Morgunblaðið - 04.01.2000, Síða 68

Morgunblaðið - 04.01.2000, Síða 68
>68 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ,Af „kúgun“ íslenskra málfræðinga SVO MÁ skilja af ummælum ýmissa manna í fjölmiðlum að íslensk tunga sé orðin stéttskipt. Mennta- menn og þeir sem meira mega sín tala -**"*hina opinberu íslensku. En hinir, ómenntaðir og þeir sem „lægri“ teljast, nota „félags- lega mállýsku" sín á milli, sem lýsir sér m.a. í þágufallssýki og enskuslettum. „Lág- stéttarkrökkum" er síðan þröngvað til þess að læra opinbera málið í menntakerlinu, sem verður til þess að sjálfsvirðing þeirra bíður hnekki og þeir fá lægri einkunnir. íslenskukennslan er því sígilt dæmi um „kúgun“, þar sem málfræðingar og kennarar ganga erinda valdastéttar landsins. „Félagsleg mállýska" Nú eru það eflaust ekki nýjar fréttir fyrir flesta að sú tunga sem töluð er á götum úti sé frábrugðin því sem kennt er í skólum. Hins veg- ar kemur sú staðhæfing að málvillur séu bundnar við þjóðfélagsstéttir nokkuð spánskt fyrir sjónir. Þeim, sem hér ritar, hefur aldrei fundist stéttahugtök vera sanngjörn eða ná- kvæm leið til þess að draga fólk í dilka. Margir bestu íslenskumenn sem hann hefur hitt hafa verið sjó- “!*fnenn, verkmenn, og bændur, en aft- ur á móti hefur hann oft heyrt átak- anlega „félagslega mállýsku“ innan veggja Háskóla Islands. En mestu skiptir að fyrir þessu eru litlar sem engar sannanir aðrar en „tilfinning" einstakra manna sem virðast næm- ari en aðrir. Þó er til ein könnun af hendi Ástu Svavarsdóttur frá árinu 1983 sem fann fylgni á milli „þágu- fallssýki" og „stéttarstöðu“ föður. Það eru hins vegar ákveðin tölfræði- leg grundvallaratriði sem verður að hafa í huga þegar niðurstöður slíkra rannsókna eru túlkaðar. Það er ieikur að læra Islensk stafsetning er byggð á -Jtframburði sem var við lýði fyrir mörgum öldum og enginn nemandi getur gripið hana upp af talmáli einu saman. Svipað á við um málf- ræði, en margar gamlar málfræði- venjur eru að hverfa úr daglegu tali. Þess vegna verður að kenna staf- setningar- og málfræðireglur sem síðan er spurt um á prófum. Árang- ur í íslensku er því ekki endilega náttúrulegur heldur fer einnig eftir vilja nemandans til þess að tileinka sér námsefnið. Hvaða námsráðgjafi sem er getur síðan staðfest að það er sterk fylgni á milli frammistöðu í íslensku og árangri í öðrum greinum. Þeir krakkar sem fá góðan vitnis- burð í sínu móðurmáli eru líklegri til þess að fá háar einkunnir í ensku eða stærðfræði. Hér er því komin fram gamalkunnug regla, að þeir sem hafa áhuga á því að læra eru líklegri til þess að fá hærri ein- kunnir. Það er síðan ekkert leyndarmál að böm langskólageng- inna foreldra hafa frekar áhuga á bóknámi, þótt auðvitað sé þetta ekki algilt. Þess vegna ættu þau að koma betur út á samræmdu prófi þar sem íslenska Stéttamállýska, segir Asgeir Jónsson, getur vart verið fyrir- ferðarmikil. fiskað er eftir málfarsreglum. Rann- sókn Ástu sannar þess vegna ekki að til sé „félagsleg mállýska" því hún getur rétt eins verið túlkuð sem dæmi um mismunandi námsárangur eftir „stéttarstöðu" foreldra. Sú rannsókn sem ætti að sanna tilvist stéttamállýsku yrði að taka aðrar greinai- með í reikninginn og leið- rétta fyrir þeim kerfislæga mun sem er á almennum námsárangri á milli þjóðfélagshópa. Bosníugerving En segjum sem svo, að íslending- ar með styttri skólagöngu að baki hafi sitt eigið tungumál sem ein- kennist af málvillum og enskuslett- um, og kennsla í málfræði og staf- setningu teljist stéttakúgun. Þá hlýtur kúgunin að hætta og allar tegundir af íslensku að teljast jafn réttháar. Islenskukennarar geta því ekki lengur bannað krökkum að nota sitt „náttúrulega“ tungumál, eins og nú tíðkast. Þar með færi fyr- ir íslenskutímum eins og sögu- kennslu í Bosníu, en þar í landi eru Serbar, Króatar og múhameð- strúarmenn sem eiga að baki stormasama sambúð. Þeim kemur engan veginn saman um það hver þeirra teljist fórnarlamb eða söku- dólgur og þess vegna verður að hlaupa yfir stóra kafla í sögubókum ef böm þessara þriggja hópa eiga að stunda sama skóla. Með sama hætti yrði að strika út margar síður í ís- lenskum kennslubókum, en í staðinn fengju kennarar lista um hvað teld- ist málvillur og hvað „félagsleg mállýska". Sá listi yrði síðan upp- færður árlega og mun gefa komandi kynslóðum af málfræðingum nóg að iðja. Stétt með stétt Ástríða Islendinga fyrir málvernd hefur lengi furðað útlendinga og vel kann að vera að þær kynslóðir sem nú eru að komast til áhrifa séu ekki haldnar sömu þráhyggju. Hins veg- ar mun bosníugerving íslensku- kennslu ekki verða til þess að jafna bilið á milli stétta. Þvert á móti. Flestir Islendingar álíta að þeir lifi í stéttlausu þjóðfélagi vegna þess að allir tala sama tungumálið. Svo er ekki víða erlendis þar sem mismun- andi tungutak greinir stéttii- að og heldur þeim í sundur. Stétta- mállýska getur vart verið fyrirferð- armikil hérlendis, því svo fáir hafa orðið hennar varir en kannski er hér ef til vill glóð sem gæti orðið að báli. Ef stéttskipt tunga ágerist mun hún verða enn ein hindrun fyiir þá sem vilja klífa upp metorðastiga þjóðfé- lagssins. Hún mun einnig verða til- efni fordóma og aukinnar spennu meðal þjóðarinnar, en mannlegt eðli er samt við sig að þessu leyti um all- an heiminn. Þeir sem eitthvað kæra sig um jöfnun tækifæra og jafna tekjuskiptingu hljóta því að skelfast við þá tilhugsun að tungumálið greinist upp eftir stéttum. Móður- málskunnátta skiptir miklu fyrir möguleika fólks í lífinu og flest störf í framtíðinni munu felast í samskipt- um, að tala og skrifa. Með því að slaka á íslenskukennslu er verið að hlaða garð á milli á milli stétta og sundra þjóðinni. Frumstæðir þjóðflokkar Umræðan um „félagslega mál- lýsku“ er líklega aðeins hali á miklu stæira skrímsli sem er sú staðreynd að börn með ákveðinn bakgrunn eiga erfitt með að fóta sig í skóla- kerfinu. Við þessu verður að bregð- ast og vel má hugsa sér þjóðarátak í því að gera menntun víðtækari og mæta þörfum þessara krakka. Hins vegar verður ekki séð að það geti verið til mikillar hjálpar að líta á þennan hóp sem sérstakan þjóð- flokk með eigið tungumál. Sérstak- lega þar sem rökin fyrir því virðast vera verulega veik. En þegar til framtíðar er litið eru það hagsmunir allra Islendinga að málið greinist ekki upp eftir tekjum eða menntun. Höfundur er hagfræðingur. Ásgeir Jónsson 68.doc MEGNIÐ af því sem setur svip á mannlífið hér á landi og í nágrannalöndun- um á líðandi stund er úrræði við framtíða- sýn sem við blasti fyr- ir nokkrum áratugum og reyndist svo niður- drepandi að hugsunar- háttur manna hlaut að breytast mikið til að talist gæti bærileg. Kaldastríðshugsun- arhættinum, sem var- að hafði frá því um miðja öldina, fylgdi krafa um að menn stilltu sig inn á hug- myndir annars hvors ágreinings- aðilans og gyldu varhug við hinum andstæðu skoðunum. Menn tóku að hugsa hnattrænt. Meðan kuldinn ríkti í alþjóðamálum voru menn ágengir í hugsun, voru það sem þeir gerðu, voru annaðhvort borg- arar eða verkalýður - hið síðara jafnvel þótt þeir væru mennta- menn. Sá sem ekki er með mér er á móti mér - þessi trúarsetning var alla sem ekki vildu kallast annars flokks fólk. Kaldastríðshugsunarhátturinn knúði menn til alþjóðahyggju, til kristilegrar ágengni, hvort sem var til vinstri eða hægri. Sjálfselska var ekki leyfð nema í felum. Þegar svo hagnýtishyggja 68-kynslóðai-- innar varð opinber á áttunda ára- tugnum hlaut togstreitu milli hug- myndakerfa að linna til að menn gætu sinnt sínu í nafni nýkviknað- rar sjálfselsku. Enda gerir siðferði, sem hefur allt undir, hvort sem er kristinna manna eða kommúnista, líf einstaklings óbærilegt í ljósi þess alþjóðavanda sem við blasti við sjóndeildarhring um það leyti sem stjörnustríðsáætlun Regans varð fjölmiðlaefni - olíukreppa, kjarnorkuvá, offjölgun mannkyns, gróðurhúsaáhrif, eyðing regnskóg- anna, eyðing ósonlagsins, mengun, var það fleira? Auk kaldastríðshugsunarháttar almennings var, fyrstu áratugina eftir stríð, alþjóðahyggja útbreidd meðal menntamanna fyrir tilstilli hefðbundinnar jafnaðarmennsku sem af þeim sökum hlutu að íþyngja samvisku sinni með hinum hnattrænu vandamálum. Auk þess sem menntamenn tóku á sínar herðar sérstaklega önnur vits- munalegri ágreiningsefni, svokall- aðan þriðjaheimsvanda sem var hagrænn og rakinn til eigingirni vesturveldanna, einkum Banda- ríkjamanna. Það var í stystu máli sagt ekki hægt að lifa í heimi án framtíðar, að óbreyttum hugmynda- og hug- sjónastefnum áratuganna frá styrjaldarlokum. Þess vegna reyndust órar 68-kynslóðarinnar kærkomin vídd að flytja inn í. Lexían var þessi að lifa í heimi óska án þess að vænta um of upp- fyllingar þeirra. Neyslusamfélagið reyndist hentugasta félagsform slíks draumórafólks; mannlíf þar sem hver hýðir annan áfram í neyslukapphlaupi um víddir tölvu- leikja og annars seljanlegs óraun- veruleika. Raunveruleikinn er ekki lengur gerræði kristindóms eða kommún- isma heldur eðlisfræðilegur þangað sem tæknin sækir krafta sína. Þess er að vænta að fylgi innan tíðar kynngi dulmagna af því tagi sem frumþjóðfélög hafa alltaf haft á valdi sínu og kristnin virkjaði í þágu trúarinnar. í þessum veru- leika, á annan veg eðlisfræði, sem hafnar veru mannsins með rök- fræði sinni, og á hinn neysluöfgar, sem leiðir m.a. af þeirri áþján fræð- anna, lifir mannfólkið. Það lifir því ekki lengur í sögulegum tíma eins og siður hefur verið meðal krist- inna manna, enda vísar sh'kt sögu- skyn kristnum manni nú á endalok heimsins handan við næstu hæð. Unga kynslóðin í dag hefur ekki slíkt goðsagnalegt söguskyn heldur takmarkast veruleiki hennar við námsáætlanir sem vísa á svölun lífs- nautna, hvort sem full- nægjan fer fram á fjallstindi í Himalaja í sumarfríinu eða milli rekkjuvoða á Hótel Örk í Hveragerði. Áð- ur kröfðust mennta- menn viðurkenningar lýðsins á vandamálum með rökum sem tók til alls milli himins og jarðar. Nú takmarkast ágreiningur þeirra sem annarra við hag- fræði eins og virkjana- mál undanfarið sýna vel. Hugsjónirnar eru sjálfhverfar; þær beinast ekki að náunganum eins og kristina manna og komm- únista meðan blöktu. Og hin hnattrænu vandamál? Þau hafa flust utangarðs. Inn í aðra vídd fyrir tilstilli lausnara sem í Hugsunarháttur Hlutleysi 68-kynslóðar- innar er ekki dulin andstaða gegn breyting- um, segir Þorsteinn Antonsson, heldur hlut- leysi sem leyfir náttúr- unni að ryðja sig með sínum hætti. hverjum manni býr og sér til þess að tilfinningar hans hafi svigrúm til að dafna því sem næst á hverju sem gegnir. Tilbúningur tölvuleiks- ins, sýndarveruleikans, gegnir sama tilgangi og hefðbundinnar skáldsögu, hann knýr þann sem fylgir þræðinum til skapandi átaka í fyllra samræmi við sjálfan sig en sagnfræðilegur veruleiki gerði í þeirri mynd sem kalda stríðið tróð upp á fólk. Hlutleysi 68-kynslóðarinnar er af öðru tagi en hitt sem menntamönn- um var svo mjög í nöp við ára- tugina fyrstu eftir lok heimsstyrj- aldarinnar, - þessum mönnum sem nú lifa í felum í kerfinu eins og rottur í holræsum borgarinnar. Hlutleysi 68-kynslóðarinnar er ekki dulin andstaða gegn breytingum heldur hlutleysi sem leyfir náttúr- unni að ryðja sig með sínum hætti. Slík eftirgjöf er af hinu góða. Það allsherjar vald sem þjóðirnar ætl- uðu sér meðan kalda stríðið var og hét, yfir náttúruöflunum sem öðru, var aftur á móti af hinu illa. Hin hnattrænu vandamál eru afleiðing þess að menn ætluðu sér hver um sig of mikið vald í heimi sem er okkar allra hvað sem líður sýndar- veruleika skáldsagna og tölvu- leikja. I dag er óraunvera, draumórar, grundvöllur lifnaðarhátta manna og lífskilnings en ekki altæk hug- myndafræði. Þeir sem hafa áhrif á gang mála byggja á frumhvötum sem réttlæta sig sjálfar. Byggja á öflum sem sigrandi félagsöfl um ár- þúsundir hafa dæmt óæðri og fyrir alla muni beri að víkja burt til framdráttar hinum æðri. - Áratugina síðustu fyrir aldamót- in fór fram ný liðskipun eftir að frést hafði af forynjum við sjón- deildarhring sem nálguðust og ekki varð fundið form né festa heldur gerðu fyrirliggjandi ágreiningsefni þjóðanna að markleysum í nýjum veruleika. Síðan hefur alist upp kynslóð fólks sem þjálfað er í átök- um við úrhrök og afstyrmi tölvu- leikja frá blautu barnsbeini. Það fólk er væntanlega betur undir það búið á fullorðinsárum að takast á við hin alþjóðlegu vandamál með tæknigöldrum sínum en við sem eldri erum. Höfundur er rithöfundur. Þorsteinn Antonsson Þll FINNUR ORUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI HJÁ OKKUR ALUR KENNARAR SKÓLAN^ ENSKA NÁM ÖVtKAR MAL NÁMSKEIÐIN HEFJAST 17. JANÚAR ÁHERSLA Á TALMÁL FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ í BOÐI INNRITUN STENDUR YFIR I SIMA 588 0303 EÐA 588 0305. Hringdu og fáðu frekari upplýsingar EnskUskólinn FAXAFENI 10, 108 Reykjavík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.