Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR ÞRIÐ JUDAGUR 4. JANÚAR 2000 51 WOKPANNA- Wokpanna kr. 1.600. Gufu-bambuspottur frá kr. 950. Suzí-borðbúnaður. PIPAROGSALT Klapparstfg 44 4 Sími 562 3614 j Stór þáttur í starfsemi hestamannafélaga hefur verið uppbygging móts- svæða. Hér getur að líta Vindheimamela þegar haldið var þar landsmót. fram og til baka en Gunnar stóð þétt aftan við Ijósmyndarann og sló létt í öxl hans til merkis um það hvenær væri rétta augnablikið til að smella af. Vissulega skemmtileg aðferð og útkoman varð ótrúlega góð. Er óhætt að fullyrða að þarna hafi birst fyrstu myndirnar þar sem hesturinn var í ákjósanlegri stöðu á ljósmynd á íslandi. í dag er öldin önnur og nú nota menn mót- ordrifnar vélar eða stækka jafnvel út úr myndbandsupptökum. Skemmst er frá því að segja að bókin rokseldist Umræða um opinberan reiðskóla var komin í gang fyrir 1970 og samhliða henni rætt um byggingu reiðhallar. Vísir að reiðskólanum varð til á Bændaskólanum að Hól- um eftir endurreisn hans. Hægt og sígandi þróaðist skólinn yfir í reið- skóla en sú starfsemi hefur verið mest áberandi síðustu árin. Fyrsta skóflustungan var tekin að Reið- höllinni í Víðidal á íslandsmótinu 1986 og átti hún eftir að breyta miklu í hestamennskunni þótt fé- lagið sem stóð að byggingu og rekstri hallarinnar yrði gjaldþrota á sínum tíma. Þrátt fyrir áföll hef- ur gildi Reiðhallarinnar alltaf verið mikið fyrir hestamennskuna og aðrar íþróttagreinar. í kjölfarið voru byggðar minni skemmur víða um land og er enn verið að í þeim efnum. Málgagn og varðveisla heimilda Eftir um áratugar starfsemi LH var ráðist í útgáfu tímarits. A árs- þinginu 1959 var stjórn samtak- anna falið að gera nákvæma könn- un á kostnaði við útgáfu tímarits og 1960 leit Hesturinn okkar dagsins ljós. Þarna voru stigin afdrifarík skref í framþróun hestamenn- skunnar, blaðið var hvort tveggja í senn mikilvægt málgagn og upp- lýsingamiðill fyrir hestamenn en um leið voru skrásettar ómetanleg- ar heimildir. Hafa margir hesta- menn yngri sem eldri legið yfir Hestinum okkar og lesið árgan- gana fram og til baka og víst er að blaðið er eilíf uppspretta fyrir hestamenn. Þá var blaðið með fyrstu íslensku tímaritunum sem buðu upp á litmynd á forsíðu og fyrst allra til að vera með litmynd á öllum forsíðum. Hesturinn okkar hefur nú verið sameinað tímaritinu Eiðfaxa sem fyrst kom út 1977. Nokkur spenna myndaðist milli blaðanna fyrst eftir að Eiðfaxi hóf göngu sína en fljótlega kom í ljós að blöðin höfðu sinn farveginn hvort og komust bæði af í hóflegri samkeppni þar til þau voru samein- uð. Blaðið heitir í dag Eiðfaxi og ber engin merki Hestsins okkar og því hægt að segja að síðarnefnda blaðið hafi lokið göngu sinni. Ekki þótti lengur rými fyrir tvö blöð á þessum markaði og því var brugðið á það ráð að sameina. Arið 1969 var afdrifaríkt í þróun hestamennskunnar þegar stofnað var í Aegidienberg í Þýskalandi Evrópusamband eigenda íslenskra hesta (FEIF) og árið eftir var blás- ið til leiks á fyrsta Evrópumótinu sem haldið var á sama stað. Með stofnun þessara samtaka var lagð- ur grunnur að frekari útbreiðslu ís- lenska hestsins og öflugu félags- starfi í aðildarlöndunum. Evr- ópumótin og síðar heimsmeistara- mótin, eftir að Kanada og Banda- ríkin bættust í hópinn, urðu horn- steinn og hápunktur í starfsemi samtakanna. Þar hafa Þjóðverjar og síðar Islendingar borið ægis- hjálm yfir aðrar þjóðir og oftast hirt bróðurpartinn af verðlaunum mótanna. Áratuga ganga í ÍSÍ Það tók hestamenn á þriðja ára- tug að fá inngöngu í samtök íþróttamanna, ÍSÍ. Upp úr 1970 var fyrst kvatt dyra hjá samtökun- um en ekki var dyrunum lokið upp fyrir hestamönnum þá. Var meðal annars fundið að því að veitt voru peningaverðlaun í kappreiðum en slíkt samræmdist ekki áhuga- mennsku sem stunduð var í keppni íþróttamanna. Einnig var talið úti- lokað að hægt væri að veita hesta- mannafélögum sem slíkum inn- göngu í samtökin heldur þyrfti að stofna sérstakar íþróttadeildir inn- an hestamannafélaganna. Voru slíkar deildir stofnaðar víða við misjafnar undirtektir og þóttu þær líklegar til að kljúfa félög hesta- manna. Á svipuðum tíma var stofn- að fyrirbæri sem kallað var íþrótta- ráð LH sem var nokkurskonar móðursamtök íþróttadeildanna og voru haldin sérstök þing ráðsins svipuð ársþingum LH. Á endanum fengu íþróttadeildir inngöngu í ÍSÍ og var þá eitt af skilyrðunum að klippt yrði alfarið á öll lagaleg tengsl við hestamannafélögin. Var í framhaldinu stofnað Hestaíþrótta- samband Islands og á ársþingi þess 1991 kom fram tillaga um að leita eftir viðræðum við LH um samein- ingu samtakanna. Það ferli tók ein sjö ár og fara hestamenn nú sam; einaðir undir merkjum LH og ÍSÍ inn í nýja öld. Hér hefur verið stiklað á ýmsum mikilvægum viðburðum í þróun hestamennskunnar á 20. öldinni og verður framhald á að viku liðinni. OPIN SAMKEPPNI um lag við nýjan sálm sem frumfluttur verður á Kristnitökuhátíð árið 2000 Kristnihátíðarnefnd hefur ákveðið að gangast fyrir opinni samkeppni um tónverk við nýjan sálm eftir dr Sigurbjörn Einarssonar biskup. Frumflutningur verksins er fyrirhugaður á Kristnihátíð á Þingvöllum sunnudaginn 2. júlí árið 2000. Jafnframt má gera ráð fyrir að verkið verði flutt við ýmis önnur tækifæri sem tengjast kristnitökuafmælinu. Hægt er að nálgast texta sálmsins hjá Kristnihátíðarnefnd og þangað skal senda tillögur með utanáskriftinni: Kristnihátíðarnefnd, tónverkasamkeppni.Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Hvertillaga skal merkt dulnefni en nafn höfundar; ásamt heimilisfangi og símanúmeri, skal fylgja með í lokuðu, ógagnsæju umslagi, merktu dulnefninu. Skilafrestur er til 20. januar 2000 Dómnefnd og verðlaun: Þriggja manna dómnefnd hefur verið skipuð og í henni sitja tveir fulltrúar Kristnihátíðarnefndar og einn fulltrúiTónskáldafélags Islands. Dómnefndin velur þær tillögur sem hljóta verðlaun. Dómnefndinni er heimilt að hafna öllum tillögum ef þátttaka og/eða gæði þeirra laga sem berast í keppnina teljast vera ófullnægjandi að hennar mati. Þegar endanlegt val á tónverki liggur fyrir verða viðkomandi umslög opnuð, vinningshöfum tilkynnt úrslit og verðlaun afhent við sérstakt tækifæri. Veitt verða þrenn verðlaun: I. verðlaun 200.000 krónur og tvenn 2. verðlaun 100.000 krónur hvor. Kristnihátíðarnefnd áskilur sér notkunar- og ráðstöfunarrétt á tónverkinu sem hlýtur fyrstu verðlaun þann tíma sem kristnihátíð stendur yfir Hátíðinni lýkur á Páskum árið 2001. Trúnaðarmaður dómnefndar er júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri Kristnihátíðarnefndar og veitir hann allar upplýsingar um samkeppnina f síma 575 2000 eða á skrifstofu Kristnihátíðarnefndar K R 1 S T N I H A T í Ð A R N E F N D Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. 10 0 0 A R A K R I S T N I A í S 1. A N D I A R I D 2 0 0 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.