Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÁRAMÓT
3 LISTHUS REKIN AF
15 LISTAMÖNNUM
^ tíút
INGA ELIN
ÓFEIGUR
MEISTARIJAKOB
Nú er brýnt að efla með opnum
huga heiðarlega og hreinskilna um-
fjöllun um þær víðtæku breytingar
sem verða að eiga sér stað á öllu
skipulagi skóla og fræðslustarfs,
verklagi og kunnáttu þeirra sem
kennslu annast, eigi íslensk æska
að njóta þess útsýnis sem tæknin
veitir og sigla ótrauð um upplýs-
ingahöf nýrra tíma.
Við þurfum að efna til öflugrar
þjóðarumræðu um menntastefnu
nýrrar aldar; þjóðarumræðu þar
sem stjórnvöld, atvinnulíf og al-
menningur, félög fræða og launa-
fólks, en einkum foreldrar og sam-
tök kennaranna sjálfra taka
forystu um að færa íslendingum
menntun og hæfni sem taka mið af
kröfum nýrrar aldar.
Hin nýja tækni hefur ekki aðeins
gerbreytt eðli menntunar og skóla;
hún er líka óðum að eyða öllum
mörkum milli vinnu, frítíma og
fræðslu. Nú getum við notið sí-
menntunar alla ævi, gert vinnutím-
ann sveigjanlegri og breytt sam-
veru fjölskyldunnar í vettvang
sífellds fróðleiks og sköpunar öll-
um til gleði og þroska. Hin skörpu
skil sem dæmdu fólk úr leik við
ákveðin aldursmörk verða æ frá-
leitari í nýju samfélagi heilbrigðis
og atorku, þekkingar og tækni.
Hinir öldruðu halda óskertu þreki
til muna lengur en áður var og við
eigum því að opna þeim nýjar leið-
ir til að halda áfram með okkur
hinum að umskapa Island á nýrri
öld. Við höfum ekki efni á að hafna
getu þeirra og hæfni.
Við verðum að nálgast hina nýju
veröld opnum huga, tilbúin til end-
urmats og breytinga, læra sjálf að
fara nýjar leiðir, láta hvorki hags-
muni né fordóma byrgja okkur
sýn.
Við þurfum að taka þátt í að
móta hina nýju tækni, laga hana að
þörfum okkar og aðstæðum, virkja
hana í þágu þeirra hugsjóna sem
Islendingum hafa verið kærastar.
Annars er hætta á því að við verð-
um fórnarlömb hennar eða leik-
soppar, ráðum ekki lengur eigin
för.
Því ríður á að við tökum fagn-
andi þeim áskorunum sem framrás
mannkyns færir okkur og höldum
um leið vel í það sem þjóðinni hef-
ur best gefíst.
Á þessum tímamótum óska ég
ykkur öllum farsældar og vel-
gengni á vettvangi starfs og fjöl-
skyldulífs og vona að saman getum
við glímt við þau verkefni sem
framtíðin ber í skauti sínu.
Það hefur veitt mér í senn gleði
og þroska að eiga á liðnum árum
viðræður vítt um landið allt við
unga og aldria um hag byggðar og
hugðarefni íslendinga, að fmna at-
orkuna og einbeitnina sem býr í
hverju brjósti.
Sú hefur verið gæfa mín að bera
ábyrgðina sem þjóðin fól mér í
trausti samhugai- og velvilja sem
mér hefur fylgt jafnt á tímum
sorgar og gleði.
Ævin er okkur öllum óski’ifuð
bók og enginn veit hvenær ham-
ingju eða áföll ber að garði. Vand-
inn er að vera ætíð sannur við
sjálfan sig og aðra og verðskulda í
verki traust og trúnað.
Ég færi ykkur öllum einlægar
þakkir fyrir hlýhug og samkennd
og bið þess heitt að þeir höfuðkost-
ir sem ég hef kynnst í fari Islend-
inga fylgi þjóðinni um ókomna tíð,
á nýrri öld og árþúsundi.
Megi sú hugsjón sem gert hefur
okkur að þjóð vera áfram leiðarljós
og hvatning til dáða.
tilkall til áhrifa á varðveislu og
nýtingu þeirra gæða sem felast í
fallvötnum íslands, óbyggðum og
öræfum, lífríki heiða og dala.
Spurningar um sambúð manns
og umhverfis, um mat á verðmæt-
um sem móðir Jörð færir okkur í
vöggugjöf eru ekki lengur bundnar
við búsetu og þjóðerni. Auðæfl út-
hafa, belti regnskóga, hásléttur
heimsálfa, fjallgarðar og jökul-
breiður, litskrúðug lífríki plantna
og örvera - allt er þetta í ríkara
mæli talin sameiginleg arfleifð
mannkyns enda örlög allra háð því
að jafnvægi haldist í náttúrunni, að
samspilið sem nærir lífið og endur-
nýjar fari ekki úr þeim skorðum
sem einar tryggja óbornum kyn-
slóðum sama rétt og okkur.
Fegurð íslands, fjölbreytileiki
náttúru og lífríkis, fljóta og fossa,
stranda og fjalla er svo einstakt
sköpunarverk að íslendingar verða
á nýrri öld að annarra áliti nær því
að vera vörslumenn en herrar nátt-
úrunnar. Straumur hins alþjóðlega
samstarfs í þessum efnum þyngist
stöðugt enda framtíð mannkyns
alls í húfi. Leikreglur og rammi
ákvarðana munu sækja styrk í
sameiginlega sýn og sérhagsmun-
um vikið til hliðar.
Við íslendingar verðum að vera
jákvæðir þátttakendur í þessari
þróun, nýta á skapandi hátt en
ekki í sjálfsvörn þá sérstöðu sem
land okkar og saga, menning og
reynsla hafa mótað.
Við eigum nú úrval vísindafólks
og fræðimanna, rannsakenda og
hugsuða sem eru í fremstu röð
þeirra sem veita umheimi öllum
nýja sýn á hreyfiöfl náttúrunnar,
lögmál lífríkis og eðli mannsins
sjálfs, upplag hans og hæfni.
Þessi framvarðarsveit vinnur
ekki aðeins á velli hagsældar og
heilbrigðis, kunnáttu og tækni hér
heima heldur verður framlag henn-
ar jafnframt burðarás í alþjóðleg-
um áhrifum íslendinga á nýrri öld
ef við berum gæfu til að veita vís-
indum og fræðum, menntun og
þjálfun þann sess sem einn tryggir
stöðu þjóðar í samfélagi heimsins,
samfélagi þar sem frekar verður
spurt um vit og hæfni, efni og er-
indi en formlegt vald í krafti auð-
legðar eða vopnastyrks.
Straumar upplýsinga berast nú
úr öllum áttum um tæknibrautir og
alnetsvegi og færa hverjum og ein-
um forræði yfir eigin menntun,
gerbreyta þeim grundvelli sem um
aldir var forsenda valds í skóla og
stjórnstofnun, fyrirtæki og fram-
leiðsluferli. Menntunin er ekki
lengur afmarkað viðfangsefni á
fyrstu áratugum ævinnar heldur
samfelldur ferill frá æskuárum til
ævikvölds, morgunstund til dags-
loka.
Á öldinni sem okkur heilsar
verða upplýsingar og þekking sá
efniviður sem mestu ræður um
hagsæld og framfarir, lífskjör og
auðævi; menntunin, skipulag henn-
ar, inntak og eðli, sá áhrifavaldur
sem einkum mótar árangur og
efnahag.
Skólinn hefur í okkar huga verið
starfsvettvangur í föstum skorðum,
háreist virki hagsmuna og hæfni.
GÓÐIR íslendingai',
Ég óska ykkur öllum farsældar
og gleði á nýju ári og bið þjóð okk-
ar og landi blessunar og velferðar
á framtíðarbraut.
Við íslendingar eram í þeirri
heillastöðu að um leið og við fögn-
um með þjóðum heims árinu 2000
og horfum til nýrrar aldar og ár-
þúsunds getum við sótt innsýn og
endurnæringu í forna sögu lýðræð-
is, kristni og landkönnunar, í leit-
ina að nýjum heimi, í trúna á
frelsarann og fagnaðarerindið, í
hugrekkið sem felst í þvi að ganga
á hólm við hið óþekkta og sækja
ótrauð nýja vitneskju og vísdóm.
Stundin nú er í hugum margra
einstök þáttaskil milli fortíðar og
framtíðar, krossgötur sem íslend-
ingar hafa aðeins einu sinni áður
mætt. Við njótum þeirrar gæfu að
geyma í langminni okkar frásagnir
um upprana þjóðarinnar, landnám
og viðburði sem veittu íslenskri
þjóð vitund um hugsjónir og trú
sem verið hafa burðarásar í sið-
menningu og stjórnskipan vest-
rænna ríkja.
Á nýju ári minnumst við kristni-
töku og landafunda, ekki aðeins til
að hylla hugsýn og dirfsku fram-
herja, heldur og til að staldra við
og gaumgæfa á ný hvað gerir okk-
ur að þjóð, hugleiða hvert og eitt
og saman vegsemd þess og vanda
að vera íslendingur á mesta um-
brotaskeiði í gervallri sögu mann-
kyns.
Tímamótin sem í hönd fara eru
þjóðum heims tilefni til að endur-
skoða vonir sínar og væntingar,
skerpa þá hugsjón sem leiðsögn
veitir; spyrja sig og aðra hvert för-
inni sé heitið.
Lýðræði, kristni og leitin að nýj-
um lendum eiga rætur í hugsjón-
inni um hið göfuga í manninum
sjálfum, í þeirri samstöðu með öðr-
um sem kemur góðu til leiðar og
færir þjóð og heimaslóð betri kost
en áður þekktist.
Slík hugsjón var veganesti
þeirra sem hér námu land í leit að
frelsi og forræði í eigin málum.
Hún var aflvaki þjóðveldis og
kristnitöku, endumæring á öldum
erlendrar áþjánar, harðræðis og
fátæktar, innblástur skálda og for-
ystusveitar sem leiddu þjóðina á
braut sjálfstæðis og fullveldis, leið-
arljós kynslóðar sem skóp það Isl-
and sem við fengum í arf, athafna-
fólks og alþýðu sem með
sjálfstrausti og atorku færðu Is-
land í fremstu röð
hagsældar og velferð-
ar, tækni og vísinda,
mennta og menningar
- kjarninn í vitund
okkar sem þjóðar þótt
aldir hafi ávallt fært
honum nýjan búning,
ný efni og orðfæri.
Og hér eram við nú:
sjálfstæð og auðug,
fullgildir þátttakendur
í samfélagi þjóðanna,
samábyrg um örlög
mannkyns, gæslu-
menn sérstæðrar
náttúrafegurðar, land-
kosta og óbyggða,
skapendur þekkingar
og lista; eram á öldufaldi nýsköp-
unar sem nú berst um heiminn all-
an í krafti tækni sem á augabragði
gerir veröldina að einni heild og
fleiram en áður fært að hafa áhrif
á framrás breytinganna.
Er íslenskur veraleiki kannski
orðinn svo kostaríkur að hann dugi
okkur einn - án draumsýnar?
Era hugsjónir um markmið og
aðal íslenskrar þjóðar ekki annað
en leifar liðinnar tíðar eða þurfum
við enn innblástur sem knýr okkur
öll til góðra verka?
Eigum við ekki hvert og eitt og
saman að svara spurningum um
erindi og ætlan Islendinga á nýrri
öld, nýju árþúsundi?
Hver era þau verðmæti sem
okkur eru kærast? Hvað ber okkur
að varðveita, efla og endurnýja?
Hvert er leiðarljós okkar sem
einstaklinga og þjóðar þegar haldið
er til móts við þá undraöld sem
okkur heilsar?
Það hefur verið gæfa íslendinga
að varðveita samstöðuna í mótlæti,
að vera reiðubúin til samhjálpar
þegar áföll og óhamingju ber að
garði hjá nágranna, starfsfélögum
eða í fjarlægu byggðarlagi þótt
ókunnugir eigi í hlut.
Við höfum verið samhent fjöl-
skylda, siðgæði okkar og lífsgildi
byggð á samhug og umhyggju.
Um þessar mundir virðast slík
bönd í íslensku samfélagi einatt
vera að bresta. Einsemd og ógæfa
era hlutskipti æ fleiri einstaklinga,
ungra sem aldinna, án þess að við
hin réttum fram hjálparhönd. Er
búið að brengla svo hugarfar sam-
kenndar og samhjálpar sem verið
hefur aðalsmerki Islendinga að
gildustu strengirnir í siðferðisvit-
und þjóðarinnar séu nú að trosna?
Ætlum við að láta
þann ófögnuð sem
felst í vaxandi ofbeldi,
glæpum og hörku
eyða kjörgróðri og sá
illgresi í garðinn sem
okkur hefur verið
kærastur: sjálfa sam-
félagsgerð íslend-
inga? Verður hin nýja
öld tími vaxandi
skeytingarleysis og
grimmdar í íslensku
samfélagi eða tekst
okkur að grípa til
þeirra varna sem
duga?
Það era ekki aðeins
mannréttindi að njóta
frelsis í athöfunum, orðræðu og
viðskiptum. Það era líka mannrétt-
indi að njóta öryggis og friðsældar,
búa börnum sínum gott og skjól-
ríkt heimili, njóta umönnunar í
veikindum og elli, geta aflað sér
menntunar og þroska án ótta við
ofbeldi, glæpi eða grimmd.
Mannréttindi era æ meir sá
mælikvarði sem lagður er á fram-
göngu þjóða og stjórnarfar; ekki
aðeins mannréttindi í hefðbundn-
um skilningi laga og sáttmála held-
ur líka sem birtingarmynd siðgæð-
is og þroska, vitnisburður um
hugarfar og sjálfsvirðingu, um jöfn
áhrif kvenna og karla, um tillits-
semi og trúnað sem stjórnvöld
sýna einstaklingum og samtökum
fólksins sjálfs; um raunverulegan
rétt hvers og eins til að tjá skoðan-
ir sínar og gagnrýna ráðamenn án
þess að þurfa að óttast hefnd
þeirra eða aðför.
Margar þjóðir líta til okkar Is-
lendinga og frændþjóða okkar nor-
rænna sem fyrirmynda í þessum
efnum. En þá þurfum við líka að
sýna í verki að við séum traustsins
verð, bæði með framgöngu okkar
hér heima og í samskiptum við
aðra, í áherslum á alþjóðlegum
vettvangi og í orðræðum við ein-
staklinga og samtök sem vilja við
okkur tala.
Rétturinn til umfjöllunar og
álitsgjafar er í vaxandi mæli al-
þjóðlegur og án landamæra.
Stundum eram við of viðkvæm
þegar erlent áhugafólk og
ábyrgðaraðilar tjá sig um málefni
og ákvarðanir sem við teljum á
okkar valdi einna. Sjálfstæðisvit-
und okkar og ættjarðarást eru svo
samofin íslenskri náttúru að erfitt
er að skilja að úti um heim sé gert
Ólafur Ragnar
Grímsson
Abel Snorko býr einn
eftir Eric-Emmanuel Schmitt
Allra síðustu sýningar
4.-5.-6.-8. og 9. janúar
'Sh
ÞJOÐLEIKHUSIÐ
Litla sviöið
Nýársávarp forseta íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, 1. janúar 2000
Hugsjón, hvatning til dáða