Morgunblaðið - 04.01.2000, Síða 63
J
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 63,,
dag að ég gæti verið meira eins og
hann og mun gera mitt besta í fram-
tíðmni til að líkjast honum.
Ég minnist einnig þolinmæði
hans gagnvart mér. Hann fékk víst
að reyna í nokkur skipti hversu
mikil handfylli ég gat verið þegar
þannig lá á mér.
Elsku Magga, Stebbi, Arnar og
Brynjar. Megi Guð almáttugur gefa
ykkur, sem og öðrum aðstandend-
um, styrk til að halda áfram.
Loks er dagsins önn á enda,
úti birtan dvín.
Byrgðu fyrir blökkum skugga
björtu augun þín.
Eg skal þerra tár þíns trega,
tendra falinn eld,
svo við getum saman vinur
syrgt og glaðst í kveld.
Lífið hefur hendur kaldar,
hjartaljúfur minn.
Allir bera sorg í sefa,
sárin blæða inn.
Tárin falla heit í hljóði,
heimur ei þau sér.
Sofna, vinur, svefnljóð
meðansyngégyfirþér.
Þreyttir hvílast, þögla nóttin
þaggar dagsins Iwein.
Felur brátt í faðmi sínum
fagureygðan svein.
Eins og hljóður engill friðar
yfirjörðufer.
Sofþúværan,vinur,
ég skal vaka yfir þér.
(Kristján frá Djúpalæk)
Hinrik.
„Ekkert mál, ekkert mál,“ sagði
Stefán gjarnan þegar hann var beð-
inn um eitthvað, enda maðurinn
sérstaklega bóngóður og vildi hvers
manns vanda leysa. Stefán er einn
af þeim mönnum sem skilja eftir sig
ótrúlega stórt skarð því hann kunni
þá list, öðrum fremur, að láta fólki
líða vel í návist sinni. Það er dapur-
leg tilhugsun að hann eigi aldrei eft-
ir að bh-tast í dyrum skrifstofu
minnar og segja hæ, sterkum rómi.
Síðustu slíka heimsókn fékk ég í
vikunni áður en hann lést og þá var
svo sannarlega ekki á honum að sjá
að endalokin væru framundan svo
skjótt sem raun ber vitni. Eftir á að
hyggja vildi ég að ég hefði gefíð mér
meiri tíma til þess að ræða við Stef-
án vin minn þennan desemberdag,
en eins og svo oft var í mörg horn að
líta og Stefáni efst í huga að hyggja
að því sem ég hafði beðið hann að
gera, en hann og starfsfélagar hans
voru ávallt kallaðir til ef eitthvað
þurfti að gera við og lagfæra í húsa-
kynnum Umferðarráðs.
En það er ekki aðeins á þessu
sviði sem ég mun sakna Stefáns.
Lögin góðu sem við sungum oft
saman munu nú hljóma öðruvísi
þegar Stefáns nýtur ekki lengur við.
Sérlega ánægjulegt var að skemmta
sér með þeim Stebba og Möggu og
margar áttum við stundirnar saman
í Rjúpufellinu hjá Herdísi og Adda.
Nú eru þeir báðir farnir í ferðina
löngu Addi og Stefán og ég sé þá
fyrir mér syngja saman Efst á Arn-
arvatnsheiðum og hver veit nema
þeir stilli nú saman strengi, handan
lífsgátunnar miklu, og kyrji Kátir
voru karlar frá Akranesi.
Fyrsta dag ársins 2000 ætluðum
við að eiga sérstaka gleðistund sam-
an. Jonni bróðir minn er staddur
hér á landi um jól og áramót, ásamt
Gauju konu sinni, en þau hafa um
árabil verið góðir vinir Stebba og
Möggu. Stefán vann hjá Jonna við
trésmíðar í Svíþjóð um margra ára
skeið og tilhlökkunin var mikil að
eiga hér saman ánægjulegan tíma,
þar á meðal nýárskvöld í Broadway.
En enginn veit sína ævina og nýárs-
kvöldið mikið öðruvísi en að var
stefnt.
Elsku Maggá, Stefán yngri, Arn-
ar, Brynjar og fjölskyldan öll. Við
Þurý og Gauja og Jonni sendum
ykkur einlægar samúðarkveðjur
vegna þessa mjög svo ótímabæra
fráfalls drengsins góða, Stefáns O.
Stefánssonar. Minning hans er í
huga okkar blessuð að eilífu. Engin
orð megna að tjá huga okkar á þess-
ari stundu. En lífið heldur áfram,
það eitt er víst. _
Óli H. Þórðarson.
Kveðja frá Félagi
húseigenda á Spáni
Fyrii' hönd stjómar og félaga í Fé-
lagi húseigenda á Spáni vil ég með
nokkrum orðum minnast Stefáns Ó.
Stefánssonar sem lést langt um aldur
fram. Það kom okkur mjög á óvart en
dauðinn er viss og óviss í senn. Öll
vitum við að hann kemur en hvenær
vita víst fæstir.
Stefán var mjög virkur félagi í okk-
ar félagsskap, starfaði í stjóm, var
varaformaður og nú síðast formaður
frá 1. febrúar 1997. Hann var mjög
glaðvær og hress, drífandi í öllu því
sem hann tók sér fyrir hendur, frá-
sagnargleðin í fyrirrúmi og stutt í
húmorinn. Oft var hlegið bæði á
stjómarfúndum og við undirbúning
grísaveislu félagsins. Hann var alltaf
til í eitthvað nýtt og er þá skemmst
að minnast þess er stjómin dansaði
„zorba“ á síðustu árshátíð við góðar
undirtektir viðstaddra. Já, það var
aldrei nein lognmolla í kringum Stef-
án.
Hann hafði góða framtíðarsýn og
var opinn fyrir nýjungum. Stefán átti
þátt í mörgum af helstu framfara-
skrefum félagsins og undir hans
stjórn efldist og dafnaði félagið sem
aldrei fyrr.
Þegar við nú kveðjum góðan vin,
þökkum við honum fyrir mjög vel
unnin störf fyrir félagið. Eiginkonu
hans, Margréti, sonunum Stefáni
Helga, Arnari og Brynjari, foreldr-
um, tengdaforeldrum og ættingjum
vottum við okkar dýpstu samúð og
biðjum þeim Guðs blessunar um
ókomin ár.
Blessuð sé minning Stefáns Ó.
Stefánssonar.
Ari Ólafsson varaformaður.
Oft kemur reiðarslagið þegar
minnst varir. Þegai' við félagarnir
vorum að halda jólahátíð bárust
okkur þær sorgarfréttir að Stefán,
fyrrverandi Round Table-félagi,
hefði andast. Það er sorglegt að
horfa á eftir góðum félaga í blóma
lífsins. Stefán var virkur Round Ta-
ble-félagi í mörg ár. Formlega hætti
hann fertugur eins og allir aðrir fé-
lagar en það var bara formlega. Ste-
fán var virkur áfram og lét sig ekki
vanta á uppákomur hreyfingarinn-
ar, alltaf jafn hress, hvort sem um
var að ræða árshátíð eða útilegur.
Við sem störfuðum með Stefáni
munum ætíð minnast hans sem
glaðlynds félaga sem var áberandi
og vann ætíð að því að allir hefðu
það jafn gaman og hann, hvort sem
um var að ræða félaga eða börn
þeirra, en Stefán var duglegur að
leika við börnin í útilegum hreyfing-
arinnar. Við vitum að margir munu
sakna þessa léttlynda félaga en þó
er missirinn hvergi eins mikill og
hjá Margréti og börnum þeirra. Guð
veri með ykkur og veiti ykkur styrk
í gegnum þessar sorgarstundir. Ste-
fán, við vitum að þú ert í góðum
höndum og erum alveg vissir um að
þú átt eftir að veita öðrum jafn glað-
ar stundir á þeim stað sem þú ert nú
og þú veittir okkur.
Félagar í Round Table Island.
Ástkær faðir okkar, +
INGIMUNDUR PÉTURSSON frá Látrum í Aðalvík, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 30. desem-
ber. Steinvör Esther Ingimundardóttir, Guðrún Eva Ingimundardóttir, Hrólfur G. Ingimundarson.
t
Hjartkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓSKAR INGI GUÐMUNDSSON
bifreiðastjóri,
Stekkjarflöt 2,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju miðviku-
daginn 5. janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim sem vildu minnast hans, er bent á að láta hjúkrunarþjónustu
Karitas njóta þess.
Anna Þorláksdóttir,
Axel Ström Óskarsson, Þóra Sigurðardóttir,
Herdís Óskarsdóttir,
Aldís Óskarsdóttir,
Guðný M. Óskarsdóttir,
K. Linda Óskarsdóttir,
Unnur E. Óskarsdóttir,
Hjalti Hjaltason,
Finnbjörn A. Hermannsson,
Hannes Jónsson,
Garðar S. Vestfjörð,
Einar Á. Sigurjónsson,
Elma Ósk Óskarsdóttir, V. Þröstur Hjálmarsson,
Ester Inga Óskarsdóttir, Magnús Guðbjartsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Okkar kæri eiginmaður, sonur, faðir og afi,
HERMANN FRIÐRIKSSON
múrarameistari,
Bleikjukvísl 8,
Reykjavík,
sem varð bráðkvaddur þriðjudaginn 28. des-
ember, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
föstudaginn 7. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd og Barnaspítala
Hringsins.
Agnes Einarsdóttir,
Halldóra Margrét Hermannsdóttir, Stefán Haukur Jóhannesson,
Einar Már Hermannsson, Maren Junge,
Baldur Hermannsson, Ása Valgerður Sigurðardóttir,
Friðrik Ásgeir Hermannsson, Kristín Crosbie,
Einar Kristján Hermannsson, Guðrún Sigurðardóttir
og barnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLL HRÓAR JÓNASSON
frá Hróarsdal,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
vikudaginn 5. janúar kl. 13.30.
Jónas Pálsson,
Lilja Pálsdóttir,
Sigríður Pálsdóttir,
Hróar Pálsson,
Heiðbjört Pálsdóttir,
Hallfríður Pálsdóttir, Árni Þórður Jónsson,
barnabörn og langafabörn.
Þórunn Skaftadóttir,
Pétur Ársælsson,
Reynir Sigurðsson,
Kristín Guðmundsdóttir,
t
Eiginmaður minn,
HERMUNDUR ÞORSTEINSSON
bóndi,
Egilsstaðakoti,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 31. desember.
Laufey Guðmundsdóttir.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
PÉTUR OTTESEN ÁMUNDASON
vörubílstjóri,
Skúlagötu 40a,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 5. janúar kl. 15.00.
Gunnar Már Pétursson, Enika Kristjánsdóttir,
Fanney Edda Pétursdóttir,
Þóra Pétursdóttir, Reynir Hlíðar Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
HULDA KOLBRÚN FINNBOGADÓTTIR,
Lágholti 8,
Mosfellsbæ,
er lést á líknardeild Landspítaians mánudaginn
27. desember, verður jarðsungin frá Bústaða-
kirkju fimmtudaginn 6. janúar kl. 15.00.
Davíð B. Sigurðsson,
Sveinbjörg Davíðsdóttir, Svanur H. Magnússon,
Kolbrún Ósk Svansdóttir, Davfð H. Svansson,
Magnea Rós Svansdóttir.
+
Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar,
STEFÁN Ó. STEFÁNSSON
húsasmíðameistari,
Bollagörðum 103,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju í
dag, þriðjudaginn 4. janúar, kl. 13.30.
Fyrir hönd foreldra, systkina, tengdaforeldra
og annarra ástvina,
Margrét Elín Ragnheiðardóttir,
Stefán Helgi, Arnar og Brynjar Stefánssynir.
+
Bróðir okkar,
VILHJÁLMUR TRYGGVI EINARSSON
frá Gerðum,
Stokkseyri,
verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju miðvikudaginn 5. janúar
kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðmundur Einarsson,
Kristbjörg Einarsdóttir.
|ð
9