Morgunblaðið - 26.01.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.01.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ þverfaglegt ima skal? Morgunblaðið/Kristinn dor sagði það hlutverk skólans að skoða sífellt nýjar leiðir bæði í grunnnáminu væri jöfnum höndum rannsóknir og kennsla og höfuðuppspretta nýjunga fælist 'að væri forvitnilegt að vita og hvað nemendur skólans þyrftu að vita og skilja. hefði fengist með viku kennsluhléi á námstímabilinu, þar sem nemendur gætu unnið að verkeíhavinnu. Best væri ef kennari hefði tóm tU að leiðbeina við verkefnagerðina. Nýneminn, Sölvi Björn Sigurðsson, lýsti því hvemig nám í HI kom honum fýrir sjónir, en hann stundar nám í bók- menntafræði og íslensku. Hann sagði að heimspekinemar væru greinUega minna metnir í augum þjóðfélagsins en tU dæmis verkfræði- eða læknanemar. Námið væri þó jafn mikUvægt og tU að auka virðingu þess bæði innan og utan skólans væri nauðsynlegt að það lyti sömu kröfum og annað nám. Kennsluþátturinn fái aukið vægi Guðrún Geirsdóttir lektor ræddi um hlutverk kennarans, sem hún sagði að væri sífeUt að verða flóknara, bæði vegna aukins fjölda nemenda, sem væru á mismunandi aldri og með mismunandi bakgrunn. Sumir væru að koma í sí- og endurmenntun en aðrir að hefja há- skólanám beint eftir framhaldsskóla. Þá nefndi hún auknar kröfur t.d. um upp- lýsingatækni, tölvunotkun, og nýja kennsluhætti, t.d. vegna fjarkennslu. Hún benti á að sá gífurlegi fjöldi stunda- kennara, sem störfuðu við skólann fengju mjög takmarkaða aðstoð. Hún varpaði fram spurningunni hvort há- skólakennarar væru haltir og valtir á fótunum og svar- aði því játandi, enda væri stuðningur við þá ekki mik- ill. Hún sagði að allir væru sammála um nauðsyn rann- sókna, en benti á að kennsluhlutverkið væri ekki metið að verðleikum að sama skapi. Þó hefði ver- ið það nýmæli á síðustu háskólahátíð að veitt var viðurkenning fyrir framúr- skarandi kennslu. Vakti hún athygli á því, að kennsluhlutverkið væri ekld við- urkennt sem framgangsmáti innan skól- ans og því þyrfti að breyta. I sama streng tók David Wilkinson, sérfræðingur við Oxford-Brookes Uni- versity, sem vísaði í fjölþjóðlega rann- sókn um hvemig best væri að auka gæði náms í háskólum. Þar var efst á óska- lista kennara að viðurkenning á kennslu yrði metin sem mikilvægur þáttur varð- andi fastráðningu og stöðuhækkanir. Hann kynnti þrjú líkön um áhrif breytts kennslufyrirkomulags, þ.e. stofnana- módelið, hið pólitíska módel og nem- endahvetjandi módel. Hann lagði áherslu á að til að breytingar yrðu ár- angursríkar og héldust væri samvinna alfra nauðsynleg, þar með talið alls starfsfólks og nemenda. Kennslumiðstöð tekur til starfa Þá kom fram í máli Guðrúnar Geirs- dóttur og Þórðar Kristinssonar kennslustjóra að verið væri að setja á fót kennslumiðstöð, sem gert er ráð fyrir að verði tekin í notkun á þessu misseri. Hlutverk hennar verður að veita kenn- urum HÍ faglega aðstoð við að sinna sem best kennslu sinni. Ráðgert er að kennslumiðstöðin verði faglega tengd uppeldis- og menntunarfræði í félags- vísindadeild. Að síðustu lýsti Hjálmtýr Hafsteins- son, dósent í tölvunarfræði, notkun sinni á Netinu í tengslum við kennsluna. Hann sagðist ekki setja fyrirlestrana á Netið, því væru notaðar góðar kennslu- bækur þyrfti þess ekki. Hins vegar not- aði hann vefsíðuna til þess að vísa á handbækur, önnur sambærileg nám- skeið í öðrum háskólum og gömul próf og forrit sem nemendur gætu nýtt sér. Framtíðarsýn hans á notkun Netsins í tengslum við kennslu var meðal annars sú, að fyr- irspumartímar gætu orðið á spjallrásum, upp- tökur af fyiirlestrum færu á Netið og að skil á dæmum og verkefnum yrðu í auknum mæli í gegnum tölvupóst. í samantekt Hjalta Hugasonar, for- manns kennslumálanefndar, í lok ráð- stefnunnar kom meðal annars fram að með samningi HÍ og ríkisvaldsins væri búið að þróa reikni- og deililíkan til þess að halda utan um fjárveitingar skólans og nýtingu þeirra. Ávinningurinn væri að fjárveitingar til háskólans hefðu farið hækkandi, viss tengsl væni komin á milli stúdentafjölda og fjárveitingar, sem auðveldaði alla áætlanagerð. Þrátt fyrir það mætti ekki líta framhjá því að skólinn byggi við fjársvelti. Nemendur telja kennara skorta ýmislegt 1 kennslutækni MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 31 --------------------------------------------------------- Hláturklúbburinn í Kópavoffl hittist einu sinni í mánuði Morgunblaðið/Sverrir Sigurbjörg, forstöðukona Gullsmára og Gjábakka, sagði frá með miklum tilþrifum. Glatt á hj alla í Gullsmára Það var svo sannarlega glatt á hjalla í Gull- smára, öðru af tveimur félagsheimilum eldri borgara í Kópavogi í gærkvöldi, þegar Hlát- urklúbburinn kom sam- an venju samkvæmt, síðasta þriðjudaginn í mánuðinum. Björn Ingi Hrafnsson fékk að fylgj- ast með kerskni og kímni af bestu gerð. MORGUNBLAÐIÐ sagði frá starfsemi klúbbsins í síð- ustu viku, en hann var stofnaður fyrir um ári og er ætlaður eldri borgurum í Kópavogi sem hafa gaman af því að koma saman, sýna sig og sjá aðra og umfram allt hlæja vel og innilega að öllu því broslega í tilverunni. Stemmningin var góð í gærkvöldi þegar Morgunblaðsmenn bar að garði; meðlimir klúbbsins flestir búnir að koma sér fyrir við borðin í einum af sölum Gullsmára og tilbún- ir að kitla hláturtaugamar. „Við byrjum á ofurlítilli upphitun," sagði vingjarnleg kona, einn af for- sprökkum hópsins, eins og til út- skýringar og lét síðan fyrstu sprengjuna falla. „Vitiði hver er refsingin við tvíkvæni? - Jú, tvær tengdamæður,“ og við það sprakk salurinn eins og hann lagði sig og ís- inn var brotinn; hláturinn þessi eini og sanni hafði tekið sér bólfestu í hjörtum viðstaddra og virtist gera sig í meira lagi heimakominn eina ofurlitla kvöldstund. Stofuað var til klúbbsins á sínum tíma eftir að greint hafði verið frá því að Danir söfnuðust saman í henni kóngsins Kaupmannahöfn þúsundum saman til þess að hlæja. Með því mætti því víst lengja lífið, þó ekki væri nema svolítið, og fram- kvæmdafólkið í Kópavogi lét auð- vitað ekki segja sér það tvisvar, heldur stofhaði hláturklúbbinn og með hverjum inánuðinum fjölgar fé- lagsmönnum og fyrirspurnum hreinlega rignir inn í Gullsmára og Gjábakka, hina félagsmiðstöðina. Á báðum stöðum er Sigurbjörg Björgvinsdóttir hæstráðandi og henni fer vel að laða fram hið spaugilega í tilverunni og tekur af lífi og sál þátt í starfi Hláturklúbbs- Hvort sem það voru sögumar af séra Bjama, Tómasi borgarskáldi eða einhverjum öðrum brást ekki að hlátur fylgdi lokaorðinu. Hláturinn lengir lífið, sagði einhvers staðar, og ekki síst þess vegna var Hláturklúbburinn stofnaður. ins, rétt eins og fleiri klúbba í félags- miðstöðvunum tveimur. Þar á bæ er fólk nefnilega meira en lítið athafna- samt og eldri borgarar láta sér vel lfka. Áður en tekið var til við hlátur í gærkvöldi hafði línudansklúbburinn ráðið ríkjum í salnum, bridsklúbbur- inn kemur þar einnig saman endrum og sinnum og þannig mætti áfram telja - allir ættu að geta fundið sér eitthvað við að vera í félagsstarfl eldri borgara í Kópavogi. „Hvað - héma sitja allir sanian í hring eins og einhverjar spákerling- ar,“ varð einni frú að orði sem hún steig inn úr dymnum og leit yfir við- stadda. „Við erum komin hér hjónin til að kynna okkur þennan félags- skap,“ bætti hún svo við og var ekki annað að sjá en þau hjónakornin, ættuð vestan úr Súgandafirði, létu sér vel líka. Áður en yfir lauk vom nokkrar sögurnar úr þeirra digm slgóðu koninar upp á yfirborðið, við- stöddum til óblandinnar ánægju. „Maður veit að maður er orðinn <~ gamall þegar hárvöxturinn í eyrun- um er meiri en ofan á höfðinu," sagði ein og hópurinn hreinlega veltist um af hlátri. Til þess er leik- urinn einmitt gerður; sumir em komnir til að segja frá og gera það svo undur skemmtilega, aðrir vilja fremur hlusta og hlæja svo hátt og snjallt. Býsnin öll af sögum og kveð- skap era látin flakka, farið er með þulur og inn á milli læðist með neð- anbeltisgaman grátt. Sögur af hon- um séra Bjama, Jónasi frá Ilriflu, Tómasi borgarskáldi og svo auð- vitað úr heimabyggðinni gleðja og ^ fræða viðstadda sem um leið og þeir búa sig til heimferðar byrja að hlakka til næsta fundar. Hami verður seinasta þriðjudags- kvöldið í febrúarmánuði og allir em innilcga velkomnir, eins og Morgun- blaðsmenn vom beðnir til að skila til ldáturmildra lcsenda sinna. Sem er » og hér með gert. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.