Morgunblaðið - 26.01.2000, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Guöbjörn Ein-
arsson fæddist á
Kárastöðum í Þing-
vailasveit 2. nóvem-
ber 1918. Hann lést á
Vífilsstaðaspítala 17.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Einar Halldórsson,
hreppstjóri, f. 18.11.
1883, d. 19.12. 1947,
og kona hans Guð-
rún Sigurðardóttir,
húsfreyja, f. 7.7.
1892, d. 25.2. 1955.
Þau eignuðust ellefu
böm. Systkini Guð-
björns, sem em látin: Halldór, f.
1913, d. 1981; Sigurður, f. 1915, d.
1992; Jóhanna, f. 1916, d. 1978;
Björgvin, f. 1921, d. 1985; Guð-
björg, f. 1925, d. 1927; Geir, f.
1927, d. 1942. Eftir lifa: Elísabet, f.
1922; Guðbjörg, f. 1928; Hallfríð-
ur, f. 1930; og Stefán Bragi, f.
1933; og fósturbróðir
Árni Halldórsson, f.
1923.
Guðbjörn ólst upp á
Kárastöðum. Hann
vann þar að bústörf-
um frá barnsaldri.
Hann fór í Bændaskól-
ann á Hvanneyri og
lauk þar búfræðiprófi
1941.
Guðbjörn kvæntist
13.11. 1943 Elínu
Steinþóru Helgadótt-
ur frá Vopnafirði.
Hún er dóttir Helga
Frímanns Magnússon-
ar bónda og Matthildar Vilhjálms-
dóttur, konu hans. Guðbjörn og El-
ín eignuðust sex börn. Þau eru: 1)
Gunnlaugur Geir, f. 16.12. 1943,
hann á þrjár dætur og þrjú barna-
böm. 2) Guðrún, f. 3.5.1945, maki
Böðvar Guðmundsson, þau eiga
fjögur böm, fímm barnabörn og
eitt barnabarnabarn. 3) Erla f.
10.2.1947, maki Kristinn Víglunds-
son, þau eiga þijár dætur og sjö
barnabörn. 4) Einar f. 22.05.1951,
hann á fímm börn og eitt barna-
barn. 5) Helgi f. 14.7. 1953, maki
Þóra Einarsdóttir, þau eiga tvö
börn. 6) Kári, f. 28.2. 1956, í sam-
búð með Önnu Maríu Langer,
hann á þijú börn. Elín er nú til
heimilis í Foldabæ í Reykjavík.
Guðbjörn og Elín hófu búskap á
Kárastöðum 1943 og bjuggu þar til
ársins 1979. Guðbjöm var hrepp-
stjóri Þingvallahrepps 1947-1979
og sat í sýslunefnd. Hann var í
sóknarnefnd Þingvallasóknar
1942-1960 og formaður Búnaðar-
félags Þingvallahrepps um árabil.
Hann var og lengi grenjaskytta
sveitarinnar. Þá var hann með-
hjálpari í Þingvallakirkju um
margra ára skeið. Á árinu 1979
fluttu hjónin til Reykjavíkur. Þar
starfaði hann fyrsta árið hjá Stétt-
arsambandi bænda og síðan í Osta-
og smjörsölunni meðan heilsan
leyfði.
Útfór Guðbjörns fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
GUÐBJORN
EINARSSON
íslendingar og fjölmargt fólk ann-
arra þjóða hefur séð Þingvelli og
Þingvallasveit í sumar- og haust-
skrúða. Margt er sem laðar að, sagan
og fegurðin þó mest. Stórbrotin verk
_ jalds og umbrota úr jarðardjúpum
eiga sér engan líka. Blágresið, lita-
skrúð annars blómgróðurs og trjáa,
silfurtærar vatnsgjár, eða yndis-
stundir á bökkum hins mikla vatns,
þegar blíður andvari á sólardegi
hreyfir vatnsborðið, þannig að það
merlar allt í silfruðum geislum, heilla
alla sem fá að sjá og njóta. Á slíkum
dögum má þess einnig vænta að
heyra hljómkviður himbrimans, kon-
ungs fugla vatnsins, óma bakka á
milli.
Færri þekkja Þingvallasveit í vetr-
,4fe"skrúða, þegar snjóar og ísalög
setja svip á sveitina, tunglið varpar
gullnum bjarma á hnúka og hjam-
breiður undir stjömubjörtum himni.
Hið stórkostlega sköpunarverk er
umlukið himingnæfum ijöllum á alla
vegu.
I þessari fögm en harðbýlu sveit
hefur þróast mannlíf í þúsund ár.
Lengst af hefur hún verið afskekkt.
Fjallaauðnir taka við utan heima-
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
mblómaverkstæði I
INNAfe |
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áratöng reynsla.
Svemr Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
•Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
landa býla. Sveitin var mun fjöl-
mennari fyrr á tíð, því mörg býli
lögðust af við stofnun þjóðgarðs á
Þingvöllum 1928. íbúar sveitarinnar
lifðu löngum af því, sem landið og
vatnið gaf og urðu að bjarga sér sjálf-
ir með samgöngur, einkum að vetr-
um. AUtaf komust menn það sem
þurfti, því heimamenn bjuggu bæði
yfir kjarki og ráðsnilld. Erfitt var og
er um ræktun og öflun töðufengs, en
vatnið gjöfult, sem tryggði fólki ný-
meti. Silungur og murta voru auk
þess notuð í vöruskiptum við ná-
grannabyggðir.
Ein af jörðum sveitarinnar er
Kárastaðir. í jarðabók Áma Magn-
ússonar og Páls Vídalíns frá 1711 er
jörðinni ekki lýst sem neinni kosta-
jörð, fremur en öðrum jörðum í sveit-
inni, þar segir m.a.: „Túnið spillist af
leiráburði, sem gil eitt áber. Engjar
eru engar vissar, nema kropp í laut-
um út um hagann hingað og þangað.
Hér er hætt stórum mönnum og fén-
aði fyrir gjám og klettaskorum þá
snjó leggur yfir. Torfrista og stunga
er hér og h'tt nýtandi. Þessi jörð
mætir og stórfelldum skaða af hesta-
beit alþingismanna og svo annarra
lestamanna. Vatnsból þrýtur hér í
mestu þurrkasumrum og er þá langt
og erfítt vatns að orka.“
Um aldamótin 1900 fluttu hjónin
Halldór Einarsson og Jóhanna
Magnúsdóttir frá Skálabrekku í
Þingvallasveit, að Kárastöðum. Son-
ur þeirra, Einar og Guðrún Sigurðar-
dóttir frá Hrauntúni í Þingvallasveit,
kona hans, tóku síðar við búinu.
Kárastaðir urðu á þessu tímabili
öflugt býli, en mikil aðföng þurfti, því
heimilið var fjölmennt. Böm Einars
og Guðrúnar urðu 11. Af þeim kom-
ust 9 til fullorðinsára.
Árið 1925 var lokið við byggingu
mikils íbúðarhúss á Kárastöðum,
sem enn stendur og var á sínum tíma
með reisulegustu húsum í sveit á ís-
landi. í húsinu var aðstaða til að hýsa
ferðamenn og aðra gesti, enda mun
það m.a. hafa verið tilgangurinn með
byggingu stórhýsisins.
Kárastaðir urðu þannig eitt fyrsta
ferðaþjónustubýli á íslandi og vænk-
aðist hagur heimilisins á næstu ár-
um, sem varð á margan hátt miðdep-
ill sveitarinnar.
Einar varð hreppstjóri í sveitinni
og sýslunefndarmaður Árnessýslu,
auk margra annarra trúnaðarstarfa.
Margir áttu því erindi heim að Kára-
stöðum og þar var oft „hlegið hátt og
hent að mörgu gaman.“ Heimafólk í
sveitinni sló oft upp balli í hinum
rúmgóðu húsakynnum. Ekki skorti
undirleik meðan Halldór Einarsson
var enn í foreldrahúsum, en hann
varð einn vinsælasti harmoníkuleik-
arilandsins.
í þessu umhverfi fæddist Guð-
bjöm og fóstraðist. Ætt hans, um-
fram það sem að framan greinir, má
m.a. rekja til sr. Páls Þorlákssonar,
prests á Þingvöllum, 1780-1818,
bróður Jóns Þorlákssonar, prests og
skálds á Bægisá. Hann ólst upp við
öll venjuleg sveitastörf, fjárhirslu,
veiði í Þingvallavatni, rjúpna- og
refaveiði. Hann varð slyngur og ann-
álaður veiðimaður og grenjaskytta.
Um tvítugsaldur innritaðist hann í
Bændaskólann á Hvanneyri og
stundaði þar nám í tvo vetur. Þaðan
útskrifaðist hann 1941 sem búfræð-
ingur með hæstu einkunn sem gefin
hafði verið við skólann, ágætiseink-
unn 9,52. Hann reyndist jafnvígur á
bóklegt og verklegt nám, fékk t.d.
einkunnina 10 í búfræði, búfjárrækt,
búreikningum og jarðrækt, en var
einnig í efstu mörkum einkunnaskal-
ans með 10 í verklegum fögum og
fyrir dugnað við verkleg störf.
En Guðbjöm jók ekki aðeins þekk-
ingu sína á Hvanneyri, sem átti eftir
að nýtast honum á svo margvíslegan
hátt í lífi og starfi. Þar hitti hann El-
ínu Helgadóttur frá Bjargi í Vopna-
firði, sem var við störf á Hvanneyri
og varð eiginkona hans árið 1943.
Þau fylgdust eftir það að meðan líf
entist báðum og gerðist Elín hús-
móðir á Kárastöðum við hlið tengda-
móður sinnar.
Einar, faðir Guðbjöms, dó um ald-
ur fram árið 1947 og tók þá Guðjöm
fljótlega að sér stjórn og rekstur
Kárastaðabúsins og hins mannmarga
heimilis. Hann gaf sig ekki að ferða-
mannaþjónustu, nema af greiðvikni
við kunningja og vini, en leitaði þess í
stað eftir að efla búrekstur. Sauðfjár-
bú hans varð mjög afurðagott og
hann leitaði allra tiltækra leiða til að
stækka töðuvöll og auka þar með
heyfeng, en þar var erfitt um vik,
eins og framanskráð jarðarlýsing ber
með sér. Hann byggði mikinn og góð-
an húsakost yfir búfénað.
Veiði í Þingvallavatni var sótt fast
og þurfti oft harðneskju til, t.d. við
murtuveiði á haustin. Hann lét
byggja stóran bát með stýrishúsi,
sem hann skírði í höfuð hollvættar
sveitarinnar. Armaður hét báturinn
og leitaði Guðbjöm á honum með
nýtísku leitartækjum eftir afla á
dýpra vatni, og lengra úti en áður
hafði verið gert. Jafnframt byggði
hann í nýju íbúðarhúsi starfsaðstöðu
til þess að hreinsa afla og pakka sam-
kvæmt ströngustu hreinlætiskröf-
um. Hann lagði mikla vinnu og fjár-
muni í þessi verkefni, sem að hluta
mátti kalla rannsóknar- og þróunar-
verkefni, en naut ekki fyrirgreiðslu,
eins og nú mundi vera samkvæmt
þeirri stefnu að stuðla að auknum at-
vinnutækifærum og fjármunamynd-
un í dreifbýli. Erfið markaðsöflun
réði sennilega mestu um að viðfangs-
efnið skilaði ekki því, sem Guðbjörn
hafði vænst.
Ekki er heiglum hent að stunda
veiði í Þingvallavatni, en þó að mörg
harmsagan og margur mannskaðinn
hafi orðið á vatninu, hefur gæfan
löngum fylgt bændunum, sem hafa
sótt hluta af lífsafkomu sinni í vatnið.
Þeir þekkja það og kunna að meta
aðstæður. Þeir hafa sagt mér að við
erfiðar aðstæður verði öldudalir svo
djúpir að ekki sjái úr þeim til fjalla.
Með tímanum hlóðust margvísleg
trúnaðarstörf á Guðbjörn, bæði fyrir
sveit hans og sýslu. Hann var um
áratugi hreppstjóri, hreppsnefndar-
maður, í sóknamefnd og meðhjálpari
í Þingvallakirkju, fjallkóngur, sýslu-
nefndarmaður og formaður búnaðar-
félags sveitai- sinnar. Hann sat nokk-
ur landsþing Landssambands
hestamannafélaga fyrir félag sitt,
Trausta. Guðbjörn var ágætur hesta-
maður og voru löngum öflugir reið-
hestar á búi hans.
Á hinum miklu ferðum sínum
gangandi eða á hestum um fjöll, firn-
indi og heimaslóðir sveitar sinnar,
varð hann þaulkunnugur hverri slóð,
laut eða leiti, svo að hann þekkti sveit
sína og fjöll til hlítar og vissi nafn á
hverju kennileiti. En hann vissi svo
miklu meira. Hann þekkti þá sögu
sem tengdist hinum fjölmörgu sögu-
sviðum Þingvalla. Á ferðum mínum
með honum, gangandi og á hestbaki,
um sveitina hans og fjöllin sem um-
luktu hana, komst ég að hvað þekk-
ing hans var djúpstæð um jarðsögu
og náttúrufræði almennt. Hann
kunni skil á öllu sem á vegi okkar
varð. Jafnvel steinar áttu nöfn, hjall-
ar og hólar. Það flaug ekki fugl, sem
hann ekki þekkti og hann kunni til
fullnustu skil á öllum gróðri sem við
götu okkar greri.
Yfirburðagreind Guðbjöns og.
óbrigðult minni hefðu dugað honum
vel sem náttúruvísindamanni og
prófessor, hefðu honum gefist tæki-
færi til náms á þeim vettvangi.
„Hann nam náttúrunnar mál, hann
nam tungur fjalla.“
Margar og ógleymanlegar minn-
ingar um samverustundir með Guð-
birni í hans heimabyggð leita á hug-
ann á kveðjustund. Ein þeirra skal
sögð hér.
Við riðum á sumardegi til móts við
ferðafólk á hestum, sem stefndi um
fjöll í Þingvallasveit. Þegar við vor-
um komnir á þær slóðir, sem vænta
mátti að leiðir lægju saman, var
skollin á niðaþoka, hnífskui-ðarþoka,
sagði Guðbjöm. Við hóuðum og köll-
uðum, en þögnin ein og kyrrðin svör-
uðu. Við riðum fram og til baka slóða,
sem við sáum móta fyrir, án árang-
urs.
Þá bað Guðbjörn um að við hefðum
algjöra þögn. Að drykklangri stund
liðinni sagði hann: „Nú voru menn
hér í nánd á ferð.“ Ég spurði hvemig
hann skynjaði það. „Fuglarnir segja
mér það,“ var svarið. Var nú riðið hið
snarasta þangað sem hann hafði
heyrt mestan óróa sumarfuglanna.
Þar kraup Guðbjöm niður og fann
hófafór, sem hann taldi ný. Mér
fannst hann huga að þeim líkt og ég
hafði lesið um ungur í indíánasögum.
Stefnan var nú ráðin og sporaslóðin
rakin svo greitt sem aðstæður leyfðu.
Þar kom að við riðum uppi þá sem við
leituðum. Glöð riðum við síðan úr
fjötram þokunnar niður í Þingvalla-
sveit.
Kárastaðir stóðu búskapartíð El-
ínar og Guðbjöms um þjóðbraut
þvera, jafnt og áður um aldir. Gesta-
gangur var mikill alla þeirra búskap-
artíð, jafnvel svo að með ólíkindum
mátti telja. Allt árið, utan vetrarmán-
uði, sem ófærð hindraði, streymdu að
þeim rausnargarði ættmenni, vinir
og kunningjar og aldrei munu dæmi
þess að gestum hafi ekki verið vel
tekið. Elín stjórnaði af röggsemi öllu
innanhúss og átti alltaf góðan mat og
kaffibrauð að bjóða gestum.
Böm Elínar og Guðbjöms em 6,
öll hið mesta mannkostafólk. Auk
þeirra vora vinnuhjú á heimilinu,
sem höfðu ráðið sig þar ótímabundið
til vinnumennsku, en sátu flest ævi-
langt. Lengsta vist vinnuhjúa átti
Sigurður Sigurðsson frá Tannastöð-
um, sem réðist til heimilisins í tíð
Halldórs, afa Guðbjörns og vann
heimilinu samfellt í 60 ár. Þau ár sem
mest voru umsvif á Kárastöðum og
böm húsbænda enn á heimaslóð,
munu 12-15 manns hafa setið þar
daglega að matar- og kaffiborðum,
svo rekstur heimilisins hefur hvílt
þungt á húsráðendum.
I öllu dagfari var Guðbjöm háttvís
og hógvær, umtalsfrómur og einstak-
lega skemmtilegur viðmælandi, því
hugur hans var vakandi um allt sem
varðaði líf og hag manna í okkar landi
eða hvar annars staðar sem var á
hnettinum. Hann hafði gott skop-
skyn, sagði skemmtilegar sögur, sem
engan meiddu.
Að ytri gerð var Guðbjörn vörpu-
legur maður í hærra meðallagi, fal-
lega limaður, fríður og vel á sig kom-
inn. Vöðvastæltur var hann og vissu
fáir afl hans meðan hann var upp á
sitt besta.
Að því kom að sjúkdómur sótti á
Guðbjöm, sem margan bóndann hef-
ur lagt að velli, lungnaveiki. Þegar
svo var komið brugðu þau búi, Elín
og Guðbjöm og fluttu til Reykjavík-
ur. Þar starfaði Guðbjörn við góðan
orðstír hjá Stéttarsambandi bænda
og síðar Osta- og smjörsölunni, þar
til hann lét af störfum fyrir aldurs-
sakir. Auk þ_ess réri hann til fiskjar á
trillu sinni, Armanni, frá Olafsvík tvö
sumur. I veikindum sínum síðustu
æviárin hefui' hann notið einstakrar
umhyggju eiginkonu, meðan henni
entist heilsa, barna sinna og systra
og þó mörg síðustu árin væm honum
mildð erfið heyrðist aldrei æðraorð.
í dag stend ég á vegamótum og
horfi á eftir hollvini um áratugaskeið,
sem ég átti svo óendanlega margvís-
leg samskipti við. Ekkert veit ég sem
kemur í það tómarúm, en ei skal fella
tár heldur þakka það sem var.
Á þeim vegamótum færam við Pál-
ína, eiginkona mín, tryggðatröllinu
Guðbimi einlægar þakkir og biðjum
þess að hann megi hvíla ljúft í faðmi
fóstru okkar allra.
Sveinbjöm Dagfínnsson.
Tíminn líður, hægt eða hratt eftir
aðstæðum. Frændur og vinfr kveðja
einn af öðram. Með fáum orðum vildi
ég minnast Guðbjörns Einarssonar
og foreldra hans, hjónanna á Kára-
stöðum í Þingvallasveit, þeirra Guð-
rúnar Sigurðardóttur og Einars
Halldórssonar móðurbróður míns og
látinna bama þeirra.
Ég kom fyrst að Kárastöðum á
vordögum 1928 þá tæplega 17 ára og
skyldi gerast þar sumarmaður við
venjuleg bústörf þeirra tíma. Þá vora
börnin 7 eða 8. Halldór elstur, tveim-
ur áram yngrí en ég. Það er ekki að
orðlengja það að ég varð strax einn af
þessum bamahópi. Ég hafði misst
móður mína 10 ára gamall og farið á
milli fjögurra heimila á þessum 7 ár-
um. Mér leið ekki illa á þessum heim-
ilum en móðurlega hlýjuna fann ég
hvergi. En hér var ég kominn inn í
stóra fjölskyldu og Guðrún tók mér
eins og einu bama sinna, hún varð
bókstaflega móðir mín. Þetta varð
dýrðlegt sumar með mikla vinnu
mikinn gleðskap og leik.
Um haustið fór ég í Flensborgar-
skólann og Guðrún sá um ferðbúnað
minn og það hefði engin móðir gert
betur. Á þeim ámm hafði ég sjálfsagt
ekki vit á að þakka henni sem skyldi,
en síðar fann ég hve umhyggja henn-
ar var mér mikils virði. Af Einari
hafði ég ekki mikil kynni. Hann var
góður húsbóndi en nokkuð eftir-
gangssamur með vinnu, enda sjálfur
óhemju duglegur.
Öll mín skólaár í Flensborg og
Kennaraskóla átti ég samastað á
Kárastöðum, dvaldi þar m.a. alltaf á
jólum, og ævinlega stakk Guðrún að
mér notalegum böggli að skilnaði.
Á þessum ámm átti ég einnig
athvarf í Reykjavík á Skólavörðustíg
28 hjá Steinunni og Magnúsi Skaft-
fjeld, móðurbróður. Þar vom einnig
Kárastaðasystkin oft á ferð. Þessar
tvær konur, Guðrún á Kárastöðum
og Steinunn á Skólavörðustígnum
vora mér eins og mömmur öll mín
skólaár og reyndar miklu lengur.
Haustið 1932 gerist ég kennari í
Þingvallasveit með aðalbækistöð á
Kárastöðum en þetta var fjarkennsla
og dvalið á fleiri stöðum í sveitinni.
Þá vom eldri frændsystkini mín af
skólaaldri en þó urðu nokkur þeirra
nemendur mínir þeirra á meðal Guð-
björn, sem kvaddur er í dag,
skemmtilegur og bráðgreindur ung-
lingur eins og þau öll systkinin. Það
var mikið lán fyrir mig, nýgræðing í
kennslu, að fá svo skemmtilega og
viðráðanlega nemendur mitt fyrsta
kennsluár.
Á þessum ámm var margt ung-
menna í sveitinni og töluvert félags-
líf. Við stofnuðum félagsskap og
nefndum hann Örninn unga. Eitt
sinn spurði Halldór í Hrauntúni mig,
hvort örninn væri orðinn fleygur.
Sennilega varð hann það aldrei, því
að ævin varð ekki löng. En það var
ýmislegt gert. Það var komið saman
og spjallað, æfð glíma og Einar, sem
tók þátt í konungsglímunni 1907 gat
ýmislegt kennt okkur í þeim efnum.
Þá var dansað bæði í heimahúsum og
Konungshúsinu. Halldór sá um mús-