Morgunblaðið - 26.01.2000, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
s
Utgáfufyrirtækið Fróði hf. og bókaútgáfan Iðunn sameinast
Sameinað
fyrirtæki veltir
tæpum milljarði
EIGENDUR forlaganna Fróða hf.
og Iðunnar hf. hafa samþykkt að
ganga til sameiningar félaganna und-
ir nafni Fróða hf., en bókaútgáfu
verður áfram fram haldið undir nafni
Iðunnar.
„Markmiðið með þessu er fyrst og
fremst að stækka fyrirtækið, breikka
grundvöll þess og gera það öflugra til
að takast á við framtíðina,“ sagði
Magnús Hreggviðsson, stjómarfor-
maður Fróða hf., á blaðamannafundi
ígær.
„Fróði hefur fyrst og fremst verið í
tímaritaútgáfu og hefur gefið út níu
tímarit í um 210-220 tölublöðum á ári.
Við höfum gefið út um fimm til fimm-
tán bækur árlega á svonefndum jóla-
bókamarkaði. Styrkleiki okkar hefur
því fyrst og fremst verið í tímaritaút-
gáfu en síður í bókaútgáfu,“ sagði
Magnús.
Hann sagði að bókaútgáfan Iðunn
hafi hins vegar um langa tíð verið
þekkt fyrir faglega mjög öflugt bóka-
forlag undir forystu Jóns Karlssonar.
„Við höfum því ákveðið að sameina
fyrirtækin sem mun gerast með þeim
hætti að öll bókaútgáfu verður undir
nafni Iðunnar hjá Fróða, og Jón
Karlsson mun veita henni forstöðu.
Áður var Fróða hf. skipt í tvö svið,
svið rekstrar og fjármála annars veg-
ar og útgáfusvið hins vegar.
í hinu sameinaða fyrirtæki breyt-
ist útgáfusviðið í tímaritaútgáfusvið,
rekstrarsviðið verður áfram og bóka-
útgáfusvið bætist við sem þriðja svið-
ið, og mun Jón Karlsson verða fram-
kvæmdastjóri hins síðastnefnda,"
sagði Magnús.
Magnús sagði að búist væri við
nokkrum samlegðaráhrifum af sam-
einingunni. „Við munum með því
geta náð fram aukinni hagkvæmni í
rekstri. Það mun þá gefa okkur færi
til að vera enn metnaðarfyllri í bóka-
útgáfunni. Tímarit og bókaútgáfa
styðja hvort annað. Við sjáum það
víða um heim,“ sagði Magnús.
Jón Karlsson, framkvæmdastjóri
Iðunnar, sagði á blaðamannafundin-
um að það sem ræki þá fyrst og
fremst til þessarar sameiningar væru
aukin sóknarfæri. „Hér býr að sjálf-
sögðu mikill styrkur og viðskiptaleg
geta, auk samlegðaráhrifa. Þetta
gerir okkur fært að sækja fram og
munum við gera það á öllum sviðum
útgáíúnnar.
Bókaútgáfa mun aukast verulega á
þessu ári. Ýmislegu sem verið hefur í
bígerð verður ýtt úr vör,“ segir Jón
Karlsson.
„Við reiknum með því að við sam-
eininguna fari starfsmannafjöldi
Fróða úr 90 í 120 manns, og fjöldi
ársverka, því fjölmargir koma að
verkum í fyrirtækjunum, verður ná-
lægt 170. Við gerum ráð fyrir að velta
hins sameinaða fyrirtækis verði tæp-
ur einn milljarður króna,“ sagði
Magnús.
Magnús sagði að rétt væri að fram
kæmi að Fróði hf. hafi verið í mikilli
sókn á undanförnum árum á tíma-
ritamarkaði. „Við höfum á ftmm ár-
um fækkað titlum úr átján í níu, en
Morgunblaöiö/Golli
Jón Karlsson, framkvæmdastjóri Iðunnar, og Magnús Hreggviðsson,
stjómarformaður Fróða, innsigla samning um sameiningu fyrirtækjanna.
tvöfaldað veltuna." Jón Karlsson
sagði að velta Iðunnar á undanförn-
um árum hefði verið kringum 200
milljónir króna á ári, og hefði mark-
aðshlutdeild fyrirtækisins verið í
námundavið 15%.
Stefnt á hlutabréfamarkað
innan þriggja ára
Magnús Hreggviðsson sagði að
sameiningin yrði framkvæmd með
þeim hætti að Fróði hf. hefði keypt
49% hlutafjár í Iðunni hf„ af fjöl-
skyldu Valdimars heitins Jóhanns-
sonar stofnanda Iðunnar, og síðan
færi af stað samrunaferli sem endaði
á sameiningu félaganna. Hann sagði
kaupverð hlutarins í Iðunni vera
trúnaðarmál.
Magnús sagði aðspurður á fundin-
um að eignarhlutföfl Iðunnar-arms-
ins og Fróða-armsins í hinu samein-
aða félagi hefðu ekki verið ákveðin,
en endanlegt stöðumat fyrirtækj-
anna lægi ekki fyrir. Þau atriði
myndu skýrast síðar í samrunaferl-
inu.
Magnús Hreggviðsson sagði að
lokum að fyrir einu og hálfu ári hefðu
nokkrum stofnanafjárfestum, undir
forystu Eignarhaldsfélagsins Alþýð-
ubankans, verið seld rúm 20% í
Fróða hf. með hlutafjáraukningu.
„Þá var ákveðið með samkomulagi
milli aðiia að stefnt skyldi að ski’án-
ingu Fróða hf. á hlutabréfamarkaði.
Við gerum ráð fyrir því að það gerist
innan þriggja ára,“ sagði Magnús.
Akvæði verklagsreglna um viðskipti starfsmanna með óskráð bréf
Islandsbanki veitti
undanþágur
Franskt félag að
kaupa móðurfélag
Strengs hf.
STJÓRNENDUR íslandsbanka
hafa veitt undanþágur frá ákvæðum
verklagsreglna bankans vegna
kaupa starfsmanna á óskráðum bréf-
um í félögum, ef sýnt þykir að við-
komandi félag er á leiðinni að sækja
um skráningu fyrir bréf sín á mark-
aði, að sögn Tryggva Pálssonar,
framkvæmdastjóra Islandsbanka
F&M. Hann segir að vandlega hafi
verið gengið úr skugga um, í hverju
tilviki, að ekki gæti verið um hags-
munaárekstra að ræða. Fjárhæðirn-
ar hafi einnig verið litlar. Tryggvi vill
hins vegar ekki tjá sig um einstakar
undanþágur sem veittar hafa verið
eða upplýsa hvaða bréf starfsmenn
hafi verið leyft að eiga viðskipti með.
Verklagsreglur þær sem gilda inn-
an íslandsbanka taka til starfs-
manna bankans sem koma nálægt
viðskiptum með verðbréf. Inn í þeim,
eins og í reglum fleiri verðbréfafyrir-
tækja, er ákvæði um að starfsmönn-
um þeim sem reglumar ná til sé
óheimilt að eiga viðskipti með önnur
verðbréf en þau sem skráð eru á
skipulegum verðbréfamarkaði.
„Þessar verklagsreglur eru lítið
frábrugðnar öðrum reglum, að því
leyti að alltaf koma upp vafatilvik
sem leggja verður mat á.
Beiðnir um undanþágur eru metn-
ar í hvert og eitt skipti, og afstaða
tekin til þess hvort um hagsmuna-
árekstra geti verið að ræða, fari við-
skiptin fram. Sé hætta á slíku era að
sjálfsögðu engar undanþágur veitt-
ar. Mesta hættan er vitaskuld þegar
bankinn annast útboð á þeim bréfum
sem starfsmaður kaupir, en við höf-
um ekki heimilað kaup í þeim tilvik-
um,“ segir Tryggvi.
Hann segir að íslandsbanki hafi
hvatt til þess að reglurnar yrðu end-
urskoðaðar varðandi þessi viðskipti
og fleiri atriði og væri nú beðið eftir
niðurstöðu starfshóps fyrirtækja í
verðbréfaþjónustu, sem hefur
ramma að verklagsreglum til endur-
skoðunar.
Stefán Pálsson, bankastjóri Bún-
aðarbanka íslands, segir að bankinn
geti ekki upplýst söluverð á hluta-
bréfum í DeCode Genetics Inc., móð-
urfyrirtækis Islenskrar erfðagrein-
ingar, sem bankinn hefur selt til
starfsmanna sinna og viðskiptavina.
„Þetta era trúnaðarapplýsingar
sem alls ekki á að gefa upp. Þessi
bréf vora seld á ýmsum tíma á því
gengi sem gilti þá. Við megum ekki
upplýsa þetta vegna viðskiptaleynd-
ar sem hvílir á viðskiptum einstakra
manna og verði einstakra viðskipta,"
segir Stefán.
Gildandi lagaheimildir
mjög veikar
í Morgunblaðinu í gær var haft
eftir Bjarna Armannssyni, forstjóra
Fjárfesingarbanka atvinnulífsins, að
bankinn hefði leitað til Fjármálaeft-
irlits og óskað eftir samþykki við
verklagsreglum sem heimiluðu
starfsmönnum fjármálafyrirtækja
að fjárfesta í óskráðum hlutabréfum.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, staðfestir að FBA
hafi leitað til stofnunarinnar. „Við
höfnuðum þessari málaleitan á þeim
grandvelli að verklagsreglumar
væra til endurskoðunar hjá samtök-
um verðbréfafyrirtækja. Slík rýmk-
ún reglnanna, sem farið var fram á,
snýr að markaðinum í heild og því
vildum við bíða niðurstaðna þeirrar
endurskoðunar áður en þetta yrði
heimilað," segir Páll Gunnar. Legg-
ur hann áherslu á það að Fjármála-
eftirlitið útiloki alls ekki að þetta
verði heimilað síðar, en hagsmunir
markaðsins og viðskiptamanna séu
nú verndaðir með öðram hætti.
Að sögn Páls Gunnars er stutt síð-
an Fjármálaeftirlitið fékk vitneskju
um að starfsmönnum Landsbréfa
hefðu verið veittar undanþágur frá
verklagsreglum. „Líkt og með Bún-
aðarbankann höfum við leitað eftir
skýringum frá Landsbréfum," segir
hann og bætir við að stofnunin sé nú
með í athugun framkvæmd verklags-
reglna hjá þeim fyrirtækjum sem
hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum
að undanfömu. Jafnframt sé verið að
skoða hvernig best sé að taka á þeim
málum sem upp hafa komið.
Varðandi viðurlög sem Fjármála-
eftirlitið getur beitt fyrirtækin í
verðbréfaþjónustu, beiti þau ekki
ákvæðum verklagsreglna, ségir Páll
Gunnar að ekki sé í lögum kveðið á
um sérstök úrræði fyrir Fjármála-
eftirlit í þessum málum. „Hinum al-
mennu eftirlitsheimildum er vita-
skuld unnt að beita, eins og því að
gera athugasemdir og krefjast úr-
bóta.
Ég efast hins vegar um að dag-
sektarúrræði eigi við í þessum tilvik-
um, enda era gildandi lagaheimildir
til þess mjög veikar. Framvarpið,
sem nú liggur fyrir Alþingi, um
breytingu á lagaákvæðum um fjár-
málaeftirlit, mun litlu breyta í þeim
efnum,“ segir hann ennfremur.
Bankaráð Búnaðarbankans
tekur kaupin til skoðunar
Pálmi Jónsson, formaður banka-
ráðs Búnaðarbanka Islands hf„ segir
í samtali við Morgunblaðið að málið
er varðar undanþágur þær sem
starfsmenn Búnaðarbankans fengu
til kaupa á óskráðum hlutabréfum í
félögum, verði tekið fyrir á næsta
fundi bankaráðs Búnaðarbankans.
„Þetta mál verður rætt á næsta
fundi bankaráðs,“ segir Pálmi.
Ekki á dagskrá bankaráðs
Landsbanka íslands
Helgi S. Guðmundsson, formaður
bankaráðs Landsbanka Islands hf„
segir að málið, er varði undanþágur
starfsmanna Landsbréfa til hluta-
bréfakaupa, hafi ekki verið sett á
dagskrá næsta fundar í bankaráði
Landsbankans.
„Það mál er ekki á dagskrá. Það
hefur ekkert komið upp milli mín og
bankastjóra Landsbankans, sem
undirbúum dagskrá funda banka-
ráðs, um að þetta verði á dagskrá,"
segir Helgi.
INTEGRA, franskt félag sem rekur
verslunarvefi á Netinu, hefur lagt
fram kauptilboð í öll hlutabréf
norska fyrirtækisins Infostream,
sem m.a. á íslenska hugbúnaðarfyrir-
tækið Streng hf. Segist Integra þeg-
ar hafa tryggt sér yftr helming hluta-
bréfanna í Infostream en stjóm
norska fyrirtækisins hefur mælt með
því að tilboði Integra verði tekið.
Sameinað fyrirtækið yrði stærsta
fyrirtæki sinnar tegundai- í Evrópu,
að því er fram kemur á fréttavef
Morgunblaðsins.
Gengi bréfa norska netfyrirtækis-
ins Infostream, móðurfélags íslenska
hugbúnaðarfyrirtækisins Strengs
hf„ hækkaði um 60% á norskum
verðbréfamarkaði í gær en þá var
opnað á ný fyrir viðskipti með bréf
félagsins eftir að tilkynnt var um
kauptilboð franska fyrirtækisins Int-
egra í Infostream.
Haukur Garðarsson, fram-
kvæmdastjóri Strengs, segir að þar á
bæ líti menn þessa þróun mála mjög
jákvæðum augum og ljóst sé að sam-
rani fyrirtækjanna ætti að auka
möguleika Strengs á að koma fram-
leiðsluvöram sínum á markað.
Um er að ræða jákvæða yfirtöku
og hefur franska fyrirtækið þegar
tryggt sér kaup á meirihluta hluta-
bréfanna auk þess sem stjóm Info-
stream hefur samhljóða mælt með að
tilboðinu verði tekið. Tilboðið felur í
sér að franska fyrirtækið býður í
raun 28 norskar krónur í hvern hlut í
Infostream. Þegar lokað var fyrir
viðskipti með bréf Infostream á
norska verðbréfamarkaðnum á
föstudag var gengi bréfanna rúmlega
16. Opnað var fyrir viðskiptin aftur í
gærmorgun og var gengið um hádeg-
ið 25,80 og hafði hækkað um 60%.
Mikil viðskipti vora einnig með bréf-
in, eða rúmlega 5 milljónir hluta sem
þýðir að viðskiptin hafa numið um 1,5
milljörðum króna.
Haukur Garðarsson segir að ýmis
hugbúnaður sem Strengur býður eigi
erindi á þennan markað og því geti
þessi samrani falið í sér ný tækifæri.
Integra hefur sérhæft sig í fram-
leiðslu á búnaði til viðskipta á Netinu
og rekur slíkar netsíður fyrir önnur
fyrirtæki. Infostream er netfyrir-
tæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir
fyrirtæki, einkum í orkugeiranum og
banka- og fjármálastarfsemi.
Integra ætlar að fjármagna kaup-
in með því að gefa út 1,3 milljónir
hluta og greiða 53 milljónir evra, eða
sem svarar til tæplega 3,9 milljarða
króna. Býður fyrirtækið einn hlut og
326,77 norskar krónur fyrfr 59 hluti í
Infostream. Fallist allir hluthafar In-
fostream á tilboðið myndu þeir ráða
17,3% hlut í Integra.
Stefnt er að því að ljúka samning-
um um kaupin á öðrum ársfjórðungi
þessa árs, en þau era háð ýmsum
skilyrðum, svo sem ítarlegri endur-
skoðun.
Integra sérhæftr sig í að setja upp
og viðhalda vefjum þar sem stunda
má viðskipti á Netinu. Sameiginleg
velta beggja fyrirtækjanna nam 40
milljónum evra á síðasta ári eða um
2,9 milljörðum króna. Samtals vinna
550 manns hjá fyrirtækjunum tveim-
ur, 320 hjá Integra og 230 hjá Info-
stream.
Norsk Hydro
kaupir Wells
Aluminium
Ósló. AFP.
NORSK Hydro hefur skrifað undir
samning um kaup á bandaríska
álframleiðandanum Wells Aluminium
Corporation. Aðilar sem tengjast fyr-
irtækinu hafa sagt að Norsk Hydro
muni greiða allt að 14,5 milljarða
króna fyrir fyrirtækið, auk þess að yf-
irtaka skuldir upp á 7,6 milljarða.
Samkvæmt fregnum frá Norsk
Hydro munu kaupin á Wells auka
framleiðslu fyrirtækisins á áli í
Bandaríkjunum um 75.000 tonn á ári,
og verður framleiðslan eftir það um
110.000 tonn. Þetta mun gera Norsk
Hydro að fjórða stærsta fyrirtækinu
sem framleiðir ál fyrir Bandaríkja-
markað.