Morgunblaðið - 26.01.2000, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 21
Bandarískt líftæknifyrirtæki býður íslendingum hlutafé
Ahugi Islendinga
kemur á óvart
Morgunblaðið/Kristinn
Dr. Karl Tryggvason, einn stofnenda og eigenda bandaríska líftæknifyrir-
tækisins BioStratum.
BANDARÍSKA líftæknifyi-irtækið
BioStratum mun á næstunni bjóða ís-
lenskum fjárfestum að taka þátt í
hlutafjáraukningu fyrirtækisins. Af
því tilefni komu nokkrir forsvar-
smenn þess hingað til lands og
kynntu fyrirtækið fyrir fagfjárfest-
um í samvinnu við MP-Verðbréf sem
mun hafa umsjón með hlutafjárút-
boði BioStratum á íslandi en einn
stofnenda og eigenda þess er Karl
Tryggvason prófessor.
Síðastliðin fimm ár, frá því að fyrir-
tækið var stofnað, hefur það sérstak-
lega starfað að grunnrannsóknum og
þróunarvinnu á sviði sameindarlíf-
fræði og genatækni. Þannig hefur
grunnur verið lagður að starfsemi
fyrirtækisins í dag, sem felst fyrst og
fremst í lyfjaþróun og nýjungum við
greiningar á sjúkdómum.
Karl Tryggvason segir Bio-
Stratum starfa afmarkað að rann-
sóknum á sérstökum bandvef, sem
kallast grunnhimna, sem er um allan
mannslíkamann og hefur mismun-
andi hlutverki að gegna á mismun-
andi stöðum. Skemmdir í grunn-
himnu segir hann að tengist mjög
mörgum sjúkdómum, til dæmis
krabbameini og fylgikvillum syk-
ursýki.
5-6 milljarða dollara
markaður
Það lyf lyrirtækisins sem lengst er
á veg komið er kallað Pyridorin og er
lyf við nýmaveiki sem fylgir syk-
ursýki. Lyfið hefur nú þegar verið
reynt á mönnum, þó einungis heil-
brigðum til að athuga hvort það hafi
einhverjar aukaverkanir. Karl segir
að ekkert hafi komið í ljós í þeim próf-
unum sem geti hindrað áframhald-
andi þróun lyfsins. Næsta skref er
því að reyna það á sykursýkissjúkl-
ingum og verður það gert innan tíðar,
sennilega strax í næsta mánuði.
„Þetta tekur sinn tíma og gera má
ráð fyrir að það taki í allt þrjú ár að
prófa lyfið á sjúklingum", segir Karl.
Hann segir ekki vera um neina
keppinauta að ræða í dag á markaði
fyrir þetta lyf.
„Við vitum ekki um neitt efni sem
hefur sömu áhrif og okkar lyf. Við er-
um því bjartsýnir á að geta í töluverð-
an tíma setið einir að þessum mark-
aði sem við metum að sé upp á 5-6
miiljarða dollara á ári í Bandaríkjun-
um, Evrópu og Japan samanlagt.“
Annað lyf sem BioStratum hefur
verið er að þróa og er vel á veg komið
er lyf sem hindrar vöxt á krabba-
meini, kallað Angiocol.
„Þetta lyf er styttra á veg komið en
hið fyrmefnda en væntanlega verður
farið að reyna það á mönnum næst-
komandi haust“, segir Karl og bætir
við að nokkur samkeppni sé á mark-
aði fyrir krabbameinslyf enda séu
fleiri fyrirtæki að þróa lyf gegn vexti
á krabbameini.
BioStratum leggur áherslu á að
vera stöðugt að þróa nýjungar og
Karl segir að meginástæða þess að
fyrirtækið leitar nú eftir fjármagni sé
sú að sölumöguleikar fyiir þær vörur
sem fyrirtækið hefur verið að þróa
virðist vera mjög miklar. Því hafi
reynst nauðsynlegt að styrkja fyrir-
tækið með því að afla fjár til frekari
rannsókna.
„Við erum stoltir af því að vera
með mjög víðtæka vísindavinnu í
gangi og mjög margt sem á eftir að
ná langt. Við eigum svo til þetta svið
grunnhimnurannsókna.Við höfum
fengið og erum að sækja um yfir 50
einkaleyfi og sækjum stöðugt um
fleiri til að styrkja okkar stöðu innan
þessa sviðs.“
Sem dæmi um nýjungar nefnir
Karl aðferð sem notuð er til greining-
ar á krabbameini. Með því að nota
sérstakt merkiefni fyrirtækisins við
greiningar á krabbameinsæxlum má
sjá mun fyrr hvort um góðkynja eða
illkynja æxli sé að ræða sem getur
haft mikla þýðingu fyrir meðhöndlun
sjúklingsins. Þessi nýja tækni er þeg-
ar farin að vekja athygli, Karólínska
sjúkrahúsið í Stokkhólmi er farið að
nota hana og annað stærsta grein-
ingafyrirtæki heims hefur falast eftir
henni, að sögn Karls.
„Ef þessi aðferð reynist vera eins
góð og hún lítur út fyrir að vera þá er-
um við að tala um 100-200 milljóna
dollara markað á ári, einungis fyrir
þetta.“
Niðurstöður I eigu
visindamanna
Allar rannsóknamiðurstöður og
uppgötvanir sem verða á rannsókn-
arstofu Karls í Svíþjóð tilheyra
BioStratum.
,Á Norðurlöndum, a.m.k. í Svíþjóð
og Finnlandi, eiga vísindamenn sjálf-
ir allar uppgötvanir sínar og geta
keypt einkaleyfi fyrir þær. Það er því
ekkert vandamál að eiga samvinnu
við fyrirtæki eins og í þessu tilfelli",
segir hann.
Samstarfið hófst árið 1994 þegar
einn frumkvöðla fyrirtækisins hafði
samband við Karl og bauð honum að
taka þátt í fyrirtækinu. Sá vildi að
fyrirtækið einbeitti sér að grunn-
himnurannsóknum enda taldi hann
að þar lægju töluverðir möguleikar.
„Við ræddum saman og ákváðum
að stofna þetta fyrirtæki fyrir 5 og
hálfu ári síðan. Það hefur svo verið
byggt upp smám saman með fjár-
magni í Bandaríkjunum og Svíþjóð
en við höfúm haldið fyrirtækinu mik-
ið að okkur sjálfum til þess að við
gætum þróað það í ró og næði. Nú er-
um við hins vegar komnir á það stig
og erum með það mikið í gangi að við
þurfum mun meira fjármagn."
Núverandi hluthafar í BioStratum
eru frá Bandaríkjunum, Svíþjóð og
Danmörku og vegna góðra sambanda
fyrirtækisins í þessum löndum var
upphaflega ætlunin að afla frekara
fjármagns í þessum löndum ein-
göngu.
Island var alls ekki inni í myndinni,
að sögn Karls.
Mikill áhugi hérlendis
„Þá hafði Helgi Kristbjamarson,
framkvæmdastjóri í Flögu og gamall
skólabróðir minn, samband við mig
og lýsti áhuga á fyrirtækinu. Hann
sagði að hér væri mjög mikill áhugi á
svona fjárfestingum, sérstaklega í líf-
tækni. Sennilega er það mikið vegna
deCode og svo hefur hans fyrirtæki
einnig vegnað mjög vel. Það var hann
sem fékk okkur til að koma hingað og
kynna fyrirtækið.
Nú, við komum og erum eiginlega
undrandi á hvað er mikill áhugi héma
og mikið fjármagn“, segir Karl
Stefnt er að því að hlutabréf
BioStratum verði skráð á bandarísk-
an hlutabréfamarkað, nánar tiltekið á
Nasdaq, í lok þessa árs eða byrjun
þess næsta.
„Okkar stærstu fjárfestar telja að
fyrirtækið sé það vel á veg komið að
ástæða sé til þess að fara með það á
markað. Nú er sérlega góður tími
fyrir líftæknifyrirtæki á markaði og
því ástæða til að notfæra sér þær að-
stæður ef þær verða enn fyrir hönd-
um s.s. í haust eða næsta vor.“
Karl segist vongóður um að verð
hlutabréfa fyrirtækisins eigi eftir að
margfaldast, sér í lagi ef sykursýkis-
lyfið kemur vel út úr prófunum.
„Við vitum hvað markaðurinn er
stór og ef við eigum þennan markað
þá em næstum engin takmörk fyrir
því hvað verðið getur orðið hátt.“
Bann lagt við sam-
Símaskrá 2000
Skoðaðu
skránin^u "þína
í símaskránni
á netinu
www.simaskra.is
Lokafrestur er til 31. janúar.
Hægt er að senda allar upplýsingar
á simaskra@simUs eða
ífaxnúmer 550 7059.
keppnishamlandi
samstarfí fyrirtækja
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, kynnti
frumvarp til breytinga á samkeppn-
islögum á ríkisstjórnarfundi í gær. I
samtali við Morgunblaðið segir Val-
gerður meginbreytinguna felast í því
að meira sé byggt á því að leggja
bann við samkeppnishamlandi sam-
starf fyrirtækja en í núgildandi sam-
keppnislögum frá árinu 1993.
„Þetta er mikilvægt frumvarp að
mínu mati, ekki síst við þær aðstæð-
ur sem nú ríkja í efnahagslífinu,"
segir Valgerður og nefnir að aukin
samþjöppun og fákeppni dragi úr
virkri samkeppni. „Það er mikilvægt
að styrkja samkeppni sem er áhrif-
arík leið til að vinna gegn verð-
bólgu."
Valgerður segir að í núgildandi
lögum sé tiltölulega takmarkað bann
lagt við samkeppnishamlandi sam-
starfi fyrirtækja, en í frumvarpi til
breytinga á samkeppnislögum sé
meira byggt á því að banna slíkt fyr-
irfram en undanþágur þó gerðar
mögulegar. „Þetta er í raun gegnum-
gangandi í frumvarpinu án þess að
hægt sé að fara nákvæmlega út í ein-
stakar greinar. Frumvarpið fer nú til
afgreiðslu hjá stjórnarflokkunum,"
segir Valgerður.
Að hennar sögn er frumvarpið
byggt á 53. grein EES-samningsins.
„Við erum að leitast við að þróa lög-
gjöfina hér á landi í átt til þess sem
gerist í nágrannalöndunum. Þetta er
mjög neytendavænt frumvarp.“
Nánari upplýsingar veitir
skrifstofa símaskrár,
Síðumúla 15, í síma 550 7050.