Morgunblaðið - 04.01.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.01.2000, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á flugi um árþúsundaskiptin Stórkostlegt að fylgjast með úr flugvélinni „ÞAÐ var markmiðið að gera eitt- hvað öðruvísi en allir hinir,“ segir Egill Guðmundsson, sem um ára- mótin var á flugi yfir og í grennd við höfuðborgarsvæðið. „Það var líka stórkostlegt að fylgjast með áramót- unum í Reykjavík, Keflavík, Akra- nesi og Mosfellsbæ enda ótrúlega mikið skotið upp af flugeldum." Egill, sem flaug fimm sæta vél af gerðinni TP-20 Trinidad, var í einni af þremur flugvélum sem voru inni á íslensku flugstjómarsvæði við ár- þúsundaskipti. Það eru afar fáar flugvélar en samkvæmt upplýsing- um Flugmálastjórnar eru vanalega á bilinu fimmtán til tuttugu vélar á flugstjórnarsvæðinu. Egill, sem sækja þurfti sérstak- lega um leyfi til að fljúga á þessum tíma, var hvergi banginn við 2000- vandann svokallaða. „Það er ekkert sem getur komið upp á í þessum vél- um nema ef um utanaðkomandi at- riði er að ræða.“ Egill var tæpan klukkutíma í loftinu, tók á loft um hálftólf og lenti tæplega hálfeitt. Lítil flugnmferð Samkvæmt upplýsingum Flug- málastjórnar var einstaklega lítil umferð á flugstjórnarsvæði Islands á nýársnótt. A tímabilinu frá ellefu á gamlárskvöld til fjögur um nóttina voru eingöngu tvær þotur á leið yfir hafið. Upp úr miðnætti var sjúkra- flug til Vestmannaeyja og annað sjúkraflug á nýársdagsmorgun frá Egilsstöðum. Á nýársdagsmorgun var íslenska flugstjórnarkerfið svo kannað er flugmálastjóri fór ásamt fram- kvæmdastjóra flugöryggissviðs í flug með flugvél Flugmálastjórnar frá Reykjavík til Akureyrar. Allt gekk að óskum í fluginu og engir gallar komu fram í flugstjórnarkerf- inu. Flugmálastjórn segir að flug hafi alls staðar gengið vel og engin vandamál komið fram sem tengjast 2000-vanda. -------♦> ♦— Fimmtán tilboð í göngubrú FIMMTÁN tilboð bárust í smíði göngubrúar við Öxará og tröppur vegna kristnitökuhátíðar á Þingvöll- um. Tvö voru undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var 35,3 millj- ónir króna og þrettán yfir áætlun- inni. Lægsta tilboðið átti Sandur og stál ehf. á Sauðárkróki, tæpar 15,7 milljónir króna, og það næstlægsta var frá GR-verktökum í Garðabæ, 31,1 milljón. Tvö hæstu tilboðin áttu Rafmagn og stál ehf. í Hafnarfirði með 64,9 milljónir króna og Stoðverk ehf. í Hveragerði sem bauð tæplega 64,9 milljónir. Þá bárust tvö tilboð uppá 37,4 milljónir og nokkur voru frá 39 milljónum og upp í 52 milljónir króna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Forseti fslands sæmdi ellefu íslendinga fálkaorðunni við athöfn á Bessastöðum. Ellefu Islendingar sæmdir fálkaorðunni VIÐ athöfn á Bessastöðum á nýársdag sæmdi forseti Islands 11 íslendinga heiðursmerkjum hinn- ar fslensku fálkaorðu, sex konur og fímm karlmenn. Þau sem heiðursmerkin hlutu voru eftirtalin: Anna Þrúður Þorkelsdóttir, formaður Rauða kross íslands, Reykjavík, riddara- kross fyrir störf í þágu mannúð- armála, Áslaug Sigurbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir mannúðar- störf, Birna G. Bjarnleifsdóttir, Reykjavík, riddarakross fyrir fræðslustörf í þágu ferðamála, Grímur Eystorey Guttormsson kafari, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu hafnargerðar og umhverfísverndar, Guðný Hall- dórsdóttir leikstjóri, Mosfellsbæ, riddarakross fyrir kvikmynda- gerð, Jóhann Sigurðsson út- gefandi, Reykjavík, riddarakross fyrir forystu í heildarútgáfu Is- lendinga sagna á ensku, Ólafur Haukur Árnason ráðunautur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að bindindismálum og áfeng- isvörnum, Óskar II. Gunnarsson framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framfarastörf í osta- og mjólkuriðnaði, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir dósent, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að jafnréttismálum, Þorkell Bjarnason ráðunautur, Laugar- vatni, riddarakross fyrir störf við ræktun íslenska hestsins, Þórunn Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, Reykjavfk, riddarakross fyrir störf í þágu menningar og lista. Fólksfækkunargreiðslur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga Isafj ör ður og Skaga- Qörður fá mest ÍSAFJARÐARBÆR og Sveitarfé- lagið Skagafjörður fengu greidd hæstu aukaframlögin úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélganna nú fyrir ára- mótin, um 47-48 milljónir hvort sveitarfélag. Ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu um það sam- komulag í desember að Jöfnunar- sjóður sveitarfélaga fengi 700 millj- óna kr. aukaframlag á fjárauka- lögum síðasta árs. Við útdeilingu var fjármununum skipt í tvennt. 350 milljónir kr. voru greiddar sem viðbótarþjónustuframlög. Jafnhá upphæð var notuð til að hlaupa undir bagga með þeim sveitarfé- lögum sem orðið hafa fyrir skakka- föllum vegna fækkunar íbúa. íbúa- fækkunarframlagið var miðað við íbúaþróun á síðustu þrerhur árum. 67 fengu fólks- fækkunarframlög Peningunum var úthlutað og þeir greiddir út fyrir áramót, til 111 sveitarfélaga, þar af nutu um 67 sveitarfélög hins sérstaka fólks- fækkunarframlags. Kom þetta fram á blaðamannafundi félags- málaráðherra í gær. Hæstu heild- arframlögin komu í hlut ísafjarðar- bæjar, 48,5 milljónir, og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, 47,1 milljón. AIls fengu 22 sveitarfélög 10 milljónir kr. eða meira, eins og fram kemur á meðfylgjandi lista. Lægsta framlagið kom í hlut Reykjavíkurborgar, 27 þúsund krónur, en það er eingöngu þjón- ustuframlag vegna Kjalarnes- hrepps sem nú hefur sameinast borginni. Sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu fengu engin fólks- Aukaframlag úr jöfn- unarsjóði sveitarfélaga 1999 Sveitarfélög Milljónir króna 1 sem fá yfir 10 milljónir | ísafjarðarbær 48,5 Sveitarfélagið Skagafjörður 47,1 Fjarðabyggð 29,6 Vestmannaeyjabær 28,3 Siglufjarðarkaupstaður 21,6 Húsavíkurkaupstaður 20,3 Húnaþing vestra 19,8 Vesturbyggð,. 17,0 Austur-Hérað 16,6 Ólafsfjárðarkaupstaður 16,5 Bolungarvíkurkaupstaður 16,4 Sveitarfélagið Hornafjörður 15,9 Dalvíkurbyggð 15,4 Vopnafjarðarhreppur 15,3 Blönduósbær 13,3 Snæfellsbær 12,7 Búðahreppur (Fáskrúðsfj.) 11,9 Stykkishólmsbær.-., ■ 11,8 Dalabyggð 11,3 Hólmavíkurhreppur ; 11,1 Borgarfjarðarsveit 10,4 Borgarbyggð 110,4 fækkunarframlög en þau fengu 3-7 milljónir kr. hvert í þjónustufram- lög. Þrettán sveitarfélög fengu engin framlög. Stór aðgerð í byggðarmálum Á blaðamannafundinum í gær kom fram hjá Páli Péturssyni fé- lagsmálaráðherra að framlag þetta væri aðeins greitt í eitt skipti en hann gat þess jafnframt að sam- komulag hefði orðið við Samband íslenskra sveitarfélaga um að fela nefnd sem vinnur að heildarendur- skoðun tekjustofna sveitarfélaga að fjalla um kröfur sveitarfélaganna um leiðréttingu tekjustofna vegna lagabreytinga. Sveitarfélögin telja sig verða af um tveggja milljarða króna tekjum á ári vegna ýmissa breytinga sem gerðar hafa verið á undanfömum árum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands sveitarfélaga, sagði á fundinum að greiðslurnar úr Jöfnunarsjóði væru ein mesta byggðaaðgerð sem ríkið hefði beitt sér fyrir í langan tíma. Framlögin til sveitarfélaga í lands- byggðarkjördæmunum námu að meðaltali tæpum 120 þúsund kr. á hvern brottfluttan íbúa. Fram kom hjá félagsmálaráð- herra að ætlast er til að nefndin sem vinnur að endurskoðun tekju- stofna sveitarfélaga skili af sér um mitt ár þannig að hægt verði að leggja nauðsynleg lagafrumvörp fram á haustþingi og afgreiða þau fyrir fjárlagaafgreiðslu næsta árs. Nefndin vinnur að heildarendur- skoðun tekjustofnalaganna og á meðal annars að fjalla um kröfur um breytingar á eignarskattsstofni fasteigna á landsbyggðinni til sam- ræmis við raunverulega eign. Páll og Vilhjálmur treystu sér ekki til að svara því hvaðan tekjur til leið- réttingar tekjustofna sveitarfélaga kæmu, hvort það myndi gerast með hækkun skatta eða með aukn- um hlut sveitarfélaganna í þeim sköttum sem nú renna í ríkissjóð. Einum pilti sleppt 1 nýja e-töflumálinu NÍTJÁN ára pilti, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til 12. jan- úar vegna rannsóknar fíkniefnadeild- ar lögreglunnar á nýja e-töflumálinu, var sleppt úr haldi í fyrradag, þar sem ekki þótti ástæða til að láta hann ljúka gæsluvarðhaldsvist sinni. Þáttur hans í málinu er nægilega kannaður en rannsókn lögreglunnar heldur áfram. Einn sautján ára piltur og 25 ára maður eru hins vegar enn í gæslu- varðhaldi, sá yngri til 12. janúar en hinn eldri til 19. janúar. Lögreglan í Reykjavík lagði á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn hald á skammbyssu með hljóðdeyfi og skot við húsleit í kjölfar handtöku eins manns vegna rannsóknar máls- ins en honum var sleppt að loknum yf- irheyrslum. Lögreglan útilokar ekki að fleiri aðilar verði handteknir vegna rannsóknar málsins. Auk skammbyssunnar lagði lög- reglan einnig hald á eina haglabyssu og tvo riffla auk skotfæra. Maðurinn k var skráður íyrir þeim vopnum en ekld skammbyssunni. Réttvikaerliðinsíðanlagtvarhald f á verulegt magn e-taflna við húsleit hjá einum þeirra sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald en rannsóknai'- hagsmunir lögreglunnar leyfa ekki enn að fjöldi taflnanna verði gefinn upp á þessu stigi málsins. Y eðurklúbburinn á Dalbæ Otraust og um- hleypingasamt janúarveður FÉLAGAR í Veðurklúbbnum á Dal- bæ í Dalvíkurbyggð telja að veðrið í komandi janúarmánuði verði ótraust og umhleypingasamt. Klúbbfélögunum þótti nokkuð erf- itt að spá í janúarveðrið og voru menn frekar tvístígandi við spána, enda hafði barómetið látið undarlega síðustu daga, skoppað upp og niður án þess að miklar breytingar yrðu á veðri. Þó er hald manna að hann verði vestanstæður í janúar en sumir klúbbfélaga töldu að vindur myndi blása úr ýmsum áttum og sviptingar yrðu örar, líkur væru verulegar á hvassviðri. Þá er ekki talið ólíklegt að komi smá skot í kringum þrett- ándann eða skömmu eftir hann. Þorri byrjar á fullu tungli og tunglmyrkvi verður 21. janúar og stórstreymi verður daginn eftir. Erill vegna líkamsárásar ( og skemmd- arverka TÖLUVERÐUR erill var hjá lög- reglunni í Reykjavík aðfaranótt mánudags. Um Idukkan hálfþrjú eft- ir miðnætti var tilkynnt um líkams- árás við Hótel Borg þar sem tveir | menn réðust á þann þriðja. Hann hlaut slæma áverka í andliti og stóra kúlu á hnakkanum og var fluttur á 6 slysadeild með sjúkrabifreið. Árásar- mennimir flúðu af vettvangi en lög- reglan telur sig vita hverjir þeir voru. Ólvaður maður var þá handtekinn á Grettisgötu fyrir að veitast að veg- farendum og hóta þeim grjótkasti á svipuðum tíma í fyrrinótt. Rétt fyrir klukkan eitt í fyrrinótt var ölvaður maður síðan handtekinn | fyrir að brjóta rúðu á Skólavörðustíg. Klukkan hálfellefu var tilkynnt um eld í Vættaborgum. Þar hafði kvikn- I að í út frá kertaskreytingu en skemmdir urðu ekki miklar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.