Morgunblaðið - 07.12.1999, Side 76

Morgunblaðið - 07.12.1999, Side 76
76 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MYNDBÖND Heiðvirðir ræningjar Plunkett og Macleane (Plunkett and Macleane) Leikstjóri: Jake Scott. Handrit: R. Wade, N. Purvis og Charles KcKeown. Aðalhlutverk: Robert Carlyle, Jonny Lee Miller og Liv Tyler. (97 mín) Bretland. Háskóla- bíó, 1999. Bönnuð innan 16 ára. MACLEANE (Jonny Lee Miller) er hefðarmaður sem lagst hefur í ræsið og Plunkett (Robert Carlyle) er ótíndur þjófur með göfugt hjarta. Þegar þessir tveir utan- garðsmenn fara að starfa saman sem ræningjar mega hinir vella- uðugu fara að vara sig, því mót- tó þeirra Plunk- etts og Macleane er að ræna þá ríku og hirða ágóðann. , ijj Segja má að þessi breska átjándu- aldai' ræningjamynd skipi sér í flokk eins konar poppaðra tíðaranda- mynda, sem myndir á borð við „Wild Wild West“ og „Ravenous" eru m.a. dæmi um, en þar er lífgað upp á mátulega raunsæislega endursköpun liðins tímabils með tónlist og klippi- tækni í anda tónlistarmyndabanda. I Plunkett og Macleane verður þetta galsafengin blanda af hefðarfólki, hengingum og hipp-hopp tónlist sem þrátt fyrir allt hefur yfir sér gróteska fortíðarstemmningu. Þeir Cariyle og Miller (sem hafa áður leikið saman í ,,Trainspotting“) eiga skemmtilegan og samleik en Lyv Tyler er hins veg- ar áberandi léleg í hlutverki breskrar hefðardömu. En fyrst og fremst er hér á ferðinni fremur sígild ræningja- saga sem engum ætti að leiðast yfir. Heiða Jóhannsdóttir Oður til kúrekans Hásléttan (The Hi - Lo Country) "la"la -2 Leikstjóri: Stephen Frears. Hand- vrit: Walon Green. Byggt á bók Max Evans. Kvikmyndataka: Olive Stap- leton. Aðalhlutverk: Woody Harrel- son, Billy Crudup og Patricia Arqu- ette. (114 mín). Háskólabíó, 1999. Bönnuð innan 12 ára. HÁSLÉTTAN er gerð eftir skáld- sögu Max Evans frá árinu 1961 og segir frá vinunum og nautgripabænd- unum Big Boy og Pete. Þeir eru báðir að koma undir sig fótunum eftir her- þjónustu og eiga erfitt með að laga sig að breyttum tímum, ekki síst Big Boy sem er ósvikinn kúreki. Þessi saga ereins konar óður til gamla vestursins ogþeirra eigin- leika sem prýða þóttu góðan ká- boja s.s. gamaldags karlmennsku, heilinda og bræðralags. Þeir eigin- leikar verða þó ekki alltaf jafn viðk- unnalegir, a.m.k. ekki þegar Big boy líkir góðum konum við trygglyndar hryssur. Þetta er því dálítið gamal- dags saga sem fær á sig sterkt yfir- bragð fortíðarhyggju þegar hún hef- «r verið ' færð í tregafullan og litfagran gæðabúning. Myndin nokk- uð vel gerð en líður mjög fyrir nátt- úrulausan leik Billys Crudups sem jafnframt er sögumaður. Woody Harrelson sýnir hins vegar sterkan leik í hlutverki Big Boy. Patricia Arquette er seiðandi að vanda og leið- Jralltaf dálítið rafmagn inn í myndina (5egar hún er að verða of flöt. Heiða Jóhannsdóttir Sögurá hvítu tjaldi Fjallað er um myndina Truman- þáttinn sem heimspekilega hug- leiðingu um raunveruleika og sýndarveruleika. Guðni Elfsson, lektor í almennri bókmenntafræði við Háskóla íslands,er ritstjóri bókarinnar og skrifar sjálfur tvær greinar í bókinni. Önnur fjallar um kynferði í vampírumyndum og hin er yfirlitsgrein um afríska kvikmyndasögu. Landslag í kvikmyndum er umljöllunarefni greinar þar sem m.a. er fjallað um Svo ájörðu sem á himni. íslenskar vegamyndir eru eitt af umfjöllunarefnum bókarinnar; hér sjást Fisher Stevens, Lili Taylor og Masatoshi Nagase í mynd- inni Á köldum klaka. afríska kvikmyndagerð, jafnvel í löndum á borð við Burkina Faso þar sem ríkir mikil fátækt og læsið er aðeins 17%. Erlendir fræðimenn hafa sumir misst andlitið þegar þeir hafa frétt af því að við höfum ekkert gert í þessum efnum. Ég verð að játa að mér fannst gaman að fást við þetta verkefni; ekki síst þar sem það var eins og óplægður akur. En ofboðslega margt er enn ógert. Aður voru engar gloppur í umræðum um kvikmyndir þar sem ekkert var til. Segja má að nú sé búið að búa til gloppur sem á eftir að fylla upp í." Af hverju heldurðu að þetta framtaksleysi stafi? „Við erum sérkennileg kvik- myndaþjóð,11 svarar Guðni. „Allt miðast við neyslu. Umræðan um kvikmyndir hefur farið fram í heimahúsum, samkvæmum og á síðum dagblaða. Að mínum dómi markast menningarlegt mikilvægi m.a. af því hvar umræðan fer fram. Við skoðun á því sýnir sig að ekki hefur verið tekið mark á kvik- myndaumræðu fram að þessu en við verðum að gera bragarbót þar á; þetta er áhrifamesti miðill sam- félagsins sem á þátt í að móta okk- ur öll.“ Hvað geturðu sagt mér um efni bókarinnar? „Það skiptist í fjóra meginhluta. Sá fyrsti Kvikmyndir þjóðianda er kvikmyndasaga eða sögulegt yfirlit sem afmarkast við ákveðin ríki á borð við Bandaríkin, Bretland, So- vétríkin, Frakkland, Danmörku, Kína og Indland. Annar hluti Kvik- myndir og samfélag er fræðilegast- ur og fjallar m.a. um tengsl kvik- mynda við pólitík, feminisma, stjörnukerfið í Hollywood og jafn- vel endurgerð Free Willy í íslensk- um veruleika. Þriðji hlutinn Kvik- myndagreinar samanstendur af ólíkum greinum um hrollvekjur, stríðsmyndir, vegamyndir, dans- og söngvamyndir og fleira. Þar er tekið á ýmsum stefnum og straum- um í kvikmyndum. Fjórði og síð- asti kaflinn kallast Island og kvik- myndir. Ég kaus að það fremur en íslenskar kvikmyndir þar sem m.a. er fjallað um afstöðu yfirvalda til kvikmyndasýninga á fyrri helmingi aldarinnar, birtingu Islands í er- lendum myndum og sögu íslenskra kvikmynda.“ Guðni segist feginn að bókin varð ekki stærri en raun ber vitni. „Ekki vegna þess að hörgull sé á efniviði heldur hefði það kallað á vandræði að þurfa öllu meira en 1000 síður. Það hefði samt auð- veldlega verið hægt að þrefalda bókina og ég er á því að það væri Þekking á hreyfingu: JFK, Schindler’s List og verkefni gagnrýnandans eru eitt af við- fangsefnum bókarinnar. Á myndinni eru Liam Neeson í hlutverki Schindlers og leik- sljórinn Steven Spielberg. hið besta mál ef svona bók kæmi út á hverju ári næstu 50 árin. Ég veit þó ekki hvort það fengi almennan hljómgrunn. En það hafa alveg áreiðanlega verið skrifaðar 50 bæk- ur aðeins um Alfred Hitchcock." Hvað tekur nú við? „Nú fer bókin sína leið eða eins og enskt ljóðskáld sagði: „Go little book.“ Ég er að vinna að öðru verkefni ásamt Astráði Eysteins- syni prófessor, útgáfu á þýðingu Jóns Þorlákssonar á Paradísar- missi Miltons, 10 þúsund lína trúarljóði frá 17. öld. Það verður að teljast nær mínu sérsviði og hefur þýðingin ekki komið út síðan árið 1878. Við erum að vinna að útgáfu með formála og skýringum og stefnum að því að koma bókinni út fyrir næstu jól.“ Að lokum, hefurðu fengið ein- hver viðbrögð við bókinni? „Það er helst að menn hafi haft orð á þykktinni,“ segir Guðni og brosir. „Það eru sjálfsagt ekki margir búnir að lesa hana í gegn. Enda hafði ég það að takmarki að fá alla sem hafa komið að kvik- myndum til að skrifa í bókina svo hún yrði hafin yfir gagnrýni," bæt- ir hann við og glottir. „Það verður nú sjálfsagt enginn hægðarleikur að skrifa 50 orða dóm um 1000 blaðsíðna bók með 93 greinum eftir 73 höfunda og vel yfir 1.200 mynd- um.“ En sú vinna leggst á aðra; Guðni lætur sér nægja að klára úr bollan- um og rölta heim á leið. Hann labb- ar framhjá myndbandaleigunni án þess að líta upp úr eigin hugsunum og inn í 17. öldina þar sem Milton bíður hans í félagi við Jón Þorláks- son og rótsterkt kaffi. Þá mun hann glíma við fornan texta fjarri kvikmynduðum veruleika 20. aldar- innar. En þegar allt kemur til alls; er í raun svo mikill munur á hvítu tjaldi og hvítum pappír? Bókin Heimur kvikmyndanna er komin út ER ísland ekki svolítið skrít- ið? Hvernig er íslenska hjarðmyndin? Hvað eni ná- myndir? Og er heimurinn nú að farast enn einu sinni? Þessum og fleiri spurningum tengdum kvik- myndum er velt upp í nýútkominni, umfangsmikilli, metnaðarfullri og löngu tímabærri bók sem nefnist Heimur kvikmyndanna. Blaðamað- ur mælti sér mót við ritstjórann, Guðna Elísson, á Gráa kettinum að morgni dags yfir kringlum og rjúk- andi kaffi. Þetta fór þeim í milli. Hvenær kviknaði hugmyndin að þessu verki og hvers vegna er það svona viðamikið? „Hugmyndin kviknaði í fyrra- vor og það liðu aðeins einn til tveir mánuðir þar til ég fór á fullt,“ segir Guðni. „Astæðan fyrir stærð bók- arinnar er einfaldlega sú að ég treysti því ekki að fleiri svona bæk- ur kæmu út. Þetta er fyrsta bókin sinnar tegundar; það tók okkur hundrað ár að taka við okkur og ég vildi hafa almennilegan skriðþunga svo ekki yrði aftur snúið.“ Hvernig fór vaI á höfundum fram? „Það var gott tækifæri að vinna að þessari bók þar sem segja má að kvikmyndafræði hérlendis byrji með henni. Af þeim sökum fannst mér skipta máli að allir fengju að vera með; ekki einhver einn skóli skipaður útvöldum hópi. Við höfð- um samband við 120 einstaklinga og buðum þeim þátttöku; 73 af þeim skiluðu efni sem er eins ólíkt og einstaklingarnir eru margir enda vildi ég hafa bókina stóra, víðfeðma og fjölbreytta." Nú ert þú ekki kvikmyndafræð- ingur. Hvers vegna eru þau fræði þér svo hugleikin? „Ég eiginlega villtist inn á þetta svið,“ segir hann og hlær. „Mér finnst gott að það komi fram að ég er ekki kvikmyndafræðingur enda hef ég aldrei gefið mig út fyr- ir það. Mitt sérsvið er ensk nít- jándu aldar ljóðlist. En svona er að búa á íslandi. Ef ég byggi í Banda- ríkjunum væri ég eflaust að ranns- aka ensku rómantíkina og líklega farinn að leita enn lengra aftur eða til 17. aldar.“ I svosem eins og eitt augnablik er Guðni horfinn aftur í aldir, svo rankar hann við sér og heldur áfram: „Það sem skipti sköpum var eigin áhugi og þrýstingur frá nemendum sem höfðu mikinn áhuga á kvikmyndum. Þegar ég tók svo að mér vinnu að kvik- myndaþættinum Taka 2 á Stöð 2 fyrir tilstuðlan Þóris Snæs Sigur- jónssonar varð ekki aftur snúið. Ef maður kemur fram í sjónvarpi vilja allir að maður viti hvað maður er að tala um og ég reyndi að uppfylla þær kröfur. Þannig að þetta er eig- inlega allt Þóri Snæ að kenna,“ segir Guðni glettnislega. „Sam- vinna mín við nemendur sést best á því að 25 þeirra skrifa í bókina og hjálpuðu mér við hana með einum eða öðrum hætti." Var þetta ekki mikil vinna? „Ég hugsa að þetta hafi verið full vinna í ár enda vann ég 14 til 16 tíma á sólarhring síðustu þrjá til fjóra mánuðina,“ segir hann og fær sér kaffi; ekki veitir af. „Það eru ekki færri en 2.500 vinnustundir í þessu," heldur hann áfram og hampar doðrantinum með erfiðis- munum. „Og það er mjög einfalt svar við því af hverju ég nennti þessu. Það var hreint og beint bráðnauðsynlegt. íslendingar eru búnir að njóta kvikmynda í tæpa öld en hafa aldrei hugsað um þær á pappír. Það verður að teljast eins- dæmi.“ Guðni er kominn á skrið: „Mun meiri flóra ritaðs máls er í kringum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.