Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 79
JVjBÉ
SpilSp
_
Þórarinn Magnússon og Anna Ólafsdóttir
Kveðja heim
Þá er Almanak Þjóðvina
félagsins komið út
Frá Þórarni Magnússyni og
Onnu Ólafsdóttur:
I TILEFNI árþúsundaskiptanna
langar okkur hjónin að senda kveðju
til ættingja og vina.
Þegar þetta er skrifað, 28. desem-
ber, eram við á siglingu í Karíbahaf-
inu á leið til Höfðaborgar í Suður-
Afríku.
A gamlái'skvöld reiknast mér til
að við verðum undan norðurströnd
Brasilíu, um 300 mílur norðaustur af
ósum Amazon-fljótsins.
Klukkan hér um borð verður þá
þremur tímum á eftir ykkar heima,
syo um klukkan þrjú að íslenskum
tíma höldum við upp á okkar árþús-
undamót.
Þetta skip er bandarískt oliuflutn-
ingaskip og heith' „Chevron South
America“ og er eitt tíu stærstu skipa
veraldar. Fulllestaðir flytjum við um
fjögur hundrað og átta þúsund tonn
af hráolíu, en þessi olía er lestuð í
Sádi-Arabíu í Persaflóanum.
Svona til að gefa smáhugmynd um
stærð þessa skips er það um þrjú
hundruð og sjötíu metrar á lengd og
um sjötíu metrar á breidd; ef menn
ímynda sér fjóra fótboltavelli setta
saman er það ekki ósvipað flatarmáli
þessa ferlíkis. Fulllestaðir ristum við
rúma 23 metra í sjó, það svarar til
níu til tíu hæða húss, en þetta er það
sem er undir sjávarmáli.
Eg kom um borð undan strönd
Los Angeles um miðjan september,
en þar var verið að losa farminn um
borð í minni skip um tvö hundruð
roflur undan ströndum Kaliforníu.
meðan við sigldum hjá. Þaðan lá leið-
in til Mexíkóflóa þar sem við losuð-
um olíuna í minni skip um 30 mflur
undan strönd Mississippi-ríkis. Þessi
losun tók um tvær vikur og þar kom
konan mín, Anna Ólafsdóttir, um
borð. Meiningin er að við förum í frí
um miðjan janúar, eða þegar við
komum til Höfðaborgar aftur. Við
eram annars fjóra mánuði um borð í
hvert sinn og fáum nítján daga frí
fyrir hvern mánuð um borð.
Okkur hjónin langar annars til að
biðja fyrir ái'þúsundaskiptakveðjur
til sonar okkar Ólafs og tengdadótt-
ur okkar Evu og litlu prinsanna
þeirra Magnúsar og Karls, en þau
búa í Arósum Danmörku; til foreldra
okkar Magnúsar Þórarinssonar og
Vilborgar Guðbergsdóttur til heimil-
is á Bergstaðastræti 11 í Reykjavík
og Ólafs Brandssonar og Fanneyjar
Magnúsdóttur til heimilis á Mosa-
barði 5 í Hafnarfirði; til heimilis-
fólksins á Sléttahrauni 17 í Hafnar-
firði og til allra okkar systkina,
ættingja og vina heima á Fróni.
Eg sendi þetta, ásamt smámynd
sem tekin var í gær, með tölvupósti í
gegnum gervihnött, en það er mikið
notað hér um borð.
Við viljum nota tækifærið til að
óska ykkur öllum á blaðinu gleðilegs
og ábatasams árs.
Með bestu kveðjum.
Skrifað á sjó 28. desember 1999.
ÞÓRARINN MAGNÚSSON,
ANNA ÓLAFSDÓTTIR,
„Chevron South America".
Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
JAFNAN bíð ég með óþreyju eftir
því, að Almanak Þjóðvinafélagsins
komi út. Ég keypti strax sem ungl-
ingur bækur Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins. Þá sameinuðust
þessi félög um útgáfu bóka, sem al-
menningur keypti við vægu verði.
Mörg heimili eignuðust góðan bóka-
kost vegna framtaks þessara félaga.
Þjóðvinafélagið er enn við lýði,
góðu heilli, og gefur út Almanakið og
Andvara, þó að Menningarsjóði væri
ekki ætluð frekari útgáfustarfsemi.
Er illt til þess að vita.
Nú er Almanakið fyrir árið 2000
komið út, fullt af fróðleik af ýmsum
toga. Þar ber að sjálfsögðu hátt
dagatalið. Næsta ár verður hlaupár,
og er fimmta ár eftir sumarauka.
Ekki verðui' tímanum hnikað hið
minnsta. Hann heldui' sína leið. í
honum hræramst við - og deyjum.
,Árbók Islands" hefur verið fastur
liður í Almanakinu frá öndverðu, en
þetta er 126. árgangur þess. Hér er
um 212 bls. bók að ræða. Skemmti-
legt er til þess að vita, að Almanakið
skuli hafa verið í sama broti víst
lengst af frá upphafi. En eins og
kunnugt er hafa ýmis rit breytt broti
sínu, sum oftar en einu sinni.
Árbókin er skráð af Heimi S. Þor-
leifssyni menntaskólakennara. Tók
hann við af Ólafi Hanssyni prófessor
og fyrrverandi samkennara Heimis
við Menntaskólann í Reykjavík um
langt árabil. Ólafur skráði fyrst Ar-
bók fyrir árið 1940, er birtist í næsta
árgangi almanaksins. Síðasta Árbók-
in, sem hann gekk frá, var fyrir árið
1980. Eljumaður hefur Ólafur verið,
og verður sá enda að vera, sem tekur
að sér slíkt verk. Þarna var vel unnið
um fulla fjóra áratugi.
Heimir tók við að skrá Árbókina í
Almanakið fyrir árið 1981, og hefur
gert síðan, eða í 18 ár. Það var ráð
Ölafs og ósk, að Heimir tæki við rit-
un Árbókarinnar eftir að sín missti
við, en hann lést 18. des. 1981, 72 ára
að aldri.
Einu sinni birtust í Almanakinu
nöfn flestra, ef ekki allra, er létust á
landi hér. Slíkt tók orðið það mikið
rúm, að hætt var um tíma við að geta
um nokkur dánardægur. En þegar
Heimir tók við ritinu tók hann að
geta nokkurra úr hópi látinna, aðal-
lega þeirra er nafnkunn gátu talist.
Þetta gagnrýndi ég eitthvað, er
Heimir birti sína fyrstu skrá í Al-
manakinu, fyrii' árið 1984. Fannst, að
vafi gæti á því leikið að tína vissa
menn, konur og karla, út úr röð
hinna látnu, jafnvel þó nöfn þeirra
hefðu verið eitthvað kunn. Síðan hef
ég vanist þessu, en get þó ekki varist
þvi að hugleiða vanda þann, sem rit-
ara hlýtur að vera á höndum: að velja
oghafna.
I Árbókinni fyrir næsta ár er getið
um 90 einstaklinga, sem létust á ár-
inu 1998 (af. 1.823 alls). Flestir létust
á aldrinum sjötíu til níutíu ára. Tvö
létust sem fæddust á liðinni öld. Á
árinu 1998 önduðust Halldór Lax-
ness skáld og Guðrún Katrín Þor-
bergsdóttir foi'setafrá, og era mynd-
ir frá útforam þeirra. Venja hefur
verið að birta mynd frá útför ein-
hvers merks manns í hverri Árbók,
síðan Heimir tók við henni. Nöfn
þeirra, sem háskólaprófi hafa lokið,
hafa jafnan birst í Árbókinni og með-
aleinkunnir fylgt með, en nú bregður
svo við, að þeim er algjörlega sleppt.
Ég er þó engan veginn óhress með
það, því að hvaða tilgangi þjónar
slíkt? Annaðhvort nær fólk prófi eða
það fellur hreinlega. Tvær villur hefí
ég rekist á í kaflanum „Mannalát“.
Haraldur Bjarni Bjamason, bygg-
ingameistari í Goða, var fæddur 1909
(ekki 1907), og Gunnar Bjarnason,
hrossai'æktarráðunautur, var fædd-
ur 1915 (ekki 1913). En þetta voru
smámunir. Gífurleg vinna liggur að^
baki riti sem þessu. Mér hefur dval-
ist mest við að segja frá Árbókinni í
Almanakinu, þó að þar sé margt ann-
að og merkilegt að skoða. Almanak
Þjóðvinafélagins er í góðum höndum.
Þorsteinn Sæmundsson, stjömu-
fræðingur og Ph.d., og Heimir Þor-
leifsson sagnfræðingur sjá um það.
Með þökk fyrir birtinguna.
AUÐUNN BRAGISVEINSSON,
Hjarðai-haga 28,
Reykjavík.
Leikfimi í Breiðagerðisskóla
SHressandi leikfimi fyrir konur á öllum aldri
hefst þriðjudaginn 4. janúar.
Skráning og/eða upplýsingar í síma 554 2982.
Arna Kristmannsdóttir, íþróttakennari.
A námskeiðinu kynnast þátttakendur:
• Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum
• Hvernig má greina og skilja samskipti
• Hvernig ráða má við gagnrýni
• Hvernig finna má lausnir í árekstrum
• Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi
Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir
_______Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal
Innritun og nánari upplýsingar í símum
Sálfræðistöðvarinnar 562 3075 og 552 1110 frá kl. 11-12
Síðan var siglt þvert yfir Kyrra-
hafið til Filippseyja og þar á milli
eyjanna til Singapúr, þar sem teknar
V01'u vistir. Síðan lá leið suður fyrh'
Indland eða Sri Lanka og inn í
Persaflóa til Sádi-Arabíu, þar sem
við lestuðum.
Fulllestaðir sigldum við síðan suð-
ur fyrir Afríku með viðkomu í Höfða-
oorg þar sem þyrlur komu með vistir
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Yfir 1.500 notendur
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 •Sími 568 8055
Social Foxtrot - það nyiasta
Þú verður fær um aó dansa við 90% af öllum lögum sem
leikin eru á venjulegum dansleik eftir 6 tima
43. starfsár
Samkvæmisdansar - barnadcmsar
Áratuga reynsla okkar og þekking tryggir þér bestu fáanlegu kennslu
14 vikna námskeið fyrir fullorðna ..iMMiiiiíiiímy iim v
11 vikna námskeió fyrir börn
Línudans
Auðveldir, skemmtilegir og með
fylgir bók með lýsingu á dönsunum
Natasha Royal hefur kennt
og þjálfað íslandsmeistarana
6 tíma námskeið
6 tima námskeið
Gömlu dansarnir
KeDDnisdansar
6 tíma námskeið
og þú lærir ótrúlega mikið
Svanhildur Sigurðardóttir og Ingibjörg Róbertsdóttir
frábærir þjálfarar í keppnisdönsum
Salsa
14 vikna námskeið - Mæting lx, 2x eða 3x í viku
Freestyle
Dansinn sem fer sigurför
um heiminn
Natasha Royal kennir
6 tíma námskeið
6 tíma námskeið
Híd Hod eða Riverdance
UDDrífiunartímar
UUa Essendrop gestakennari
Ekki bara falleg, heldur frábær dansari
Þjálfaði Danmerkurmeistarana í Hip Hop
Einn tími á sunnudögum
Einn dans tekinn fyrir i hvert skipti
Viku námskeið
Dans ársins
Mambo no. 5
Innritun fer fram í síma 552 0345
milli kl. 16 og 20 daglega til 9. janúar
www.islandia.is/kerfisthroun