Morgunblaðið - 26.01.2000, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Reglur um framkvæmd fjárlaga
Yerslunin Svalbarði á Framnesvegi auglýst til sölu
Markmiðið að
tryggja heildarsýn
yfír ríkisfjármálin
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur
lagt fram í ríkisstjóm tillögur varð-
andi framkvæmd fjárlaga sem mið-
ast að því að styrkja hana og festa í
sessi vinnureglur um viðbrögð við
umframútgjöldum og verklag við
gerð fjárlaga og fjáraukalaga.
Markmiðið með tillögunum er að
tryggja heildarsýn yfir ríkisfjármál-
in og að samþykktir útgjaldara-
mmar haldi þannig að aukafjárveit-
ingar verði í lágmarki.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
segir í samtali við Morgunblaðið að
þama sé um að ræða samræmdar
tillögur til að styrkja fjárlagafram-
kvæmdina til þess að lágmarka þörf
fyrir aukafjárveitingar síðar á árinu.
„Menn vilja reyna að bæta þetta
ferli, þótt margt hafi breyst á und-
anfömum áram,“ sagði Geir.
Hann sagðist binda vonir við að
þessar aðgerðir skiluðu árangri. Það
hefðu margar stofnanir verið réttar
af um áramótin og það ætti ekkert
að vera því til fyrirstöðu að fram-
kvæmdin gengi vel í heildina tekið.
í frétt frá fjármálaráðuneytinu af
þessu tilefni segir að markmiðið með
reglunum sé að áætlanagerð stofn-
ana verði virkt stjórntæki „og að
stjómendur stofnana grípi til að-
gerða ef sýnt þykir að rekstur stefni
fram úr þeim heimildum sem fjárlög
ákveða. Ábyrgð stjórnenda á rekstr-
inum er skilgreind og mælt fyrir um
þau úrræði sem ráðuneyti hafa
gagnvart þeim sem fara fram úr
heimildum. Samhliða verða birtar
reglur um láns- og reikningsvið-
skipti ríkisstofnana í A-hluta, sem
ætlað er að takmarka lántökur
stofnana og tryggja að mat á afkomu
þeirra liggi ávallt fyrir.“
Þá kemur fram að sett hefur verið
á laggimar nefnd til að gera tillögur
um lagabreytingar er miðist að því
að samræma ákvæði laga um stjóm-
un einstakra ríkisstofnana ákvæðum
laga um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins og fjárreiðulaganna.
Jafnframt hefur ríkisstjómin
samþykkt að efla fræðslu forstöðu-
manna ríkisins með því að gefa þeim
kost á þjálfun í þeim tilgangi að efla
stjómunarhæfni þeÚTa. Ríkisstjórn-
in hefur einnig samþykkt að auk
stjórnarframvarpa skuli breytingai-
á reglugerðum og nýjar reglugerðir
sem hafa áhrif á ríkisfjármál eða al-
menn efnahagsmál, kynntar í ríkis-
stjórn áður én þær eru staðfestar.
Almenningur verði
upplýstur um
erfðabreytta fæðu
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra segir faglega umræðu um
erfðabreytt matvæli nauðsynlega til
að upplýsa almenning um kosti og
galla slíkra matvæla og koma í veg
fyrir ýmsar ranghugmyndir almenn-
ings um slík matvæli. Ekki sé væn-
legt að flana að ákvörðunum um boð
og bönn varðandi innflutning á erfða-
breyttum matvælum að óathuguðu
máÚ.
Fyrirhuguð er ráðstefna á vegum
umhverfisráðuneytisins í mars næst-
komandi þar sem ýmsir sérfræðing-
ar sem tengjast erfðabreyttum mat-
vælum með einum eða öðram hætti
munu hafa framsögu.
„Mér finnst mikilvægt að við ís-
lendingar ræðum ýmis sjónarmið í
þessu máli eins og aðrar þjóðir og
veltum fyrir okkur kostum og göllum
erfðabreyttrar fæðu,“ segir Siv.
Yfirskrift ráðstefnunnar verður
spumingin „Framtíðarvon eða
Frankensteinfæða?“og segir Siv að
markmiðið með ráðstefnunni sé að
upplýsa hvað erfðabreytt matvæli
séu í því skyni að koma í veg fyrir
ýmsar ákvarðanatökur þar að lútandi
sem byggist á þröngsýni og fáfræði.
Reglugerð um merkingar matvæla
með erfðabreyttum hráefnum sem
unnin er nú í samstarfi Hollustu-
verndar og umhverfisráðuneytisins
verður að líkindum orðin fullmótuð í
sumar að loknu venjubundnu um-
sagnarferli sem hún er í. I umsagnar-
ferlinu þarf m.a. að leita viðbragða
vegna ýmissa ESB-tilskipana sem
gefnar hafa verið út vegna merkinga
á matvælum sem innihalda erfða-
breytt hráefni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eigendur Svalbarða, Hallur Stefánsson og Björgvin Magnússon, auglýstu verslunina
til sölu fyrir fáeinum dögum.
Förum
EIGENDUR verslunarinnar Sval-
barða á Framnesvegi, þeir Hallur
Stefánsson og Björgvin Magnús-
son, auglýstu verslunina til sölu
fyrir fáeinum dögum.
„Við ætlum að ljúka okkar
starfsferli núna um mánaðamút-
in,“ segir Hallur, í samtali við
Morgunblaðið. „Við erum fullorðn-
ir menn og orðnir þreyttir. Við er-
um búnir að stunda atvinnu í
meira en fimmtíu ár og finnst al-
veg kominn tími á okkur.“
Hallur segir að heilsan sé aðeins
farin að versna og þeir vilji ljúka
störfum meðan hæst stendur og
allir séu enn hressir og kátir.
„Ég kvíði því ekki að hætta og
ég er viss um að við förum að gera
eitthvað skemmtilegt!"
Hallur hefur rekið verslunina í
um þrjátíu ár og Björgvin í nær
tuttugu.
Áður en þeir eignuðust hana var
Hallur sjémaður en Björgvin
verslunarmaður í Vcstmannaeyj-
um.
Verslunin Svalbarði er þekkt
fyrir að hafa á boðstólum ýmislegt
sjaldséð góðgæti.
„Við erum með þennan gamla
mat, harðfiskinn, hákarlinn og
annað íslenskt góðmeti. Við höfum
líka verið með saltfisk og reyktan
rauðmaga og fleira, sem er þá ár-
stíðabundið.“
Hallur segir að viðskiptavinir
þeirra verði margir fyrir von-
brigðum þegar þeir heyri að selja
eigi búðina og spyrji nær ráðvilltir
hvert þeir eigi þá eiginlega að
fara.
„En ég hef bara sagt að ég voni
að það komi einhver í okkar stað!“
Eiga eftir að sakna margra
viðskiptavina sinna
Hallur segir að þeir Björgvin
hafi haft mjög mikla ánægju af því
að reka verslunina.
„Annars værum við ekki hér.
Við erum búnir að kynnast mörgu
sérstaklega skemmtilegu og góðu
fólki. Ég er ekki að segja að við
höfum getað gert alla hundrað
prósent ánægða, þá værum við lík-
Iega með vængi, en þeir hafa farið
æði margir ánægðir héðan.“
Hallur segir að þeir eigi svo
sannarlega eftir að sakna margra
viðskiptavina sinna. Sumir séu
mjög tryggir og að þeir Björgvin
viti jafnan hvaða dagur er og
næstum því hvað klukkan er þegar
þeir koma.
„Auðvitað er söknuður að þessu
en við förum héðan ánægðir, búnir
að ljúka okkar starfi," segir Hall-
ur Stefánsson.
Sprungur mynduðust
í kerum Norðuráls
FUNDI Norðurálsmanna með er-
lendum sérfræðingum, sem hingað
komu vegna bilunar sem gerði vart
við sig í 8 af 120 keram álversins,
lauk í gær. Björn Högdahl álvers-
stjóri sagði að fundirnir hefðu
hjálpað mönnum til að skilja vand-
ann en að enn væri þörf á frekari
rannsóknum á kerunum.
Að sögn Björns láku kerin
vegna þess að sprungur mynduð-
ust inn í þeim. Hann sagði að ekki
væri enn ljóst hvers vegna þær
hefðu onyndast svo snemma, en
kerin voru tekin í notkun fyrir
rúmu ári og því hefði þetta ekki
átt að koma upp fyrr en eftir tvö
ár.
Að sögn Björns er líklegt að
klæðning keranna hafi verið göll-
uð, en hann sagði að tekin yrðu
sýni úr þeim og þau rannsökuð og
að niðurstaða ætti að liggja fyrir
eftir þrjár til fjórar vikur.
Enn era sjö ker óstarfhæf í ál-
verinu vegna bilunarinnar.
!
Hagkaup óskar eftir upplýsingum um innihald matvara
Andlát
Líklegt að Hagkaup losi sig
við erfðabreytta matvöru
HAGKAUP hefur óskað eftir upplýs-
ingum frá bandarískum birgjum sín-
um um það hvort að vörur frá þeim
innihaldi erfðabreytt hráefni. Sigurð-
ur Reynaldsson, innkaupastjóri Hag-
kaups, segist búast við því að versl-
unin muni stefna að því að vera alveg
laus við erfðabreytta matvöra, og að
einnig verði leitað til innlendra birgja
um upplýsingar í þessum efnum.
Sigurður segir að fyrirspurn hafi
verið send til Bandaríkjanna fyrir
um tveimur vikum, en engin svör hafi
borist ennþá. „Það era margar stórar
verslunarkeðjur í Evrópu búnar að
setja ákveðna staðla í þessum efnum,
breska keðjan Tesco leyfir til dæmis
engin erfðabreytt efhi í vöram sín-
um, en verslunarkeðjan Astra leyfir
að erfðabreytt hráefni séu aOt að 1%
af innihaldinu," segir Sigurður.
„Þetta er ekki mikið komið til um-
ræðu hér á landi, enda held ég að
markaðurinn bíði eftir reglugerð frá
yfirvöldum, en ég geri ráð fyrir að við
munum stefna að því að hafa engin
erfðabreytt hráefni í okkar vöram.
Það á þó örugglega eftir að taka tölu-
verðan tíma að komast að niðurstöðu
í þessum efnum.“
Bónus hefur ekki mótað stefnu
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónus, segir að versl-
unin hafi ekki mótað stefnu varðandi
erfðabreytt matvæli, en að leiðbein-
ingum Hollustuvemdar ríkisins í
þessum málum verði fylgt.
Matthías Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Nóatúns, tekur svip-
aða afstöðu. „Meðan Hollustuvemd
og önnur yfirvöld samþykkja þessa
vöra verður óhjákvæmiíega eitthvað
af henni til sölu hjá okkur, en ef
reglum verður breytt grípum við til
ráðstafana í framhaldi af því,“ segir
Matthías.
Anna Margrét Jónsdóttir, gæða-
stjóri Nýkaups, segir að málið sé á
umræðustigi í versluninni, en sem
stendur sé stefnan einfaldlega sú að
fylgja landslögum í þessum efnum.
Hún segist telja að lítið sé af erfða-
breyttum matvöram á markaði á ís-
landi. „Ég hef þó séð vörar sem
merktar hafa verið sem erfðabreytt-
ar, en þær hafa verið fluttar inn frá
Evrópu, þar sem krafist er slíkra
merkinga,“ segir Anna Margrét.
Hún segist muna eftir morgunkomi
sem merkt var á þennan hátt, og
einnig komi sem selt var í heilsu-
verslun. „Mér finnst ekki rétt að gefa
til kynna að þessar vörur séu hættu-
legar, en það er sjálfsagt að upplýsa
neytendur svo þeir hafi val.“
MAGNI
GUÐMUNDSSON
DOKTOR Magni Guð-
mundsson hagfræð-
ingur lést í Reykjavík
sl. mánudag. Hann
var á 84. aldursári.
Magni fæddist 3.
ágúst 1916 í Stykkis-
hólmi. Hann lauk
stúdentsprófi árið
1937 og prófi í rekstr-
arhagfræði í París
1939 og árið 1946
prófi í hagfræði og
stjómmálafræði frá
háskólanum í Mani-
toba í Winnipeg í
Kanada. Magni starf-
aði við framkvæmdastjórn ýmissa
verslunar- og veitingafyrirtækja í
Reykjavík árin 1941 til 1966 og síð-
an við hagskýrslugerð hjá Seðla-
banka íslands til ársins 1972. Eftir
það stundaði hann kennslu við há-
skólann í Winnipeg og
vann ýmis ráðgjafar-
störf fyrir stjórnvöld
þar í landi. Á áranum
1980 til 1986 stundaði
hann ýmis sérfræðist-
örf fyrir íslensk ráðun-
eyti og nokkram sinn- |
um var hann kallaður
til að sinna erin- |
drekstri erlendis fyrir
íslensk stjómvöld.
Magni skrifaði mikið
um hagfræði, efna-
hagsmál og stjómmál,
ritaði bækur og fjölda
blaðagreina og flutti
erindi í útvarp um þau efni.
Magni var tvíkvæntur. Böm hans
eru fjögur, Bergljót, Guðmundur I
Magnús sem býr í Kanada, Hjörtur
Ögmundur, búsettur í Svíþjóð, og
Kristín.