Morgunblaðið - 04.01.2000, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 75
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
Þeir sem undirrituðu samninginn voru (f.v.) Þorvarður Elíasson, Geir H.
Haarde, Björn Bjarnason, Árni Arnason og Gunnar Helgi Hálfdanarson.
Undirritun þjónustu-
samnings við Verzl-
unarskóla Islands
ME NNTAMÁL ARÁÐHE RRA
Björn Bjarnason, fjármálaráðherra
Geir H. Haarde, Árni Árnason, for-
maður Sjálfseignarstofnunar Versl-
unarráðs íslands um viðskipta-
menntun, Gunnar Helgi Hálfdanar-
son, formaður skólanefndar Versl-
unarskóla íslands, og Þorvarður
Elíasson, skólastjóri Verslunarskóla
Islands, hafa undirritað þjónustu-
samning um kennslu á framhalds-
skólastigi.
Samningurinn leysir af hólmi fyrri
samning frá 6. janúar 1992.1 nýjum
samningi er tekið tillit til breytinga
sem orðið hafa í rekstrarumhverfi
framhaldsskóla m.a. með tilkomu
reiknilíkans sem fjárveitingar til
framhaldsskóla taka mið af og út-
gáfu fjárreiðulaga 1997.
Samningurinn gildir í sex ár og
tekur til kennslu rúmlega þúsund
nemenda á ári. Verslunarskólinn
mun annast kennslu á framhalds-
skólastigi auk þess sem stefnt er að
því með samningnum að skólinn
verði kjamaskóli í viðskiptagreinum.
Með samningnum eru gerðar
sömu faglegu kröfur og gagnvart
öðrum framhaldsskólum auk þess
sem greiðslur vegna kennslunnar
taka mið af sama reiknilíkani og not-
að er til að ákvarða framlög til ann-
arra framhaldsskóla.
Islandsbanki heldur
upp á 10 ára afmæli
UM áramótin voru liðin tíu ár frá
því að íslandsbanki tók til starfa.
Af því tilefni verður viðskiptavin-
um bankans boðið til afmælisveislu
sem haldin verður í öllum útibúum
bankans dagana 10. til 15. janúar.
„Með sameiningu Útvegsbanka,
Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og
Aiþýðubanka í íslandsbanka varð
einn umfangsmesti fyrirtækja-
samruni í sögu landsins og með
honum náðist fram mikilvæg hag-
ræðing í íslenska bankakerfinu.
Miklar breytingar voru gerðar á
starfseminni. Utibú voru samein-
uð, fækkað var í yfirstjórn og þjón-
usta við viðskiptavini var endur-
skipulögð frá grunni,“ segir í
fréttatilkynningu frá íslands-
banka.
Rabbfundur
hjá Skotveiði-
félagi fslands
SKOTVEIÐIFÉLAG íslands heldur
rabbfund á Ráðhúskaffi (Ráðhúsinu í
Reykjavík, gengið yfir brúna) 5. jan-
úar og hefst fundurinn klukkan 20.30.
Verður varpað fram þeirri spumingu
hvort banna eigi hálfsjálfvirkar
haglabyssur.
Gestir fundarins verða dr. Arnór Þ.
Sigfússon frá Náttúrufræðistofnun,
Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður og
Kristján Pálsson alþingismaður.
Forstöðu-
mannaskipti
hjá Samhjálp
FORSTÖÐUMANNASKIPTI
urðu um áramót hjá Samhjálp
hvítasunnumanna. Óli Ágústsson
og Ásta Jónsdóttir, sem veittu
starfinu forstöðu í 23 ár, létu af
störfum að eigin ósk. Þau fara til
starfa hjá Félagsþjónustunni í
Reykjavík.
Við forstöðu í Samhjálp tóku
hjónin Guðni Heiðar Guðnason og
Sigrún Drífa Jónsdóttir.
W 19-^uar1^ ð
á Tenegura 40.000
ag tveil íerSist
írípurÁta 410 kr. á rnanu
EfcrstöSvar aSeiu- „ k
“gfele^
kmar
kaá sætaframLoá
Tvöfalt verðgfildi piinleta:
10.000 frípunljtar jafngilda 20.000,- króna innborgun
15.000 frípunbtar jafngilda 30.000,- bróna innborgun
20.000 frípunktar jafngilda 40.000,- k róna innborgun
25.000 frípunktar jafngilda 50.000,- króna innborgun
o.s.frv.
Hafðu samband við Úrval -Útsýn og pantaðu ferðina strax því sætaframboð er
takmarkað.
Hringdu til Fríkortsins í síma 563 9090 eða komdu við í Síðumúla 34, 2. baeð og f>ú
færð innlausnarávísun um bæl sem notuð er sem innborgun.
yXtlitigirl nýtt JieimiJisfang
J-ríkortsins:
Síðumúli 34, 2. kæð.
1 08 Reykjavík.
I^jónustusími 563 9000
ÚRVAL ÚTSÝN
Lágmúla 4: slmi 58S 4000, grænt númer: 800 6300,
Kringlan: sfml 585 4070, Hafnarflröi: slml 565 2366,
Keflavflc sfmi 4211353, Akureyri: sfml 462 5000,
Seifoss: sfmi 482 1666
■ og hjá umboðsmönnum um land allt.
www.urvalutsyn.is
www.frikort.is
Notaáu Fríkortiá - njöttu lífsins á K
\anari
Simi 587-0-587
B f L A B ÚHÐ BENNA
www.benni.is