Morgunblaðið - 19.12.1999, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.12.1999, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN ÁskritS töðvar2 og Sýnarásam tafiiotagpHum RÚV árh 1987-1999. Þlóun áisútgpBa á hein ilL 50000 45000 40000 35000 - u 3 30000 U 'O 25000 u K 20000 15000 10000 5000 jr"" - y ■ . ■ : ——,—i— RUV Stöð 2 SÝN 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 1999 H litfaILaíhotagp]da af heLdartekjjm rákásfpln ið]a á Norðurlöndum 9T2%“ 03A friotagpH HAug^sjngarog aðartEkpr DanmödcDR og ifelandÆiÚV FiinlandA'LE NoregurilRK Svijjóð/SVT og TV 2 SR Land/M iðlar -okt. -des RÖK FYRIR RÍKISÚT V ARPI STAÐA Ríkisútvarpsins hefur tölu- vert verið rædd undanfarin misseri. Afstaða stjómvalda virðist ekki vera skýr og ýmsar hugmyndir um rekstur og stöðu Ríkisútvarpsins hafa verið reifaðar. Almennt má þó segja að um- ræðan hafi markast mjög af efasemd- um um það hvort Ríkisútvarpið eigi yfirleitt rétt á sér. Einnig hefur það einkennt umræðuna, að í fæstum til- vikum hafa skoðanimar verið studdar rökum. Vissulega er þörf á málefna- legri umræðu um framtíðarhlutverk Ríkisútvarpsins og er þessi grein hugsuð sem innlegg í þá umræðu. Hér verða því færð rök fyrir út- varpi í almannaþágu og rekstrarstaða Ríkisútvarpsins skoðuð með tilliti til hlutverks þess. Rök fyrir útvarpi í almannaþágu Væri David Attenborough að segja okkur frá lífsháttum fugla eins og honum einum er lagið ef ekki væri til Ríkisútvarp? Svarið er nei. TU þess liggja tvær ástæður: Ef ekki væri Ríkisútvarp í Bretlandi, BBC, hefði David Attenborough aldrei fengið að gera neina náttúmlífsþætti. Hann væri líklega að gera eitthvað allt ann- að. Og, ef ekki væri Ríkisútvarp á Is- landi væri ekki verið að sýna þessa þætti hans hér á landi. Þetta má skýra með því sem Bret- ar kalla „market failure" og mætti kalla vanhæfni markaðarins. Til er andstætt hugtak sem nefnist „gov- ernment failure“ og mætti kalla van- hæfni stjómvalda, en það nota stuðn- ingsmenn einkavæðingar óspart. Kostir og gallar markaðar og ríkis em eilíft deiluefni innan hagfræðinn- ar en flestir em þó sammála um að hvoragur kosturinn sé fullkominn. Útvarp í almannaþágu er mótvægi við markaðinn, fyrirbæri sem á að gera meira og betur en markaðurinn. Fyrirtæki sem er rekið með hagnað að leiðarljósi, með hagsmuni hluthaf- anna í fyrirrúmi, hefði tæplega séð sér hag í því að leyfa David Attenbor- ough að gera náttúralífsþætti. Lífs- hættir fugla hefðu ekki skilað nógu mörgum áhorfendum og þar af leið- andi ekki nógu mörgum auglýsend- um. Þættimir höfða þar að auki ekki neitt sérstaklega til ungs fólks, en auglýsendur einblína gjarnan á þann hóp í æskudýrkun sinni. Það er ekki arðbært fyrir einkastöðvar hér á landi að sýna Attenborough, enda sýna þær hann ekki. Annað dæmi um vanhæfni þessa markaðar er óheyrilegt verð á sýn- ingarrétti sjónvarpsefnis. Þetta sést best á íþróttaefni. Verðið á því hefur margfaldast samhliða fjölgun einka- stöðva í heiminum. Ætti samkeppnin ekki að leiða til lægra verðs? Nei, það era sjónvarpsstöðvamar sem bítast um efnið og verðið fer hækkandi. Það era sem sé seljendurnir sem ráða lög- um og lofum á þessum markaði. Auk- in samkeppni á útvarps- og sjón- varpsmarkaði hefur einnig haft í för með sér aukna samkeppni um dag- skrárgerðarfólk. Því hefur margt hæft fólk yfirgefið Ríkisútvarpið þeg- ar hærri laun hafa boðist hjá einka- stöðvunum. Ríkisútvarpið hefur ein- faldlega ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að bjóða starfsfólki sínu svipuð laun og keppinautamir. Það skal fúslega viðurkennt að samkeppn- in hér á landi hefur haft ýmislegt gott í för með sér, þótt óneitanlega hafi hún leitt til aukins rekstrarkostnaðar stöðvanna á markaðnum. Niðurstað- an er samt sú að samkeppninni á þessu sviði fylgir ekki lækkað verð til neytandans, heldur þveröfugt; því Þörf er á málefna- legri umræðu um framtíðarhlutverk Ríkisútvarpsins, að mati Þorsteins Þorsteinssonar og G. Péturs Matt- híassonar, og er þessi grein innlegg í bá umræðu. meiri samkeppni þeim mun hærra verð. Það þarf ekki annað en að skoða þróun áskriftargjalda Stöðvar 2 og Sýnar til að skýra þetta. Stjómvöld hafa hins vegar staðið í vegi fyrir hækkun á afnotagjöldum Ríkisútvarpsins. Því hefur Ríkisút- varpið þurft að leita annarra lausna. Það hefur ekki getað hækkað verðið eins og Islenska útvarpsfélagið. Af- leiðingar þessa era m.a. þær að efni hefur tapast yfir á Stöð 2; má þar t.d. nefna ensku knattspymuna, enda er ekki forsvaranlegt að almannaútvarp, sem þarf að sinna öllum, borgi hvaða verð sem sett er upp. Af þessu má vera ljóst að ljósvaka- miðlun er ekki eins og hver önnur vara á markaði og þess vegna er Rík- isútvarp æskilegt. Áhorfendur og hlustendur eiga heimtingu á góðu fjölbreyttu efni í Út- varpinu og Sjónvarp- inu, fræðandi, upp- lýsandi og skemmti- legu efni. Islendingar eiga líka heimtingu á að þetta efni nái tU meira en 99 prósenta þjóðarinnar. Það leikur enginn eftir Rfldsútvarpinu. Þetta era einungis fáein rök af mörgum fyrir útvarpi í al- mannaþágu. Menn þekkja gildi öryggis- hlutverksins en ótal- margt annað réttlæt- ir rekstur Ríkis- útvarpsins. Innlend dagskrárgerð, varðveisla íslenskrar tungu og menn- ingar era t.d. þættir sem ekki verður séð að einkamiðlar leggi sérstaka rækt við. Þjóðin á líka rétt á traust- um, hlutlausum og óhlutdrægum íjöl- miðli. Þjóðin á rétt á fjölbreyttri dagskrá á hóflegu verði. Hún á ekki bara að geta horft á David Attenborough heldur líka Sunnudagsleikhúsið, Stutt í spunann, Bráðavaktina, Stundina okkar, Melrose Plaee, Star Trek, Mósaík, Eldhús sannleikans, Þetta helst, Tvíeykið og Kavanagh lög- mann, svo að eitthvað sé nefnt, og vandaðar fréttir, veður- og íþrótta- fréttir í Útvarpinu og Sjónvarpinu. Þjóðin á rétt á Samfélaginu í nær- mynd, Hvítum máfum, Útvarpssög- unni, Útvarpsleikhúsinu, Laufskálan- um, Sunnudagskaffinu, Byggða- línunni, Textavarpi og vefþjónustu og fólk á landsbyggðinni á rétt á svæðis- útvarpi, svo fátt eitt sé nefnt. Er mik- ið að greiða 2.100 ki'. á mánuði, eða sem nemur 69 krónum á dag fyrir þessa þjónustu? Þegar borið er sam- an áskriftargjald Stöðvar 2, sem er 3.895 og 2.995 fyrir Sýn á mánuði, hljóta menn að velta því fyrir sér hvemig Ríkisútvarpið geti sinnt því margþætta og umfangsmikla hlut- verki sem því hefur verið falið og þar að auki er lögboðið. Ef Rfldsútvarpið býr ekki til dag- skrá sem höfðar til flestra lands- manna er það ekki ríkisútvarp og get- ur þar af leiðandi ekki sinnt hlutverki sínu. Það er ekki hægt að höfða ætíð til allra, en allir þurfa einhvemtíma að finna efni við sitt hæfi í dagski'á út- varps í almannaþágu. Oðravísi getur það ekki bætt upp vanhæfni markað- arins. Þetta má orða þannig að markmið Ríkisútvarpsins sé m.a. að sinna áhugamálum allra landsmanna á sem bestan og skilvirkastan hátt. Við þetta skapast breidd í dagskránni sem ekki er heppfleg þegar horft er til markaðarins. Það segir sig t.d. sjálft að fjölmiðli sem einbeitir sér að því að ná til aldurshópsins 20-40 ára tekst betur að ná til þess hóps en Rfldsút- varpinu, sem skyldu sinnar vegna getur ekki haft einn aldurshóp í fyrir- rúmi. Fjölbreytt dagskrá (breitt dag- skrárframboð) eins og dagski'á Ríkis- G ^Hstaá m iSH 1. dessn ber 1999 -H 4500 4000 3500 3000 2500 2000 1500 1000 500 0 Stöð 2 Þróun ísöli aug#siigaR:íkisútvaipsjis,uppfe iðará verðil.3Ílíl999 útvarpsins er yfirleitt ekki arðvænleg út frá sjónarmiði markaðarins. Stöð 2 hefur tekist ágætlega að ná til fyrr- nefnds aldurshóps, sem skýrir vel- gengni hennar á auglýsingamarkaðn um, en það sýnir jafnframt takmark- anir Rfldsútvarpsins á þeim markaði. Rekstur og fjárhagur Ríkisútvarpsins - rekstrarfyrirkomulag Oft er spurt hvers vegna afnota- gjaldið sé ekki nefskattur. Við slíkar aðstæður hefðu stjómmálamenn öll völd í Rfldsútvarpinu, ef þeim líkaði ekki fréttaflutningurinn eða ef illa áraði í ríkisbúskapnum gætu þeir skorið niður framlagið til Rfldsút- varpsins. Öll starfsemi yrði því undir hæl stjómmálamanna og sjálfstæðið liði fyrir. Með afnotagjaldinu hefur Ríkisútvarpið þó tengsl við eigendur sína, þjóðina. Þá er alltaf nokkur hóp- ur landsmanna sem á ekki sjónvarp og vill ekki eiga sjónvarp. Ef nef- skattur væri yrðu þeir að borga en það gera þeir ekki núna. Kristján Þorbergsson hrl. bendir á það í grein um Rfldsútvarpið, að afnotagjöldin megi rekja til þeirrar viðleitni lög- gjafans að verja sjálfstæði Ríkisút- varpsins. Kristján segir m.a.: „I lög- unum er leitast við að búa þannig um hnútana að ekki skapist sú freisting að þagga niður í óþægUegri gagnrýn- isrödd með því að leggja hana í fjár- svelti. Sjálfstæði Rfldsútvarpsins, stjómunarlegt og fjárhagslegt, er tal- in ein af stoðum tjáningarfrelsis." (Grein Kristjáns birtist í ársskýrslu Ríkisútvarpsins fyrir árið 1998.) Það sem vantai' í þessi lög er ákvæði um hækkanir í takt við verðlagsbreyting- ar því ein leið til að skerða sjálfstæði Ríkisútvarpins er, samkvæmt þessu, að neita því um eðlilega hækkun af- notagjalda. Afnotagjaldið er því ekki alslæm aðferð tfl að tryggja útvarpi í al- mannaþágu tekjur. Þessi sami háttur er hafður á í 30 til 40 löndum í hinum vestræna heimi, einfaldlega vegna þess að enginn betri hefur fundist. í þessum löndum hefur margoft verið rætt um nefskatt eða aðrar leiðir en niðurstaðan hefur alltaf orðið sú að halda áfram með afnotagjöld. Hvers vegna ætfi fyrirkomulagið að vera öðravísi á Islandi? Liggja ráðamenn þjóðarinnar e.t.v. á betri lausnum? I .löndum eins og Bretlandi, öllum nor- rænu löndunum, Þýskalandi, Frakk- landi og öðram Evrópusambands- löndum og jafnvel í svo fjarlægjum ríkjum sem Suður-Afríku er sami eða svipaður háttur hafður á rekstri út- varps í almannaþágu. Þrátt fyrir mikla einkavæðingu í Evrópu hefur útvarp í almannaþágu ekki verið einkavætt og nýlega varð það ofan á að halda óbreyttu formi í Amster- damsáttmála ESB. Það er ekkert sem komið hefur fram í umræðunni, hvorki hér á landi né erlendis, sem bendh' til þess að annað fyrirkomulag gæti hentað betur, sé tekið mið af sjálfstæði, lögboðnu skylduhlutverki og rekrstrarforsendum Rfldsútvarps- ins. Jafnvel Margareth Thatcher, einn áhrifamesti boðberi frjálshyggju seinni ára, taldi óráðlegt að einka- væða BBC á sínum tíma vegna and- stöðu bresku þjóðarinnar (the sflent force). Er raunhæft að einkavæða Ríkis- útvarpið og þá í hve miklum mæli? Fer einkavæðing útvarps í almanna- þágu saman við almannahagsmuni? Hvernig má tryggja sjálfstæði Ríkis- útvarpsins gagnvart pólitískum öfl- um? Er það yfirleitt hægt ef litið er til samsetningar útvarpsráðs? Þetta eru allt spurningar sem nauðsynlegt er að svara áður en framtíðarhlutverk Rík- isútvarpsins verður ákveðið. Huga þarf gaumgæfilega að þvi hvað gerist ef Ríkisútvarpið verður einkavætt. Ef markaðurinn einn fengi að ráða er ljóst að óarðbærar einingar Ríkisút- varpsins yrðu lagðar niður. Auk þess myndu færri borga áskriftargjald en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.