Morgunblaðið - 26.01.2000, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Sama bókin
í tveimur
efstu sætunum
London. Morgunbladid.
ENDURMINNINGABÆKUR
Frank MeCourt, Angela’s Ashes
og ’Tis hafa aflað honum frægð-
ar og frama og verðlauna, Pul-
itzer-verðlaunanna þar á meðal.
Og nú hefur Alan Parker gert
kvikmynd eftir Angela’s Ashes.
Bækur McCourt sitja nú í
efstu sætum sölulista The Surt-
day Times og það sem meira er;
önnur þeirra er í tveimur efstu
sætunum á sama listanum. Það
er Angela’s Ashes sem er bæði í
fyrsta og öðru sæti yfir mest
seldu pappírskiljurnar. í fyrsta
sæti er útgáfa, sem nú hefur
selzt í 823 þúsund eintökum og
hefur hún verið í 137 vikur í
hópi tíu söluhæstu bókanna og í
öðru sæti er sama bókin með
nýrri kápu, sérstök útgáfa í til-
efni kvikmyndarinnar. I síðustu
viku seldust rösklega 16 þúsund
eintök af fyrrnefndu bókinni og
15.500 af hinni.
Framhaldið af Angela’s
Ashes, ’Tis, hefur nú ýtt endur-
minningum Geri Halliwell úr
fyrsta sæti sölulistans yfir inn-
bundnar bækur og hefur selzt í
um 126 þúsund eintökum.
En það eru ekki allir ánægðir
með skrif Frank McCourt um
æskuárin í Limerick. Sumir
vilja halda því fram, að hann
fari nokkuð frjálslega með og
halii þá heldur á Limerick og
íbúa þar. Kvikmyndaleikarinn
Richard Harris er einn þessara
og í grein í The Sunday Times
sagðist hann vera bálvondur yfir
þeirri meðferð sem Limerick
fengi í bókinni og kvikmyndinni.
Hann sagði bókina vera af-
skræmingu fulla af sjálfsvor-
kunn og í kvikmyndinni sé
þeirri vælublekkingu haldið
áfram. Ég vona að aska Angelu
kæfi þá, sagði Richard Harris.
Vísindi
og fræði
ii alda-
mótaári
HÁSKÓLI íslands og Ríkisútvarpið,
Rás eitt, hefur í dag, miðvikudaginn
26. janúar, samstarf um þáttaröðina
Vísindi og fræði á aldamótaári.
Fyrsta þættinum verður útvarpað
kl. 17.45 á Rás eitt. Þættimir verða
hluti af dagskrá Víðsjár og verður
þeim útvarpað vikulega allt árið
2000.
í fyrsta þættinum mun Páll Skúla-
son rektor fjalla um vísinda- og
fræðastarf við háskóla almennt og
við Háskóla íslands sérstaklega, en
síðan munu flytja erindi vikulega
fulltrúar hinna ýmsu vísinda- og
fræðigreina sem kenndar eru við
Háskóla íslands.
Tilgangur erindanna er sá að gera
grein fyrir þeim viðfangsefnum sem
fræðimenn í viðkomandi greinum
hafa fengist við á liðinni öld og eru að
fást við um aldamótin. Bæði verða
kynnt íslensk og erlend viðfangsefni,
eftir því sem við á. Hver deild og
námsbraut við Háskóla Islands velur
sína fullti-úa og koma allt upp í fimm
erindi af mismunandi fræðasviðum
frá hverri deild.
Heimilislegt framhjáhald
KVIKMYNDIR
Ríóborgin
ROMANCE★ ★
Leikstjórn og handrit: Catherine
Breillat. Aðalhlutverk: Caroline
Ducey, Sagamore Stévenin, Rocco
Siffredi og Francois Berléand.
Trimark 1999.
AF eðlilegum orsökum vekur
blessað kynlífið alltaf áhuga fólks.
Franski leikstjórinn og rithöfun-
durinn Catherine Breillat fjallar
um það í öllum verkum sínum, og
á það einnig við um Romance.
Unga kennslukonan Marie er
svekkt yfir þvi að maðurinn sem
hún elskar, fyrirsætan Paul, hefur
ekki áhuga á að sofa hjá henni
lengur eftir þriggja mánaða sam-
band. Auk þess er hann hrokafull-
ur og það rekur hana í leit að kyn-
ferðislegri fullnægingu hjá öðrum
karlmönnum.
Sagan er algjörlega sögð út frá
sjónarhorni Marie sem er sögu-
maðurinn og þylur upp fyrir áhorf-
endur ýmsar kenningar sínar um
kynlíf, langanir og draumóra. Sú
orðræða þótti mér ekkert sérstak-
lega áhugaverð, og er það miður,
því margt í myndinni er býsna
skemmtilegt.
Kynlífsatriðin eru mjög opinská,
og spuming hvort þau fari yfir
mörkin milli erótíkur og kláms.
Annars er myndin algjörlega eró-
tísk að því leytinu til að það er
kynhvötin ein sem dregur stúlkuna
áfram í ævintýrum sínum. Ekki er
það ástin eða annars konar „róm-
ans“. Um leið og meira er sýnt en
áhorfendur eiga að venjast, er það
gert á sérlega raunsæjan og heim-
ilislegan hátt, og ekki sérlega
smekklegan alltaf. Kynlífsatriðin
eru ekki sveipuð dulúð með viðeig-
andi ljósi, tónlist og kvikmynda-
töku eins og venja er, þar sem
hvert orð er þrungið ástríðu og
viðeigandi ástarorðum. Breillat
lætur raunsæið og hráleikann ráða
för, og tilsvör Marie á viðkvæmum
stundum eru oft alveg óborganleg.
Þessu eru áhorfendur óvanir og
finnst það sérlega fyndið, og það
fyndnasta er að þeir eru í rauninni
að hlæja að sjálfum sér.
Fyrir þetta eitt fær Romance
stóran plús frá mér. Auk þess
stendur leikkonan Caroline Ducey
sig með afbrigðum vel í hlutverki
Marie, sem er sérlega vandasamt
hlutverk. Sama má segja um Saga-
more Stévenin. Rocco Siffredi stóð
sig líka vel í ástarlotunum, þótt
hann sé ekki sérlega mikill leikari.
Söguþráðurinn og vangaveltur
Marie hefðu mátt vera sterkari og
áhugaverðari, og skilaboðin skýr-
ari. En þrátt fyrir það er Romance
áhugaverð að mörgu leyti. Hún er
öðruvísi, og þá sem dreymir um
ferska vinda mitt í ameríska sollin-
um ættu að skella sér í bíó.
Hildur Loftsdóttir
Reuters
Fornmunir
sýndir neð-
anjarðar
AÞENUBÚI virðir fyrir sér hér
einn þeirra fornmuna sem fund-
ust þegar grafið var fyrir nýju
neðanjarðarlestarkerfi borgar-
innar.
Úrval þeirra 30.000 muna sem
fundust við uppgröftinn verða til
sýnis á þremur neðanjarðarlest-
arstöðvum Aþenu á næstunni og
verður hver munur staðsettur
nærri þeim stað er hann fannst.
Fornmunirnir eru flestir frá
timabilinu 6. öld f.Kr. til 100
e.Kr.
íbúar Aþenu hafa lengi vel
búið við umferðarhnúta og mikla
mengun, en vonast nú til að geta
andað léttar þegar nýja neðan-
jarðarlestarkerfið verður vígt í
lok vikunnar.
Gallerí
Listakot
hættir
starfsemi
GALLERÍ Listakot, Laugavegi
70, mun hætta starfsemi frá og
með 28. janúar 2000. Verslunin
mun vera opin fram að þeim tíma
og eru því síðustu forvöð fyrir við-
skiptavini Listakots að koma
þangað.
Verslunin hefur starfað í næst-
um fimm ár og sýningarsalirnir í
um þrjú ár. Konur útskrifaðar úr
myndlistar- og hönnunarnámi hafa
rekið fyrirtækið og hafa þær kom-
ið sínum listmunum þar á fram-
færi. Einnig hafa hinir ýmsu lista-
menn sýnt í sölum Listakots.
Harpan og grjótið
TOJVLIST
Salurinn
PÍANÓTÓNLEIKAR
Óður steinsins eftir Atla Heimi
Sveinsson. Myndir: Ágúst Jénsson.
Ljéð: Kristján frá Djúpalæk. Jénas
Ingimundarson, píané. Framsögn:
Arnar Jénsson. Mánudaginn 24.
janúar kl. 20:30.
„FEGURÐ er fólgin í auga
áhorfandans," segir kunnugt enskt
máltæki, ef ekki klisja. íslendingar
hjátrúar og hallæra lásu tröllasögur
úr klettadröngum. Njótendur vís-
inda- og tækniframfara nútímans í
gervi ljósmynda úr þrívíddarsmá-
sjám, Hubble-stjömusjónaukanum
og mannslíkamasjónarhorni Lenn-
arts Nilssons, geta lesið margt
fleira úr furðuformum náttúru eins
og þau birtast í sneiðmyndum
Agústs Jónssonar af holufyllingum
íslenzkra steina. Ég dvaldist er-
lendis þegar myndirnar birtust
fyrst íyrir tæpum tveim áratugum
og missti því af viðtökum þeirra, en
sú upplifun sem blasti við í Salnum
á mánudagskvöldið var vakti
ósjálfrátt spumingu þess er ekki
veit betur, hvort þessar stórkost-
legu myndir, er sameina innri og
ytri geim á sérstæðan hátt, hljóti
ekki að hafa vakið athygli lagt út
fyrir landsteina.
Wagner var ekki einn um að vilja
stefna listgreinum saman í
„Gesamtkunstwerk". Þetta er gam-
all draumur sem m.a. má rekja til
hugmynda manna um leikhús Fom-
grikkja þegar Peri og samtíma-
menn í Flórens fundu upp ópem-
formið kringum 1600. Marg-
miðlunartækni 10. áratugar hefur
gert slíka sameiningu auðveldari en
nokkm sinni fyrr og hefur þegar
haft frjóvgandi áhrif milli greina,
eins og sézt hefur á raftónleikum
hérlendis. En 10-12 ámm áður en
margmiðlun varð eitt af bjöllusvör-
um eða „lausnum" tímans, samdi
Atli Heimir Sveinsson 30 laga
píanóverk „við“ jafnmargar steina-
myndir með hliðsjón af prósaljóðum
Kristjáns frá Djúpalæk út frá sömu
innblásturslind. Forsetningin er
gæsalöppuð, enda ekkert „áþreifan-
legt samband milli skynjunar eyr-
ans og augans", eins og tónhöfund-
ur segir sjálfur í tónleikaskrá.
Skráin tilgreindi því miður ekki
flutningssögu verksins, en á hinn
bóginn opnaði hún óvenjulega nána
innsýn í hugarheim tónskáldsins
meðan verkið var enn glóðvolgt af
pönnunni, með því að birta bréf
Atla til Jónasar Ingimundarsonar
ásamt hugmyndum höfundar um
túlkun og karakter myndanna.
Asamt orðbundnum hughrifum
Kristjáns, sem sjá mætti fyrir sér í
lestextaformi, væri ekkert auðveld-
ara en að ímynda sér þetta sér-
stæða samlistaverk í heild sem upp-
lagt efni í margmiðlunargeisladisk.
Að sama skapi var Salurinn upp-
lagður vettvangur til Iifandi flutn-
ings, búinn stóru tjaldi fyrir
skuggamyndir og breiðu sviði fýrir
slaghörpuna vinstra megin og setu-
stofukrók fyrir upplesarann til
hægri með leslampa og hægindastól
á stofuteppi. Upplestur Arnars
Jónssonar var látlaus og skýr,
a.m.k. þegar ekki var leikið sam-
tímis. Spurning er þó hvort ekki
hefði átt að magna lesturinn upp,
þar eð allnokkur orð skoluðust und-
ir hér og þar í brimniði píanósins. A
móti kemur, að þar með hefði talið
getað orðið músíkinni yfirsterkara,
nema þá ýtrasta jafnvægis væri
gætt, sem hefði án efa reynst vand-
fengið í víðfeðmri dýnamík hinna 30
fjölskrúðugu tónaörmynda Atla.
Án þess að vilja á nokkum hátt
kasta rýrð á skáldlegan texta
Kristjáns, fór ekki hjá því, að sam-
hrif mynda og tóna sætu áberandi
sterkust eftir í upplifun manns.
Hefði textinn aftur á móti komið
síðast í tilurðaröð, s.s. tekið mið af
undangengnum myndum og tónlist,
hefði hugsanlega mátt ná heild-
stæðari þrenningu, því jafnvel í
saltvægum höndum skáldsnillinga
hættir tungumáli til að vera hlut-
fallslega meira bindandi og afljúk-
andi en myndmál, hvað þá tónmál.
í þessu tilviki hlaut textinn þar af
leiðandi að láta í minni pokann og
jafnvel vera ofaukið, „overkill“ eins
og Kaninn segir, þó að orðin gætu
fallið hið bezta að myndunum ein
sér án afskipta tónlistar, enda virt-
ust þau þannig hugsuð í upphafi.
Örmyndir Atla Heimis fyrir pía-
nó voru meistaralega fluttar af Jón-
asi Ingimundarsyni og spönnuðu í
heild furðuvíðan geim, þótt hver
þeirra væri ekki lengri en 2 mínút-
ur að meðaltali. Má þannig segja að
sameinast hafi í tónlistinni knöpp
eiginstærð steinamyndanna og
stundum allt að því kosmísk þrívídd
myndmáls úr listahöndum náttúr-
unnar sem glöggt auga Ágústs
Jónssonar festi á filmu. Þó að ýmsir
nútímaeffektar eins og bank, ijátl í
strengjum og smellur með hljóm-
borðsloki kæmu við sögu á stangli
(hinn síðasti kom áheyrendum til að
klappa sérstaklega og virtist í stöð-
unni jafnnýstárlegt og fyrsta hljóm-
sveitarcrescendóið í Mannheim),
var þó mest áberandi mikil notkun
á langopnum pedal, enda í sam-
ræmi við vídd myndmálsins. Engu
að síður mátti líka heyra áhrif og
minni frá nýjum og ekki sízt göml-
um tónmeisturum, þ.á.m. Chopin,
Schumann og Debussy, og stflbrigði
fyrri tíma „afströktuðust" oft á
skemmtilega ferskan hátt með
blöndu af tónölum og hjátónölum
rithætti sem harmóneraði nærri því
annarlega vel við furðuveröldina á
tjaldinu.
Það er alþekkt að hugurinn sér
úr formleysu náttúrunnar það sem
hann „vill" sjá og miðar ósjálfrátt
við það sem hann þekkir bezt.
Snilld Atla var ekki sízt fólgin í því
að taka sams konar sjónarmið í
tónlistinni. Að ginna og tæla huga
hlustandans með samspili hins
þekkta og minna þekkta, hlutlægs
og huglægs, með ýmist krassandi
eða hrífandi nornaseyði sem þurfti
ekki hungur, volæði og hjátrú fyrri
tíma til að láta hugfangast af.
Ríkarður Ö. Pálsson