Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 39 * verið margra ára bið eftir síma fyrir ekki svo óskaplega löngu síðan, og helst þurfti „að þekkja mann“ til að fá þetta töfratól sem er ein helsta forsenda samskipta í þjóðfélaginu í dag. Það segir sitthvað um eðli Badda að hann starfaði alla sína starfsævi hjá sama vinnuveitanda, Lands- banka íslands, allt frá því hann lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Islands. Hann átti líka alla tíð heim- ili á Skeggjagötu 10, með móður sinni meðan hún hélt heilsu, en hún lést í hárri elli fyrir fáeinum árum. Hann hefur sennilega verið sá sem lengst allra hafði búið á Skeggjagöt- unni. Guðbrandur Gíslason var vandað- ur maður til orðs og æðis. Að leiðar- lokum er honum þökkuð vináttan. Það er bjart yfir minningunni um Badda. Systur hans, Guðbjörgu, og öðru venslafólki, votta ég einlæga samúð. Eiður Guðnason. Við kvöddumst síðast hinn 18. september síðastliðinn á tröppunum heima hjá mér. Hann hafði strítt við erfið veikindi síðustu árin, en af ein- lægum ásetningi um að ná aftur heilsu, hafði honum tekist með þrot- lausum æfingum og ýmiss konar endurhæfingu að ná sæmilegri heilsu. Við hugðum því gott til skjótra endurfunda. Tæpri viku síðar veiktist hann hastarlega og lá milli heims og helju í tvo og hálfan mánuð. Virtist þá sem bati væri í augsýn, en þá skyndilega kom kallið hinsta skjótt og óvænt. Við Baddi vorum systrasynir, en það var Guðbrandur gjarnan kallað- ur af móðurfólki sínu, sjálfsagt til aðgreiningar frá öðrum nöfnum hans, sem nefndir voru eftir afa okk- ar, Guðbrandi Þorsteinssyni, bónda og vitaverði að Loftsölum í Mýrdal. Hann var ekki aðeins frændi minn, hann var jafnframt einn minn allra besti vinur. Hann var fimm ár- um eldri en ég og vinátta okkar hófst fyrir alvöru, þegar ég fór í fyrsta sinn til sumardvalar að Loft- sölum hjá afa okkar og mæðrasystk- inum. Eg var sjö ára en hann tólf. Eg var að kynnast sveitalífinu í fyrsta sinn, hann var með margra ára reynslu og kunnáttu í sveitast- örfum. Þrátt fyrir alla þessa yfir- burði lét hann mig aldrei gjalda þess, en tók mig sem jafningja og leiðbeindi mér, og styrkti mig og studdi á allan hátt. Hann var einnig svo jákvæður gagnvart öllu. Aldrei með umkvartanir eða bölsýni. Kenndi hann mér að meta og virða sveitafólkið, sem að ýmsu leyti var ólíkt kaupstaðarbúunum í háttum og venjum, en við vorum báðir fæddir og uppaldir í Reykjavík. Þannig smitaði hann mig af þeirri ást og virðingu sem hann ávallt bar fyrir forfeðrum og ættingjum okkar og landinu sem þau yrktu. Samstarf okkar sem kúasmalar hjá afa og frændfólkinu í sveitinni stóð aðeins í eitt sumar, ég var að taka við, hann var að hverfa til ann- arra sumarstarfa. Samt tengdust þarna hlekkir tryggðar og vináttu sem aldrei hafa brostið. Þó Baddi væri farinn að stunda sumarvinnu í Reykjavík kom hann ávallt í heim- sókn og dvaldi einhverja daga á Loftsölum meðan ég var þar létta- drengur. Eftir að ég var einnig hættur sveitastörfunum fórum við stundum saman í heimsókn þangað. Voru það mjög ánægjulegar og eft- irminnilegar ferðir. A unglingsárun- um í Reykjavík var hann mér einnig innan handar. Hann hvatti mig til að stunda sund hjá Ármanni, þar sem hann var virkur þátttakandi. Kom hann mér á stað í frímerkjasöfnun og hjálpaði mér að komast í sam- band við og skrifa bréf til erlendra frímerkjasafnara. Hann bauð mér með sér í bíó, ef verið var að sýna myndir, sem hann taldi að ég hefði gaman og gott af að sjá og tók mig með sér á völlinn, en hann var mikill íþróttaáhugamaður alla tíð. Við fór- um einnig saman í ógleymanleg ferðalög um landið ásamt fleiri ætt- ingjum og vinum. Svona mætti áfram upp telja. Eftir að ég kvæntist kom í ljós að kona mín og Baddi áttu sameigin- legt áhugamál, sem var fólkið í kring um okkur og einstakt minni þeirra á nöfn þess og tengsl fólks. Þannig gátu þau skrafað og spurst á um hver hefði giftst hverjum og hver væru böm hvers, hver hafði unnið hvar o.s.frv. og sjaldan rak þau í vörðumar. Eg hins vegar naut þess hve frændrækinn Baddi var og fylgdist vel með ættingjum okkar. Sagði hann mér fréttir af þeim og upplýsti mig um skyldleika við fólk sem ég jafnvel vissi ekki að væri til. Hann var mikill fjölskyldumaður, þó svo hann kvæntist aldrei og eign- aðist ekki börn. Honum var annt um skyldmenni sín og fylgdist vel með þeim og hlúði að þeim ef þörf var á. Hygg ég að við fráfall hans nú finn- ist mörgum heimilum, að kær fjöl- skyldumeðlimur sé fallinn í valinn. Guðbrandur var víðlesinn og vel að sér á ýmsum sviðum. Saga lands og þjóðar og fomsögumar vom þó sjálfsagt hans uppáhalds hugðar- efni. Hann flaggaði ekki þekkingu sinni, en veitti óspart úr viskubmnni sínum, ef eftir var leitað. Eins var það, að ef hann heyrði að farið var með rangt mái, þá leiðrétti hann það með varfæmislegum athugasemd- um, því síst af öllu vildi hann nokk- urn mann særa eða lítillækka á nokkurn hátt. Hann var ákaflega hógvær og lítið fyrir að trana sér fram, en vinsæll og vel látinn af öll- um sem honum kynntust, vegna já- kvæðs hugarfars hans, gæsku og glaðværs lundemis. Trúaðrn- var hann og kirkjurækinn og unnandi fagurrar tónlistar og fylgdist hann vel með okkar unga og efnilega tónl- istarfólki. Tryggð hans og trúnaður var ein- stakur. Er hann lauk prófi frá Versl- unarskóla Islands sautján ára gam- all, réðst hann til starfa hjá Landsbanka Islands. Bankanum helgaði hann alla sína starfsævi eftir það, eða þar til hann lét af störfum fyrir um tveimur ámm af heilsu- farsástæðum. Gegndi hann ýmsum ábyrgðarstörfum innan bankans. Lengi var hann skrifstofustjóri í Veðdeild bankans og síðar forstöðu- maður deildarinnar. Einnig var hann um sjö ára skeið útibústjóri Landsbankans á Hvolsvelli, þar sem hann undi hag sínum ákaflega vel. Við hjónin og fjölskylda okkar söknum Badda ákaflega mikið, en vitum jafnframt, að við emm langt frá því að vera ein um það og vissu- lega stóðu ýmsir honum enn nær en við. Nefni ég þar sérstaklega vin- konu hans og félaga til margra ára, Höllu Einarsdóttur, sem studdi hann og styrkti af einstakri natni í veikindum síðustu ára. Systir hans Guðbjörg sér nú á eftir einkabróður sínum, en samband þeirra systkina var mjög náið og kært. Dætur Guðbjargar, tengdasynir og barna- börn hafa einnig mikið misst. Öllu þessu fólki vottum við einlæga sam- úð. Ingjaldur Bogason. Það er með nokkmm trega sem ég minnist frænda míns, Guðbrands Guðjónssonar, Badda eins og hann var kallaður meðal vina og ættingja. Hann var elstur okkar sex systr- unga sem bámm nafn afa okkar, Guðbrands Þorsteinssonar, og sá fyrsti okkar sem yfirgefur þetta til- vemstig, langt um aldur fram. Þessi kveðjuorð verða fá, vandi er að kveðja svo góðan dreng svo vel farist úr hendi, og ætt vor lítið fyrir langt mál í ræðu eða riti. Fyrstu kynni mín af Badda em nokkuð óljós, enda langt um liðið og ég sjálfur þá lítt kominn til vits. Rámar reyndar í það að hafa sem stráklingur litið upp til þessa eldri frænda með þeirri virðingu sem oft fylgir aldursmun. En þegar við ful- lorðnuðumst varð það ljóst hvem mann hafði að geyma. Þar hygg ég að hafi farið saman upplag og upp- eldi. Fáa menn hef ég vitað sem jafn vandaðir vom í orðum og athöfnum, og ekki minnist ég annars en að orð hans stæðu sem stafur á bók, enda naut hann trausts allra sem sam- skipti áttu við hann. En nú er kallið komið, það kall sem enginn fær vikist undan. Eftir lifir minningin um góðan dreng, frænda og vin. Blessuð sé minning Guðbrands Guðjónssonar. Guðbrandur Steinþórsson. A morgun, mánudaginn 20. des- ember, verður lagður til hinstu hvílu vinur okkar Guðbrandur Guðjóns- son er lést fimmtudaginn 9. desem- ber sl. eftir erfiða sjúkdómslegu. Við sem vomm svo lánsöm að kynnast góðum félaga og vini erum þakklát íyrir það. Ég kynntist Guðbrandi fyrir um það bil 40 ámm og höfúm við verið góðir vinir alla tíð síðan. Þá var Baddi, en svo var Guðbrandur oft kallaður, í forsvari fyrir sunddeild Ármanns og þar lágu leiðir okkar fyrst saman. Hann sat lengi í stjórn sunddeildarinnar og gegndi þar nánast öllum embættum. Einnig sat hann í stjóm Sundsambands Islands í nokkur ár. Baddi var mikill félagsmaður og alltaf reiðubúinn til aðstoðar er til hans var leitað, og starfaði hann nánast á öllum sundmótum um ára- tugaskeið. Guðbrandur fór sem fararstjóri með sundfólki úr Armanni til Aust- ur-Þýskalands um 1960 en hann var einn af þeim sem komu á samskipt- um milli Armanns og sundfélagsins í Rostok. Guðbrandur var sæmdur gullmerki Ármanns fyrir vel unnin störf í þágu sunddeildarinnar. Við Ármenningar kveðjum Guðbrand með söknuði. Við hjónin þökkum Guðbrandi alla þá vináttu og hlýju sem hann sýndi okkur og fjölskyldum okkar alla tíð. Við sendum Guðbjörgu og fjöl- skyldu, Höllu og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Sigríður og Siggeir. Birting afmælis- og minmngargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í dag- legu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTINN PÁLSSON, Ásvallagötu 49, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 21. desember kl. 13.30. Andrea Guðmundsdóttir Páll Kristinsson, Ingibjörg Kristinsdóttir, Reynir Kristinsson, Björk Kristinsdóttir, Anna Rósa Kristinsdóttir, Huida Kristinsdóttir, Magný Kristinsdóttir, Steingrímur Örn Steingrímsson, barnabörn og barnabamabörn. Auður B. Sigurðardóttir, Þröstur Þorvaldsson, Steinar Gunnarsson, Gerald Anderson, Sæberg Þórðarson, t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLVEIG JÓNSDÓTTIR KOLSÖE, Reynigrund 61, Kópavogi, sem andaðist mánudaginn 13. desember, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni i Reykjavík þriðjudaginn 21. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins. Reidar Kolsöe, Edda Árnadóttir, Hallveig Guðný Kolsöe, Hjörtur Kolsöe, Jenný Grettisdóttir, Helgi Kolsöe, Rósa G. Jónsdóttir, barnabörn og barnabamabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og tengdadóttir, HELGA FOSSBERG HELGADÓTTIR, írabakka 6, verður jarðsett frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 22. desember kl. 13.30. Þórður Njálsson, Ágeirs H. Þórðarson, Guðrún J. Þórðardóttir, Þóra B. Þórðardóttir, Ástríður E. Geirsdóttir, Sigurður Geirsson, Guðmundur N. Þórðarson, Saga Helgadóttir, Ketill Jómundsson, Þuríður Ketilsdóttir, Árni Bragason, Anna Ketilsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Njáll Guðmundsson, Sigríður Júlíusdóttir. + Bróðir okkar, EINAR VILHJÁLMUR JÚLÍUSSON, sem lést mánudaginn 13. desember, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudag- inn 20. desember kl. 13.30. Systkini hins látna. + Faðir minn, fóstri, tengdafaðir og afi, GUÐNI JÓHANNSSON, Sunnubraut 12, Akranesi, sem lést sunnudaginn 12. desember, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 21. desember kl. 14.00. Grétar G. Guðnason, Heiðbjört Krístjánsdóttir, Hörður Ragnarsson, Guðrún Jónsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.