Morgunblaðið - 26.01.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 26.01.2000, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ pltrgmmMnlíilf STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KONUR OG FJÖLMIÐLAR \ RÁÐSTEFNU Kvenréttindafélags Islands sl. laugardag XX. voru kynntar niðurstöður rannsókna um konur og karla í íslenzkum fjölmiðlum. f þeim hluta könnunarinnar, sem sneri að dagblöðum kom fram skv. frásögn Morgunblaðsins í gær af umræðum á ráðstefnunni, að „meirihluti frétta og blaðagreina er án kynjaslagsíðu, þ.e. ekki má greina kynjabundna áherzlu, en þegar því sleppir er hlutur kvenna í dagblöðum rýr. Mun meira er fjallað um karla en konur og karlar eru mun oftar til- efni frétta.“ Síðan segir í frásögn Morgunblaðsins: „Er það einkum í málaflokkum eins og minningargreinum og slúðurfréttum, sem konur fá tiltölulega mesta umfjöllun.“ Um þessar niðurstöður segir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, alþingismaður og formaður nefndar menntamálaráðuneytis um konur og fjölmiðla: „Þegar maður hugsar um þessa niður- stöðu er það nokkuð ljóst, að auðveldasta leiðin til að ná at- hygli blaðanna er að vera ung, kvikmyndastjarna eða dauð eða alltísenn." Er það raunverulega svo? Að sjálfsögðu ekki. Fjölmiðlar, hvort sem um er að ræða dagblöð, sjónvarp eða útvarp, eru fyrst og fremst að endurspegla þjóðfélagið og umhverfi sitt. Ef karlar eru meira áberandi í fjölmiðlum er það vegna þess, að þeir eru að gera fleira sem þykir fréttnæmt en konur. Hins vegar er auðvitað hægt að deila um fréttamat fjölmiðla og líta svo á, að það einskorðist um of við stjórnmál, efnahagsmál og atvinnumál, þar sem karlar eru kannski meira á ferð en konur. Eftir því sem konum fjölgar í ábyrgðarstöðum á opinberum vettvangi er augljóst, að umfjöllun um þær eykst. Nú eru kon- ur í stöðum borgarstjóra og oddvita minnihlutans í borgar- stjórn. í ríkisstjórn sitja fjórar konur. Þetta leiðir til þess, að umfjöllun um konur í stjórnmálum verður mun meiri í fjölmiðl- um en áður. Konur þurfa því hvorki að vera „ungar, kvikmyndastjarna eða dauðar" til þess að um þær sé fjallað. Hins vegar er augljóst, að þegar kafað er dýpra ofan í málið, kemur í ljós, að víða er pottur brotinn hjá fjölmiðlum. Konur sem stunda knattspyrnu kvarta t.d. mjög undan því og hafa veruleg rök fyrir sínu máli, að lítið sé fjallað um kvennaknatt- spyrnu í íþróttafréttum, svo að dæmi sé nefnt. Lítil umfjöllun verði svo til þess, að ungar stúlkur hafi minni áhuga en ella á að stunda knattspyrnu að því marki að þær nái verulegum árangri. íþróttafréttamenn benda hins vegar á, að um leið og konur nái árangri í íþróttum sé um þær fjallað ekki síður en karla, sem ná árangri. Þarna er hugsanlega ákveðinn vítahringur á ferðinni, sem vel má vera, að nái til fleiri sviða þjóðlífsins en íþrótta. En hvað sem þessum vangaveltum líður er það þarft verk að fjallað hefur verið skipulega um þetta mál og ákveðnar stað- reyndir dregnar fram í dagsljósið. Það fer ekki fram hjá fjöl- miðlum, sem hafa áreiðanlega vilja og löngun til að bæta stöðu sína í augum kvenna. ERFÐABREYTT MATVÆLI HAGKAUP hefur að sögn innkaupastjóra fyrirtækisins ritað bandarískum birgjum sínum og beðið um upplýsingar um hvort erfðabreytt hráefni sé að finna í vörum frá þeim. Þá hefur fyrirtækið Nathan & Olsen flutt innkaup sín á ákveðinni tegund af nasli frá Bandaríkjunum til Evrópu. Nói-Síríus hefur fengið vott- orð um að engin erfðabreytt hráefni séu í morgunkorni er fyrir- tækið flytur inn. Röksemdir talsmanna erfðabreyttra matvæla eru margvísleg- ar. Þeir færa rök fyrir því að til að metta stöðugt fjölmennara mannkyn verði að leita nýrra leiða. Þeir benda á að þróaðir hafa verið stofnar sem gera t.d. notkun skordýraeiturs óþarfa er hljóti að vera fagnaðarefni í augum neytenda. Þá er það vissulega svo að á þeim þrettán árum sem liðin eru frá því að byrjað var að rækta erfðabreytt matvæli hefur að mati bandarískra stjórnvalda ekki verið sýnt fram á að þau séu skaðleg. Það breytir hins vegar ekki því að greinilega er langt í að neyt- endur beri traust til þessara afurða. Enda kannski ekki nema von. Á síðustu árum hafa komið upp mýmörg mál er hafa grafið undan því trúnaðartrausti er verður að ríkja á milli matvælaframleið- enda og neytenda. Stöðugt fleiri neytendur sniðganga iðnaðarmatvæli og sækja þess í stað í lífrænt ræktaðar afurðir. Hugsanlega er þetta óttinn við hið óþekkta. Vel kann að vera að í framtíðinni muni ríkja sátt um þessar afurðir og að litið verði á tilkomu þeiiTa sem mikilvægt framfaraspor. Sem stendur ríkir hins vegar engin slík sátt og það hlýtur því að vera eðlileg krafa að neytendur geti sjálfir, út frá merkingum á umbúðum, tekið ákvörðun um hvort þeir vilji neyta matvæla er innihalda erfðabreytt hráefni. Er aukin áhersla á nám það sem kc Minnka gæði menntunar með tilkomu þver- faglegs náms eða aukast þau jafnvel? Hver er reynsla Háskóla Islands af þverfaglegu námi og hver eru viðbrögð atvinnulífsins? Ætti HI að hafa stefnu í kennslumálum og hver ætti hún þá að vera? Þessum og fleiri spurningum var varpað fram á kennslumálaráðstefnu inn- ✓ an Háskóla Islands um síðustu helgi, en einnig var fjallað um fjármál skólans og ráðstefnu- gestir veltu fyrir sér hlutverki Netsins í al- mennri kennslu. Hildur Friðriksdóttir var meðal þeirra sem sátu ráðstefnuna. RÁÐSTEFNAN, sem stóð yfir síðdegis síðastliðinn föstudag og allan laugardaginn, bar heitið Betri kennsla - betra nám. Að henni stóðu Stúdentaráð Há- skóla Islands auk kennslusviðs og kennslumálanefndar HI. Fyrri daginn var fjallað um Ijármál skólans, svo sem reiknilíkan og skiptingu fjáveitinga inn- an hans, en síðari dagurinn fór í að ræða námið, námstilhögun og kennslu. Þverfaglegu námi hefur venð vel tek- ið af nemendum Háskóla íslands að sögn þriggja kennara við skólann, sem greindu frá reynslu sinna deilda eða stofnana af því en einnig voru tveir nem- endur fengnir til að lýsa eigin reynslu. Nemi í umhverfisfræðum, Sebastian Peters, mannfræðingur, líkti falli hins akademíska múrs milli hugvísinda og raunvísinda við fall Berlínarmúrsins og sagði að sér þætti merkilegt að hafa tek- ið þátt í þeim báðum. Hann benti á, að raunvísindi og félagsvísindi væru ekki tvær andstæður eins og margir héldu fram, heldur töluðu menn sama tung- umál en frá sitthvoru sjónarhorninu. Þegar raunvísindamaður spyrði hugvís- indamann eða öfugt, hvemig í ósköpun- um hann gæti hugsað eins og hann gerði þá yrðu oft til nýjar hugmyndir. Ekki síst myndaðist nýr skilningur, sem ætti eftir að skila sér út í atvinnulffið og jafn- vel fjölskyldulíf, þar sem menn skildu betur sjónarhom hver annars. Ágúst Ágústsson laganemi taldi þver- faglegt nám alls ekki draga úr gæðum menntunar, heldur ýtti það undir fjöl- breytni og víðsýni nemenda. Hann lagði áherslu á að treysta ætti nemendum iyr- ir ákveðnu vali og hafnaði því að þeir reyndu sem best þeir gætu að velja létt námskeið. Þá taldi hann að nemendur úr sérhæfðu námi hefðu mun minni aðlög- unarhæfileika en hinir sem hefðu þver- faglegt nám að baki. Viðbrögð atvinnulífsins Ekki era nemendur einir um að telja þverfaglega námið til kosta, því að sögn eins frummælandans, Klöra Gunnlaugs- dóttur starfsmannaráðgjafa hjá Ráð- garði, hafa atvinnurekendur einnig sýnt jákvæð viðbrögð. Hún sagði að almennt væri markaðurinn farinn að kalla eftir víðtækari þekkingu einstakra starfs- manna, þótt þörfin fyrir djúpa sérþekkingu á einu fræðasviði væri enn fyrir hendi og mundi allt- af verða. Hún tók dæmi um iðnfyrirtæki sem óskaði eftir markaðs- manni með tæknilegan bakgrunn og þar kæmi þverfaglegt nám vel til greina. Þá væri áberandi um þessar mundir, að fyr- irtæki sæktust eftir starfsmanni sem hefði tölvu- eða verkfræðimenntun, auk viðskiptafræði og tungumálakunnáttu, svo dæmi væra tekin. Klara velti fyrir sér, hvort betra væri að vita lítið um mikið eða mikið um lítið og sagði að meta yrði aðstæður hverju sinni. Draumablanda hvers atvinnurek- anda væri starfsmaður sem hefði til- skilda menntun að baki, starfsreynslu, tölvukunnáttu, tungumálakunnáttu og hefði ákveðin persónueinkenni. „Ég neita því ekki að stundum vildi ég geta tekið tvo einstaklinga og skeytt þeim saman í einn,“ sagði hún. Námið þarf slípunar við Þrátt fyrir að ánægja sé með þverfag- lega námið era ekki allar hindranir úr vegi. Kom það fram í erindum Júlíusar Sólnes, sem fjallaði um umhverfisfræði á meistarastigi, Rannveigar Trausta- dóttur sem fjallaði um kynjafræði, sem er aukagrein á BA-stigi og Guðrúnar Pétursdóttur, sem ræddi um sjávarút- vegsfræði; nám á meistarastigi og jafn- framt elsta þverfaglega námið við skól- ann. Þau voru sammála um að þverfaglega námið passaði ekki inn í stjómkerfið; stýring MS-námsins væri úrelt, það passaði ekki inn í fjárhagslegt reiknilík- an skólans og þyrfti því endurskoðunar við. Sem dæmi væri erfitt að koma á laggirnar nýjum námskeiðum, „því allar deildir væra á hausnum", eins og Júlíus sagði. Kynjafi'æðin er kennd sem 30 eininga aukagrein til BA-prófs og er samvinnu- verkefni félagsvísinda- og heimspeki- deildar. Sagði Rannveig að reynslan af því að láta umsjón námsins vera tvö ár í hverri deild hefði ekki gefist vel. Of mik- ill losarabragur væri á því og þverfag- legu greinamar þyrftu að eiga einhvem samastað með fastan starfsmann sem héldi utan um námið. Bæði Guðrún og Rannveig bentu á að þar sem nemendur kæmu úr mjög fjöl- breyttu umhverfi væri mikilvægt að þeir hefðu ákveðinn samastað, þar sem þeir gætu meðal annars fengið stuðning hver af öðram. Þrátt fyrir að mismunandi deildir útskrifuðu nemendur væra þeir „utangarðsmenn" þegar leitað væri eftir vinnuaðstöðu. í svipaðan streng tók Júl- íus, sem sagði að þó svo að búið væri að finna flestum nemendum pláss í deildum væri undantekning þar á. Nefndi hann sem hugsanlegan möguleika, að stofn- anhTiar sjálfar útskrifuðu nemendur sína í framtíðinni í stað þess að þeir út- skrifuðust úr mismunandi deildum. Þá vék Guðrún að lokaverkefnum í meistaranámi og sagði að í stað þess að vinna 30 eininga rannsóknarverkefni vildu nemendur hafa möguleika á að Ijúka 15 eininga rannsóknarverkefni en hafa í staðinn val um fleiri námskeið á eigin áhuga- sviði. Hún gagmýndi að deildir byggju til forkröfur þannig að allt að 20 einingar bættust við í deild áður en menn gætu hafið meistara- námið. Hún tók undir með Ágústi Ágústssyni um að háskólanemar væra ekki að reyna að sleppa vel frá námi heldui’ vildu þeir setja saman óskalista um námskeið. Fyrirlestrarform eða aðrar aðferðir? I inngangserindi sínu í upphafi síðaii ráðstefnudagsins sagði Páll Skúlason rektor það hlutverk Háskólans að skoða sífellt nýjar leiðir bæði í grannnáminu og framhaldsnáminu. Starf kennarans jöfnum höndum rannsókir og kennsla og höfuðuppspretta nýjunga fælist í því að tír Háskóla íslands. Páll Skúlason rel og framhaldsnáminu. Starf kennarans í því að spyrja tveggja spurninga: H\ spyrja tveggja spuminga: Hvað væri forvitnilegt að vita og hvað nemendur skólans þyrftu að vita og skilja. Þá nefndi hann nokkur atriði sem mikil- vægt væri að hyggja að og þar á meðal væri að bæta kennsluna og efla sjálfs- nám nemenda „í stað þess að kenna þeim allt það sem við vitum,“ eins og hann sagði. Samkvæmt orðum Ingvars Sigur- geirssonar kennslufræðings er engin kennsluaðferð jafn mikið notuð á há- skólastigi og fyrirlestrar en jaftiframt engin kennsluaðferð jafn umdeild. Vitn- aði hann í rannsóknir og sagði að gæði fyrirlestra stæðu og féllu með fyrirles- uram en margir þeirra þekktu ekki ein- földustu íýrirlestrartækni. „í háskólun- um tveimur standa mikils metnir fræðimenn og þylja sæmilega áheyri- lega efni sem nemendur íylgjast vel með og telja sig skilja ágætlega, en hafa engu að síður lítinn áhuga á um leið og þeim finnst efnið hafa takmarkaða þýðingu!" var túlkun hans á fyrirlestrarforminu samkvæmt þeim niðurstöðum sem hann fékk. Fellur þetta nokkuð að þeim niður- stöðum, sem Ingibjörg Bjömsdóttir meistarafræðinemi skýrði frá varðandi athugun á kennsluaðstæðum í félagsvís- indadeild. Nemendur töldu að kennara skorti ýmiss konar kennslutækni, svo sem að stýra umræðum og hópvinnu. Vildu nemendur gjaman sjá námskeið fyrir kennara í þessum þáttum. Ingvai’ Sigurgeirsson sagði að ætti hann að ráðleggja kennumm, legði hann til að 30 mínútur yrðu notaðar í fyrir- lestur en 15 mínútur til að velta fram spurningum, fá fram umræður og fá nemendur til að taka saman niður- stöður. Ingibjörg Bjömsdóttir sagði að nem- endur vildu fá þjálfun í akademískum fræðum en slfkt væri erfitt í fjölmennum námskeiðum. Ur því væri hægt að bæta með því að skipta í umræðuhópa og mál- stofur. Þá vildu nemendur markvissari þjálfun í sjálfstæðum faglegum vinnu- brögðum, sem gætu falist í stuttum, erf- iðum verkefnum, þar sem forsendur væra metnar og fæmi í rökhugsun æfð. Ennfremur vildu þeir fá þjálfun í fræði- legri umræðu með virkri þátttöku nem- enda. Þá sagði hún að jákvæð reynsla Raunvísindi og fé- lagsvísindi ekki andstæður eins og margir halda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.