Morgunblaðið - 04.01.2000, Side 66
6% ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Virkjun og dýralíf
HOFUNDUR þess-
arar greinar er nátt-
úruunnandi og áhuga-
maður um útivist og
hefur undanfarin 10 ár
farið um tuttugu sinn-
um á öllum árstímum á
fyrirhugað virkjunar-
svæði Fljótsdalsvirkj-
unar. Höfundur styður
náttúruvemd en gerir
sér jafnframt grein
fyrir því að ef breyta
-^Sgi náttúru er best að
nota til þess land sem
minnst er af gæðum.
Því miður hafa þeir
sem kennt hafa sig við
náttúruvernd eyðilagt fyrir sér með
villandi málflutningi. Þeir hafa lýst
fyrirhuguðu virkjunarsvæði sem
náttúruperlu í líkingu við Þjórsár-
ver. Þetta er alrangt. Ennfremur
hefur notkun orðsins Eyjabakkar
verið villandi. Staðreyndin er sú að
Eyjabakkar eru einungis lítið svæði
í austanverðri hlið fyrirhugaðs
virkjunarlóns. Meirihluti svæðisins
sem fer undir vatn eru jökuleyrar
sem flesta mánuði ársins eru ófærar
manni og mús og með engu dýralífi.
JÞetta land er snautt af gæðum og tel
ég að ef eitthvert land sé svo lítis
virði að því megi sökkva þá séu það
umræddar jökuleyrar.
Ekkert líf fyrr en síðsumars
Yfir vetrarmánuðina er auðvitað
snjór yfir öllu svæðinu, frost í jörðu
og ekkert dýralíf. I leysingum vors-
ins hleypur vatnið fram blandað jök-
ulleir og flæðir yfir mest allt svæðið.
Hef ég oft verið þar í maí og horft
yfir fyrirhugað virkjanasvæði. Er
þar ófagurt yfir að líta, hvorki dýr
gróður sjáanlegur. Gráleitt jök-
ulvatnið svellur fram með kol-
Þórir Schiöth
meginhluti
svörtum klakastykkj-
um. Þegar kemur fram
í júní og júlí byrjar
svæðið loks að þoma,
gróður tekur að mynd-
ast og mosi að vaxa á
Þóriseyjum. Hinir eig-
inlegu Eyjabakkar
standa austanmegin,
eilítið hærra en sand-
amir sem fljótið renn-
ur eftir og nær gróður
sér þar fyrst á strik.
Engu að síður er þar
ekkert fuglalíf fyrr en
seinni hluta sumars.
Það er ekki fyrr en í
ágúst að segja má að
svæðisins sé gróinn
mosa og stráum á stangli. Þá koma
atvinnuljósmyndararnir á svæðið.
Reyndar er það svo að einungis feg-
urstu myndirnar birtast almenningi
og villir það um fyrir þeim sem ekki
þekkja svæðið. Man ég vel eftir
einni mynd þar sem fylgdi með lýs-
ing á gróðri og gagnrýni á jeppaslóð
í landinu. Gallinn var bara sá að
myndin var ekki tekin við Eyja-
bakka eins og blaðamaðurinn hélt
fram, heldur í Arnardal á
Möðrudalsöræfum þar sem mun
grösugra er.
Ahrif á hreindýrastofninn
Sá sem þetta skrifar hefur langa
reynslu af hreindýraveiðum og
þekkir atferli og viðurværi hrein-
dýrastofnsins vel. Því er haldið fram
að virkjunin muni hafa slæm áhrif á
stofninn. Staðreyndin er hins vegar
sú að honum er haldið niðri með
veiðum. Arlega fer fram talning. I
kjölfarið eru gefnar út veiðitölur
sem miða að því að halda stofninum
innan þeirra marka sem landið ber
með tilliti til beitarhaga. Nú eru
n
Skri fstof utækn i
250 stundirl
Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum
og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög
hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum.
Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj-
andi störf á vinnumarkaði.
Helstu námsgreinar eru:
Handfært bókhald
Tölvugrunnur
Ritvinnsla
Töflureiknir
Verslunarreikningur
Glærugerð
Mannleg samskipti
Tölvubókhald
Internet
STARFSMENNTUN
fjárfesting til framtíðar
Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í
öllum almennum skrifstofustörfum og eftir
vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla
íslands. Þar bætti ég kunnáftuna í Word-
ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði
hand- og tölvufært bókhald, glærugerð,
verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum
í mannlegum samskiptum og Interneti.
Námið er vel skipulagt og kennsla frábær.
Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjól.
Steinunn Rósq, þjónustu-
fulltrúi,
Islenska Utvarpsfélaginu
Öll námsgögn innifalin
u Opið til kl. 22.00
m Tölvuskóli íslands
Bíldshöfða 18, sími 5 6 7 1466
Fljótsdalsvirkjun
Gæsastofninn mun ein-
faldlega færa sig um set
og dreifast meira, segir
Þórir Schiöth. En þótt
heiðagæs fækkaði gerði
það lítið til vegna mikils
fjölda.
felld um 400 dýr á ári. Vilji menn
fjölga hreindýrum væri einfaldast
að fella færri dýr. Hreindýrum hef-
ur nú verið nær eytt með ofveiði á
svæðum 1 og 4. Þar eru því nægir
hagar. Eðli hreindýra er þannig að
þau ferðast mikið sér til verndar og í
leit að betri bithögum. Nýgræðing-
urinn nær sér mjög seint á strik við
Eyjabakka. Þess vegna sjást
hreindýr þar ekki fyrr en á haustin.
Verði Eyjabökkum sökkt munu
hreindýrin einfaldlega leita annað
og þeim verður ekki skotaskuld úr
því að synda yfir lónið ef nauðsyn
krefur.
Ileiðagæsin
Heiðagæs verpir um alla Fljóts-
dalsheiði og á Vesturöræfum (80 km
langt svæði). Heiðagæs hefur fjölg-
að gríðarlega mikið undanfarna ára-
tugi, einkum vegna aukinna bithaga
á Bretlandseyjum þar sem hún dvel-
ur á vetrum. Virkjun mun að mínu
mati ekki hafa nein bein áhrif á varp
fuglsins á Fljótsdalsheiði. Hluti
stofnsins (aðallega geldfuglar) leitar
á Eyjabakka og jökuleyrar Jökulsár
á Dal vegna nýgræðingsins síðsum-
ars. Þegar heiðagæsin vill verja sig
gegn mannaumferð og tófu leitar
hún á flatlendi og eyrar. Hún þarf
einnig á sandi að halda í sarpinn og
elskar að busla í vatni eins og allir
vita. Verði svæðinu sökkt undir vatn
mun gæsinni auðvitað fækka stað-
bundið vegna minni gróðurs á því
tímabili sem hún dvelur á eyrunum.
I annan tíma heldur hún sig fjarri
svæðinu. Heiðagæsirnar á Fljóts-
dalsheiði hafa óendanlegan fjölda
polla og vatna til að synda í. Mjög ól-
íklegt er því að virkjunin valdi bein-
um breytingum á stofnstærð heiða-
gæsa. Hann mun einfaldlega færa
sig um set og dreifast meira. En
þótt heiðagæs fækkaði gerði það lít-
ið til vegna mikils fjölda.
Önnur og spennandi leið er til
Auðvitað ber að vernda náttúruna
eins og best verður á kosið og eðli-
legt er að allar meiriháttar fram-
kvæmdir séu háðar umhverfísmati.
I því tilviki sem hér um ræðir er
hins vegar ætlunin að virkja líflaust
jökulvatn. Er hugsanlegt að bæta
megi náttúruna með því að byggja
Fljótsdalsvirkjun? Jú, með því að
leiða vatnið niður í Berufjörð eða
jafnvel Hamarsfjörð. Hugsum okk-
ur Lagarfljót sem stöðuvatn með
einungis bergvatnsám. Fiskgengd
myndi aukast og hitastig vatnsins
hækka. Aðstæður á Héraði yrðu lfk-
ari umhverfi Skorradalsvatns í
stækkaðri mynd. Litur vatnsins yrði
meira aðlaðandi sem mundi hvetja
fólk til að stunda vatnaíþróttir. Hafa
þessar leiðir verið kannaðar nægi-
lega? Ég veit að Beruíjarðarleiðin
hefur verið könnuð lítillega og sam-
kvæmt henni mun ætíð nokkurt jök-
ulvatn renna niður í Fljótsdal, nægi-
lega mikið til að viðhalda jökullit á
Lagarfljóti. En þ
að væri mjög skemmtileg tilhugs-
un ef hægt væri að minnka rennsli
jökulvatns til Fljótsdalshéraðs og
jökulleirs í Lagarfljóti verðr Fljóts-
dalsvirkjun að veruleika. Mér lýst
illa á Kárahnjúkavirkjun en látum
umræðu um hana bíða seinni tíma.
Ég tel það vera rétta ákvörðun
hjá Finni Ingólfssyni iðnaðarráð-
herra að vilja hefja framkvæmdir
við Fljótsdalsvirkjun. Það er aðdá-
unarvert að mínu mati hversu mik-
inn kjark og staðfestu ráðherrann
hefur haft til að fylgja þessu máli
eftir Austfirðingum til heilla. Þetta
mál er eitt það mikilvægasta fyrir
Austfirðinga og stærsta framfara-
skref sem hægt er að taka til að
stöðva fólksflótta frá Austfjörðum á
næstu árum. Ljóst er að þeir sem nú
vilja stöðva framkvæmdir við
Fljótsdalsvirkjun eru að kalla á
hrun mannlífs á Austurlandi.
Höfundur er tannlæknir og býr á
Héraði.
Drykkjumenning
Kristjan Ragnar
Ásgeirsson
ÉG ER að koma
heim úr vinnunni síðla
kvölds. Klukkan er að
verða níu. Mér er hugs-
aði til kærustunnar
minnar þar sem ég ek
að matvörubúðinni til
að kaupa þær nauð-
synjar sem vantar í eld-
húsið okkar. í inn-
kaupaleiðangrinum
kem ég auga á hillu
fulla af léttvíni og bjór.
Ég hugsa með mér: Nú
ætla ég að verða róm-
antískur og koma elsk-
unni á óvart. Tek tvær
rauðvínsflöskur, ritz-
kex og osta í körfuna
mína og held heim á leið. Kærastan
galopnar augun þegar ég tek veig-
arnar upp úr pokunum. Hún kyssir
mig og yassar og við eyðum kvöldinu
í dekur og okkur líður vel. Mér finnst
svo gaman að vera rómantískur og
koma á óvart.
En, svona er lífið, ég er fæddur og
uppalinn á Islandi og ég má ekki vera
rómantískur. Astæðan er nefnilega
sú að það eru til góðtemplarar sem
eru hræddir um bamabömin sín og
það em til unglingar sem hafa mis-
notað áfengi. Hvað kemur það mér
við? Em þetta staðreyndir sem ég á
að gjalda fyrir? Er það mér að kenna
að fólk úti í bæ kunni ekki að ala upp
bömin sín með áfengi? Ég segi ala
upp bömin með áfengi því að í
Frakklandi og á Spáni er 'áfengis-
neysla kennd í uppeldinu og verður
þ.a.l. sjálfsagður þáttur í tilveru ung-
ra einstaklinga. Núna reka mestu
þröngsýnispúkar ábyggilega upp
stór augu og hugsa sitt en ef við velt-
um þessu aðeins fyrir okkur þá er
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
UÓUtltU
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
þetta sjálfsagt. Við get-
um spurt okkur hvort
sé betra, að kenna
börnum að umgangast
áfengi eða að spenna
bogann með boðum og
bönnum þar til allt
springur og allt í einu
sitjum við uppi með
drykkfellt bam sem
þyrfti helst að koma í
meðferð sem allra
fyrst.
Islendingar sumir
hverjir em haldnir
þeirri firm að til þess
að gera þjóðfélagið
betra sé ráðlegast að
hindra aðgang að
áfengi með öllum tiltækum ráðum.
Þá spyr ég á móti: Kannast einhver
við A1 Capone? Ef svarið er já; hvern-
ig veist þú hver A1 Capone er? Það er
nefnilega svo, að því meiri boð og
bönn, því meiri harka færist í leikinn.
Mér finnst að það eigi ekki aðeins
að selja léttvín og bjór í búðum, held-
ur allt sem ÁTVR býður upp á.
Ástæða þeirrar skoðunar minnar er
að ÁTVR þarf að reisa nýtt útibú fyr-
ir hvert byggðarlag til að þar geti
selst áfengi. Og þar er bara opið svo
og svo lengi sem takmarkar þjón-
ustu. Sé hins vegar leyfð sala í mat-
vömverslunum eykst þjónusta og sú
staðreynd að ekki þarf að reisa sérút-
sölustaði og halda úti mannskap
dregur úr kostnaði, sem fyrir mína
parta er orðið löngu tímabært.
Island á við vaxtarverki að etja.
Litla bænda- og sjávarplássasamfé-
lagið hefur þróast mikið í átt til borg-
armenningar og þjónustusamfélags.
Hugarfarið hefur þó lítið breyst.
Þetta þykir mér sprenghlægiíégt í
ljósi þess að Reykjavík er tilnefnd
menningarborg Évrópu árið 2000 og
hér er vart að finna neina menningu.
Ætli menn að fara að segja að söfn og
gallerí séu einhver framdráttarbær
menningarfyrirbrigði, þá vil ég nú
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 567 4844.
www.flis@flis.is • nctfang: flis@itn.is
Afengissala
Vínsala í búðum er svo
sjálfsagt mál, segir
Kristján Ragnar Ás-
geirsson, að mér finnst
bara fyndið að hafa
þurft að skrifa þennan
pistil.
benda á að þar emm við á eftir flest-
um. Svo má ekki einu sinni opna
nektardansstað án þess að hneyksla
þessa þjóð! Má ég benda á að Þjóð-
veijar og Hollendingar em að íhuga
að lögleiða vændi og viðurkenna þar
með slíkt sem atvinnugrein, ekki að
ég sé að setja það í samhengi við
nektardansstaði hér á landi á neinn
hátt. En þetta er menning. Hollend-
ingar em meira að segja búnir að lög-
leiða „mjúk“ eiturlyf. En það er erfitt
að innleiða nýja siði í landi sem hefur
Bjart í Sumarhúsum sem fyrirmynd.
Við emm að tala hér um að lögleiða
sölu á „mjúku" áfengi og skoðana-
kannanir sýna meirihlutastuðning
við þessa hugmynd. Ég hef búið á
Spáni og séð hvaða áhrif sala áfengis
í matvömbúðum hefrn- á fólk. Sann-
leikurinn er sá að Islendingar era
mikið spenntari fyrir áfengi en Spán-
verjar nokkurn tíma. Mín tilgáta er
sú að Spánverjar hugsa ekki jafnmik-
ið um vín og við. Ef þeir vilja drekka
þá taka þeir með sér flösku í næsta
innkaupaleiðangri. Við þurfum hins
vegar að „komast í ríkið“. Ég sá einu
sinni í spænska sjónvarpinu þátt þar
sem hafðar vom áhyggjur af aukinni
unglingadrykkju í miðborg Madrid
um helgar. Þarna vora nokkrir ungl-
ingar, allir á lögaldri þó, og vom pínu
kenndir af bjórdrykkju. Ekkert
merkOegt áhyggjuefni. Ef spænska
sjónvarpið hefði sýnt fréttamynd úr
miðbæ Reykjavíkur hefðu Spánverj-
ar sjálfsagt fengið áfall og hafið söfn-
un til hjálpar íslenskum unglingum.
Það er kominn tími til fara að slaka
aðeins á tauginni hér heima fyrir.
Vínsala í búðum er svo sjálfsagt mál
að mér finnst bara fyndið að hafa
þurft að skrifa þennan pistQ. Ég vona
að yfirvöld fari að vilja lýðsins í þessu
máli.
Höfundur er nemi í Samvinnu-
háskólanum á Bifröst.