Morgunblaðið - 26.01.2000, Side 35

Morgunblaðið - 26.01.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 35 UMRÆÐAN Eigum við ekki ísland? KRISTJÁN Bersi Ólafsson, fyrr- verandi skólameistari í Hafnarfirði, skrifaði grein í Morgunblaðið 29. desember síðastliðinn sem hann nefnir „Dapur dagur“. Við lestur greinarinnar kemur í ljós að sá „dapri dagur“ var stysti dagur árs- ins, 21. desember. Ekki þó vegna þess hve stuttur hann var heldur vegna þess að þann dag samþykkti Alþingi með 39 atkvæðum gegn 22 þingsályktunartillögu sem staðfestir heimild þingsins frá 1981 til handa iðnaðaiTáðherra til að veita Lands- virkjun leyfí til að virkja Jökulsá í Fljótsdal. Enda þótt ég sé á öðru máli en Kri- stján Bersi um Fljótsdalsvirkjun er það ekki tilefni þessa greinarkorns, enda sýnist mér að það mál sé honum svo mikið tilfinningamál að þar stoði rökræður lítið. En í grein hans kem- ur fram staðhæfing sem mér finnst ástæða til að gera athugasemdir við Hún er svohljóðandi: „Við eigum auðvitað ekki þetta land; það á sig sjálft, - en við höfum rétt til að nýta það og njóta þess, og þeim rétti eigum við að skila áfram til afkomenda okkar. En við höfum ekki rétt til að vinna á því varanlegar skemmdir.“ Landið á sig sjálft! Hvernig stend- ur á því að maður með fullu viti lætur aðra eins endaleysu frá sér fara? Þetta er endaleysa vegna þess að hvorki dýr, plöntur né dauðir hlutir geta verið eigendur að neinu af þeirri einföldu ástæðu að þeir eru alls ófær- ir um að fara með eignarrétt. Það ætti að vera óþarfi að rökstyðja nán- ar. Og hvaðan fengum við réttinn til að nýta landið og njóta þess úr því að við eigum það ekki? Væntanlega frá eigandanum, landinu sjálfu? Hvernig skyldi sú heimild hafa verið veitt? Sóttu forfeður okkar um nýtingar- réttinn? Og hvemig fór landið að því að afgreiða þá umsókn? Hvar skyldi vera að finna heimildir fyrh- því rétt- indaframsali? Nei! Fyni hluti setningarinnar er alger firra. Réttur - þar með auð- vitað talinn eignarréttur - er hugtak sem lýtur einvörðungu að vissum þáttum mannlegra samskipta. Ein- ungis menn hafa forsendur til að vera rétthafai’, þar með talið eignarréttar- hafar, eigendur. Auðyit- að eigum við landið. Það hefur verið skilningur forfeðra okkar og for- mæðra frá alda öðli. Eignarrétturinn felur í sér réttinn til að nýta landið og njóta þess. Sá réttur er ekki eitthvað aðskilið frá eignarréttin- um. Að okkur beri að skila þessum rétti til af- komenda okkar er næst- um því of sjálfsagt mál til að það þurfi að nefna það því að erfðaréttur hefur verið í gildi á ísl- andi síðan það byggðist. En enginn eignarréttur er alger. Hann takmarkast af réttindum ann- Orkumál Gengu kynslóðir 20. ald- ar á rétt þeirra, spyr Ja- kob Björnsson, sem eru -----------7--------------- ungir á Islandi í dag? arra manna, borinna og óborinna. Þótt við sem nú lifum eigum Island með öllum gögnum þess og gæðum leiðir ekki af þvi að við getum farið með það að vild. Við megum ekki ganga á rétt afkomenda okkar. Um það held ég að menn séu sammála. Um hitt kann sitt að sýnast hverjum hvað felist í því að ganga á rétt afkomenda okkar. Kristján Bersi sýnist vilja svara því á þann veg að við höfum ekki rétt til að vinna á land- inu „varanlegar skemmdir". Varanleg- ar skemmdir eru óæskilegar breytingar sem ekki er unnt að láta ganga til baka. Spurningin er þá hvaða breytingar séu óæskilegar. Kristján Bersi nefnir þar til „varanlega land- breytingu á stóru svæði“. Hafnar- fjörður er að verulegum hluta byggð- ur á hrauni sem mulið hefur verið niður í húsgranna. Enginn mannleg- ur máttur getur fært það hraun í upprunalegt horf þótt öll hús í Hafn- arfirði væru rifin. Voru unnar varan- legar skemmdir á landinu með byggðinni í Hafnarfirði? Var óæski- legt að byggja Hafnarfjörð á hraun- inu? Gengu menn á rétt afkomenda sinna með því? Og hvað um allar ósnertu fjörurnar sem fóru undir hafnarmannvirki og uppíyllingar í Hafnarfírði? Eða í Reykjavík? Eða á Akureyri? Eða...? Eða...? Eða...? Var óæskilegt að gera þessar hafn- ir og uppfyllingar? Sannleikurinn er auðvitað sá að það verður með engu móti búið í þessu landi með þeim hætti að mætt sé kröfum nútímamannsins án þess að gera „varanlegar landbreytingar á stóru svæði". Meira að segja mörg- um stórum svæðum. SpurningunnSÍ um rétt afkomenda okkar og hvernig við forðumst að ganga á hann verður að svara heildstætt með því að reyna eftir bestu getu að svara þessari spumingu: Hvemig eigum við að fara að því að skila afkomendum okk- ar ekki lakara íslandi, þegar á heild- ina er litið, en það ísland var sem við tókum við? Helst betra íslandi! Þetta er ekki endilega auðveld spurning. Kannske getur það orðið til einhverr- ar hjálpar við að svara henni að spyrja annarrar spumingar, þar sem við reynum að setja okkur sjálf í spor afkomendanna: Myndum við sem nú lifum, ef við ættum þess kost, vilja skipta á íslandi ársins 2000 og Is- landi ársins 1900? Með öllum ósnert- um hraunbreiðum þess síðarnefnda, ósnertum fjömm, fjallshlíðum ósn- ertum af bílvegum ografmagnslínum og ám ósnertum af brúm og virkjun- um? Var ísland ársins 1900 kannske eftir allt saman betra en ísland árs- ins 2000? Gengu kynslóðir 20. aldar á rétt þeirra sem em ungir á íslandi í dag? Af svöram við þessum spurn- ingum getum við kannske eitthvað lært um það, hvemig við skilum af- komendum okkar betra íslandi. Höfundu r er verkfrædingnr og fyrrverandi orkumálastjóri. Jakob Björnsson Meisturum verður á í messunni SKAK Faxafen 12 SKÁKÞING REYKJAVÍKUR 9.jan.-4.feb. 2000 ÓVENJU skemmtilegt hefur verið að fylgjast með Skákþingi Reykjavík- ur sem nú stendur yfír. í bland við góða taflmennsku hafa hinir ótrúlegustu afleik- ir litið dagsins ljós, jafn- vel hjá sumrnn sterk- ustu þátttakendunum eins og fram kemur síð- ar í þættinum. Þá hafa nokkrir ungir skák- menn stigið enn eitt sjömílnaskrefið í átt að æðri metorðum með frá- bærri frammistöðu sinni á mótinu. Það má því segja, að mótið hafi upp á allt það að bjóða sem kætir skákáhugamenn. Þó að sjö umferðum sé lokið á mótinu hafa línur lítið skýrst og fjölmarg- ir skákmenn eygja enn von um efsta sætið á mótinu: 1. Þröstur Þórhallsson 6 v. 2. -5. Bragi Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Sigurður P. Steindórss., Stefán Kristjánsson 514 v. 6.-10. Björn Þorfinnsson, Davíð Kjartansson, Sigurbjörn Björnsson, Arnar E. Gunnarsson, Bragi Halldórsson 5 v. 11.-15. Júlíus Friðjónsson, Kristján Eðvarðsson (+fr.), Róbert Harðarson (+fr.), Dagur Arngrímsson, Ólafur í. Hannesson 4!4 v. o.s.frv. Þröstur Þórhallsson, eini stór- meistarinn á mótinu, hefur því náð forystunni, þótt einungis skilji hálfur vinningur hann frá næstu keppend- um. Þar á eftir koma ungir og efnileg- ir skákmenn. Ánægjulegt er að sjá eitt okkar mesta skákmannsefni, Braga Þorfinnsson, ná svo góðum árangri. Hann dró verulega úr skák- iðkun eftir að hann hóf nám í mennta- skóla, en greinilegt er að hann er aft- ur kominn með óbilandi sjálfstraustið sem einkenndi hann áður. Hann er m.a. búinn að tefla við þá Þröst og Jón Viktor og báðar skákirnar end- uðu með jafntefli. Búist var við því fyrirfram að Jón Viktor mundi berj- ast um efsta sætið, enda annar af tveimur alþjóðlegum meistumm á mótinu. Þetta hefur gengið eftir þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á í skák- um hans eins og sjá má hér á eftir. Sigurður Páll Steindórsson hefur komið verulega á óvart með árangri sínum og ljóst er að hann hefur tekið stórt stökk upp á við í styrkleika. Hann hefúr m.a. sigrað þá Róbert Harðarson, Sævar Bjarnason og Júlíus Friðjónsson. Stefán Kristjánsson er annar ungur skákmaður sem hefur verið í stöðugri framför undanfarin ár. Eftir óvænt tap í ann- arri umferð hefur hann fengið 4V4 vinning í síð- ustu fimm umferðum og jafnteflið var gegn sjálfum Þresti Þór- hallssyni í sjöundu um- ferð. Mörg óvænt úrslit hafa litið dagsins ljós á mótinu, sem meðal annars hafa verið rædd á umræðuhomi skákmanna á Netinu (www.vks.is/cgi-bin/conf- ig.pl). Tveir af afkastamestu pennum hornsins og einu þátttakendurnir í Skákþinginu sem bera titil alþjóðlegs meistara hafa komið þar við sögu og í kringum skákir þeirra hafa spunnist hressilegar umræður. Þær kveiktu áhuga undirritaðs á skákunum, sem sýna svo ekki verður um villst að allt er mögulegt í skák og hitt að hún ger- ir ekki greinarmun á Jóni og séra Jóni þegar byrjunarmistök em ann- ars vegar. Hvítt: Sævar Bjarnason Svart: Jóhann Yngvason Frönsk vörn [C15] l.e4 e6 2.d4 d5 3.Rc3 Bb4 4,Rge2 de 5.a3 Bxc3+ 6.Rxc3 Rf6 7.Bg5 h6?! 8.Bh4?! Rc6 9.Rxe4g5 Eftir ónákvæmni beggja keppenda er komin upp staða sem býður upp á spennandi flækjur eftir 10. Rxf6 Dxf6 11. Bg3 Rxd4 12. Bxc7. Hvað gerðist núna er erfitt að útskýra, en með vís- an til ummæla Sævars um fingur- brjót kollega síns mætti ætla að staða himintunglanna þetta kvöldið hafi verið honum andsnúin. 10.Bg3?? Ótrúlegt en satt! Hvítur missir mann fyrir borð bótalaust. 10.. ..Rxe4 ll.BbS Bd7 12.c3 Rxg3 13.hg Re7 14.Bd3 Bc6 15.Hh2 Dd5 16.Dd2 Ba4 17.De2 0-0-0 18.Bc4 Dc6 19.Hcl a6 20.Ba2 Bb5 21.c4 Hxd4 22.Kfl Hhd8 23.Hxh6 Hd2 24.Del Ba4 Eftir mannsvinninginn hefur svartur teflt af nokkru öryggi, en eft- irfarandi leikjaröð sýnir að hægt var að útkljá skákina með glæsilegri hætti: 24...RÍ5! 25.cb (25.Hh3 g4 26.cb Re3+ 27.Dxe3 Dxcl+) 25....Rxg3+ 26.Kgl Re2+. 25.De5 Db6 26.Df6Hdl + Aftur var 26...RÍ5 betra. 27.Hxdl Hxdl+ Hvítur gafst upp. 0:1 Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Júlíus Friðjónsson Caro-Kann [B12] l.e4 c6 2.d4 d5 3.e5 Bf5 4.Rc3 e6 5.g4 Bg6 6.Rge2 c5 7.h4 f6 8.Rf4 Bf7 9.De2? 9. exf6 hefði verið betra. 9.. ..Rc6 lO.ef Rxd4 ll.Db5+ Dd7 12.fg Bxg7 13.Dxc5?? Torfi Stefánsson benti á að hvítur hefði eftir 13. Kdl getað haldið taflinu Þröstur Þórhallsson gangandi og má það til sanns vegar færa. Þó að svartur standi þá óneit- anlega betur er baráttunni fjarri því að vera lokið þar sem hvítur hefur meira rými á kóngsvæng og svartur þarf að svara þeirri erfiðu spurningu hvemig miðborðspeðastaða sín eigi að vera. Eftir textaleikinn tapar hvít- ur liði. 13.. ..b6! Á umræðuhominu er margt skop- legt lagt til málanna. Til að mynda hélt Sævar því fram að þennan leik hefði hann getað séð frá geimstöðinni Mír, en eins og kunnugt er ku hún ekki vera langt frá hinum örlagaríku himintunglum! 14.Dxd4 Tapar drottningunni en eftir 14. Bb5 hefði hvítur bara verið manni undir! Framhaldið þarfnast ekki skýringa, en furðulegt var af hálfu hvíts að halda áfram vonlausri bar- áttu sinni þar sem auðsætt er að hon- um yfirsást að eftir 15. Bb5 kemur 15. . . Bxc3+ og drottningin fellur bóta- laust. Hins vegar em skýringar á öllu og sjálfsagt hefur flensan spilað þar stóra rallu því að stjórnandi hvítu mannanna var undirlagður af þeim óskunda! 14.. ..Bxd4 15.Rb5 Bg7 16.Rh5 Bxh5 17.gh Rh6 18.Hgl Rf5 19.Bf4 Bxb2 20.Hbl Bf6 21.Bd3 Rxh4 22.Rc7+ Kf7 23.Bb5 De7 24.Rxa8 Rf3+ Hvítur gafst upp. 0:1 Corus-mótið í Wijk aan Zee Átta umferðum er nú lokið á Cor- us-skákmótinu í Wijk aan Zee. Öllum skákum í áttundu umferð lauk með jafntefli, nema hvað Adams sigraði Short með svörtu. Staðan á mótinu er sem hér segir: 1. Gary Kasparov 5'A v. 2. Vladimir Kramnik 5V4 v. 3. Viswanathan Anand 5 v. 4. Peter Leko 5 v. 5. Jeroen Piket 4‘/2 v. 6. Alexander Morozevich 4'A v. 7. Michael Adams 4V2 v. 8. Jan H. Timman 4 v. — 9. Predrag Nikolic SV2 v. 10. Nigel D. Short 3‘/2 v. 11. Viktor Korchnoi 3 v. 12. Smbat G. Lputian 3 v. 12. Judit Polgar 2‘/2 v. 13. Loek Van Wely 2 v. Skák aldarinnar Frestur til að velja skák aldarinnar rennur út 31. janúar, þannig að fáir dagar em til stefnu. Skákáhugamenn eru hvattir til að taka þátt í valinu. Skákirnar sem valið stendur um og leiðbeiningar um valið má finna á heimasíðu Taflfélagsins Hellis: sim- net.is/hellir. Skák aldarinnar verður kynnt og skýrð á skemmtikvöldi skákáhugamanna 11. febrúar. Skákmót á næstunni 30.1. SÍ & Síminn-Internet. Mátnet- ið 6.2. SI. Grunnskólamót stúlkna 6.2. TR. Skákþing Rvk. Hraðskák 7.2 Hellir. Atkvöld kl. 20 11.2 Skerumtikvöld kl. 20 11.2. TR. Islandsm. framhaldssk. 12.2. SI. SÞI, barnaflokkur 14.2. TG. Mánaðarmót 14.2. Hellir. Meistaramót Hellis Daþi Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson mið. 26. jan. • mið. 2. feb. mið. 16. feb. • mið. 23. feb. Ðorgarleikhúsið Miðasala í sfma 568 8000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.