Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 60
@0 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BRAGIAXELSSON
frá Ási í Kelduhverfi,
Víðilundi 20,
Akureyri,
lést laugardaginn 1. janúar.
Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 7. janúar kl. 13.30.
Sæfríður Ingólfsdóttir,
Katrín Hermannsdóttir, Jón Magnússon,
Sigríður Stefanía Bragadóttir, Emil Vilhjáimsson,
Ingólfur Bragason,
Axel Bragi Bragason,
Karl Sævar Bragason,
Kristín Björg Bragadóttir,
Ásdís Björk Bragadóttir,
Rakel Hrönn Bragadóttir,
Sigurður Bragason,
Magnús Hörður Bragason,
Iðunn Bragadóttir,
Svanhildur Bragadóttir,
afabörn og
Arndís Heiða Magnúsdóttir,
Ingibjörg Ragnarsdóttir,
Sigríður E. Aðalbjörnsdóttir,
Marteinn Sigurðsson,
Einar Axel Schiöth,
Árni Jón Erlendsson,
Anna Sigríður Sigurðardóttir,
Stefán Bragi Bjarnason,
Hákon Þröstur Guðmundsson,
langafabarn.
+
Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANNA RÓSA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Jörfabakka 12,
Reykjavík,
andaðist á Vífilsstaðaspítala sunnudaginn
2. janúar.
Jónas Steinþórsson,
Guðmundur Friðriksson, Geri Friðriksson,
Sigurður Friðriksson, Margrét Sigurðardóttir,
Sæmundur Friðriksson, Sigrún K. Guðjónsdóttir,
Einar K. Friðriksson, María Vilbogadóttir,
Erlendur Friðriksson,
Guðlaug Friðriksdóttir, Ævar Jónasson,
Hafdís Friðriksdóttir, Kristinn Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN Þ. ÞORSTEINSDÓTTIR,
Álfheímum 70,
Reykjavík,
lést á Borgarspítalanum að morgni aðfanga-
dags.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju miðviku-
daginn 5. janúar kl. 13.30.
Þorsteinn Björnsson,
Margrét K. Björnsdóttir, Sigurjón Einarsson,
Eiríkur K. Björnsson, Hrefna Róbertsdóttir,
Gunnar Björnsson, Steinunn Böðvarsdóttir,
Rannveig Björnsdóttir, Árni Björn Björnsson
og barnabörn.
+
Faðir minn,
GUÐLAUGUR BJARNASON,
áður til heimilis
í Drápuhlíð 19,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn
2. janúar.
Bjarni Garðar Guðlaugsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju
við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
HÓLMFRÍÐAR ÞÓRHALLSDÓTTUR,
Furugrund 70,
Kópavogi.
Steinþór Ólafsson,
Þórhallur Ólafsson,
Einar Jón Ólafsson,
Þorgeir Ólafsson,
Sigrún Ólafsdóttir,
Arnar Már Ólafsson,
Hólmfríður Ólöf Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Guðrún Hreinsdóttir,
Gróa Gunnarsdóttir,
Aðalbjörg Lúthersdóttir,
Anna Margrét Guðjónsdóttir,
Helga Lárusdóttir,
ANNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Anna Guðmunds-
dóttir fæddist á
Syðra-Lóni, Langa-
nesi 23. apríl 1914.
Hún andaðist á heim-
ili sínu aðfaranótt 24.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Herborg'
Friðriksdóttir, hús-
móðir, f. 19.4. 1889,
d. 28.7. 1958, og Guð-
mundur Vilhjálms-
son bóndi og kaupfé-
lagsstjóri, f. 29.3.
1884, d. 1.2.1956.
Systkinin voru 12.
Látin eru Vilhjálmur, Jón Erling-
ur, Árni, Þuríður, Stefanía, Bald-
ur og Sigtryggur. Eftir lifa Sig-
ríður, Friðrik, Þorgeir og Herdís.
Anna giftist 6.9. 1932 Eiríki
Þorsteinssyni, fyrrv. kaupfélags-
stjóra og alþingismanni. Þau eign-
uðust átta börn: 1) Jónina, f. 6.11.
1931, gift Sigurði Kristjánssyni.
Þeirra börn eru: a) Anna Sigríður,
f. 26.5. 1956, gift Tryggva Þor-
móðssyni. Dóttir Kristrún, gift
Njáli Gunnlaugssyni. b) Aðalheið-
ur Steinunn, f. 28.10. 1961, sam-
býlismaður Guðmundur Lárus-
son, Stykkishólmi. Dætur Anna og
Steinunn. c) Eirfkur, f. 18.12.
1966. 2) Kári, f. 13.2. 1935. Var
kvæntur Sigurbjörgu Stefáns-
dóttur. Sonur þeirra er Kári, f.
17.11. 1965, kvæntur Ingu Kjart-
ansdóttur. Börn Harpa og Dagur
Kári. 3) Hulda, f. 17.7. 1938, d.
27.5. 1993, gift Hreini Sveinssyni.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geislinn hæð og laut,
en aftanskinið hverfur fljótt,
það hefur boðið góða nótt
(Magnús Gíslason.)
Látin er á 86. aldursári tengdamóðir
okkar, frú Anna Guðmundsdóttir,
ekkja Eiríks Þorsteinssonar, fyrr-
verandi alþingismanns. Hún andað-
ist á heimili sínu aðfaranótt aðfanga-
dags jóla. Anna hafði átt við mikil
veikindi að stríða fyrr á þessu ári, en
náð sér merkilega vel seinni hluta
sumars og kom andlát hennar því á
óvart.
Með fárfalli hennar er gengin mæt
og merk kona. Hún var mjög greind,
minnug og fróð um menn og margs
konar málefni. Hún lifði þessi tvö
gjörólíku tímabil þjóðarinnar á þess-
ari öld, sem voru fátækt og óvélvætt
skeið fyrri hlutann, en velmegun og
mikil tæknivæðing á síðari hluta ald-
arinnar.
Anna og Eiríkur eignuðust hús-
næði í Glaðheimum 20 hér í Reykja-
vík um árið 1960 og áttu þar yndis-
legt heimili. Þar varð mikill
miðpunktur fyrir fjölskyldurnar. A
hátíðum og áramótum mættu þar
flestir, sem gátu og áttu þar góðar
stundir. Anna var framúrskarandi
myndarleg og rausnarleg húsmóðir.
Hún tók okkur tengdabörnunum
opnum örmum og fagnaði okkur allt-
af innilega, þegar okkur bar að garði.
Ekki var síðri gleði hennar yfir
barnabörnunum og síðar barna-
barnabörnunum. Hún fylgdist ná-
kvæmlega með þeim öllum, vissi allt
Sonur þeirra er
Illynur, f. 4.1. 1969,
kvæntur Onnu
Bjarnadóttur. Sonur
Huldar. 4) Eiríkur, f.
13.2. 1941. 5) Guð-
mundur, f. 5.5. 1944.
6) Katrín, f. 18.4.
1946, gift Magnúsi
Yngvasyni. Þeirra
börn eru: a) Magnús,
f. 16.12. 1972, sam-
býliskona Sólveig
Ragnarsdóttir. b)
Eiríkur, f. 28.5.
1977, sambýliskona
Anna Katrín Hreins-
dóttir. c) Ragnar Freyr, f. 12.9.
1981. 7) Þórey, f. 31.10. 1949.
Fyrrverandi eiginmaður Olafur -
Þórðarson. Þeirra börn eru: a) Ás-
laug, f. 3.1. 1972. Sambýlismaður
Arnar Bjarnason. Börn: Fannar
Örn og Ólöf Rebekka. b) Arin-
björn, f. 24.12. 1975. Sambýlis-
kona Karen Rut Gísladóttir. Barn
Þórfríður Ina. 8) Jón, f. 2.1. 1954,
sambýliskona Jette M. Pedersen.
Þeirra börn eru: a) Gísli, f. 28.12.
1983. b) Siri, f. 23.7. 1988. c) Mar-
ía, f. 10.4.1990, d. 5.4.1992.
Anna stundaði nám við Héraðs-
skólann á Laugarvatni 1930. Gift-
ist ung og annaðist eftir það börn
sín og heimili. Þau hjónin bjuggu
á Þingeyri við Dýraljörð frá 1931
til 1960. Eftir það í Reykjavík.
títfór Önnu verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
um afmælisdagana, skólagönguna,
atvinnuna og húsnæðismálin. Oftar
en ekki fengu börn og tengdabörn,
sem bjuggu úti á landi eða erlendis
að dvelja í Glaðheimunum við fram-
úrskarandi móttökur. Fyrir þetta
eru henni færðar innilegar þakkir,
sem og fyrir alla aðra velvild í okkar
garð.
Anna hafði frá mörgu að segja. Oft
voru árin á Þingeyri við Dýrafjörð til
umræðu. I tæp 30 ár bjó fjölskyldan
á Þingeyri, þegar Eiríkur var þar
kaupfélagsstjóri og síðar alþingis-
maður fyrir Vestur-ísafjarðarsýslu
á árunum 1952-1959. Eiríkur var
eldhugi mikill og hafði einlægan
áhuga á eflingu framfaramála í kjör-
dæmi sínu, hvort sem um var að
ræða vegagerð, útgerð eða landbún-
að. Það gefur auga leið, að mikið
mæddi á Önnu á þessum árum við
hlið eiginmanns síns, sem og við upp-
eldi barnanna 8, sem flest voru fædd
á Þingeyri. Mikill gestagangur var á
heimilinu, mjög margir áttu erindi
við Eirík, samgöngur stundum erfið-
ar, þannig að oft var beiðst gistingar
hjá þeim hjónum og var það auðsótt
mál. Öllu þessu sinnti Anna með
góðri yfirsýn og röggsemi. Anna
hafði mikla ræktarsemi til að bera og
hélt traustu sambandi við vini og
ættingja. Hún var einstaklega
raungóð kona. Frásagnir hennar frá
þessum árum voru skemmtilegar,
þannig að við lifðum okkur vel inn í
atburðarásina.
Við þann aðskilnað, sem nú er orð-
inn er hugurinn fullur af þakklæti
fyrir að hafa átt Önnu að tengdamóð-
+
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma,
SIGURRÓS GUÐBJARTSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Laugarási,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 2. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Erla Steinsdóttir, Helgi Sigvaldason,
Kristín Steinsdóttir, Hjálmar Guðbjörnsson,
Valgerður Steinsdóttir, Magnús Tryggvason,
Ingibjörg Steinsdóttir, Kristján Björnsson,
Svanhvít Hallgrímsdóttir
og barnabörn.
ur. Hún á góða heimkomu á æðri til-
verustigum.
Tengdabörnin.
Elsku amma. Er við fylgjum þér
til hinstu hvílu streyma minningar
liðinna ára fram.
Heimili ykkar afa í Glaðheimum
var eins og okkar annað heimili og
nutum við þess ætíð að stutt var á
milli, þegar við vorum börn. Það var
alltaf notalegt og gaman að koma í
Glaðheimana, kaffi og kökur, líf og
fjör, aldrei lognmolla.
Einkennilegt að þú skyldir deyja á
aðfangadag, því minningin um að-
fangadagskvöldin í Glaðheimum
verður aldrei þurrkuð út. Þá var há-
tíð í bæ, öll fjölskyldan samankomin,
líflegar umræður og á árum áður var
hápunktur kvöldsins er jólasveinn-
inn mætti, sem síðar reyndist vera
einhver frænka eða frændi í dular-
gervi.
Fleiri minningar sækja á hugann,
t.d. dvölin á Þingeyri áður en þið
íluttuð í bæinn. Ferðirnar í hesthús-
ið með þér og afa, að ógleymdum
stundunum í sumarbústaðnum á
Þingvöllum. Allt voru þetta ævintýri
fyrir okkur krakkana.
Amma mín. Við söknum þín sárt,
en vitum að þú ert hvíldinni fegin.
Takk fyrir allt.
Anna Sigríður, Aðalheiður
og Eiríkur.
Elsku amma í Glaðheimum. Að-
fangadagsmorgunn, klukkan um tíu
og mamma hringir til að tilkynna
okkur fráfall þitt. Þú varst fai'in frá
okkur og ekki aftur snúið þó við
gjarnan vildum. Þú valdir þér góðan
dag amma en mikið söknuðum við
þess að koma ekki í Glaðheimana á
aðfangadagskvöld. Lagkakan og
þær góðu stundir þegar öll fjölskyld-
an kom saman mun lifa í minning-
unni.
Af uppruna sínum mótast menn
og þannig var það með ömmu. Þrátt
fyi-ir að hafa alist upp á Syðra-Lóni á
Langanesi þá var hún Vestfirðingur
og saknaði þess alltaf að hafa flutt
frá Þingeyri. Hún var dugleg, ákveð-
in og sterkur persónuleiki sem
kvartaði aldrei og talaði um hvað
henni fannst fólk kvarta mikið yfir
öllu, þó einkum yfir launum. Þessi
dugnaðarforkur bakaði allan ársins
hring, tók slátur hvert einasta haust,
gerði rúllupylsu, margar gerðir af
sultum að ógleymdri lagkökunni fyr-
ir jólin. Það var stundum eins og
amma hefði aldrei náð að gíra sig
niður eftir að hafa alið upp 8 börn og
verið með stórt heimili þar sem var
gestkvæmt. Um börnin átta sagði
amma einu sinni „í þá daga þá kom
það sem Guð vildi gefa. Hún var
gamaldags í því hversu nýtin hún var
og það er eitthvað sem allir hefðu
getað lært af, hún gerði við sokkana,
buxurnar og skyrturnar af strákun-
um þar til ekkert var eftir. Hún var
nútímaleg í því að hún nýtti sér
tæknina og fylgdist vel með öllu sem
var að gerast. Sérstaklega kom okk-
ur á óvart hvað hún las af dönskum
blöðum, kannski mest af Familie
Journal, og einnig þótti okkur gam-
an að því þegar hún sletti dönskunni
eins og fín frú. Amma hafði mikið
mannvit, þ.e. skilning á fólki og bar
mikla umhyggju fyrir öllum. Hún
hafði skoðanir á hlutunum og fylgdi
ætíð Framsóknarflokknum sama
hvað á bjátaði, og mun eflaust gera
áfram.
Elsku amma, við þökkum Guði
fyrir það hversu heilsuhraust og
minnug þú varst og hve lengi þú
dvaldir á meðal okkar. Við söknum
þín sárt og munum aldrei gleyma
Ómmu í Glaðheimum.
Áslaug og Arinbjörn.
Elsku langamma. Nú ertu farin
frá okkur. Amma var alltaf góð og
hlý. Hún spurði alltaf hvernig mér
gengi í skólanum. Hún átti alltaf nóg
til af kökum og mjólk með. Ég fór oft
til ömmu, hún tók vel á móti mér
þegar ég kom til hennar. Langömmu
þótti líka afar vænt um Ólöfu
Rebekku systur mína. Ég vona að
langömmu líði vel í himnaríki.
Þinn
Fannar Örn.