Morgunblaðið - 04.01.2000, Page 46

Morgunblaðið - 04.01.2000, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 47 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERKEFNI MORGUND AGSIN S DAVÍÐ ODDSSON, forsætisráðherra, og Karl Sigur- björnsson, biskup íslands, létu orð falla í áramóta- ræðum sínum, sem ástæða er til að staldra við. Forsætis- ráðherra fjallaði m.a. um markaðskerfið í ræðu sinni á gamlárskvöld og sagði það eiga að vera mannúðlegt kerfi, þar sem einstaklingurinn fengi að hagnast á hugviti sínu og atorku en væri gert að gæta hófs og neyta ekki alltaf aflsmunar. Síðan sagði Davíð Oddsson: „Meginröksemdin fyrir frelsi athafnamanna er sú, að það sé að lokum öllum til góðs. En taki athafnamenn að brjóta skráðar eða óskráðar reglur í samskiptum fólks getur sú röksemd fallið um sjálfa sig. Verkefni gærdagsins á íslandi var fyrst og síðast að auka atvinnufrelsi og því verki er vissulega ekki lokið. En verið getur að eitt aðal- verkefni morgundagsins sé að efla siðferðilega festu í at- vinnulífinu án þess að þrengja að því. Það verk þarf að vinna án óþarfa reglugerðafargans og annarra valdboða.“ Margir munu veita þessum orðum eftirtekt og telja þau í tíma töluð en það á ekki síður við um prédikun biskupsins á nýársdag. Karl Sigurbjörnsson sagði m.a.: „Við létum ginnast í þau björg, þar sem okkur var talin trú um að hamingjan, gleðin, lífsfyllingin væri fólgin í því sem maður á og neytir. Þvílík blekking! Við, foreldrar, ætlum okkur gjarna að bæta upp skort á umhyggju og kærleika með hlutum og peningum. Sjálfsmynd barnsins bíður hnekki og möguleiki þess að njóta sín í kærleiksrík- um samskiptum við aðra. Og ævintýri lífsblekkinganna og lífsflóttans laða. Sá sem skortir innri styrk og staðfestu leitar þess gjarna í öryggi hluta, tækja, merkjavara og neyzlu og möguleika, sem plastkortið opnar og gefur. Eða í spennunni við spilakassana eða draumunum um stóra vinninginn. Nei, hin sanna auðlegð er ekki í því fólgin að eiga mikið heldur í því að þurfa lítið.“ Þessi orð biskupsips eiga erindi til þjóðarinnar. Forseti íslands, Olafur Ragnar Grímsson, varaði sam- landa sína í nýársávarpi við því að samfélagsgerð íslend- inga gæti verið í hættu er hann sagði: „Ætlum við að láta þann ófögnuð, sem felst í vaxandi of- beldi, glæpum og hörku eyða kjörgróðri og sá illgresi í garðinn, sem okkur hefur verið kærastur: sjálfa samfé- lagsgerð íslendinga? Verður hin nýja öld tími vaxandi skeytingarleysis og grimmdar í íslenzku samfélagi eða tekst okkur að grípa til þeirra varna, sem duga?“ Þetta eru áleitnar spurningar. ÓVÆNTUR LEIKUR JELTSÍNS BORIS JELTSÍN kom löndum sínum og umheiminum í opna skjöldu, þegar hann sagði óvænt af sér sem forseti Rússlands í beinni sjónvarpsútsendingu á gamlársdag. Hann tilkynnti jafnframt, að Vladímír Pútín, forsætisráðherra, tæki við forsetaembættinu og hvatti landa sína til að styðja hann í forsetakosningunum, sem fara fram í marzlok. Skoðanakann- anir sýna, að Pútín nýtur nú stuðnings meira en helmings kjósenda sem frambjóðandi til forseta. Jeltsín hefur með af- sögn sinni tryggt áfram völdin þeim hópi manna, sem hefur starfað með honum að undanfórnu, en þó fyrst og fremst veitt Pútín mikilvægt forskot til að ná kjöri sem eftirmaður hans. Pútín mun á móti tryggja, að Jeltsín geti setið á friðarstóli og veitt fjölskyldu hans og helztu stuðningsmönnum vemd. Enda var það eitt fyrsta embættisverk Pútíns að veita Jeltsín friðhelgi gegn málshöfðunum. Jeltsín átti hefur beitt sér fyrir þróun í lýðræðisátt í Rúss- landi og bættum samskiptum við Vesturlönd. Við brotthvarf hans eiga Rússar við gífurleg vandamál að stríða á flestum sviðum þjóðlífsins, ekki sízt í efnahagsmálum, og þjóðin stendur fyrir óvægnum stríðsrekstri í Tsjetsjníu. í ávarpi sínu baðst Jeltsín fyiárgefningar á því, að draumar og vonir þjóðarinnar hafí ekki rætzt á valdatíma hans. En því verður ekki á móti mælt, að hann hefur lagt grunninn að því, að þess- ir draumar og vonir geti rætzt þótt síðar verði. Hver þróunin verður í Rússlandi næstu misserin er óljóst, en binda má vonir við ummæli Pútíns, er hann ávarpaði þjóð sína sem nýr forseti hennar, en þá sagði hann: „Málfrelsi, prentfrelsi og eigarréttur, þessi grundvallaratriði siðaðra þjóðfélaga, verða áfram í heiðri höfð.“ GÖMUL eru þau sannindi og ný að líf og heilsa eru okkar mesta eign, kannski hin eina sem skiptir veralegu máli. Samfélög manna hafa því frá ör- ófí alda lagt mikið kapp á viðhald góðs heilsufars og vellíðanar. Framþróun á sviði heilbrigðisvísinda hefur aldrei verið eins mikil og á undanförnum hundrað áram. Nú þegar aðeins eitt ár lifir af tuttugustu öldinni og alda- mótaár er gangið í garð er ómaksins vert að líta til baka og meta hvaða kennileiti rísa hæst þegar horft er til framfara í heilbrigðisvísindum. Is- lendingar hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun sem orðið hefur á Vest- urlöndum á þessari öld. Nánast er sama í hvert hornið er litið, Islending- ar verða sem þjóð að teljast búa við mjög gott heilsufar. Heilsa íslendinga á 20. öld Heilbrigðisskýrslur hafa komið út á Islandi í rúma öld, frá 1896. Þar er að finna upplýsingar um þær breyt- ingar sem orðið hafa á heilsufari landsmanna á þeim tíma. I meðfylgj- andi töflu um helstu dánarorsakir á Islandi eru valin 3 ár, 1918 (fullveldi), 1944 (lýðveldi) og 1994 (50 ára lýð- veldisafmæli), sem fulltrúar fyrir upphaf aldar, hana miðja og aldarlok. Þar eru skráðar 10 algengustu dánar- orsakir hvers árs. Eins og fram kem- ur era breytingarnar miklar. Árið 1918 Þetta var ár frostavetrarins mikla og spönsku veikinnar. Velmegun var að aukast og aðbúnaður fór batnandi miðað við 19. öldina. Þrifnaði fór fram og þekking á heilbrigðismálum jókst. Húsnæðisskortur og þrengsli vora þó enn algeng vandamál og hús köld og illa íverahæf á köldum vetri. Gamal- mennum og börnum var á stundum haldið í rúmum í mestu frostunum. Mjólkurleysi hrjáði landsmenn og olli því kal í túnum og grasbrestur eftir frostin. Þetta ár lést innan við einn af hverjum 20 íslendingum úr hjarta- sjúkdómum, en nú deyr þriðji hver úr þeim sjúkdómum. Algengir sjúkdóm- ar á borð við sullaveiki og holdsveiki vora í rénun, en taugaveiki var enn við lýði. Tíðni kynsjúkdóma jókst, en hægt. Þeir vora að mestu bundnir við þéttbýli, en á þeim bar þó minna en í nálægum löndum. Berklar vora hins vegar vafalaust langversti sjúkdómur þessa tímabils. Á þessum áram gengu faraldrar mislinga, kíghósta og in- flúensu æ ofan í æ. Skæður inflúensu- faraldur, spænska veikin, barst til landsins í október 1918. Gekk hann hratt yfir í þéttbýlinu og sýktist þar meirihluti íbúanna. Færri sýktust í sveitum og fór faraldurinn sér þar hægar. Mikið annríki var hjá læknum vegna þessa og fór öll skýrslugerð þeirra, einkum í Reykjavík, út um þúfur vegna þess og veikinda þeirra sjálfra. Arið 1918 létust 459 úr pest- inni, og var það um þriðjungur þeirra sem dóu á því ári. Sýnir það hve gríðarlegan toll spænska veikin tók. Veikinni fylgdi illvíg lungnabólga sem var meginorsök dauðsfallanna. Aðrar sóttir gengu einnig þetta ár, t.d. barnaveiki og skarlatsótt og einnig bar talsvert á hlaupabólu. Árið 1944 Samkvæmt heilbrigðisskýrslum var veðrátta þetta ár umhleypinga- söm, en meðalhiti yfir meðallagi. Vor- ið var eigi að síður kalt, hafís fyrir landi, gróður kom seint. Atvinna var næg, og afkoma atvinnuvega og þjóð- arbús skv. skýrslunum taldist góð. Launþegar, aðrir en opinberir starfs- menn, fengu ríflegar kjarabætur. Fólksflótta úr sveitum til bæja, eink- um Reykjavíkur, gætti mjög. Læknar töldu heilsufar ýmist dá- gott eða óvenjugott. Farsótta gætti lítið, ef frá eru taldar leifar mislinga- og inflúensufaraldurs frá árinu á und- an. Dánartala hafði aldrei verið lægri, eða 9,5/1000 íbúa. Krabbamein og hjartasjúkdómar þokuðust ofar á lista yfir helstu dánarorsakir og voru Islendingar nú orðnir keimlíkir öðr- um vestrænum þjóðum að þessu leyti. Mislingar voru ekki lengur á listanum en berklar voru þar enn, enda enn nokkur ár þar til berklalyf komu til landsins. Árið 1994 Dánarorsakir þessa árs eru dæm- igerðar fyrir vestrænt velmegunar- Morgunblaðið/Rúnar Þór Miklar framfarir hafa orðið í læknisfræði á öldinni. Á myndinni eru Erna Margrét Bergsdóttir og Anna Margrét Tryggvadóttir að hlú að börnum á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. Landvinningar í heilbrigð- ismálum á líðandi öld Framþróun læknisfræðinnar á 20. öldinni er umræðuefnið í grein Sigurðar Guð- mundssonar, landlæknis, sem hér birtist. Hann segir m.a. að verulegur ávlnningur hafí náðst í baráttunni við sjúkdóma. Hann sé hins vegar ekki eilífur. 1918 1944 1994 Sjúkdómar Flöldí lát- inna Hlutf.af öll- um orsök- um (%) Dánar-tala Fjöldi Iát- á 1000 íbúa inna Hlutf. af öllum or- sökum (%) Dánart. á 1000 íbúa F^öldi lát- inna Hlutf. af öllum or- sökum (%) Dánart. á 1000 íbúa Kvefpest (inflúensa) 490 32,3 5,3 - - - - - - Berldar 173 11,4 1,9 96 709 0,8 - - - Ellihrumleiki 152 10,0 1,7 180 14,8 1,4 - - - Krabbamein 103 6,8 U 178 14,6 1,4 454 26,6 1,8 Heilablóðfall - æðabilun í heila 83 5,5 0,9 110 9,0 0,9 179 10,5 0,7 Slys 74 4,9 0,8 124 10,2 1,0 126 7,4 0,5 Hj artasj úkdómar 62 4,1 0,7 154 12,6 1,2 538 31,5 2,1 Lungnabólga 53 3,5 0,6 70 5,7 0,5 140 8,2 0,5 Sullaveiki 15 1,0 0,2 - - - - - - Lungnaþemba - langv. berkjub. 15 1,0 0,2 - - - 41 2,4 0,2 U ngbarnasj úkdómar - - - 55 4,5 0,4 - - - Æðakölkun - - - 13 1,1 0,1 9 0,5 0,0 Bráður dauði af ók. orsök - - - 13 U 0,1 - - - Parkinsonveiki - - - - - - 12 0,7 0,0 Ósæðargúlpur - - - - - - 9 0,5 0,0 Önnur og óþekkt dánarmein 298 19,6 3,2 225 18,5 1,8 196 11,5 0,8 Samtals 1518 100 16,5 1218 100 9,5 1704 100 6,7 þjóðfélag. Heildardánartala hefur lækkað næstum þrefalt á öldinni. Fólk deyr ekki lengur úr berklum og ungbarnasjúkdómar eru horfnir af lista. Árin 1918 og 1944 er ellihramleiki skráður sem ajgengasta dánaror- sök íslendinga í heil- brigðisskýrslum. Elli- hrumleiki hefur hins vegar ekki verið skráður sem dánarorsök í hálfa öld, og vera kann að ýms- ar orsakir sem nú eru skráðar sérstaklega, svo sem hjarta- og heilasjúk- dómar, lungnasjúkdóm- ar, og krabbamein hafi áður leynst í flokk með ellihrumleika. Nú deyr rúmlega helmingur landsmanna úr hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameinum. Lungna- bólga er enn algeng orsök dauða eða svipuð því sem var fyrir hálfri öld, en þeir sem úr henni deyja nú eru aldr- aðir, ekki ungt fólk eins og áður. Lungnabólga hefur enda verið nefnd vinur gamla mannsins, hún er oft endanleg dánarorök þeirra sem þjást af langvinnum og ólæknandi sjúk- dómum. Er framþróun eilíf? Hefur paradís verið heimt með þessum framförum? Getum við búist við áframhaldandi þróun í þessa veru þó svo enginn geri tilkall til eilífs lífs? Svarið lýtur að mun fleiri þáttum en heilbrigðisþjónustu og heilbrigðis- kerfi einu, og er undir innsæi manna og sköpunargáfu komið. Þótt ekki sé verið að gera lítið úr vægi heilbrigðis- þjónustu fyrir almenna velmegun er hollt að minnast þess að giskað hefur verið á að einungis tíundi hluti heilsu- gæða þjóða Vesturlanda sé hinu þróaða heilbrigðiskerfi þeirra að þakka. Heilsufar er mun fremur und- ir umhverfi komið, efnahag, almennri velmegun, menntun, húsnæði, hreinlætisráð- stöfunum, samskiptum manna í milli o.s.frv. Helstu landvinningar Eigi að síður er rétt að reyna að gera sér grein fyrir hvar þeir landvinningar hafa helst verið sem þjóðir á Vesturlöndum telja sér til tekna á þessari öld í heilbrigðismálum. Þar má tína ýmislegt til og væntanlega verða menn aldrei sammála um hvað rís hæst í þessum efn- um. Hinu má ekki held- ur gleyma að hér er rætt um sigra á Vesturlöndum. Meginþorri íbúa heims býr við allt aðrar aðstæður, þar sem fátækt, hungur, styrjaldir, lélegt húsnæði og skortur á hreinlæti ráða mestu um heilsu fólks. Þar fyndist mönnum fátt um suma af þeim áföng- um sem við teljum okkur helst til tekna í heilbrigðismálum. Bólusetningar og stjórn á smitsjúkdómum Lítill vafi er á að bólusetningar vega einna þyngst af þessum þáttum. Bólusetningar voru að vísu uppgötv- aðar seint á átjándu öld, þegar Jenn- er árið 1796 hóf bólusetningar gegn stórubólu. Þær urðu þó ekki almenn- ar fyrr en á þeirri tuttugustu. Nú hef- ur í fyrsta sinn tekist að útrýma sjúk- dómi úr heiminum. Var það gert með almennum bólusetningum um allan heim og fer vel á því að sá sjúkdómur er stórabóla. Þetta er afrek sem mun varða leiðina til frekari dáða. Horfur eru á að unnt verði að útrýma mænu- veiki á sama hátt úr heiminum, en þess sjúkdóms hefur ekki orðið vart hér á landi síðan 1963 og má það þakka samstilltum bólusetningum hérlendis en þær hafa almennt gengið mjög vel. Sjúkdómur á borð við barnaveiki sést vart lengur, kíghósti fátíður, mislingar, hettusótt og rauðir hundar eru að verða úr sögunni. Skemmst er að minnast þess árang- urs sem náðst hefur með bólusetning- um gegn Haemophilus influenzae af gerð B, en það er sýkill sem veldur m.a. alvarlegri heilahimnubólgu hjá börnum. Sú orsök heilahimnubólgu hefur horfið frá því bólusetningar hófust gegn sýklinum hérlendis árið 1989. Taugaveiki sést ekki lengur á Is- landi og lifrarbólga A er fátíð og nær einfarið innfluttur sjúkdómur. Hvort tveggja má rekja til bætts hreinlætis og hreins vatns. Berklar eru enn við lýði á íslandi (og munu sennilega seint hverfa), en tíðni þeirra hefur lækkað verulega á undanförnum ára- tugum. Að miklu leyti má rekja það til bætts efnahags og húsnæðis auk meðferðar og eftirlits með sýktum einstaklingum. Uppgötvun sýklalyfja Öld nútíma sýklalyfjameðferðar gekk í garð árið 1932 þegar Þjóðverj- _1_ inn Gerhard Domagk sýndi fram á virkni súlfalyfsins prontosil gegn til- teknum tilraunasýkingum í músum. Efni þetta var afsprengi litaiðnaðar- ins þýska og hafði verið tiltækt frá því í aldarbyrjun. Lyf úr þessum flokki era enn mikið notuð við lækningar á mönnum. Öllu þekktari er uppgötvun Bretans Alexanders Fleming á pen- icillíni árið 1928. Sú uppgötvun varð af tilviljun eins og ýmsar aðrar, en Fleming hafði innsæi til átta sig á mikilvægi þess sem hann sá. Honum tókst hins vegar ekki að búa til nægi- legt magn af lyfinu og lagði uppgötv- unina á hilluna og sneri sér að öðra. Samlöndum hans Florey, Chain og fleirum tókst hins vegar að einangra efnið og framleiða það þannig að árið 1941 voru fyrstu sjúklingar með- höndlaðir með penicillíni, sá fyrsti var breskur lögreglumaður. Styrjöldin flýtti þróuninni, enda þörfin mikil hjá herjum bandamanna, ekki aðeins til meðferðar á sýktum sárum, heldur einnig til meðferðar sýfilis og lekanda meðal hermanna. Þróunin hefur verið ör síðan, fjöldi nýrra sýklalyfja kemur fram á hverju ári og nýr flokkur lítur dagsins ljós á nokkurra ára fresti. Tilkoma sýkla- lyfja hefur haft gífurlega þýðingu fyr- ir heilsu fólks, nú eru flestar sýkingar læknanlegar, ungt fólk deyr ekki úr lungnabólgu lengur eins og altíða var við upphaf aldarinnar, svo dæmi sé tekið. Sá galli fylgir þó gjöf Njarðar að sýklar hafa í vaxandi mæli séð við sýklalyfjunum og myndað gegn þeim ónæmi, þannig að virkni þeirra minnkar eða hverfur. Sú þróun er að mestu okkur læknum að kenna, sýklalyf hafa verið ofnotuð gegn sjúk- dómum á borð við kvefpestir þar sem þau era gagnslaus. Nú er svo komið að svartsýnustu spár um þróun ónæmis gera ráð fyrir að sýklalyf verði gagnslaus eftir fáeina áratugi, þróun nýrra lyfja haldi ekki í horfinu við aukið ónæmi. Skiptir því miklu að við reynum að stemma stigu við ónauðsynlegri notkun þessara lyfja, annars getur illa farið. Fækkun dauðsfalla úr hjarta- og heilasjúkdómum Eins og áður segir jókst dánartala úr hjartasjúkdómum mjög fram yfir miðja öldina. Hins vegar hefur tíðni og dánartala úr kransæðasjúkdómum lækkað verulega hérlendis aftur á undanförnum tveimur áratugum. Dánartíðni vegna kransæðastíflu meðal karla á tímabilinu 1981-1994 lækkaði um 53% og heildartíðni kransæðastíflu (algengasti hjarta- sjúkdómurinn hér á landi) lækkaði á sama tíma um 44%. Meðal kvenna lækkaði dánartíðnin á sama tíma um 32% og heildartíðnin um 36%. Dánar- tíðni vegna heilablóðfalls hefur farið jafnt og þétt lækkandi frá árinu 1950, og nemur lækkunin um 50% meðal Sigurður Guðmundsson karla en 60% meðal kvenna. Hliðstæð þróun hefur orðið annars staðar á Vesturlöndum, en minna ber á að þessir sjúkdómar vora vart til snemma á öldinni eins og áður sagði. í fjölþjóðlegri rannsókn (MONICA) á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar (WHO) sem Rannsóknastöð Hjariaverndar hefur annast fyrir ís- lands hönd hefur m.a. komið fram að hvergi hefur orðið jafnmikil fækkun dauðsfalla úr kransæðasjúkdómum og hér á landi. Þrátt fyrir að fólks- fjöldi sé vaxandi og meðalaldur fari hækkandi þá hefur dauðsföllum vegna kransæðastíflu meðal fólks 25- 74 ára fækkað úr 235 árið 1981 í 161 árið 1994. Rannsóknir Hjartaverndar hafa sýnt að fjórir áhættuþættir skipta mestu máli við hjarta- og æða- sjúkdóma hér á landi: reykingar, blóðfitutraflanir (hátt kólesteról o.fl.), hækkaður blóðþrýstingur og sykursýki. Þessir áhættuþættir skýra fjögur af fimm tilvikum kransæða- sjúkdóma. Þennan árangur ber því hátt í heilbrigðisþjónustu tuttugustu aldar. Enginn vafi er á að ofangreindan árangur þessa má rekja til aðgerða gegn þessum áhættuþáttum, færri reykja, blóðfitu og blóðþrýstingi er betur stýrt o.s.frv. Einnig má að öll- um líkindum skýra þessa lækkun með tiltölulega auðveldum aðgangi íslend- inga að sérfræðiþjónustu og hlutfalls- lega miklum fjölda kransæðaútvíkk- ana og kransæðaaðgerða hér á landi. Meðferð geðsjúkra Mikil breyting hefur orðið á högum geðsjúkra á þessari öld. Tilkoma nú- tíma geðlyfja breytti miklu, fyrst klórprómasíns og skyldra lyfja, síðar geðdeyfðarlyfja. Liðin er sú tíð að sjúklingar með geðsjúkdóma era lok- aðir inni í klefum og hafðir í spenni- treyjum. Skilningur á eðli sjúkdóm- anna hefur vaxið meðal almennings og umræða opnari, enda fáar fjöl- skyldur bæði hérlendis og annars staðar þar sem ekki finnst geðsjúk- dómur. Fordómar hafa minnkað verulega þó enn eimi eftir af þeim, þar á meðal hérlendis, þar sem marg- ir telja að vitneskja um þunglyndi sé viðkvæmari en vitneskja um syk- ursýki eða krabbamein. Samfélags- þjónusta hefur færst í vöxt, sjúkling- ar búa fremur heima hjá sér eða á sambýlum og njóta þess fremur en áður að vera hluti samfélagsins. Öryggi farartækja Víðast hvar hefur alvarlegum áverkum vegna umferðarslysa fækk- að veralega þrátt fyrir aukna umferð. Til dæmis hefur innlögnum vegna al- varlegra áverka í umferðarslysum fækkað um um það bil 40% í Reykja- vík á undanförnum 20-25 áram. Ljóst er að aukin notkun bflbelta, barnast- óla, reiðhjóla- og mótorhjólahjálma á hér verulegan hlut að máli, auk þess sem eftirlit og áróður gegn ölvunar- akstri vegur einnig mjög þungt. Öruggari og heilsusamlegri matvæli og matarvenjur Allt bendir til að fæðugildi matvæla hafi batnað á undanförnum 100 árum, skortsjúkdómar eru nú nær óþekktir. Matarvenjur hafa batnað, t.d. hefur neysla á fullfeitri mjólk (nýmjólk) og smjörlíki hérlendis minnkað verulega undanfarin 10 ár, neysla nýmjólkur minnkað úr um það bil 200 kg á mann á ári í um það bil 100 kg á mann á ári. Hins vegar hefur ekki tekist að auka grænmetisneyslu íslendinga svo neinu nemi, enda er það fremur dýrt hér á landi. Minnir það á mikilvægan þátt stjórnvalda í þessu efni, hvernig unnt er að hafa áhrif á neyslu fólks með verðstýringu. Almennt hefur veralegur ávinningur náðst í því að draga úr sýklamengun matvæla, t.d. hefur salmonella ekki fundist í mat- vælum á Islandi í nokkur ár. Aðrir sýklar eru hins vegar áhyggjuefni, skemmst er að minnast faraldurs nið- urgangs af völdum campylobacter 1998 og 1999 en aðrir alvarlegri sýkl- ar geta beðið handan við hornið, t.d. Listeria (sýkill sem veldur Hvann- eyi'arveiki í sauðfé) og tiltekin tegund E. coli saurgerils. Bætt heilsa mæðra og barna Dánartala nýbura og dánartala mæðra úr barnsfararsótt hefur fallið verulega á undanförnum 100 árum hér á landi. Árið 1918 var dánartala nýbura um 50 fyrir hverjar 1.000 fæð- ingar, en hefur verið undir 5/1.000 fæðingar undanfarin ár og eru þessar tölur hvergi lægri. Lengi hefur enda verið lögð mikil áhersla á öfluga mæðravernd og trausta meðferð nýbura hér á landi auk almenns bætts hreinlætis, næringar, tilkomu sýkla- lyfja og auðvelds aðgangs að heif brigðisþjónustu. Flúorvarnir gegn tannskemmdum Ymsar þjóðir hafa bætt flúori í drykkjarvatn en Islendingar og nokkrar aðrar þjóðir hafa valið frem- ur dýrari leið með flúorpenslun og skolun. Aukning á flúormagni í drykkjarvatni hugnast enda ekki íbú- um eldfjallalands. Mikill flúor getur verið í gosefnum, og flúoreitrun vel þekkt í búfénaði hér (gaddur). Tíma- bundin mikil þéttni flúors í drykkjar- vatni hefur valdið eitranareinkennum í mönnum, þó ekki hérlendis svo vitað sé. Flúormeðferðin hefur dregið veralega úr tíðni tannskemmda hér á landi og í öðram nálægum löndum. Er nú svo komið að við sitjum þar við sama borð og nágrannaþjóðir. Meðal- fjöldi skemmdra, útdreginna og fylltra fullorðinstanna 12 ára skóla- barna á Islandi hefur t.d fallið úr átta árið 1974 í um tvær árið 1994. Skilningur á hættu af völdum tóbaksnotkunar Um það bil 35 ár eru síðan að fyrst var af fullum þunga bent á heilsu- farslegar afleiðingar tóbaksnotkunar. Á Vesturlöndum hefur tíðni lungna- krabbameins hraðvaxið, svo og tíðni lungnaþembu. Hins vegar hefur tíðni kransæðasjúkdóma fallið, m.a. vegna þess árangurs sem náðst hefur í bar- áttu gegn reykingum en tíðni reyk- inga hefur stórminnkað á Islandi. Eigi að síður reykja enn um 25-30% þjóðarinnar og þær blikur era á lofti að hætt sé að draga úr reykingum meðal unglinga og jafnvel vísbend- ingar um aukningu. Gert er ráð fyrir að eftir 20 ár verði tóbak fleiri manns að bana í heiminum en nokkur annar sjúkdómur, þ.m.t. alnæmi. Hér er því mikið verk óunnið, en sá árangur (og kannski frekar skilningur) sem náðst hefur nú þegar á sviði tóbaksvarna verður þó að teljast meðal mestu áfanga í heilbrigðismálum á Vestur- löndum. Hér er þó um áunninn vanda að ræða. Vafalítið þykir ýmsum að þessi listi sé ekki tæmandi, og rétt er að á ýms- um öðram sviðum hefur einnig náðst veralegur árangur. Til dæmis var þess minnst í júní 1999 að 35 ár vora síðan Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands tók til starfa. Árangurinn af starfi hennar er nokkuð einstakur, nýgengi krabbameins í leghálsi hefur lækkað um 67% og dánartíðni um 75% á þessum tíma. Einnig má minn- ast á verulegan árangur í meðferð hvítblæðis, einkum hjá börnum. Ný- gengi ýmissa annarra krabbameina hefur hins vegar vaxið á íslandi, t.d. í lungum, ristli og blöðruhálskirtli. Mest aukning hefur þó orðið á tíðni sortuæxla í húð. Ár hvert greinast nú milli 60 og 70 íslendingar með krabbamein í húð og hefur tíðnin tvöfaldast á aðeins einum áratug. Um helmingur sortuæxla hjá konum greinist fyrir fertugsaldur og er þetta algengasta krabbameinið í þeim al- durshópi. Aukin tíðni húðkrabba- meins er einkum rakin til sólbaða og notkunar ljósabekkja. Ennfremur má nefna að þrátt fyrir allgóðan árangur í vörnum gegn slys- um eru þau enn veralegt vandamál. Sé dánarorsökum á íslandi raðað með tilliti til fjölda glataðra starfsára, þannig að dauðsföll hjá yngra fólki vega þyngra en dauðsföll aldraðra, era slys og sjálfsvíg í fyrsta sæti dán- arorsaka hérlendis. Niðurlag Eigi að síður hefur veralegur ávinningur náðst í baráttu við sjúk- dóma. Hann er hins vegar ekki eilíf- ur. Samfélög nútímans verða að átta sig á því að árangur af þessu tagi er ekki hægt að meitla í stein og endan- legur sigur á sjúkdómum og annarri óáran vinnst aldrei. Því skiptir miklu að við höldum í þá samfélagskennd og velferðarkerfi sem hefur m.a. stuðlað að þessum árangri. Hins vegar ber samfélagið ekki eitt ábyrgð á heilsu okkar, við gerum það fyrst og fremst sjálf. Höfundur er Inndlæknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.