór Laxness Mið. 29/12 kl. 20.00 jólasýning, örfá sæti laus Síðasta sýning á árinu Munið qjafakortin | MIÐASALA S. 555 2222 | Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Hver er framtíð bóka? www.tunga.is Söngsveitin Fflharmonía Aðventutónleikar í Langholtskirkju I kvöld, þriðjudaginn 7- desember, kl. 20.30, miðvikudaginn 8. desember kl. 20.30. Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Konsertmeistari: Rut Ingólfsdóttir. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Miðasala í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18 og við innganginn. Bylting i Fjölnota byggingaplatan sem allir hafabeðið eftir! VIR0C byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf VIR0C byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolln, frostþolin og hljóöeinangrandi. VIR0C byggingaplatan er umhverfisvæn. VIR0C byggingaplatan er platan sem verkfræöingurinn getur fyrirskrifað nánast blint. Staöalstærö: 1200x3000x12 mm. Aðrar þykktir: 8,10,16,19, 22, 25, 32 & 37 mm. Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm Viroc utanhússklæðnlng PP &CO Leitið upplýslnga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR 1897 1997 BORGARLEIKHUSIÐ Ath. brevttur svninoartími um hetoar Stóra svið: eftir David Hare, byggt á verki Art- hurs Schnitzler, Reigen (La Ronde) Þýðandi Veturliði Guðnason Leikarar Baldur Trausti Hreinsson og Marta Nordal Leikmynd Sigurjón Jóhannsson Búningar Helga Stefánsdóttir Ljós Lárus Bjömsson Hljóð Ólafur Öm Thoroddsen Leikstjóm María Sigurðardóttir 3. sýn. fös. 10/12 kl. 19.00 rauð kort 4. sýn. sun. 12/12 kl. 19.00 blá kort 5. sýn. þri. 28/12 kl. 19.00. ©é leikhús Að sýningu lokinni er framreitt gimilegt jólahlaðborð af meistara- kokkum Eldhússins - Veisla fyrir sál og líkama - Litla kujtluujtbúðÍH eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. Fim. 9/12 kl. 20.00, lau. 11/12 kl. 19.00, fim. 30/12 kl. 19.00. 50 i Svfíl eftir Marc Camoletti. Mið. 29/12 kl. 19.00 Lrtla svið: Höfundur og leikstjóri Öm Árna- son Leikarar Edda Björgvinsdóttir, Val- ur Freyr Einarsson, Halldór Gylfa- son, Hildigunnur Þráinsdóttir og Öm Ámason. Leikmynd og búningingar Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing Kári Gíslason. Undirleikari Kjartan Valdimarsson. Frumsýning Sun. 26/12 kl. 15.00 2. sýn. mið. 29/12 kl. 14.00 3. sýn. fim. 30/12 kl. 14.00 Sala er hafin Litla svið: F egurðardrottningin frá Línakri eftir Martin McDonagh. Fös. 10/12 kl. 19.00 þri. 28/12 kl. 19.00. Sýningum fer fækkandi. að vísbenðlnau um vítstvxinaTíf í aiheltánut* Litla svið: eftir Jane Wagner. Fim. 30/12 kl. 19.00. Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. Stjörnuspá á Netinu mbl.is _ALLTAP eiTTHVAÐ NÝTT MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Skrifborðs- skúffan hreinsuð TOJVLIST VALUR Geisladiskur Valur, geisladiskur Guðmundar Vals Stefánssonar. Söngur er í höndum Vals fyrir utan lagið „Eng- inn annar“ sem Ari Jónsson syngur. Bakraddir syngja Ari Jónsson, Vil- hjálmur Guðjónsson og Halla Vil- hjálmsdóttir. Hljóðfæraleikur er í höndum Einars Vals Scheving (trommur og slagverk), Haraldar Þorsteinssonar (bassi), Guðmundar Vals Stefánssonar (gítar f „Blómið“ og „Stríð") og Vilhjálms Guðjóns- sonar (slagverk, gítarar, forritun, hljómborð, klarinett, saxófónn, buzuky, dobro, midi-nikka og pan- flauta). Öll lög eru eftir Guðmund Val Stefánsson. Texta eiga Guð- mundur Valur, Ármann Ólafur Helgason, Stefán Valgeirsson, Guð- mundur G. Hagalín og Anna Karó- lína Stefánsdóttir. Upptökustjórn var í höndum Vilhjálms Guðjóns- sonar. 40,33 mín. Hula gefur út. GÍTARINN er húsgagn á mörgum heimilum og ófáir eru þeir sem kunna að gutla eitthvað á hann. Flestir láta sér duga þrjú vinnukonugrip eða svo, nægilega kunnáttu til að geta glamrað „Hard days night“ í góðra vina hópi. Sumir hverj- ir hafa þó metnað til meiri sköpunar og oft er þá svo að menn sanka að sér lögum í fjöldamörg ár sem aldrei líta dagsins ljós. Nokkrir áræða þó að að koma þessum lögum út á meðal almennings og gefa þá gjarnan út geisladisk og „hreinsa þar með úr skrifborðs- skúffunni“ uppsöfnuð lög í gegnum árin. Guðmundur Valur Stefánsson er einn slíkra manna og gefur hér út sinn fyrsta hljómdisk sem nefnist „Valur“. Lögin eru frá mismunandi tímum, það elsta var samið árið 1978 en það yngsta á þessu ári. Hér kenn- ir ýmissa grasa og Valur bregður fyrir sig ýmsum stflum sem henta honum mismunandi vel. Platan byrj- ar til að mynda á tveimur lögum sem eru í hressum sveiflustíl en þó al- gerlega gerilsneydd með öllu og minnir seinna lagið um margt á Brimkló sálugu. „Síðasta íslenska jómfrúin" er einnig hratt og hresst lag sem samið var um borð í fjölveið- iskipinu Helgu II eða eins og segir í bæklipgnum sem fylgir disknum „við Armann tókum oft lagið á frí- vöktunum". Þau lög sem eru samin í félagi við Armann hefðu vel mátt liggja áfram í skúffunni, textar eru óttalegur leirburður og finnst mér Valur ekki fóta sig í þessum hröðu lögum. Þó nær hann viðunandi flugi í laginu „Aleinn ég er“ sem er hinn ágætasti sveitasöngur þó textinn sé ekki upp á marga fiska eins og fyrsta línan ber vitni um en hún er á þessa leið: „Aleinn ég er, enginn er hér“. Söngur Vals er um margt sérstak- ur. Undarleg blanda af Sverri Stormsker og Herði Torfa og stund- um minnir hann óneitanlega á méist- ara Megas. I laginu „Þeir fundu þig“ finnur Valur sinn rétta tón og það lag býr yfir persónulegasta stílnum. Þar leggur hann öll spil á borð og syngur beint frá hjartanu um félaga sinn sem framdi sjálfsmorð er Valur var við nám í Bergen, Noregi. At- hugasemdirnar við lögin sem fylgja bæklingi disksins eru skemmtilegar og sýna vel hvers lags diskur þetta er, öðru fremur er verið að koma frá sér efni sem Vali hefur greinilega verið hugleikið í gegnum árin. Það er í þessum rólegu og lág- stemmdu lögum sem Valur fótar sig hvað best. Lagið „Hulan í hamrin- um“ er flott og hefur þungan undir- tón en það er fyrst og fremst í þrem- ur síðustu lögunum sem „Valurinn" svífur. Þau eru öll lágstemmd og pers- ónuleg og þar fjallar Valur um málefni eins og lífið sjálft og hörm- ungar styrjalda. Lagið „Blómið“ er ekkert annað en stórkostlegt í berstrípaðri einlægni sinni á meðan textinn við „Stríð“ nær ótrú- iega kaldrifjuðum hæð- um. „Kærðu þig ekki um þótt þú sjáir ei móður þína og bróður“ segir þar meðal ann- ars. Umslag plötunnar er og á svipuðum nót- um. Ég get ekki betur séð en þar sé ljósmynd úr borgar- astríði Bandaríkjanna, sem sýnir lið- in lík hermanna á víð og dreif. Yfir myndinni er svo teikning af fugli, Vali þá líklega. Afar furðulegt um- slag. Eins og áður segir tekst Vali best upp í rólegri lögunum og hefði farið best á því ef öll platan hefði verið á þeim nótum, þar sem hröðu og „hressu“ lögin fara flest fyrir ofan garð og neðan. Styrkur Vals felst í því hversu hreinn og beinn hann get- ur verið og hefði hann því bara átt að mæta einn í hljóðverið, galvaskur með gítarinn, og tæma þannig úr skúffunni. Arnar Eggert Thoroddsen Aftur á byrjunarreit TÓNLISTARMAÐURINN Paul McCartney hefur játað í viðtaii að hafa drukkið mikið eftir að hljóm- sveit hans, Bítlarnir hættu að starfa. Hann sagði enn- fremur að þegar hljúmsveitin hætti hafi það verið „eitt það versta scm fyrir hann hefði kom- ið“. „Við vorum orðnir góðir fé- Iagar. Við höfðum gert alla þessa frábæru hluti saman en allt í einu vorum við fúlir og reiðir hver út í annan. Eg varð mjög niðurdreginn. Eg gat ekki vaknað á morgnana. Þegar ég loks fór á fætur þá gekk ég beint að viski-flöskunni. Um þijú- leytið á daginn var ég venjulega búinn að vera,“ sagði McCartney í viðtali við Michael Parkinson á BBC sjdnvarpsstöðinni. En það var eigin- konan Linda, sem lést úr krabba- meini á siðasta ári, sem hjálpaði honum að hætta að drekka og ná sér upp úr þunglyndinu. „Hún sagði: „Fyrirgefðu, en ég held að þú viljir ekki gera alla þessa hluti sem þú gerir“ og að lokum kom hún mér á bcinu brautina." McCartney sagði ennfremur í við- talinu að hann og söngvari Bitlanna, John Lcnnon hafi náð að grafa stríð- söxina áður en Lennon var myrtur. „Við vorum farnir að tala saman um börn, bakstur og ketti. Sem betur fer þá vorum við ny’ög góðir vinir um það leyti scm hann dó. Eg hefði ekki þolað að skilja við hann öðru vísi.“ Fjörutíu árum eftir að Bítlaæð- ið hófst í Cavem klúbbnum í Liver- pool mun McCartney spila þar á ný. „Eg get ekki ímyndað mér betri leið eða stað til að rokka við lok þcssa ár- þúsunds en á staðnum þar sem þetta allt hófst,“ sagði hinn 57 ára gamli söngvari. Aðeins 150 aðdáendur komast inn á staðinn en tónleikarnir verða haldnir 14. desember.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.