Morgunblaðið - 04.01.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.01.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 13 FRÉTTIR í köldum sjó Morgunblaðið/Jón Svavarsson GSM-kerfíð annaði ekki eftirspurn á nýársnótt Ekki unnt að mæta slfku álagi MIKIÐ álag var á GSM-kerfinu um ái'amótin og lá það niðri um tíma. Svipað hefur verið uppi á teningnum á öðrum miklum álagstímum, eins og t.d. á Þorláksmessu og 17. júní. Ólaf- ur Stephensen, forstöðumaður kynningar- og markaðsmála hjá Landssímanum, segir að ekki sé hægt að hanna fjarskiptakerfi með nægilegri hagkvæmni með það fyrir augum að það taki alla álagstoppa. Farsímanotendum í GSM-kerfi Landssímans fjölgaði um tæplega 40 þúsund á síðasta ári. Á árinu 1998 SEX félagar úr Sjósundfélagi lög- reglunnar í Reykjavík syntu nýárssund á nýársdag 2000 við smábátabryggjurnar í Reykjavík- urhöfn. 90 ár eru liðin síðan fyrst var synt nýárssund og fannst félögum í Sjósundfélagi lögreglunnar því vel við hæfi að halda upp á þau tímamót með sjóbaði og fara syndandi inn í nýtt árþúsund. Að sögn Jóns Otta Gíslasonar, talsmanns Sjósundfélagsins var ekki um keppni að ræða heldur hópsund og voru sundmennirnir um hálfa aðra mínútu í sjónum og syntu um 100 metra. Hitastig sjávar var tvær gráður fyrir neð- an frostmark en engum varð meint af. Engu að síður voru ör- yggisráðstafanir viðhafðar á hafnarbakkanum. Jón Otti segir að sundmennirnir búi að ára- langri þjálfun og bætir við að best sé að vera stutta stund í sjónum í einu, ætli menn að hefja sjósund og aldrei synda einir síns liðs. Þorskverð 1 hámarki Allt upp í 200 krón- ur fyrir kílóið MJÖG gott verð fékkst á fiskmörk- uðum milli jóla og nýárs eins og venja er. Þannig hafa fengist allt upp í 200 krónur fyrir kílóið af blönduð- um línufiski, samkvæmt upplýsing- um hjá Fiskmarkaði Suðurnesja. Verð á þorski hefur verið á milli 180 til 200 krónur þessa vikuna, en verð á öðrum tegundum hefur einnig hækkað talsvert. Þannig hafa fengist um 130 krónur fyrir kílóið af löngu og um 170 krónur fyrir steinbítskíló- ið. Fiskverð hefur almennt verið hátt á mörkuðum í haust og kílóverð á þorski verið um 150 krónur á mörk- uðum sunnanlands. Hátt verð fékkst einnig fyrir þorskinn hjá útibúi Fiskmarkaðs Suðurnesja á Isafirði í gær, 148 krónur fyrir kílóið af ós- lægðum fiski, en það þykir hátt verð vestra enda á þá eftir að slægja fisk- inn og aka honum suður. 290 þúsund króna afla- verðmæti eftir einn dag Aflabrögð hjá bátum syðra hafa auk þess batnað eftir jólin og margir bátar því að gera góða túra. Þannig seldi trilla um 5 tonn á Fiskmarkaði Suðurnesja í fyrradag eftir tveggja daga veiðiferð fyrir rúm 800 þúsund. Þá seldi önnur trilla um 1.600 kíló af þorski eftm einn dag fyrir um 290 þúsund krónur. Fremur lítill afli kemur inn á fiskmarkaðina milli há- tíðanna og slagurinn um aflann því mikill. Það eru einkum ferskfiskút- flytendur sem bítast um fiskinn þessa dagana, enda fæst nú gott verð fyrir „flugfisk“ á mörkuðum bæði í Evrópu og í Bandaríkjunu. Togbátar Garðar Gísla- son forseti Hæstaréttar GARÐAR Gíslason var kjörinn for- seti Hæstaréttar árin 2000 og 2001 á fundi dómara réttarins í desember. Guðrún Erlendsdóttir var kjörin varaforseti fyrir sama tímabil. Frá- farandi forseti Hæstaréttar er Pétur Kr. Hafstein. hafa auk þess margir hverjir landað í gáma til útflutnings en hátt verð fæst vanalega fyrir fisk á mörkuðum erlendis eftir jólin. Kaup Sparisjóðs Mýrasýslu á húsnæði Mjólkursamlags KB Liður í uppstokk- un Kaupfélagsins GISLI Kjartansson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, segir að kaup Sparisjóðsins á húsnæði Mjólkur- samlagsins í Borgarnesi af Kaupfé- lagi Borgfirðinga séu tilraun til að leysa ákveðin vandamál í rekstri Kaupfélagsins og ekki standi til að Sparisjóðurinn eigi húsnæðið til langframa. Flutningamiðstöð Vest- urlands keypti hluta hússins fyrir skömmu og nú hefur Sparisjóðurinn keypt þann hluta sem enn var í eigu kaupfélagsins. „Dóttm-fyrirtæki Kaupfélagsins hafa átt í erfiðleikum, eins og menn vita. Akveðin uppstokkun hefur ver- ið í gangi og þetta er einn liður í því. Við viljum aðstoða við þessa upp- stokkun með þessum kaupum," sagði Gísli. Kaupverð húsnæðisins er trúnað- armál milli aðila málsins, að sögn sparisjóðsstjórans sem telur ekki lflílegt að farið verði út í frekari fast- eignakaup á næstunni. „Við höfum hugsað okkur að losa okkur við húsnæðið aftur við fyrsta hentugleika," sagði Gísli, en kvað ekki ljóst hvenær af því gæti orðið. Húsnæðið, sem er um 5.000 fer- metrar, hefur ekki verið nýtt af Kaupfélagi Borgfirðinga um nokk- urt skeið. Það hefur hýst framleiðslu á matvælum og drykkjarvöru og í gildi eru leigusamningar til langs tíma. fjölgaði notendum um 25.000. Not- endur eru nú samtals um 106.000. Ólafur segir að almenna slmakerf- ið sé hannað á þann veg að miðað sé við að 20-25% af öllum notendum þess geti verið í símasambandi á sama tíma og það sé óvenjuhátt hlut- fall á alþjóðlegan mælikvarða. Ann- að gildi um GSM-kerfið vegna þess að það byggist annars vegar upp á miðlægri móðurstöð og hins vegar útstöðvum. í útstöðvunum sé takm- arkaður fjöldi talrása og þegar margir séu að reyna að ná sambandi á sama tíma á svipuðum slóðum, eins og gerðist t.d. í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu, þá anni kerfið ekki umferðinni. Óheyrilega dýrt yrði að hanna GSM-kerfi sem gæti tekið alla stærstu toppana. Á nýársnótt var t.d. margfalt álag miðað við venju- lega á þessum tíma sólarhrings. Nýir sendar og stöðvar stækkaðar Ólafur segir að á þessu ári sé búið að setja upp marga nýja senda í mið- bænum og sömuleiðis hafa stöðvar verið stækkaðar. Unnt sé að stækka stöðvar tímabundið þegar vitað er að mikið álag verður á tilteknu svæði en stundum dugi það jafnvel ekki til, eins og sýndi sig í Vestmannaeyjum á þjóðhátíð. Þá hefur afkastageta í móðurstöð- inni verið aukin. I þessum mánuði hefjast síðan framkvæmdir við stækkun móðurstöðvarinnar um helming. Stöðvamar verða því tvær sem anna meiri umferð og auka ör- yggi kerfisins. Áfram geti þó komið upp svæðisbundin vandamál þegar álagið er mikið. Ólafur kveðst heldur ekki telja að stækkun móðurstöðvar- innar dugi til að greiða fyrir allri um- ferð á álagstíma eins og á nýársnótt. Vantar þig aðstoð við nýju heitin á árinu 2000? New York Times metsölubókin RÉTT MATARÆÐI FYRIR ÞINN BLÓÐFLOKK eftir dr. Peter D’Adamo Hefúr selst í milljónum eintaka, vakið gífúrlega athygli og hjálpað fjölda fólks. í Rétt matarœði jyrir þinn blóðflokk finnur þú: einstaklingsbundið mataræði sniðið að þínum þörfixm Ár svo þú haldir heilbrigði A lifir lengur náir kjörþyngd líkamsræktaræfingar sem henta þér best leiðbeiningar um bestu vítamín fyrir þinn blóðflokk & tillögur að fyrstu matseðlunum leiðbeiningar um notkun jurta & og margar aðrar áhugaverðar uppfysingar. •2.-LíYdamo Hér koma ummæli nokkurra þekktra lækna um bókina: „T ímamótauppgötvun“ Bernie Siegel þekktur bandarískur krabbameinslæknir. „...gjörbylt sviði næringarlæknisfræðinnar“ Jonathan Wright, M.D. „Læknisfræðilegt afirek fyrir framtíðina“ Joseph Pizzorno N.D., rektor Bastyr háskólans, Seattle, U.SA. „...skilgreinir mikilvægi mataræðis enn betur.. Hallgrímur Þ. Magnússon læknir. Bók sem leggur grunninn að nýju og betra lífi fyrir þig. LEIÐARLJOS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.