Morgunblaðið - 04.01.2000, Qupperneq 88
MORGUNBLAÐIÐ
— 88 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÍJAR 2000
# *
HASKOLABIO
Hagatorgí, simi 530 1919
-UNGI'RUIN
GOÐA.
0('HUMÐ
Allt um
IKA1
móður mína
Sýnd kl. 11.15.
5
www.haskolabio.is
www.samfilm.is
a simple plan
Sýnd kl. 11. B.i. 16
LIFE
Sýnd kl. 4.30 og 11.15.
BYGGT Á SAMNEFNDRI SKÁLDSÖGU
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
NÝTT OG BETRAN
mm !
m pmm
fmu í bíó
Alfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905
KVIKMYND EFTiR
FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON
HANDRIT
EINAR MÁR GUÐMUNDSSON
BYGGT Á SAMNEFNDRI SKÁLDSÖGU
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. HHDK3TAL
Sýnd kl. 5 og 9. B.i. 16. sdddigital
mnmm
Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.10. B.i. 16.
MYSTERY MEN
Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.10. B.i. 10.
Sýnd kl. 7.
_ í~. Sýnd kl. 5. fsl. tal.
TjAKZANSýnd kl. 9 og 11. Enskt tal.
/
Ungfrú Island.is
r>
• >
>
Breytt viðhorf
til fegurðar
Ljósmynd: Maxim
Ungfrú Island framtíðarinnar?
NÝTT fyrirtæki
hefur verið sett á
laggirnar og ber
það nafnið Ungfrú
Island.is og mun
fyrirtækið standa
fyrir árlegum feg-
urðarsamkeppnum
hérlendis. Heima-
síða Ungfrú ísland-
•is verður formlega
opnuð og fyrirtækið
kynnt í Asmundar-
safniídagkl. 17.
Aðstandendur Ung-
frú Island.is eru
Asta Kristjánsdóttir
og Þórey Vilhjálms-
dóttir frá Eskimo
models, Linda Pét-
ursdóttir, fram-
kvæmdasljóri Bað-
hússins, og
Hendrikka Waage,
markaðsstjóri Japis.
„Okkur finnst
kvenímyndin í feg-
urðarsamkeppnum
ekki alveg hafa
fylgt tíðarandanum
og viljum viljum því breyta því,“
segir Ásta. „Við viljum meina að
ímyndin eigi að sýna að konan sé
ekki aðeins falleg heldur einnig
metnaðarfull og gáfuð og hafa
ýmsa aðra kosti til að bera.“
■ I tilkynningu frá Ungrú Is-
land.is kemur ennfremur fram
að álit aðstandenda sé að íslensk-
ar konur séu mjög sérstæðar.
„Þessi sérstaða liggur ekki að-
eins í ómótstæðilegri fegurð
heldur einnig íþví dhefta eðli
sem hver þeirra býr yfir. Þetta
er að sjálfsögðu gamalkunn stað-
reynd á Islandi og er þessu tekið
hér sem sjálfsögðum hlut. Kona
nútímans er metnaðarfull og
sjálfstæð en umfram allt er hún
kynþokkafull. Það er nauðsyn-
legt að sýna nútímakonuna eins
og hún er en ekki eins og hún
var. Það ætlum við að gera í
Ungfrú ísland-keppninni.“
Keppni í mars
Fegurðarsamkeppni verður
haldin á vegum Ungfrú ísland.is
hinn 25. mars næstkomandi í
Perlunni og er leit að stúlkum í
keppnina þegar hafin. „Þetta ár
er mjög merkilegt, sér í lagi
vegna þess að nú er gengið í garð
nýtt árþúsund og við teljum að
slík tímamót séu kjörinn byrjun-
arreitur fyrir nýtt upphaf í ís-
lenskum fegurðarsamkeppnum,"
segir ennfremur í tilkynning-
unni.
Verðlaunin í keppninni verða
frekar óhefðbundin en stúlkan
sem sigrar hlýtur styrk til há-
skólanáms. Ungfrú Island.is mun
einnig láta gott af sér leiða og
styrkir í ár Ævintýraklúbbinn
sem sér um félagsstarf fyrir
þroskahefta, einhverfa og fjöl-
fatlaða á höfuðborgarsvæðinu.
Þátttakendur í Ungfrú ísiand
verða 10-20 talsins og munu
stúlkurnar koma hvaðanæva af
landinu. Þær munu taka þátt í
alls kyns uppákomum og
skemmtunum áður en keppnin
verður haldin, til þess að vekja
athygli á henni. Einu reglurnar
sem gilda um keppendur eru að
þær skulu vera ógiftar, barnlaus-
ar og hafa náð átján ára aldri.
Keppniskvöldið mun hefjast á
fínum kvöldverði, því næst er
keppnin sjálf og er henni lýkur
tekur hátíðardansleikur við.
Keppninni verður sjónvarpað
beint til allra heimila í landinu og
að sögn aðstandenda kemur til
greina að sýna hana víðar.
Sigurvegari kvöldsins mun síð-
an taka þátt í keppninni Miss
World en eins og allir vita hafa
íslendingar verið sérlega sigur-
sælir í þeirri keppni.
Reuters
Skoski leikarinn Sean Connery
komst á lista drottningar.
Ævintýramaðurinn Richard Branson var sleginn til riddara af Elisabetu
og var himinlifandi yfir vegtyllunni.
Veitt
aðals-
tign
DAGINN fyrir gamlársdag birtir
Elísabet Bretlandsdrottning lista
sinn yfir nöfn þeirra aðila sem
hljóta heiðurstitla á árinu og þykir
að vonum mikil vegsemd að vera
þar tilnefndur og fá aðalstign.
Margir voru tilnefndir að þessu
sinni og mátti á lista drottningar
sjá nafn skoska lcikarans Seans
Connerys sem hefur aldrei verið á
lista drottningar áður, en Connery
er þekktur talsmaður fyrir sjálf-
stæði Skota sem hefur kannski ekki
verið vinsælasta málefnið i Buck-
ingham-höllinni. Meðal annarra
nafna sem voru á heiðurslistanum
eru nöfn leikkonunnar Elísabetar
Taylor, söngkonunnar Julie And-
rews og ævintýramannsins úr við-
skiptahciminum Richards Bran-
sons.
Listinn yfir þá sem aðlaðir voru
að þessu sinni var óvenjulega lang-
ur í tilefni árþúsundaskiptanna.
Auk áðurnefndra voru m.a. á listan-
um velska söngkonan Shirley Bas-
sey, rithöfundurinn, Doris Lessing,
stjórnmálamaðurinn Leon Brittan,
kappakstursmaðurinn fyrrverandi
Stirling Moss og hnefaleikarinn
Henry Cooper sem keppti um
heimsmeistaratitilinn íþungavikt
árið 1966 við Muhammad Ali en
tapaði.
Þá fékk Qöldi manns OBE-
orðuna, þar á meðal grindahlaupar-
inn Colin Jackson, ísdansararnir
Jane Torvill og Christopher Dean,
Steve Ovett fyrrum langhlaupari,
Icikarinn Liam Neeson, og hljóm-
listarmaðurinn Mark Knopfler. Þá
var Viv Anderson, fyrsta svarta
landsliðsmanni Breta í knatt-
spyrnu, veitt MBE-orða.
Reuters
Drottningin gleymdi ekki hinni
bresku Elísabetu Taylor þrátt
fyrir að leikkonan hafi búið
vestanhafs um margra áratuga
skeið.
Reuters
Leikkonan sem vakti athygli
umheimsins í hlutverki söng-
glaðrar barnfóstru í kvikmynd-
inni Tónaflóð var heiðruð af
drottningunni um áramótin.
Reuters
Uppselt hjá
Streisand
TALSVERT var talað um það fyrir árþúsundaskiptin að sala aðgöngumiða á
árþúsundatónleika vestanhafs væri dræm og hættu nokkrir tónlistarmenn
við að halda tónleika af þeim sökum. Ekki var þó svo farið um söng- og leik-
konuna Barbra Streisand sem söng fyrir fullu húsi á MGM Grand-hótelinu í
Las Vegas á gamlárskvöld. Þrátt fyrir að miðar á sýninguna hafi verið seldir
fyrir rúmlega 70 þúsundir íslenskra króna komust færri að en vildu.