Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 74
74 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Forystuhlutverk kennarans í bættu skólastarfí MARY Dalmau, sérfræðingur við University of Oregon, heldur opin- beran fyrirlestur á vegum Rann- sóknarstofnunar Kennaraháskóla íslands miðvikudaginn 5. janúar næstkomandi kl. 16.15. Fyrirlestur- inn ber yfirskriftina: Leiðandi hlut- verk kennarans í bættu skólastarfi. Margir fræðimenn fullyrða og hafa af því áhyggjur að það mikla rannsóknar- og þróunarstarf sem hefur verið unnið í skólum hafi Friðrik uppáhalds- skákmaður aldarinnar HEIMASÍÐA Hellis stóð fyrir vali á uppáhaldsskákmanni ald- arinnar. Valið fór þannig að menn völdu fimm skákmenn og urðu úrslitin sem hér segir: 1. Friðrik Ólafsson 2. Jóhann Hjartarson 3. Benoný Benediktsson 4. Jón L. Amason 5. Helgi Ólafsson 6. Hannes HUfar Stefánsson 7. Helgi Áss Grétarsson 8. Margeir Pétursson 9. Þröstur Þórhallsson 10. Karl Þorsteins fyrst og fremst skilað sér í viðhaldi á því skipulagi og þeim aðferðum sem fyrir eru. í fyrirlestrinum mun Mary segja frá rannsókn sem hún vinnur að í náinni samvinnu við átta kennara af mismunandi þjóðerni. Hún mun fjalla um hvernig kennaramenntun getur stutt við bakið á grunnskóla- kennurum þannig að þeir verði for- ystuafl í þróunarstarfi sem leggur áherslu á endurskipulag skóla- starfs og miðar að fullri þátttöku allra nemenda. Mary Dalmau hefur umfangs- mikla reynslu á sviði skóla- og menntamála, m.a. sem kennari og skólastjórnandi á grunnskólastigi og af kennslu kennaranema og kennara í Bandaríkjunum og Astr- alíu. Hún hefur unnið að mati á skólastarfi og í samvinnu við fræðsluyfirvöld, skólastjórnendur og kennara hefur hún þróað mats- tæki, m.a. spurningalista sem byggjast á aðferðum eigindlegra rannsókna. A níunda áratugnum skipulagði og stýrði Mary stóru átaksverkefni um skóla án aðgrein- ingar af hálfu menntamálaráðu- neytisins í Victoriufylki. Atakið náði bæði til grunn- og framhalds- skóla. Megintilgangurinn var að styðja skóla til stefnumótunar á þessu sviði námskrárgerðar. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku í stofu M-201 í aðalbyggingu Kennaraháskóla Stakkahlíð. Islands við Morgunblaðið/E lmar Lauk flugprófi samkvæmt nýjum reglum RÚMLEGA tvítugur piltur frá Ak- ureyri, Orlygur Þór Jónsson, varð á dögunum fyrstur Islendinga til að ljúka bóklegu og verklegu einka- flugmannsprófi frá Flugskóla fs- lands samkvæmt nýrri reglugerð samtaka evrópskra flugmálayfir- valda, JAA. Örlygur hyggst þó ekki láta staðar numið og stefnir á að hefja atvinnuflugmannsnám síðar á þessu ári. Örlygur sést hér með blómvönd ásamt flugkennara sínum, Vil- hjálmi Þór Arnarsyni, t.h. og Jens Kane, yfirkennara hjá Flugskóla ís- lands. Umhverfísvinir fagna yfírlýsingu forstjóra Norsk Hydro UMHVERFISVINIR hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fagna yfirlýsingu forstjóra Norsk Hydro „um að það muni ekki hafa áhrif á áhuga fyrirtækisins að standa að byggingu álvers í Reyðarfirði þó að íslensk stjórnvöld ákveði að láta Fljótsdalsvirkjun fara í lögformlegt umhverfismat. Þessi afstaða Norsk leiklist bland talsetni ‘'ik ------— inq ,á teiknimyndum líka! Sungið f hljóðnema undir leiðsögn fagmerintaðra kennara. Mikil áhersla lögð á söngtækni og túlkun. xrng -itonr ................................ Hydro ásamt kröfu fyrirtækisins um að framtíðarstækkun álversins verði tryggð sýnir að engin hald- bær rök eru fyrir því að ráðast í þessar virkjanaframkvæmdir án undangengins umhverfismats. Sterk efnahagsleg og lýðræðis- leg rök ásamt nýjustu yfirlýsingu Norsk Hydro kalla á það að stjórn- völd hætti þeim óvönduðu vinnu- brögðum og útúrsnúningum sem þau hafa viðhaft í þessu máli og endurskoði áform sín um virkjana- framkvæmdir norðan Vatnajökuls. Umhverfisvinir átelja jafnframt yfirlýsingar Finns Ingólfssonar um að hann sé hættur í pólitík vegna óvæginnar gagnrýni á stjórnmála- menn og minna á að það er ekki síst vegna harkalegrar framgöngu Finns Ingólfssonar í virkjanamál- um sem íslenska þjóðin er klofin í tvær andstæðar fylkingar um þess- ar mundir. Finnur Ingólfsson hefur kosið að enda stjórnmálaferil sinn með því að leggja fram þingsálykt- unartillögu sem eykur þennan klofning í stað þess að sætta and- stæð sjónarmið,“ segir í yfirlýsingu Umhverfisvina. Urslit í keppni í fatahönnun ÚRSLITAKEPPNIN í Facette- fatahönnun 2000 fer fram á Broad- way 7. janúar. Facette-fatahönnun er hönnunarkeppni fyrir ungt fólk. Keppnin er nú haldin fimmta árið í röð. Keppnin er haldin til að hvetja ungt fólk til sköpunar. Leyfi til þátt- töku hefur fólk á aldrinum 16-30 ára, sem ekki hefur lokið námi í fata- hönnun eða fatasaumi. Einnig má viðkomandi ekki hafa haft fyrrnefnd störf að atvinnu, segir í fréttatil- kynningu. Mikill undfrbúningur er fyrir keppni sem þessa á hverju ári og hefst vinnan í september ár hvert. Um 100 tillögur bárust í keppnina að þessu sinni og eru 20 þeirra í úrslit- um á Broadway. í fyrstu verðlaun er Husqvarna Lily 550 Quilting-vél ásamt vöruút- tekt í Vogue að upphæð 30.000 kr. Samtals verðmæti 118.000 kr. Einn- ig eru vöruúttektir í Vogue fyrir 2. og 3. sæti. Yfir 2.000 manns mættu á úrslitin í fyrra. Boðsmiðar á keppnina fást í Völusteini og í Vogue. ---------------- Fyrirlestur á vegum líffræði-, skorar HI DR. GUÐMUNDUR H. Guðmunds- son, líffræðingur, mun flytja fyrir- lestur um bakteríudrepandi peptíð á vegum líffræðiskorar Háskóla Is- lands á morgun, miðvikudaginn 5. janúar, kl. 16:00 að Grensásvegi 12. Nýlega hefur verið sýnt fram á að bakteríudrepandi peptíð eru í fremstu víglínu í ónæmiskerfinu. Þau þekja slímhúðir og eru hluti af virku bakteríudrepandi kerfi át- frumna. í fyrirlestrinum verður gerð grein fyiir uppgötvun peptíðanna og nýlegar niðurstöður kynntar sem tengjast stjórnun við sýkingar. Guðmundur lauk B.S.-prófi í líf- fræði frá Háskóla íslands 1984 og doktorsprófi við örverufræðideOd (Microbiology) Háskólans í Stokk- hólmi 1992. Hann hefur starfað síð- astliðin fjögur ár á Karolinska Instit- utet (Microbiology and Tumor- biology Center) og verið dósent í ónæmisfræði síðan í apríl 1999. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Talsetnlng á teiknimyndum rúmsjáHljóðsetningar ehf. —• Kennari Guðfinna Rúnarsdóttir. Lykill að framtíðirmi! Nám í grunndeild Erla Ruth Ingrid Linda Raen heiö u r Harðardóttir Jónsdóttir Asgeirsdóttir Hall Byrjenda- og framhaldsnámskeið fyrtr: lO-llára 17-19 ára 12-13 árá . 20 ára og eldri 14-ifrara Tónleikar tlok hvers námskeiðs. CATÍJMAR Geisladiskur með afrakstri hvers hóps! Kennsla hefst 10. janúar onii, osi, lciklistarskóli Innritun á vorönn árið 2000 stendur yfir í Hótel- og matvælaskólanum til 6. janúar Kennsla hefst 6. janúar Upplýsingar gefur kennslustjóri verknáms milli kl. 9.00 og 15.00 III HÓTEL- og matvælaskólinn mi— MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI v/Digranesveg • 200 Kópavogur Sími 544 5530 • Fax 554 3961 • Netfang mk@ismennt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.