Morgunblaðið - 04.01.2000, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Friðrik Arngrímsson,
framkvæmdastjóri LIU
Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LIU, og Kristján Ragnarsson,
stjórnarformaður LIU.
Ekki tímabært
að ræða kröfur
sjómanna
„ÞAÐ er ekki tímabært að ræða
kröfur sjómanna," segir Friðrik
Arngrímsson sem tók við fram-
kvæmdastjórastöðu Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna af
Kristjáni Ragnarssyni um áramót en
fyrsti vinnudagur hans var í gær.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu á gamlársdag hafa sjómannafé-
lögin vítt og breitt um landið verið að
kynna kröfur sínar vegna komandi
kjarasamninga en samningar eru
lausir 15. febrúar nk. Kröfumar
verða síðan samræmdar og er gert
ráð fyrir að endanleg kröfugerð
verði kynnt vinnuveitendum í kring-
um 20. janúar.
Friðrik segir að verið sé að undir-
búa samningaviðræður og því of
snemmt að ræða einstaka þætti.
Ákveðnar kröfur hefðu heyrst frá
sjómönnum en kröfugerð lægi ekki
fyrir fyrr en undir lok mánaðarins.
„Það er líka ýmislegt sem við vildum
sjá öðruvísi en við erum að móta
þetta,“ segir Friðrik. „Við erum að
fara í þessa vinnu og kynnum okkar
mál með kröfugerðinni.“
Starfsemi SÍF í Frakklandi
Birgir Jóhannsson
ráðinn forstjóri
Höskuldur Ásgeirsson lætur
af störfum hjá Gelmer
GENGIÐ hefur verið frá ráðningu
Birgis Sævars Jóhánnssonar sem
forstjóra sameinaðra fyrirtækja IS
og SIF í Frakklandi. Mun hann taka
við rekstrinum hinn fyrsta febrúar
næstkomandi. Jafnframt er unnið að
gerð starfslokasamnings við Hös-
kuld Ásgeirsson, sem er forstjóri
Gelmer, dótturfyrirtækis ÍS.
Birgir Sævar Jóhannsson hefur
verið forstjóri dótturfyrirtækja SÍF
í Frakklandi, sem rekin hafa verið
undir nafninu Jean Baptiste Del-
pierre.
Finnbogi Jónsson, aðstoðarfor-
stjóri SÍF og áður forstjóri ÍS, segir
að það hafl alla tíð verið ljóst að við
sameiningu fyrirtækjanna yrði að-
eins einn forstjóri yfir starfseminni í
Frakklandi. Þegar sameiningin hafi
svo verið samþykkt á hluthafafund-
um í S og SÍ F milli jóla og nýárs, hafi
verið ákveðið að ganga frá ráðningu
Birgis, sem hafi áralanga reynslu
sem forstjóri stórra fyrirtækja í
Frakklandi. Hann segir einnig að
sameiningin sé ástæða þess að Hös-
kuldur Ásgeirsson láti af störfum.
Kvóti aukinn í skarkola
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
hefur ákveðið að hækka aflamark á
skarkola úr 3.000 tonnum í 4.000
tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. í
kjölfar úttektar Hafrannsóknast-
ofnunar sl. vor, þar sem mögulegt
var í fyrsta sinn að beita svokallaðri
aldursaflagreiningu, kom í ljós að
stofninn hefur minnkað verulega.
Til þess að stuðla að hraðri upp-
byggingu stofnsins var ákveðið að
lækka kvótann úr 7.000 tonnum í
3.000. Þessi mikli niðurskurður hef-
ur gert dragnótabátum erfitt fyrir
þar sem meðafli af skarkola er
meiri en þessu nemur. Samkvæmt
útreikningum Hafrannsóknastofn-
unar liggur meðafli í skarkola hjá
dragnótabátum á bilinu 3.500-4.100
tonn. Með því að hækka aflamarkið
í 4.000 tonn benda útreikningar til
þess að hrygningarstofninn muni
vaxa um 25% frá á árunum 1999 og
2000.
2000-vandinn lætur lítt á sér kræla
Hvergi kom til umtals-
verðra vandræða
AP
Vegfarandi í Hong Kong við skilti í banka þar sem sýnd-
ar eru hreyfingar á hlutabréfavísitölunni Hang Seng í
gær. Gengið snarhækkaði þegar í Ijós kom að lítið var
um tölvutruflanir í kjölfar áramótanna.
New York. Reuters, The Daily Telegraph.
MARGIR önduðu léttar í
gær þegar í ljós kom að
hvergi kom til verulegra
vandræða vegna 2000-
vandans svonefnda. Víða
um heim komu að vísu
upp minni háttar vand-
kvæði, lækningatæki
virkuðu ekki sem skyldi í
Svíþjóð, tölvukerfi á Italíu
álitu að sumir fangar
hefðu setið 100 árum of
lengi inni, þar og í Kína
urðu truflanir á fjarskipt-
um, japönsk stjórnvöld
skýrðu frá einhverjum
truflunum í bankavið-
skiptum og kjamorkuver-
um en sögðu að þau
vandamál yrðu leyst. Og í
Hong Kong var talið að
bilanir í mælitækjum sem
notuð eru til að kanna
áfengismagn í blóði öku-
manna væm 2000-vand-
anum að kenna.
í Afríkuríkinu Gambíu
urðu þó veralegar traflan-
ir á mörgum sviðum, í
heilbrigðisþjónustu og í
fjármálaviðskiptum. Þess
var samt getið að ekki
væri staðfest að vandræð-
in ættu rætur að rekja til
2000-vandans í tölvubún-
aði sem stafar af því að
gamlar tölvur annaðhvort
ráða ekki við ártalið 2000
eða þær raglast og halda að upp sé
runnið árið 1900.
Miklum fjárhæðum hefur verið
varið í að endurnýja tölvubúnað í iðn-
ríkjunum síðustu mánuðina vegna
óttans við bilanir eða jafnvel hran um
aldamótin, til dæmis um 25 milljörð-
um punda eða nær 3.000 milljörðum
króna í Bretlandi. Óljóst er hve há
fjárhæðin er í Bandaríkjunum en
nefndar era tölur frá 100 milljörðum
dollara eða 7.000 milljörðum króna.
Skýrt var frá því að nokkur dæmi
væra um minniháttar bilanir í tölvu-
kerfum kjarnorkuvera vestanhafs,
einnig í búnaði gervihnatta en ekkert
alvarlegt hefði þó komið upp.
Á varðbergi til
29. febrúar
Breskir sérfræðingar fullyrtu í
gær að fénu hefði verið vel varið og
Margaret Beckett, breskur ráðherra
sem fór með málefni 2000-vandans,
sagði að menn yrðu að vera á varð-
bergi fram til 29. febrúar. Bent hefur
verið á að sumar tölvur geti átt í erf-
iðleikum vegna þess að árið 2000 er
hlaupár.
Sérfræðingar vöraðu margir við
því í gær að menn fögnuðu of fljótt, í
ljós kæmi á næstu vikum og jafnvel
mánuðum hve vel hefði tekist til.
Viðskipti í kauphöllinni í Chicago
hófust þegar á sunnudagskvöld og
gengu fyrir sig með eðlilegum hætti,
sömu sögu var að segja víða annars
staðar í heiminum en þess ber þó að
geta að kauphallirnar í London, New
York og Tókýó verða fyrst opnaðar í
dag, þriðjudag. Margir kaupahéðnar
spáðu því að viðskipti á verðbréfa-
mörkuðum myndu stóraukast á
Nýju Dclhi. AFP.
ATAL Behar Vajpayee, forsætisráð-
herra Indlands, sagði í gær að Pakist-
an væri „hryðjuverkaríki" og fullyrti
að stjórnvöld þar hefðu staðið að baki
flugráninu, sem lauk sl. föstudag er
hryðjuverkamennirnir slepptu gísl-
um sínum, 160 að tölu. Á móti slepptu
Indverjar þremur mönnum úr fang-
elsi.
Vajpayee skoraði á stórveldin að
lýsa því yfir, að Pakistan væri griða-
staður hryðjuverkamanna og stað-
hæfði að upplýsingar, sem indverska
leyniþjónustan hefði aflað sér, sýndu
að flugránið væri hluti af þeirri
hryðjuverkastarfsemi sem Pakistan-
stjóm styddi.
Indverska stjórnin var harðlega
gagnrýnd heima íyrir vegna fram-
næstunni vegna þess að
óttinn við 2000-vandann
hefði um hríð haft letj-
andi áhrif á marga. Nú
myndu þeir sem hefðu
gnægð fjár fara með pen-
ingana sína á markaðinn.
„Vísbendingar eru nú
um að sennilega verði litl-
ar traflanir," sagði
Robert Rubin, íyrrver-
andi fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, í samtali
við CNN-sjónvarpið.
Hann er nú einn af æðstu
mönnum Citigroup-
fjármálasamsteypunnar.
Embættismenn sem
höfðu haft yfiramsjón
með ráðstöfunum gegn
2000-vandanum voru
himinlifandi, ekki síst í
löndum eins og Kína og
fleiri þriðjaheimsríkjum
en margir höfðu óttast að
þar hefðu menn sofið á
verðinum. En aðrir voru
tortryggnir og töldu að
allt of mikið hefði verið
gert úr vandanum fyrir-
fram.
Jorge Bocopo, eðlis-
fræðingur á Filippseyj-
um, sagði að 2000-vand-
inn hefði verið blanda af
blekkingu og goðsögn
sem fært hefði ráðgjöfum
og fyrirtækjum er seldu
lausnir á honum gríðarlegan hagnað.
„Þorra fólks í heiminum var talin
trú um að meiriháttar tölvuvandi
myndi setja heiminn á hvolf,“ sagði
hann. Kommúnistastjórnin á Kúbu
taldi að um samsæri kapítalista hefði
verið að ræða.
göngu sinnar í flugránsmálinu og
liggur raunar enn undir ámæli þótt
því sé lokið.
Ekki vitað hvar flug-
ræningjarnir eru
Ekki er vitað hvar flugræningjam-
ir og mennimir þrír, sem þeir fengu
lausa, era nú niðurkomnir en talið er,
að þeir hafi farið frá Kandahar í Afg-
anistan til Pakistans. Frásagnir
þriggja Frakka, sem vora meðal gísl-
anna, benda hins vegar til, að Taliban-
ar í Afganistan hafi hugsanlega haft
einhveija hönd í bagga með ræningj-
unum. Segja Frakkamii-, að ræningj-
amir hafi fengð ný vopn í hendur eftir
að flugvélinni var lent í Kandahar.
Kallar Pakistan
„hryðjuverkaríki“
Israelsforseti bendlaður
við fjármálahneyksli
Jerúsalem. AFP.
NAFN Ezers Weizmans, forseta
Israels, var í gær nefnt í tengslum
við fjármálahneyksli og því haldið
fram að hann hefði þegið allt að
hálfa milljón Bandaríkjadala frá
frönskum gyðingi. Var þess krafist
að forsetinn segði af sér.
Dómsmálaráðherra ísraels, El-
iakim Rubinstein, mun kanna hvað
hæft er í ásökunum þess efnis að
forsetinn hafi fengið mánaðarlegar
greiðslur í fimm ár, áður en hann
varð forseti 1993, frá auðkýfingn-
um Edward Sarusi, sem býr í Mon-
te Carlo. Talsmaður dómsmála-
ráðuneytisins sagði að ekki væri
hafin eiginleg dómsrannsókn á
málinu heldur hefði ráðherrann
beðið forsetann um pappíra og
upplýsingar um peningagreiðslur
þær er um ræðir.
Afsagnar krafist
Forsetaembættið í Israel er að
mestu leyti formlegt og fylgja því
ekki pólitísk völd. Weizman hefur
aftur á móti látið mikið að sér
kveða og nýtt embættið til að berj-
ast fyrir friði og gegn trúarofstæki.
ísraelska dagblaðið Ha’iiretz
krafðist þess í leiðara í gær að for-
setinn segði af sér. „Það er óþol-
andi að forseti, sem ekki getur
hafnað hálfrar milljónar dollara
gjöf, sitji áfram í embætti," sagði
blaðið. Samkvæmt lögum í ísrael
er opinberum starfsmönnum bann-
að að halda gjöfum sem þeim eru
gefnar, en ísraelska sjónvarpið
greindi frá því í síðustu viku að
Weizman hefði sjálfur notað um-
rædda peninga.