Morgunblaðið - 04.01.2000, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 04.01.2000, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ V ængstýfð- ir englar KVIKMYNPIR Háskólabfó, Laugar- á s b í ó, B í ó h ö 11 i n, Borgarbíó Akureyri ENGLAR ALHEIMSINS ★ ★★★ Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson. Handrit: Einar Már Guðmundsson, byggt á samnefndri verðlauna- skáldsögu. Kvikmyndatökustjóri: Harald Paalgard. Leikmyndahönn- uður: Jón Steinar Ragnarsson. Hljóðupptaka: Steingrímur E. Guðmundsson, Birgir Mogensen. Hljóðhönnun; Kjartan Kjartansson. Tónskáld: Hilmar Örn Hilmarsson. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Förðun: Ragna Fossberg. Klipping: Sigvaldi Kárason. Aðalleikendur: Ingvar Sigurðsson, Baltasar Kormákur, Hilmir Snær Guðnason, Björn Jörundur, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Theódór Júliusson, Þór Tulinius, Pétur Einarsson, Egill Ólafsson, Jón Karl Helgason, Friðrik Steinn Friðriksson, Margrét Mikaelsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Pálmi Gestsson. íslenska kvikmyndasamsteypan, 2000. VIÐ búum ekki í fullkomnum heimi, erum sífellt að lenda í áföllum sem skilja við okkur missár. Jafnvel vængbrot geta gróið ef við fáum rétta meðhöndlun og höldum í bjartsýnina. Geðklofi er miskunnar- laus sjúkdómur sem slekkur á von- inni og stýfii' af vængina, líkt og hjá söguhetjunum í Englum alheimsins, nýju myndinni þeirra Friðriks Þórs Friðrikssonar og Einars Más Guð- mundssonar. Páll (Ingvar E. Sigurðsson) er ósköp venjulegur, lífsglaður ungur maður og ástfanginn. Staddur á þeim tímamótum þegai' menn eru í þann mund að ákveða ævistarfíð. Hefur listamannshæfileika sem hann hyggst yrkja, gott sjálfstraust, kemur frá heimili vandaðs almúga- fólks sem vill honum allt það besta. „Englar alheimsins er einhver heilsteyptasta mynd sem íslendingar hafa gert,“ segir meðal annars í dómnum. Björn Jörundur Friðbjörnsson, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í hlutverkum sínum. Gagnrýnandi segir einnig að Ingvar E. Sigurðsson sé fremstur jafningja með óaðfinnanlegri og hrífandi túlkun í erfiðri þungamiðju myndarinnar. Þegar síst skyldi missir hann engu að síður fótfestuna í tilvei'unni. Stúlkan hans er aftur úr hinum enda þjóðfélagsstigans, bilið verður of langt. Um svipað leyti byrja ein- kenni geðklofasýki, smám saman verður Páll óalandi og óferjandi. Brýrnar sem greiða okkur leið að því að halda sönsum brotna að baki, hver af annarri. Dyi- geðsjúki'ahúss- ins nálgast, hægt og bítandi. Við tekur martraðarkennd, inni- lokuð tilvera hins geðsjúka og óvæg- inna lyfjagjafa, þar sem félagsskap- urinn samanstendur af misvitrum læknum, harðsvíruðum gæslumönn- um og öðrum sjúklingum. Meðal þeirra eignast Páll þröngan vinahóp sem samanstendur af Pétri (Hilmir Snær Guðnason), Viktori JBjöm Jörundur), sem báðir voru við há- skólanám þegar sjúkdómurinn reiddi til höggs, og Ola (Baltasar Kormákur), sem er af öðru sauða- húsi. Geðveikin er þeirra sameigin- lega innstæða í Gleðibanka lífsins, ofsóknaræðið, veruleikafirringin, ranghugmyndirnar. Viktor er harð- svíraður nasisti og óforbetranlegur aðdáandi „Dolla“ Hitlers, Pétur mis- skilinn vísindamaður, innundir hjá Kínamönnum. Óli er á öðru, ekki síð- ur mikilvægu, róli; í óðaönn að semja Bítlalögin og senda fjórmenn- ingunum með hugskeytum. I bland átakanleg og meinfyndin framvinda. Byggð á snilldarverki Einars Más Guðmundssonar, sem til allrar hamingju skrifar sjálfur kvik- myndagerðina. Englar alheimsins er bók þein'ar gerðar sem erfitt er að flytja á tjaldið; byggist mikið á hugrenningum og margorðum lýs- ingum á sálarástandi persónanna, séðra úr fjarska. Handritið er engu síðra, persónur, atburðir, andblær, gráköld alvaran og broslega hliðin á geggjaðri tilverunni reka sig áfram eðlilega og áreynslulaust. Maður verður reyndar var við vissa skjön, að verið sé að segja sögu af sjöunda og áttunda áratugnum í nútímanum, bæði hugsunarhátturinn og tónlistin vísa sterkt til hans. Tímaflöktið gæti útskýrt grimmilega framkomu ÓLAFI Gunnarssyni rithöfundi og Sigurði Pálssyni ljóðskáldi var út- hlutað styrkjum úr Rithöfundasjóði gæslumannanna og Gaukshreiðurs- legar lyfjagjafir. Manni skilst að hvort tveggja tilheyri fortíðinni. Þegar nánar er skoðað kemur hins vegar í ljós að þessi framsetning er hjálpartæki Friðriks Þórs til að end- urspegla sálarástand persónanna, Ríkisútvarpsins á gamlársdag. Hvor styrkur er að upphæð 500.000 kr. tímaleysi geðveikinnar. Annað áhrifaríkt bragð sem hann beitir þekkjum við úr einu eftirminnileg- asta atriði Barna náttúrunnar, er jeppinn gufaði upp af sjónarsviðinu. Nú bætir Friðrik um betur. Lætur persónurnar detta inn í framvind- una eða hverfa sjónum, í ætt við hugaróra og ofskynjanir söguhetj- anna. Með þessu móti og ljóðrænni kvikmyndatökunni nær hann ein- stökum, ójarðneskum blæ, sem fell- ur nákvæmlega að þessari sturluðu, þó kómísku veröld. Framvindan er traust, sagan líður hjá án teljandi árekstra, er hins vegar trúverðug og tilfinningarík. Hvort sem hún lýsir viðbrögðum umhverfisins við ægi- legum sjúkdómi, útskúfuninni og fordómunum sem eru fylgifiskar hans, ástandi sjúklinganna, angist- inni og einstaka uppsveiflu eða ver- öldinni innan veggjanna. Niðurstað- an er alls ekki það svartnætti sem auðveldast væri að ímynda sér, held- ur kaldhæðin, stundum gráglettin og ávallt heillandi. Ásamt skilningi höfunda á viðfangsefninu, einstök- um leik og almennri fagmennsku gera þessir eiginleikar myndina að jákvæðri upplifun; Englar alheims- ins fá áhorfandann til að hlæja og gráta. Sameiginlegt átak allra sem að verkinu koma þarf til að skapa slík- an tilfinningaheim. Slíkt er á færi Friðriks Þórs, það þekkjum við úr fyrri myndum hans flestum. Hann er þeim góðu gáfum gæddur að geta skapað eigin heim á tjaldinu, einkar auðþekktur, engum líkur. Lætur vel að fást við efni á dulrænum, ljóð- rænum mótum draums og veruleika. Virkja það besta í leikurum sínum, draga upp ákveðnar persónur og skopskynið jafnan örskammt undan. Þeir Einar Már eru magnaðir saman og ástæðulaust að reyna að komast að niðurstöðu um hvor geri betur. Það er ekki réttlátt að gera upp á milli frábærra leikaranna í erfiðum aðalhlutverkum vinanna. Þó er ekki hægt að ganga framhjá því að lang- mest reynir á Ingvar, hann er fremstur jafningja með óaðfinnan- legri og hrífandi túlkun í erfiðri þungamiðju myndarinnar. Hilmir Snær, Baltasar Kormákur og Björn Jörundur, sem vinnur jafnt og þétt á, eru trúverðugir og ólíkir flestu sem þeir hafa áður skapað. Látæði og framsögn fá hér nýjar áherslur, fjórmenningarnh' eru bráðlifandi einstaklingar. Baltasar Kormákur hefur aldrei verið betri og stórkost- legt að sjá hversu sterkum tökum hann nær á persónu jafnólíkri þeim töffurum sem hann er kunnastur fyrir, hvítt og svart. Hilmir Snær hefur sýnt að undanförnu að honum eru allir vegir færir. Þessh' stórleik- arar fá allir lykilsenur sem þeir af- greiða þannig að ekki verður gert betur. Þá er ástæða til að geta Þórs Tulinius í hlutverki hins eina „norm- al“ vinar Páls, sem minnir okkur á að „Kleppur er víða“. Aukahlutverk- in eru vel mönnuð Pétri Einarssyni, Jóni Karli Helgasyni, Agli Ólafssyni og Halldóru Geh'harðsdóttur. Mar- grét Helga Jóhannsdóttir og Theó- dór Júlíusson skila vanmáttugum foreldrunum með hlýju og reisn. AU- ai' persónurnar snerta mann, það er ekki lítið afrek. Englar alheimsins er einhver heil- steyptasta mynd sem Islendingar hafa gert. Þar kemur við sögu blæbrigðarík kvikmyndáfaka Har- alds Paalgards sem fyllir ótrúlega vel vandfyllt skarð Ara Kristinsson- ar. Bæði frumsamin tónlist og tákn- ræn notkun Hilmars Arnar á göml- um popplögum eru veigamikill þáttur í að skapa þau sterku hughrif sem áhorfandinn verður fyi’h'. Allt útlit og tæknivinna er að öðru leyti eins og best verður á kosið. Fyrst og fremst er það þó umbúðalaus skiln- ingur og virðing höfunda og leikara fyrir margflóknu viðfangsefninu sem gerir herslumuninn og skapar svo magnað verk sem raun ber vitni. Sæbjörn Valdimarsson Morgunblaðio/Arni bæberg Sigurður Pálsson fylgist með þegar Ólafur Gunnarsson tekur við styrk úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins úr hendi Inga Boga Bogasonar, for- manns úthlutunarnefndar. Rithöfundasjóður RÚV styrkir Olaf og Sigurð Nuddnám hefst l O. janúar nk. Nuddnámiö tekur eitt og Itáift ár. Útskriftarheiti er nuddfræðingur. Námiö er viöurkennt af menntamálaráöuneytinu og Fólagi íslenskra nuddfræö- inga. Upplýsingar í síma 567 8921 virka daga kl. 13-17. Hægt er aö sækja um í síma, á staðnum eða fá sent umsóknareyöublaö. Kynningarkvöld í kvöld kl. 20.(X). Nuddskóli Guömundar Smiöshöföa ío, 112 Rvík 2. og 3. Iiæö
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.